Morgunblaðið - 15.10.1961, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.10.1961, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. okt. 1961 >• ^da&Linn ^dmaóon, lón di á 2), tmaóovi, sextugur 15. október óercjaóteini Ég flyt þér beztu kveðjur bróðir minn og bið þér heilla er þú ert sextíu ára. Mig vantar ennþá tug á aldur þinn en áfram veltir okkur lífsins bára. Þá var hafsins börnum vaggað vært er vindur hvein og stöðugt seglið þandi. Um bátinn freyddi bárulöðrið tært hann brunaði með veiðina að landi. Við bárumst áfram svona sitt á hvað í suður ég en þú fórst aftur vestur. Lengi á hér enginn vísan stað á okkar jörð er maður aðeins gestur. Við áttum saman marga mæta stund á miðunum við breiðan Húnaflóa, sáum hniga sól af Ægisgrund og sólarroðann út við hafsbrún glóa. Bjarmi lék um Byrgisvíkur land og bæinn litla rétt við fjallsins rætur, þar sem ástin á þig setti band er ungur lékstu þér við bóndans dætur. En ekki er alltaf logn um saltan sjó og sjómannsstarfið heimtar þrek og snilli. Á veikri skel er lífsins lína mjó og lífs og dauða stundum skammt á milli. Það var ekki alltaf „fyrir báru borð“ er bátnum snúið var af fiskimiði en frá þér heyrðist varla æðru orð, þó illa gengi og lítið fleytan skriði. Nú hafa skilizt leiðir Ianga stund og lífið dregið rúnir örlaganna, en þó ég ekki þinn á komist fund er þægilegt í heimi minninganna. Röram er sú taug sem rekka dregur heim, þú réðst I braut með hamingjuna að veði, en ert og verður einn af bændum þeim sem yrkja jörð af sannri hjartans gleði. í starfi bóndans liggur saga lands hann lífsmeið nærii allra kynslóðanna. Bjart er um þá sem bera merki hans og brjóta land frá dal til annesjanna. Fylgi jafnan blessun þínum bæ og bægi frá þér hverju sáru meini. Sit bróðir heill að búi þínu æ og blómgist hagur þinn á Dvergasteini. Og fyrst þú ert í ætt við Eyvind kné — hann allra fyrstur bjó við fjörðinn svana, þá tel ég víst að alveg öruggt sé að ætt þín hjari þarna af gömlum vana. Væri leiði, er Ægir ygldi brún, var örugg höndin sem að hélt um stýrið. Þú kallaðir að setja segl að hún og sveigðir undan bárum lagardýrið. Og enn hún má víst þrauka í þúsund ár og þínir niðjar bæla grænan svörðinn þótt vegurinn sé ekki alveg klár, sem á að leggja þarna kringum fjörðinn. Guðmundur Guðni. „Eldur í ísnum44 ekki ill á neinn smásmugulegan hátt, heldur sé illska hennar stór- brotin, því stolt hennar sé tröll- aukið, hefnigirni hennar tak- sér hímýli, gættu hjarða sinria, sigldu utan til að verzla eða ræna. Hún Jýsir siðvenjum og lögum hins sérkennilega höfð- ingalýðveldis sem greindi Island frá öllum öðrum löndum Evrópu á miðöldum. Island er sjálft mikilvægur þáttur í skáldsögunni, segir Pres cott ennfremur, fjöllin, firðirnir og hið harða loftslag. Skáldkon- an hefur fundið einstaklega við- eigandi stíl fyrir sögu sína. Hann er einfaldur og algerlega í anda hinna fornu sagna, og víða berg- málar hann íslendingasögur. En hann er samt auðugri en sagna- stíllinn og sneyðir hjá hinum tíðu endurtekningum íslendingasagna. Prescott lýkur ritdómi sínum með því að lýsa því yfir, að „Fire in the Ice“ sé ein bezta sögulega skáldsaga sem út hefur komið á síðustu árum. — Bókabáttur Framh. af bls. 6 hugsun og viðhorfum, en orð- færi hans er oft einkennilega fjarri því sem við eigum að venj- ast hér í höfuðborginni, og stafar það sennilega af því að hann er alinn upp við aðrar hefðir í máli og skírskotun. Kápumyndin á „Nei“ mun vera gerð af Degi Sigurðarsyni. Hún minnir mig óþægilega á bæklinga einhvers amerísks sértrúarflokks sem var dreift hér fyrir stríð. Framan á þeim voru myndir a£ blóði drifnum rýtingum, brenn- andi borgum og flýjandi fólki. Einn þeirra hét, að mig minnir, „Flýjum til fjaílanna". „Nei-ið“ hans Ara gat varla fengið smekk- lausari og óheppilegri umbúðir. Sigurður A. Magnússoiu. Skoda Felicia I LOK AGOST kom út í Banda- ríkjunum skáldsaga, sem vakið hefur talsverða athygli. Nefnist hún „Fire in the Ice“ (Eldur í ísnum) og er eftir bandarísku skáldkonuna Dorothy James Ro- berts. Söguhetjan er engin önnur en Hallgerður langbrók, og hef- ur skáldkonan sótt efnivið sinn í Njálu og Laxdælu. Er lífssaga Hallgerðar rakin frá bernsku til dauðadags og brugðið jafnframt upp mynd af lífsháttum og aldar- anda á íslandi á söguöld. Lýsing- in á Hallgerði er skýr og máttug, en kannski dálítið einhliða. Dorothy James Roberts hefur skrifað tíu skáldsögur áður, þeirra á meðal tvær sem byggð- ar eru á enskum miðaldasögnum um Arthur konung og kappa hans. Fjaliar önnur run Launce- lot Og hin um Tristram. Ritdóm- ari bandaríska stórblaðsins „The New York Times“, Orville Pres- cott, skrifar mjög lofsamlegan riAm nm Firo in +V»o Tno<( 8 oont sl. og segir m.a., að allar fyrri skáldsögur Dorothy James Ro- berts verði að skoðast sem undir- búningur undir þetta mikla verk. Hann segir orðrétt: „Skáldsagan „Fire in the Iee“ er svo trú bók- staf og anda ákveðins tímabils í lífi miðalda og dregur upp svo stórkostlega mynd af merkilegri konu, að henni má jafna við skáld söguna „Kristin Lavransdatter” eftir Sigrid Undset". Prescott bendir á, að allir helztu viðburðir sögunnar og mörg tilsvörin séu sótt beint í Njálu, en skáldkonan hafi einnig stuðzt við Laxdælu. Með því að einskorða sig við eina persónu og segja söguna alla út frá sjón- armiði hennar, hefur skáldkonan gefið bókinni heildarmynd og sneytt hjá öllum aukaatriðum Is- lendingasagna, svo sem ættartöl- um og aukapersónum, segir Pres- cott. Hann segir ennfremur, að í Fire in the Ice“ sé Hallgerður markalaus og fyrirlitning hennar á gætni, forsjálni og málamiðlun botnlaus. Þó sagan sé full af morðurn, bardögum og vígaferlum, er hún ekki saga um atburði, heldur er hún fyrst og fremst persónulýs- ing og í annan stað stórkostleg lýsing á lífi íslendinga fyrir þús- und árum, segir Prescott, og hann heldur áfram: Með listrænum og einföldum hætti gefur skáldkon- an í skyn án þess að segja bein- línis frá því, hvernig landnáms- menn íslands lifðu í hinu hrjóstr- uga landi, hvernig þeir byggðu ÞAÐ vekur litla athygli almenn- ings, þótt samin sé og gefin út námsbók handa börnum. Þó getur það vakið athygli - Billinn Framh. af bls. 5 um, þrátt fyrir brekkur. En sérfræðingurinn er ekki ánægður með fjöðrunina. — Drifskaftið liggur innbyggt í grindina og kúlan því föst, en afturöxlar á hjörum. Veld ur það því að þegar bifreið- in er óhlaðin að aftan halla afturhjólin mjög inn að neð- an og bifreiðin liggur ekki vel á vegi. Þverfjöður er að barnanna og forvitni að skyggn- ast í slíka bók, þegar þau eignast hana. Verðúr þeim þá jafnan fyrst fyrir að skoða myndir bókarinn- ar, ef þær eru einhverjar og grípa niður í lesmálið og aðgæta, hvoxt þar sé ekki eitthvað, sem girnilegt sé til lestrar. En of fáar námsbækur hafa reynzt meira en skammvinnt yndi. Þó er mér kunnugt um eina undantekningu. Það eru dýrafræðibækur Jónas- ar Jónssonar. Þegar fyrsta bókin köm út árið 1922, vakti hún mikla athygli, því að hún var mjög frábrugðin öðrum námsbókum barna á þeim árum, og tóku þau henni yfir- leitt með fögnuði. Flest börn eru dýravinir og sólgin í að lesa og heyra sagt frá lífi dýranna og háttum þeirra. Og í þessari bók fengu þau lifandi ög litríkar frásagnir um dýr og dýralíf í öllum álfum heims. í formála fyrsta heftis bókar- innar gerir höfundurinn grein fyrir samningu hennar og til- gangi. Þar stendur þetta: — — — „Með miklum rétti mætti segja, að slíkar bækur ætti ekki að semja aðrir en sérfræðingar í nátt úrufræði“. — En höfundurinn gerir jafnframt grein fyrir því, hvers vegna barnakennarar verði sjálfir að semja námsbækur barna,------— „jafnvel í þeim greinum, þar sem aðrir standa þeim framar að þekkingu". Nokkru síðar komu út eftir sama höfund annað Og þriðja hefti námsbóka um dýrin. Þær voru samdar og ætlaðar til náms á sama hátt og fyrsta heft- ið. Allar dýrafræðibækurnar urðu mjög vinsælar, og þar sem þær voru notaðar í skólum, létu börnin sér ekki nægja það, sem í bókunum var að fá af fróðleik, heldur urðu kennararnir að segja þeim til viðbótar sögur um dýrin. aftan, en gormar að framan og þótti sérfræðingnum hvort tveggja nokkuð stíft, en taldi að það lagaðist með til- keyrslu. Segir hann að bif* reið þessi hafi unnið mjög á í Danmörku og búizt sé við að innflutningur á þessu ári verði um 1000 bifreiðir, sem sé mikið þar í landi. Verð Skoda Octavia hér er um kr. 102.000.00—112.000.00. Umboð: Tékkneska bifreiða umboðið á ísiandi hf., Reynsla þeirra kennara, sem notuðu bækurnar, sýndi ljóslega, að hér var tekið réttum tökum. Enda er höfundurinn afburða kennári og hafði þá þegar mikla reynslu og sér þekkingu í kennslu fræði. Hann hafði og um nokkur ár verið æfingakennari í Kenn- araskólanum, eins og kunnugt er. — Dýrafræðibækur Jónasar Jóns- sonar hafa verið mörgum börn- um brunnur fróðleiks og gleði- gjafi. Þær hafa glætt fróðleiks- löngun þeirra, af því að þær eru lifandi frásagnir um hugðarefni flestra barna. Og dæmi eru til þess, að börn hafa ótilkvödd lært yfirlitið um sérkenni spendýra- flokkanna aftast í fyrstu bókinni um dýrin, „af því að það er sv» gaman að vita þetta“. Haustið 1959 kom svo frá Bóka förlagi Odds Björnssonar á Akur eyri ný útgáfa af fyrsta hefti dýrafræði J. J. Þegar þessi nýja útgáfa barst mér í hendur, hvarflaði hugur- inn til þeirra björtu stunda, þegar ég hafði á hendi kennslu 1 dýra- fræði um tugi ára og notaði kennslubækur J. J. — Sannreyndi ég þá ágæti þeirra Og ennfremur það, að með þein* mátti glæða námsbókaáhuga barna í öðrum greinum. Eg minntist hvorki deyfðar né áhugaleysis barnanna, en aftur á móti sífelldra óska um fleiri Og fleiri sögur af dýrum. Ég færi höfundinum þakkir fyrir allar dýrafræðibækurnar, og Bókaforlagi Odds Björnssonar fyrir þessa nýju útgáfu á fyrsta heftinu. Og ég vænti þess enn- fremur, að forlagið sjái sér sem fyrst fært að senda á bókamark- aðinn hin hefti dýrafræðinnar. Megi svo þessar bækur enn lengi glæða námslöngun barna og góðvild þeirra tíl allra liíandi vera. , Egill Þórlákssoa. Stærsta húsgagnaverzlun fandsins býður yður: 9 gerðir svefnherbergissett 5 gerðir borðstofuhúsgögn 13 gerðir sófasett 11 gerðir sófaborð ■■■■■ ! ! í ! .. = i 7 gerðir skrifborð 7 gerðir eins og tveggja manna sófor ÍSKEIFANX SVEFNSTÓLAR. ALLT I HANSASAMSTÆÐUNA. BARNARÚM. BARNAKOJUR. SKRIFBORÐSSTOLAR. STAKIR STÓLAR. Aklseði ! 99 mismu/lðndi lítum 03 qerðum ‘O l/l Kjörqqroi Ulllll KJALLARINN KJALLARINN KJALLARINN Góð námsbók í þrem heftum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.