Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIh Miðvikudagur 18. okt. 1961 Alger einhugurá ráðstefnu IMATO um verklýðsmál Spfallað víð Helga Hallvarðsson stýrimann EINS og frá hefur verið skýrt í blaðinu áður (á þriðjudag), var haldin ráðstefna ungra manna um verkalýðsmál í Khöfn 24.—30. sept. Atlantshafs- bandalagið stóð að ráðstefnunni, og fóru héðan á vegum Varð- bergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, þrír menn frá lýðræðisflokkunum, þeir Helgi Hallvarðsson, stýri- maður, Jónatan Sveinsson, sjó- maður, og Ásgeir Sigurðsson, rafvirki. Stefán Hirst, bifreiða- stjóri, sótti ráðstefnuna fyrir hönd Æskulýðssambands íslands. Fréttamaður blaðsins hitti Hallvarð Helgason að máli og spurði hann 'um ráðstefnuna. — Hvað sóttu margir þessa ráðstefnu? — Þeir voru um 30 talsins frá 12 NATO-löndum. Henni stýrði tyrkneskur maður, Yavuz Karaözbek, en annars höfðu danskir aðilar mestan veg og vanda að henni. Hún var haldin í Magleaas Hþjskole úti í Birke- rþd, og ýmsir þekktir Danir, að- allega stjórnmálamenn, héldu framsöguerindi um verkalýðs- mál og alþjóðamál. Mikill samhugur — Hvaða alþjóðamál voru tek in til umræðu? — Til dæmis Efnahagsbanda- lagið, Atlantshafsbandalagið, Ber línardeilan. — Urðu deilur um þessi mál? — Ekki er hægt að segja það, samhugurinn var mjög mikill og sterkur. T. d. voru menn sam- mála um að ekki bæri að hopa á hæli fyrir ofbeldinu í Berlín, að efla bæri NATO og samstarf NATO-ríkjanna, og áhugi var mikill fyrir Efnahagsbandalag- inu. Töldu menn, að með þátt- töku í því, myndu þær þjóðir, sem við lakari kjör hafa átt að búa en hinar auðugustu á banda lagssvæðinu, sækja ört fram til vaxandi velmegunar, án þess þó að neitt dragi úr velmegun með al hinna auðugri, síður en svo. Þátttaka í Efnahagsbandalaginu væri allra hagur og nauðsyn- legur þeim, sem dregizt hafa aft ur úr eða eiga það á hættu. Nýtt verkalýðssamband? 1 sambandi við Efnahagsbanda lagið urðu miklar umræður. — M. a. var rætt um, að þau lönd, sem í það gengju, mynduðu sín á milli eitt heildarverkalýðssam band, það mundi án efa verða sterkasta verkalýðssamband í heimi, og er því ekki að efa að það mundi verða mikill þyrn ir í augum kommúnista. Lakast skipulag hér — Yar ekki rætt mikið um verkalýðsmál? — Að sjálfsögðu. T. d. gerðu bandarísku fulltrúarnir grein fyrir skipulagi og uppbyggingu verkalýðsfélaganna í Bandaríkj- unum, en þar er mönnum frjálst hvort þeir eru í verkalýðsfélagi eða ekki. Sögðu þeir að ásamt Helgi Hallvarðsson hagsmunabaráttunni væri lögð megin áherzla á að fá sem flesta til að ganga í verkalýðsfélögin, og síðan einstök félög inn í verkalýðssambandið. M. ö. o. höfuðmarkmiðið er að allir laun þegar, úr hvaða stétt sem er, séu í heildarsamtökunum. Þar er annar háttur hafður á hér heima, þar sem heildarsamtök launþega halda einu stærsta launþegasambandinu fyrir utan heildarsamtökin, og stærsta verkalýðsfélagið neitar mörgum félagsmönnum sínum um þann skilyrðislausa rétt að njóta at- kvæðaréttar síns, ef félagsstjóm ina grunar að þeir séu ekki á réttri línu, þótt svo að þeir greiði félagsgjöld eins og full- gildir meðlimir. Þarna voru einnig ræddar verkfallstilhagan- ir í hverju landi fyrir sig, og kom í ljós, að ísland var með eitt lakasta skipulag í þessum málum, ef litið er á hagsmuni þjóðfélagsheildarinnar. Þá má geta þess í sambandi við alþjóðamál, að ráðstefnan gerði mjög eindregna ályktun, þar sem mótmælt er „harðlega aftur uppteknum kjamorkutil- raunum Sovétríkjanna, sem knúðu Bandaríkjamenn til að fara inn á hliðstæða braut.“ — Ályktun þessi birtist annars í heild í Morgunblaðinu í gær. Útiloka ber áhrif kommúnista — Hvað viltu svo segja að lokum um heildaráhrif ráðstefn- unnar? Lætur af konimgdómi ADEN, 13. okt. (NTB-AFP). — Konungurinn í Jemen, Ahmed Seif E1 Islam hefur sagt af sér konungdómi og fengið í hendur elzta syni sínum, Albadr Moham med. Konungurinn flutti ávarp til þjóðar sinnar í útvarp í kvöld og tilkynnti þessa ákvörðun sína. Bað hann menn taka við krón- prinsinum sem þjóðhöfðingja landsins og varaði við að reyna nokkuð til að spyrna við ákvörð- un sinni. Mohammed krónprins hefur til þessa verið aðstoðarforsætisráð- herra og utanríkisráðherra, en konungurinn sjálfur haft á hendi embætti forsætisráðherra. — Ég tel hana hafa verið ein- staklega lærdómsríka og vel heppnaða að öllu leyti. Það er ánægjulegt að kynnast samstöðu NATO-þjóðanna um ýmis grund vallaratriði, og nauðsynlegt fyr- ir okkur margra hluta vegna að treysta böndin við þessar þjóð- ir. Þá var einnig eftirtektarvert, að á fundinum ríkti mikill á- hugi á og alger einhugur um að róa að þvx öllum árum að útiloka áhrif kommúnista í verka lýðsfélögum og gera þau að einni sterkri heild, sem vinni að hags munamálunum í .anda friðar, frelsis og réttlætis, án afskipta kommúnista. Jón Sigurbjörns- son formaður Leikarafélagsins Sl. sunnudag var haldinn að- alf. Fél. ísl. leikara. Valur Gísla son, sem verið hefur formaður, baðst undan endurkosningu. Var Jón Sigurbjömsson kosinn i hans stað. Aðrir í stjóm: Bessi Bjarnason og Klemenz Jónsson, vom endurkosnir. Varaformaður er Róbert Arngrímsson og aðrir í varastjóm Helga Valtýsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir. Valur í ÞjóðleikhúsraS. Haraldur Björnsson, hefur frá upphafi verið fulltrúi leikara I Þjóðleikhúsráði, en bað nú um lausn frá því starfi. Var sam- þykkt að kjósa fulltrúa og vara- fulltrúa í Þjóðleikhúsráð til fjög urra ára. Var Valur Gíslason kos inn fulltrúi og Þorsteinn Ö. Step hensen varafulltrúi. Cöng eða brú yfir Ermarsund? LONDON, 16 október — Allír bílar, sem fluttir voru yfir Erm arsund á síðasta ári, kæmust yf ir á 3—4 dögum, ef við hefðum göng undir sundið, sagði Leo d’ Erlander, formaður nefndarinn- ar, sem udanfarin þrjú ár hefur athugað möguleikana á bygg- ingu jarðganga eða brúar yfir Ermarsund. — ★ — Frakkar og Bretar hafa sam- viimu um málið og samkvæmt athugunum á áætlunum, sem þeg ar hafa verið gerðar, mun brú yfir Ermarsund kosta sem svarar 24 milljörðum íslenzkra króna. Jarðgöng með fjórum brautum, tveimur fyrir járnbrautir og tveimur fyrir bíla, yrði helmingi ódýrari. Þau hefðu líka _ þann kostinn fram yfir brúna, að um ferðin truflaðist ekki af völdum þoku, ísingar, snjóa eða ofviðris. Áætlað er, að járnbrautarlest með 600 farþega gæti farið með 110 km hraða eftir göngunum — og yrði hún því 28 mínútur yfir Ermarsund. — ★ — Þriðja tillagan hefur komið fram. Hún er frá brezkum verk- fræðingi, sem leggur til, að stál göng, 15 m breið verði lögð yf ir Ermarsund 13,5 m undir sjáv armáli og lagt fyrir ankerum. Göngin verða jafnörugg og önn- ur, sem grafin yrðu undir botn sundsins, þau verða ekki í hættu vegna skipaumferðar — og kosta ekkj nema 9 milljarða (ísl.) króna. * Gamlir kunningjar Hér eru myndir af tveim- ur gömlum húsum, sem aliir Reykvíkingar kannast við, þótt þau séu farin frá upp- runalegum dvalarstöðum sín- um. Efra húsið er Smedens Hus, sem byggt var árið 1820, Og stóð til skamms tíma við Póstnússtræti, í sundinu við Hótel Börg. Neðra húsið er Diiionshús, sem Dillon lávarð- ur lét smíða árið 1835 handa barnsmóður sinni, til þess að iauna henni góðan beiria eftir kaidan vetur. Bæði þessi hús eru nú komin upp að Arbæ. Myndirnar teiknaði Haukur Hailöórs. Þær eru á einu af sex póstkortum, sem Arbæj- ‘ arsafn hefur gefið út. Korta- serían er seld í safninu, enda vilja mjög margir ferðamenn sem þar koma, gjarnan senda vinum og kunningjum kveðju frá staðnum. Myndaspjöldin eru snotur og smekkleg. Eitt er af Árbæ, annað af kirkj- unni Og sáluhliðinu, hið þriðja sýnir inn í kirkjuna, og á hinu fjórða eru ýmsir gripir, út- skorinn spónn, askur, kanna, Oblátuskrín, altarisvínflaska og kola. Á hinu fimmta sést inn í eldhúsið, þar sem pottur hangir í hó yfir hlóðum. A sjötta bréfspjaldinu eru svo húsin tvö. Kortin eru í mynd- skreyttri möppu. Þar er m. a. mynd af kefli, en á því stend- ur þessi fróma ósk: Kvendið hreppi, er keflið á, kvenmanns dyggða gnóttir. * Snæugla? Á afmæli Háskóla Islands bárust skólanum margar góðar gjafir. M. a. tilkynnti formað- ur stúdentaráðs að ráðið mundi gefa háskólanum fund arhamar útskorinn. Á hamrin um verður mynd af uglu, fugli spekinnar. Nú hefur vaknað sú spurning, hvort ekki sé rétt að hafa það snæuglu. • Haustmyrkrið og slysin Með haustinu hafa umferða- slys farið mjög vaxandi í Reykjavík og kringum bæinn. Eru þegar 18 manns slasaðir það sem af er þessum mánuði og skráðir árekstrar 118. Er það óeðlilega há tala. Það er eins og hvorki bifreiðastjórar né gangandi átti sig á því, að með haustmyrkri og komu vondra veðra, verður að fara með meiri gát um göturnar, ef ekki á illa að fara. í vond- um veðrum flýtir fólk sér milli húsa, setur höfuðið í veðrið og lítur ekki í kringum sig. Og bifreiðastjórar aka með jafn miklum hraða 1 dimmu og drúngalegu veðri, þegar götur eru blautar og hálar, eins og um bjarta sumarnótt á skrauf þurrum vegum. Og afleiðingin fer margir tugir meira og minna slasaðra í mánuðL Fót- gangendur og ökumenn verða að skilja að þeir þurfa að gæta sín betur við verri aðstæður að haustinu og vetrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.