Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNLLAÐ1Ð Miðvikudagur 18. okt. 1961 Eftir Sigurð Bjarnason Kjarnorkusprengingar og heræfingar Á sama tíma og Sovétríkin leika þennan leik á 16. Alls- herjarþinginu framkvæma þau hverja kjarnorkusprenginguna á fætur annarri og valda með því stórfelldri eitrun andrúms- loftsins en nokkru sinni hefur áður þekkzt. Jafnhliða hefja þau og félagar þeirra í Varsjár- bandalaginu víðtækar heræfing- ar í Austur-Þýzkalandi. Með þessari nöktu hernaðar- stefnu og leik með eldinn eru Rússar í senn að ógna Vestur- Berlín, hinum frjálsa heimi, Sameinuðu þjdðunum og jafn- framt að sýna veldi sitt áður en þing Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna kemur saman. í ræðum nær allra fulltrúa hér á Allsherjarþinginu, ann- arra en kommúnistaríkjanna, hefur komið fram einróma for- dæming á kjarnorkusprenging- um Rússa. Leiðtogar Sovétrikj- anna og fylgiríkja þeirra hafa hinsvegar talið þær knýjandi nauðsyn og neitað að ganga til nokkurs samkomulags um að Sú málamiðiunartillaga, sem helzt er rætt um nú, er að kjör- inn verði einn framkvæmda- stjóri með því valdi, sem stofn- skrá samtakanna gerir ráð fyr- ir, en honum til aðstoðar sex aðstoðarframkvæmdastjórar, sem þó hefðu ekki neitunarvald. — Hefur þá verið rætt um að þess ir aðstoðarforstjórar yrðu frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Vestur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Þegar þetta er ritað eru ekki taldar horfur á samkomulagi um slíkt fyrirkomulag. — En margt bendir þó til þess, að ef eitthvert samkomulag næst um framkvæmdastjóraval á annað borð muni það helzt líklegt til þess að verða eitthvað í þessa átt. Hversvegna ekki til Moskvu? Sl. mánudag réðist einn af fulltrúum Sovétríkjanna heiftar lega á Bandaríkin fyrir slæman aðbúnað að Sameinuðu þjóðun- um í New York. Hvað hann mikil brögð að því að þeldökkir menn og svartir yrðu fyrir nið- U Thant frá Burma. — Næst samkomulag um að hannveiði framkvæmdastjóri til bráða- birgða? í skugga helryks og hernaðarstefnu New York, 11. okt. SKUGGI helryks og hern- aðarstefnu hvílir yfir sam- tökum hinna Sameinuðu þjóða um þessar mundir, víð tækustu alþjóðasamtökum, sem mannkynið hefur skap- að til verndar friði og ör- yggi í veröldinni. — í þrjár vikur hefur verið unnið að því af kappi, að ná sam- komulagi um hráðabirgða- framkvæmdastjóra samtak- anna í stað Dags Hammar- skjölds. Það hefur ekki enn tekizt. Öðru hverju hafa kviknað vonarneistar um að samkomulag væri að nást. En þeir hafa sloknað að vörmu spori. Undanfama daga hef- ur verið talið, að stórveldin væru að ná saman endunum um U Thant frá Burma. í dag er talið að allt sam- komulag um ráðstöfun fram- kvæmdastjórastarfsins eigi e. t. v. langt í lanÖ. Hér skal ekkert fullyrt um, hvort svo muni verða. En eng- um, sem sæmilega fylgist með því, sem hér er að gerast, dylst hver er óstæða öngþveitisins. Rússar standa fast á þeirri kröfu sinni, að við hlið fram- kvæmdastjóra samtakanna verði skipaðir þrír aðstoðarfram- kvæmdastjórar, sem hver um sig hafi neitunarvald í öllum meiriháttar málum. Af slíkri skipan hlyti það að leiða að samtökin yrðu algerlega óstarf- hæf og ófær um að gegna því meginhlutverki sínu, að koma í veg fyrir ofbeldisárásir á þær þjóðir, sem minnimáttar eru. Ef framkvæmdastjórninni hefði verið þannig hagað þegar kín- verskir kommúnistar og Norð- ur-Kóreumenn réðust á Suður- Kóreu, hefði rússnekur aðstoð- arframkvæmdastjóri getað hindr að alla aðstoð við þann, sem fyrir árásinni varð. Á sama hátt hefðu Rússar getað komið í veg fyrir að hjálparbeiðni Kongóstjómar hefði verið sinnt. Tillaga Rússa um marg- skipaða framkvæmdastjórn með neitunarvaldi þýðir því ekkert annað en það, að grundvallarhugsjón sáttmála Sameinuðu þjóðanna, alþjóð- legt löggæzlustarf og varð- staða um heimsfriðinn, ör- yggi og frelsi einstakra þjóða, skuli fótum troðin og að engu höfð. Viðbrögð smáþjóðanna í framsöguræðunum, sem haldnar hafa verið á Allsherj- arþinginu sl. þrjár vikur, hafa viðbrögð þjóðanna, ekki síður hinna smærri en stórþjóðanna, gagnvart neitunarvaldsstefnu Rússa komið mjög greinilega í Ijós. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa þeirra þjóða, sem talað hafa, hafa verið henni andvíg- ir. Hinar svokölluðu hlutlausu þjóðir hafa einnig flestar snúizt eindregið gegn henni. Jafnvel fulltrúi Júgóslavíu, sem oftast nær hallast að stefnu Rússa, hefur í þessu máli tekið aðra afstöðu. Hin nýju ríki Afríku hafa svo að segja öll snúizt gegn tillögum Rússa. Leiðtogar Sovétríkjanna gera sér þetta að sjálfsögðu Ijóst. Þeir vita að þeir geta aldrei knúð neitunarvaldsstefnu sína fram. En þeir geta gert Sam- einuðu þjóðirnar svo að segja óvirkar og einskis megandi með því að halda þeim framkvæmda stjóralausum e. t. v. mánuðum saman; hætta þeim. Málin standa þá þannig, að þrátt fyrir hinar miklu um- ræður allt frá styrjaldarlok- um um nauðsyn afvopnunar, hefur ekkert samkomulag um það náðst, að takmarka víg- búnað á nokkru sviði. Sovét- ríkin hafa í þokkabót hafið hrikalegri kjarnorkuspreng- ingar í gufuhvolfinu en áður hafa tíðkazt. Þetta er hinn skelfilegi skuggi, sem í dag grúfir yfir hinum framkvæmdastjóra- lausu alheimssamtökum og þjóðum allra landa. Úrslitatilraunir til samkomulags Tilraununum til samkomulags um val bráðabirgðaframkvæmda stjóra verður að sjálfsögðu haldið áfram. Ef Rússar beittu neitunarvaldi í Öryggisráðinu gagnvart kjöri framkvæmda- stjóra mundi meirihluti þeirra þjóða, sem í samtökunum eru telja að Allsherjarþinginu bæri að kjósa framkvæmdastjóra út kjörtímabil Dags Hammar- skjölds, eða til 1963. En það mundi þó ekki leysa vandamál- ið, þar sem Rússar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki vinna með framkvæmdastjóra, sem þannig væri valinn gegn mótmælum þeirra. urlægjandi meðferð hér. Það væri því vissulega tímabært að tala um að flytja aðalstöðvar samtakanna til Evrópu, t.d. til Vínarborgar eða Genfar. Það hefur vakið athygli, að Rússar hafa yfirleitt ekki lagt til að aðalstöðvar SÞ yrðu flutt- ar til Moskvu. Telja margir að þeir myndu síður en svo kæra sig um það. Þá myndi þúsund- um manna hvaðanæva að úr heiminum gefast tækifæri til þess að kynnast ástandinu þar og skapazt möguleikar til að bera það saman við aðstæður í heimalöndum sínum. Rússar virðast greinilega ekki hafa mikinn áhuga á því. Alþjóðasamningur um hjúskaparskilyrði Enda þótt framsöguræðum á Allsherjarþinginu sé enn ekki lokið eru nefndir þingsins tekn- ar til starfa af kappi. Fá stór- mál hafa ennþá fengið af- greiðslu þar. Þriðja nefndin, sem fjallar m. a. um félagsmál hefur þó lokið umræðu og at- kvæðagreiðslu um drög að al- þjóðasamþykkt um hjúskapar- mál. Yfir 30 konur eiga sæti í nefnd þessari og hafa umræður verið þar fjörugar um þetta mál. Sérstök kvenréttindanefnd undirbjó það og var lagt fyrir Allsherjarþingið uppkast að al- þjóðasamþykkt. Tilgangur henn- ar var fyrst og fremst sá, að tryggja það í fyrsta lagi, að fullt og ótvírætt samþykki beggja hjúskaparaðila sé fyrir hendi við vígslu, í öðru lagi að hvert ríki, sem aðili gerðist að samþykktinni setji lagareglur um lágmarksgiftingaraldur, og í þriðja lagi að öll hjónabönd skuli skráð af þar til bærum embættismönnum. Alþjóðasam- þykkt þessi er fyrst og fremst í þágu hinna frumstæðari þjóða, þar sem barnagiftingar hafa tíðkazt um aldir, konur gengið kaupum og sölum og börnum og unglingum ráðstafað til hiú- skapar að geðþótta forráða- manna þeirra. Frá einstaka Afríku- og Asfu- ríki varð vart riokkurrar and- stöðu gegn þessari samþykkt. Kom það upp úr kafinu að fulltrúar þeirra töldu hana fela í sér óþarfa afskiptasemi af einkamálum þeirra. í sumum þessara landa tíðkast fjölkvæni, t. d. enn þann dag í dag. Frumvarpið að alþjóðasam- þykkt þessari var þó samþykkt í þriðju nefndinni með nær sam hljóða atkvæðum. En umræð- urnar um það sýndu greinilegar en flest annað, hversu sundur- leitar og ólíkar að þroska, hátt— um og siðum þjóðir hinna ýmsu heimsálfa eru. Fólkið, sem flutti til Kaliforníu Enda þótt bandarísk blöð og aðrar fréttastofnanir ræði um þessar mundir mikið hið skugga lega ástand í alþjóðamálum, Berlínardeiluna, kjarnorku- sprengingar Rússa, heræfingarn ar austan járntjalds, ofbeldis- og útþenslustefnu kommúnista f Suðaustur-Asíu og framkvæmda stjóraleysi Sameinuðu þjóðanna, verður þó ekki sagt að almenns styrjaldarótta verði hér vart, Almenningur gerir ráð fyrir a3 fram úr ágreiningsmálunum ráð ist einhvern veginn eftir mis- jafnlega langt þóf eins og oftast áður. Hins vegar sé varlegast að búast við stöðugt versnandl horfum. Einhvern tíma, fyrr ea síðar kunni einræðisskipulag kommúnismans að steypa mann- kyninu út í hyldýpi nýrrar styrj aldarógæfu eins og nazismina gerði á sínum tíma. Nokkrar fjölskyldur hér í New York hafa þó talið varlegast aS flytja héðan nú þegar af ótta við kjarnorkusprengjuárásir og geislavirkt helryk þeirra. Þetta fólk tók upp heimili sín ogfluttl til Kaliforníu, vestur á Kyrra- hafsströnd. Þar heldur það sig aðeins öruggara. En hver veit fyrir víst, hvar öryggið er? Byggingin til hægri á myndinni er af hinu nýja bókasafni Sameinuðu þjóðanna, sem nú er að verða Iokið. Stendur það rétt hjá aðalstöðvum samtakanna við Austurá. Talið er fullvíst að það muni bera nafn hins látna framkvæmdastjóra, Dags Hammarskjölds. í bókasafninu munu verða um 400 þúsund bindi bóka. Fordstofnunin gaf um 6,2 millj. dollara tii byggingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.