Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVTS BLifílt) Miðvikudagur 18. okt. 196] Otgeíandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mányði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VERÐA REYND NÝ VERKFÖLL? k Dagsbrúnarfundi síðast-^ liðinn sunnudag var sam þykkt ályktun þess efnis, að sagt yrði upp kaupgjalds- ákvæðum gildandi kjara- samninga. Þegar kommúnist- ar hafa talið sér henta að hefja verkfallsbaráttu, hafa þeir venjulega beitt Dags- brúnarverkamönnum og lát- ið meirihluta þann, sem þeir illu heilli hafa í félaginu, samþykkja að lægst launuð- ustu verkamenn bæru hita og þunga baráttu, sem þó oft og tíðum hefur verið andstæð hagsmunum þeirra. Ýmislegt mælir þó á móti því, að ný verkfallsbarátta verði hafin á næstunni. — I fyrsta lagi gera verkamenn sem aðrir sér æ gleggri grein fyrir því, að verkfalla- pólitík kommúnistaforyst- unnar síðasta hálfan annan áratuginn hefur sízt fært þeim kjarabætur. I öðru lagi er mjög ólíklegt að SÍS- herrarnir treysti sér til að gera nýja svikasamninga við kommúnista fyrirfram. For- dæmingin á atferli SÍS í sumar var svo almenn, að það gæti riðið því fyrirtæki að fullu að lúta á ný leið- sögn pólitískra ofstækis- manna. Og loks er þess svo að gæta, að formaður Dags- brúnar lýsti því yfir á fund- inum í félaginu, að engin ákvörðun hefði verið tekin irm að heyja. verkfallsbar- áttu fyrst um sinn. Enginn dregur það í efa, að Moskvukommúnistar vilji efna til ófriðar að nýju. — Spurningin er aðeins um það, hvenær þeir treysta sér til að reyna að hefja barátt- una. Ef að líkum lætur mun það verða sérstakt áhuga- mál þeirra að gera það áður en verkalýðurinn fær 4% raunhæfar kjarabætur á næsta ári, án verkfallabar- áttu. Þeirra kjörorð hefur ætíð verið verkföll án kjara- bóta, en alls ekki kjarabæt- iu* án verkfalla. Þess vegna er ákvæðið um sjálfkrafa, raunhæfar kjarabætur á næsta ári eitur í þeirra bein- um. En mjög ólíklegt verður að teljast að þeim takist með nýjum verkföllum að firra launþega þessum kjara- bótum, því að vissulega gera fleiri og fleiri sér grein fyr- ir því, að tími er til þess kominn, að íslendingar öðl- ist jafnar árlegar kjarabæt- ur eins og nágrannaþjóðirn- ar og varpi fyrir borð kjara- skerðingarstefnu hinna komm únísku verkfalla. NÝI LEIKGAGN- RÝNANDINN 17'yrir nokkrum dögum birt- ist hér í blaðinu fyrir- spurn frá Guðmundi Steins- syni, rithöfundi, til hins pólitíska leikgagnrýnanda Þjóðviljans, Ásgeirs Hjartar- sonar. — Að gefnu tilefni spurði Guðmundur gagnrýn- andann m. a., hvort hægt væri að telja það til lofs, ef höfundur færi ekki sínar eigin slóðir. Þegar óskað var eftir birt- ingu þessarar fyrirspurnar í Þjóðviljanum, neitaði Magn- ús Kjartansson, ritstjóri, að birta hana, á þeim forsend- um, að Ásgeir Hjartarson stæði jafnfætis fremstu leik- gagnrýnendum á Norður- löndum og ofangreind fyrir- spurn byggðist á misskiln- ingi! Ásgeiri Hjartarsyni hefur sýnilega vafizt tunga um tönn, er hann hugðist gera tilraun til- að svara fyrir- spurninni, því að enn hefur hvorki heyrzt frá honum hósti né stuna. Aftur á móti hefur ritstjórinn, sem taldi þá fyrirspurn byggða á mis- skilningi, hvort höfundar ættu að fara eigin slóðir, sjálfur tekið við leikgaf,n- rýni Þjóðviljans. Og hvað sem segja má um saman- burð Ásgeirs Hjartarsonar við fremstu leikgagnrýnend- ur á Norðurlöndum, þá er hitt engum vafa undirorpið, að Magnús Kjartansson stendur jafnfætis fremstu ,gagnrýnendum‘ austan tjalds, sem launaðir eru af einveld- isstjórnum. Hann er sýnilega í engum vafa um, að höfund- ar eigi ekki að, fara eigin slóðir, enda mundi virðingu hans í kommúnistaflokknum hætt, ef hann efaðist um slíka smámuni. Annars ræðir þessi nýi gagnrýnandi aðallega um „menningarlegan lubbaskap þessara ára“. Á hann þar við það, að menningunni hafi mjög hrakað hérlendis und- angengin ár. Er það sjónar- mið hans skiljanlegt, þegar hliðsjón er af því höfð, að hérlendis, eins og um heim allan, , hafa menntamenn snúizt gegn hinu kommún- íska ofbeldi og hafið virka baráttu fyrir varðveizlu frjálsrar hugsunar og menn- ingar. Og á máli kommún- ista heitir það „lubbaskap- ur“ að „afklæðast ekki per- ■ „Líkið“ fannst á lífi ÁRIÐ 1954 var Salvatore Gallo, bóndi á Sikiley, dæmdur í ævilangt fang- elsi fyrir að myrða bróð- ur sinn, Paolo Gallo. — Sunnudaginn 8. þ. m. var hinn „myrti“ handtekinn og hafði þá „morðinginn“ setið í fangelsi í sjö ár. GRUNSAMLEGT HVARF Sagan um þetta „morð án líks“ eins og ítölsku blöðin nefna það, hefst að morgni dags 6. október 1954. Þá um morguninn fékk Antonio Lum inoso lögreglustjóri í bænum Avola á Sikiley tilkynningu um að Paolo Gallo hefði horf- ið frá heimili sínu án þess að nokkuð væri vitað um af- drif hans. Jú, eitt var vitað, og vakti það þegar grunsemdir lögreglunnar. Húfa Paolos fannst og var hún blóði drif- in. Luminoso hélt nú til bónda bæjarins þar sem þeir bræð- ur bjuggiu saman. Bræðurnir voru báðir gaml- Paolo Gallo-ásamt konu sinni og tveim dætrum. Paolo var fluttur í sjúkrahús eftir handtökuna 8. þ. m. eftir að hróðirinn hnfði setið 7 ór í fangelsi fyrir morð ir kunningjar lögreglunnar. Vitað var að um langan tíma hafði óvinátta mikil ríkt milli þeirra. Hafði Paolo farið fram á það að jörðinni yrði skipt milli þeirra, svo þeir þyrftu ekki lengur að búa í sambýli. Salvatore var ýfirheyrður. KAIN FRÁ AVOLA Lögreglan hafði oft áður Orð ið að skerast í leikinn til að koma í veg fyrir ofbeldisverk. í bókum lögreglunnar stóð að Salvatore væri „violento“ eða berserkur. Salvatore var sekur fund- inn. 1 umtali var hann almennt nefndur „Kain frá Avola“. A- frýjunardómstóllinn í Catania staðfesti í desember 1956 dóm Salvatore Gallo á fangeyjunni Ventene Hann var ófús að svara og sumum spurningum svaraði hann alls ekki. Við húsleit fannst skyrta, sem Salvatore „„ átti og var hún alblóðug. Lum undirréttar: æviiangt fangelsi ínoso logreglustjori taldi að fyrjr Salvatore og 14 ára fang her væri um broðurvig að elsi fyrir I8 ára gamaian son ræða- hans, Sebastino, sem sakaður var um að hafa aðstoðað föð- ur sinn við morðið á Paolo. Og í maí 1960 staðfesti hæstirétt- ur endanlega dóminn yfir Salvatöre, én sýknaði son hans vegna skorts á sönnunum. Smátt og smátt gleymdist þetta sérstæða morðmál. Salva tore hvarf í þögnina á fanga- eyjunni Ventotene og fjöl- skyldur bræðranna kömust að þegjandi samkomulagi um að nefna ekki framar nöfn þeirra. EHI, AMICO! Hinn 23. júlí í sumar varð umferðarslys skammt frá bæn um Ragusa á suð-austurhorni Sikileyjar. Vörubifreið var þar ekið á asna, sem lézt í árekstr- inum. Meðal vitna, sem lög- reglan yfirheyrði í sambandi við slysið, var landbúnaðar- verkamaður, sem kvaðst heita Paolo Gallo. En nafn þetta er mjög algengt á Sikiley og vakti því vitnið enga sérstaka athygli. En rúmum mánuði Framhald á bls. 14. sónuleikanum“ og varpa sér andlega berstrípuðum í náð- arfaðm kúgaranna. ÖVÆNT ÚRSLIT í TYRKLANDI C|igur flokks þess í þing- ^ kosningunum í Tyrk- landi, sem talinn er arftaki flokks Menderes, kom mjög á óvart. Þegar byltingin var gerð gegn Menderes og Bay- ar, var ekki annað sýnna en hún nyti almenns stuðnings. Var því gert ráð fyrir, að flokkur sá, sem Gursel hers- höfðingi og byltingarmenn studdu, mundi sigra með yfir burðum. Vart fer á milli mála, að þrátt fyrir óhæfuverk Mend- eres-stjórnarinnar hafi al- menningi fundizt hrotta- fengnar aðfarir byltingar- stjórnarinnar, er hún lét taka fyrri leiðtoga af lífi. Er ósigur hennar skoðaður sem mótmæli gegn svo harðvít- ugum aðgerðum. Því miður er hinn lýð- ræðislegi þroski í Tyrklandi takmarkaður. Samt tryggði Gursel hershöfðingi frjálsar kosningar í landinu. En eftir ósigur hans er eftir að sjá, hvort hann hefur nægilegan þroska til að sætta sig við hann, eða fetar sjálfur í fót- spor Menderes og gerir til- raun til að koma á nýju ein- ræði. Hin lýðræðislega fram- kvæmd kosninganna gefur þó vissulega vonir um, að einstaklingsfrelsi fái í fram- tíðinni að ríkja í Tyrklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.