Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 18. okt. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 vað gerizt TUTTUGASTA og annað þrng kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna, mun að lík- indum bera á sér minni merki raunverulegrar ráðstefnu, en hins vegar verða enn meiri sýning en slík „þing“ hafa áður verið. Þetta hefur raun- ar verið tryggt þegar með þeirri ráðstöfun að velja einn fulltrúa á þingið fyrir hverja 2 þúsund félaga kommúnistaflokksins — í stað eins fyrir hverja 6.000 eins og áður var. — Þannig verður hið nýja þinghús, sem sérstaklega hefur verið reist fyrir þetta þing, þétt- setið nær 5 þúsund „fulltrú- um“ — en þótt ekki væri annað, má telja, að slíkur fjöldi sé næg ástæða til þess, að varla verður við neinum raunverulegum um- þinginu 1959), hina um stefnu- skrána nýju. Hvorttveggja veitir honum tækifæri til þess að leggja áherzlu á afrek Sovétrikjanna á sviði geimrannsókna og hernað- artækni — og til þess að endur- taka, á þeim grundvelli, aðal- kröfur Sovétríkjanna á alþjóða- vettvangi, einkum varðandi Sam- einuðu þjóðirnar og Berlín. Fátt bendir til þess, að hann mimi segja margt nýtt um þessi mál eða koma mönnum verulega á óvart. Á því stigi, sem Berlín- armálið er nú, er ekki ólíklegt, að hann telji réttast að endur- taka aðeins fyrri kröfur, fremur en að bera fram nokkurs konar málamiðlunarboð eða endurnýja opinberlega gamlar hótanir og leggja enn áherzlu á tímamörk varðandi samninga. Efcki er held- ur ástæða til að búast við neinni nýrri útgáfu á „meginlínu“ Sovét ríkjanna að því er varðar frið- samlega sambúð Og styrjöld. í þeim efnum bergmálar hin nýja stefnuskrá algerlega þá „línu“, sem lögð var á fund fulltrúa 81 kommúnistaflokks, sem haldin var á sl. ári: — að forðast megi, og forðast beri, heimsstyrjöld — en hins vegar skuli „staðbundn- am frelsisstyrjöldum" veittur stuðningur. KRÚSJEFF eflir flokksvélina í hendi sér séu studd nokfcuð, enda þótt þau séu ekki sósíalísk nema að litlu leyti — að það beri að stuðla að því, að þau fari a. m. k. „þró- unarleið, sem liggur utan kapítal- ismans". — A kommúnistaráð- stefnunni á sl. ári urðu Rússar og Kínverjar reyndar sammála um nauðsyn þess að vinna að þvi að koma á „þjóðernislegum lýð- ræðisstjórnum“ í fyrrverandi ný- lendum, er væru andvígar vestur veldunum — og veittu kommún- istum athafnafrelsi. Engan veg- inn var þó greinilega kveðið á um afstöðuna til ríkisstjórna, er fullnægðu aðeins fyrra skilyrð- inu, en ekki hinu — um athafna- frelsi kommúnista. Við athugun á hinni nýju stefnuskrá kommúnistaflokks Sovétrífcjanna verður hins veg- ar ljóst, að miklu ákveðnari á- herzla er lögð á þetta atriði. Auk þess má benda á það, að komm- únistar í Sýrlandi sýndu Nass- GREIN SÚ, er sér birtist í lauslegri þýðingu, er eftir Richard Lowenthal, einn af helztu sérfræðingum brezka blaðsins „Observers“ í málefnum Rússlands og kommúnistaríkjanna. — Greinin var skrifuð fyrir um það bil viku og er eins konar „spádómur“ um flokksþing sovézkra kommúnista, sem hófst í Moskvu í gær, eins og kunnugt er og frá segir í frétt í blað- inu í dag. — Eftir þeim fréttum, sem bárust í gær af fyrstu ræðu Krúsjeffs, virðist Lowenthal að nokkru sannspár um afstöðu hans í sambandi við Berlínarmálið t.d. — Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvað fleira kann að ganga eftir af því, sem þessi merki Rússlandssérfræðingur þóttist sjá fyrir um gang mála á kommúnistaþinginu. á flokksþingi kommúnista í Moskvu? ræðum að búast. Hér er komið langar leiðir frá hin- um löngu og oft heitu > um- ræðufundum hinna fáu út- laga, sem stofnuðu flokkinn, —■ og einnig frá alvarlegum viðræðum forustunnar á fyrstu árum stjórnar Lenins. • „Formúla" Krúsjeffs Það verður með þessa sýn- ingu sem aðrar, að mikils er um vert að greina á milli þess, sem fram fer á „sviðinu" og „að tjalda baki“. Að því er tekur til þess, sem fram fer í sviðsljósunum, mun 22. þingið hvað helzt snú- ast um hina nýju flokksstefnu- skrá til uppbyggingar kommún- ismanum — og svo vegsömun Krúsjeffs sem hins mikla leið- toga, sem hefir' veitt þjóð sinni jþessa framtíðarvon um jarðneska paradís, jafnframt því sem hann hefir náð í hendur Sovétríkjanna meira valdi á alþjóðavettvangi en nokkru sinni fyrr — og einnig aflað þeim aukins álits erlendra þjóða. — A þinginu mun lögð mikil áherzla á það loforð stefnu skrárinnar nýju að komast fram úr „auðvaldsþjóðun um“ að því er varðar lífskjör almennings — loforð, sem er end urtekið aftur og aftur, með sí- vaxandi nákvæmni í áætlun, eft- ir hver vonbrigði manna vegna þess, að það hefir ekki verið efnt. Einnig mun staðfest sú full- yrðing, að þar sem engin stétta- átök af neinu taji eigi sér lengur stað í Sovétríkjunum, ríki þar nú ekki lengur „alræði öreig- anna“, heldur sóu þau orðin sann Ikallað „ríki alþýðunnar". Þetta er formúlan, sem Krús- jeff hefir loks ákveðið að nota til þess að „dramatísera" mismun inn milli sín og Stalíns, sem eink- um felst í því, að hann hefir horf- ið frá heljarógnum hins daglega iífs, sem tíðkuðust á tímum fyr- irrennarans, og tekið upp menni- Jegri og bærilegri hátt einvalds- Stjórnar í stað harðstjórnar, er étti sér enga hliðstæðu. — Hinn „nýi andi“ kemur og fram í ráð- Etöfunum þeim, sem birtast bæði í stefnuskránni og hinum nýju flokkslögum, þar sem miðað er að reglubundnari endurnýjun hinnar „nýju stéttar" en fyrr, þ. e. skriffinnaliðs flokks og ríkis. Þar eru þó undanteknir hinir eeðstu leiðtogar, sem alltaf má endurkjósa með % atkvæða. • Fátt nýtt mun koma fram Krúsjeff roun flytja flokks- þinginu tvær meginskýrslur _____ eðra um flokksstarfið og stjórn- erstefnuna allt frá síðasta reglu- lega flokksþinginu, árið 1956 (eng in slík skýrsla var gefin á auka- 0 Víðtæk mannaskipti Nýrra ákvarðana er fyrst og fremst von „utan sviðs“ á flokks- þinginu — og við slíku má eink- um búast á tveim sviðum: skip- un manna 'í hinar hærri stöður innan flokksins, og varðandi stefnuna gagnvart hlutlausum, þjóðernissinnuðum stjórnendum annarra ríkja (svo sem Nasser og öðrum slíkum). — Hið fyrra málið verður væntanlega þraut- rætt í nefndum þingsins — en hið síðara verður hins vegar að lík- indum aðalumræðuefni framá- manna sovézka kommúnista- flokksins og annarra kommún- istaieiðtogá hvaðanæva úr heim- inum, sem enn einu sinni safnast saman í Moskvu í tilefni 22. flokksþingsins. Opinberlega á svo að heita, að hinir 5.000 „fulltrúar“ á þinginu kjósi miðstjórn flokksins, en í raun hafa þeir fyrirmæli um það frá riturum flokksdeildanna í hinum ýmsu héruðum, hvernig þeir skuli verja atkvæði sínu, en ritararnir eru formenn sendi- nefndanna. í þessu sambandi ber að minnast þess, að Krúsjeff hef- ir skipt um menn í nær helmingi ritaraembættanna á þessu ári — og allmikil umskipti höfðu farið fram áður. Þótt hér hafi ekki verið um „blóðuga hreinsun" að ræða eins og hjá Stalin fyrir rúmum tuttugu árum, hafa ekki jafnvíðtæk mannaskipti farið fram í Sovétríkjunum síðan. Það mun nokkurn veginn óhætt að álykta, að umskiptin í miðstjórn flokksins verði litlu minni tiltölu lega — og að vissar breytingar verði gerðar allt upp í hin æðstu embætti. — Ekkert bendir til þess, að þessar breytingar standi í nokkru sambandi við andstöðu við Krúsjeff, sem ekki hefir látið á sér kræla um árabil — þvert á móti munu þær gera flokksvél- ina að áhrifameira tæki í hönd- um hans. Ýmsir embættismenn, sem hlutu „menntun“ sína á dög- um Stalíns og hefir reynzt erfitt að laga sig að nýjúm aðstæðum, munu víkja fyrir yngrj mönnum, sém hafa látið að sér kveða á siðari árum — og þurfa ekki að venja sig af neinum gömlum, slæmum siðum til þess að „falla í kramið". 0 Líklegasti arftaki Krúsjeffs A hinn bóginn munu svo margar lausar stöður óhjákvæmi- lega valda keppni og átökum með æðstu aðstoðarmönnum Krús- jeffs, enhver þeirra um sig reyn- ir að sjálfsögðu að fá sina „nán- ustu“ skjólstæðinga kjörna — til þess að styrkja aðstöðu sína fyr- ir næstu átök um feitu bitana. —• Fyrsta fórnalamb þessarar innri baráttu varð Alexei Kiri- chenko, sem á sínum tíma var helzti „umboðsmaður“ Krúsjeffs í Úkraínu, en honum var varpað fyrir borð um áramótin 1959— ’60. Snemma á þessu ári var svo Averki Aristov — sem fram til þess tíma hafði verið fulltrúi Krúsjeffs 1 framkvæmdaráði flokksins fyrir Rússland — send- ur sem sendiherra til Póllands, rétt áður en hin miklu manna- skipti hófust í héruðunum og áð- ur er á minnzt. Nú er mjög lík- legt, að nafn hans hverfi einnig úr forsætisráðinu. — Eftir að þessir menn voru lækkaðir í tign hefir Frol Kozlov (sem gefa mun flokksþinginu yfirlit yfir hin nýju lög flokksins) haft mest áhrif allra að því er varðar skip- un embætta undanfarna mánuði. Virðist nú koma æ betur í ljós, að Kozlov sé líklegasti eftirmað- ur Krúsjeffs, ef hann félli frá. 0 Afstaðan til þjóðernissinna Hvað við kemur fundi hinria ýmsu erlendu kommúnistaleið- toga með sové.zkum félögum sín- um, sýnast engin líkindi til, að þar dragi til slíkra tíðinda sem á sl. ári, er meiri háttar árekstur varð milli sovézkra kommúnista og kínverskra. Eftir málamiðlun þá, er þar var gerð, hefir mis- klíðin verið þögguð niður á op- inberum vettvangi — og eina verulega sönnun þess, að hún sé enn fyrir hendi, hefir komið frá litlu Albaníu, en tæknisér- fræðingar frá Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra hafa horfið þaðan — og kínverskir komið í staðinn. A hinn bóginn virðist æ fleira benda til þess, að sovétstjórnin muni nú gefa eftir fyrir kín- versku sjónarmiðunum, að því er varðar afstöðuna til nokkurra hlutlausra, þjóðernissinnaðra ein- valda og „villutrúarkommúnist- ans“ Títós, sem hefir skipað sér við hlið þeirra. — Kjarni þessa máls — sem hefir vissulega mikla þýðingu fyrir framtíðarþróun hins alþjóðlega kommúnisma — er sá, að hve miklu leyti Sovét- blokkin skuli veita slíkum stjórn endum efnahagsaðstoð og „dipló- matískan“ stuðning. 1 sumum þessara ríkja (sbr. Indónesíu og Egyptalandi) er sósíalísk stefna framkvæmd að nokkru, þótt þau reyni að gæta sjálfstæðis síns m.a. með því að banna flokks- starfsemi kommúnista. — Júgó- slavar hafa haldið því fram, að þessar stjórnir megi teljast sósíal ískar, engu síður en þjóðernis- sinnaðar, og sé því í rauninni engin þörf kommúnistaflokka þar. Kínverjar staðhæfa, að ein- ungis kommúnistaflokkur geti byggt upp sósíalískt þjóðfélags- kerfi — og hver sú ríkisstjórn, sem ofsæki kommúnista, hljóti að vera afturhaldssöm á allan hátt. 0 Athafnafrelsi kommúnista Meginstefna Sovétríkjanna hefir hingað til verið sú, að um- rædd ríki séu þess verð. að bau K O Z L O V — æ áhrifameiri og virðist líkleg- astur arftaki Krúsjeffs er mjög ákveðinn fjandskap i sambandi við upplausn Arabíska sambandslýðveldisins — og það, hve fljótt Sovétríkin veittu hinni tiltölulega hægri-sinnuðu nýju ríkisstjórn Sýrlands virðurkenn- ingu. Virðist þetta benda til þess, að meiri áherzla verði nú lögð á það en fyrr, hver starfsskilyrði kommúnistar hafa, er dœma skal um afstöðuna til ríkisstjórna þjóð ernissinna, er vilja teljast til hinna hlutlausu. Slík stefna mundi draga úr misklíð Sovétríkjanna og Kína, svo sem hún hefir þegar aukið á deilur Rússa og Júgóslava. — Ef hún yrði endanlega ofan á, mætti það teljast með mikilvæg- ustu niðurstöðum baktjalda-við- ræðnanna á flokksþingi komm- únista í Moskvu. Prinsarnir þrír Vientiane, Laos, 13. okt. HAFT er eftir áreiðanlegum heim ildum í Vientiane að von sé á opinberri yfirlýsingu um, að prinsarnir þrír hafi nú sætzt heil um sáttum. Er þess jafnframt vænzt að Souvanna Phouma fari til stjórnarborgarinnar Luang Prahang einhvern næstu daga. Eftir nokkra daga mun konungur inn í Laos ávarpa þjóð sína og búast menn við því, að hann til- kynni myndun nýrrar ríkisstjórn ar. Árétting EG SKRIFA þessi fáu orð í til- efni athugasemdur, sem dr. Gunnlaugur Þórðarson gerði við grein mína í Morgunblaðinu 13. þ. m. Leiðréttir hann það, að mér varð það á í messunni að hafa ekfci allsendis rétt eftir um mæli hans um listaverk Sverris Haraldssonar á norrænu sýning- unni, þar sem ég notaði orðið „sveitarómantík‘“ í stað ,,róm- antískar stemmingar". Þegar ég skrifaði greinarkorn þetta, tókst mér hvergi, þrátt fyrir langa leit að finna Alþ.blaðið með um- mælum hans og treysti þvi á minnið. En oft er valt að reiða sig á það í smáatriðum. Það var ekki ætlun mín að rangfæra orð dr. G. Þ. af ásettu ráði, og bið ég á þessu velvirðingar. 'I þessu sambandi fæ ég tæki- færi til þess að minna á, að slæm prentvilla slæddist inn í grein mína: „sanna túlkun getu- snauðra manna", en átti að vera: ,,væmna túlkun“ — því vita- skuld getur túlkun þeirra tæp- ast orðið sönn. En hvað sem áðurgreindum orðamun líður, þá er það aðal- atriðið, að dr. G. Þ. getur þess í grein sinni, að hann hafi orð- ið fyrir nokkrum vonbrigðum með listaverk S. H. og þá stefnu, sem hann nú hefur tileinkað sér. Kemur viðhorf hans til þess ara listaverka þar skýrt fram. Alllöngu eftir að ég sendi Morgunblaðinu grein mína, en þrem dögum áður en hún veit birt, kom grein í Tímanum eft- ir ungan gáfumann og rithöfund, Jökul Jakobsson, um listaverk Sverris Haraldssonar, og segir hann þar m. a.: „Nýr tónn hefur hljómað í íslenzkri myndlist, hér hafði orðið bylting í þögn.“ Þessi grein ásamt myndum tekur yfir eina opnu í Tímanum 10. okt. Ef til vill er það tilvilj- un, en einkennileg þó, að daginn eftir ritar dr. G. Þ. langa grein í Alþýðublaðið og segir þar m. a.: „Iðulega fyllast menn skyndi- lega eldmóði til þess eins að lof- syngja einn og annan vin og lasta þá auðvitað þá, sem ei kunna fyllilega að meta verkin. Stund- um láta blöðin heilar opnur í þessu skyni og er ekkert til spar að. Betur færi, ef blöðin tækju með meiri vmúð slíkum aðvíf- andi skrifum, sem venjulega eru gerð af dómgreindarlausri vin- áttu, en sjaldnast af alvöru og því lítt til þess fallin að efla sanna list.“ Eg efast ekki um það, að dr. G. Þ. sem listgagnrýnandi leysi verk sitt af hendi með fyllstu samvizkusemi og án nokkurrar hlutdrægni. Og ef til vill er við því að búast, að þeim, sem að staðaldri rita um listir í blöð og tímarit, og eru jafnvel ráðnír til þess, finnist, að ,,ýmis konar fólk“ meðal leikmanna eigi ekki að vera að láta í ljós sitt álit í blöðum og standa jafnvel á önd verðum meiði. En annað eins hefur nú átt sér stað og það, að gagnrýnendum í listum og bók- menntum hafi skjöplast í skýr- leikanum og látið annarleg sjón- armið ráða. Eg var einn þeirra mörgu gesta á norrænu sýningunni, sem lét hrífast af listaverkum S. H. Mér skildist, að þarna var eitthvað nýtt á ferðinni og um leið fagurt og áhrifagott, eitt- hvað, sem var í beinni andstöðu við kolryðugt járnarusl, dregið neðan úr flæðarmáli, og spýtna- dót með bláum og grænum máln ingarsiettum, sem klesst var upp á vegg í salarkynnum norrænn- ar sýningar, fáum til yndis eða sálarbóta. Það var þess vegna, að ég skrifaði grein mina um listaverk S. Haraldssonar og sökum hinna ólíku viðbragða áhorfenda og listagagnrýnenda, en ekki vegna kunningsskapar. Fyrir sjö árum var ég kynntur fyrir Sverri, og rekur mig ekki minni til, að fund um okkar hafi borið saman, nema í það eina skipti. Hann er enn ungur maður að árum, á framtíðina fyrir sér, og hún mun sýna, hvers hann er megn- ugur — ef honum endist líf og heilsa. Einar M. Jónssoo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.