Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1961, Blaðsíða 24
Bréf frá New York Sjá bls. 10. 236. tbl. — Miðvikudagur 18. október 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 22 Unn/ð að: Athugun á geislavirkni í mjólk og matvæium hér Aukin geislavirkni i matvælum i Banda- rikjunum vegna sprenginga Rússa BANDARÍSKA stórblaðið New York Times skýrði frá því í for siðufrétt sl. föstudag að heilbrigð isyfirvöldin þar hefðu skýrt svo frá að geislavirkni í nýmjólk og nýmeti hefði aukizt allverulega á ákveðnum svæðum þar í landi eftir að Rússar hófu á ný kjarn- orkutilraunir í andrúmsloftinu. Er um aukningu á efninu iodine 131 að ræða. Vegna þessarar fregnar sneri Morgunblaðið sér til landlæknisembættisins í gær og fékk þar þær upplýsingar, að athugun á hugsanlegri aukningu geislavirkni í nýmjólk og nýmeti hérlendis hafi staðið yfir undan farna daga hjá embætiinu. Engin sýnishom hafi verið tekin að svo komnu máli, en málið væri í fullri athugun. Prófessor Þorbjörn Sigurgeirs son skýrði Mbl. svo frá í gær, að geislavirkni í andrúmslofti hér- lendis hafi verið svipuð að undan förnu, frá 0—1 picocurie í hverj um rúmmetra lofts. Fyrst hefði geislavirkniaukning mælst 18. september, og þriðja daginn þar eftir mældist hún mest. Svo sem kunnugt er hófu Rússar kjarn- orkusprengingar í andrúmsloft- inu 1. september sl. Engin sýnishorn enn. . Prófessor Þorbjörn sagði að Eðlisfræðistofnunin hefði ekki tekið sýnishorn af matvælum og mjólk til athugunar á geisla- virkni, en stofnunin mundi að Leynifundur með de Gaulle PARlS, 17. okt. — Þrír af leið- togum þjóðfrelsishreyfingarinn- ar í Alsír komu í leynilega heimsókn til Frakklands í júní sl., og de Gaulle tók á móti þeim í sveitasetri sínu, Elysee- höllinni. Ræddu þeir hugsan- legt vopnahlé í Alsír. — Þetta var upplýst í franska þinginu í dag og jafnframt, að þremenn- ingarnir hefðu verið Si Salah, Si Mohammed og Si Lakdar. Gullfaxi — nýtt hrabamet GULLFAXI fékk heldur en ekki byr í seglin í gærmorg- un á leiðinni frá Reykjavík til Glasgow í Skotlandi. Flug timinn var nýtt met, aðeins 2 klst. og 8 mínútur. Flogið var í 23,000 feta hæð mestan hluta leiðarinnar og var meðalhraðinn 645 km á klst. Venjulega hafa Viscount- vélar Flugfélagsins verið um þrjár stundir á þessari flug- leið, en áður hafa þær kom- izt niður í 2 klst. og 20 mín. Flugstjórinn í þessari ferð var Skúli Magnússon, en far þegar voru liðlega 30. sjálfsögðu taka slik sýnishom eftir því, sem við yrði komið, ef viðkomandi yfirvöld æsktu þess. New York Times segir að heil- brigðisyfirvöldin bandarísku hafi sagt, að enda þótt um aukningu á iodine 131 væri að ræða á ýms um stöðum í landinu, væri ekki ástæða til að óttast alvarlegar af leiðingar að svo komnu máli. Sezt í skjaldkirtilinn. Iodine 131 er skammlífur radí óisótóp af iodine. Hefur það þann eiginleika að það missir helming geislavirkn. sinnar á átta daga fresti. Vísindamenn hafa komist að 40 föld ósannindi um risnu ríkisins MEÐAL athyglisverðra þátta í fjárlagaræðu Gunnars Thor oddsen í gærkvöldi, voru upp lýsingar hans um risnukostn- að ríkisins. Andstæðingablöð- in hafa reynt að breiða það út, að ríkisstjórnin eyddi 40 milljónum króna á ári í alls kyns risnu og veizluhöld. Fjár málaráðherra upplýsti hins vegar, að slíkur kostnaður rík isins hefði numið 912 þúsund krónum á öllu síðasta ári. þeirri niðurstöðu að iodine 131 setjist í skjaldkirtilinn, og að skjaldkirtill ungbarna sé við- kvæmari fyrir geislaverkunum þess, en gerist með fullorðnu fólki. Blaðið segir ennfremur að heil brigðisyfirvöldin bandarísku hafi sagt, að iodinemagnið í mjólk og ferskum matvælum vestra haldi áfram að aukast, verði að gera einhverjar ráðstafanir í þeim efn um. Hinsvegar sé engin ástæða fyrir almenning að óttast neyzlu fyrrgreindra matvæla, og afleið ingarnar af of lítilli neyzlu þeirra gætu orðið hættulegri en hitt. Drukkinn maður slas- aðist í fyrrakvöid UM sjöleytið í fyrrakvöld slasað- ist drukkinn maður á Grettisgötu. Steig maðurinn upp á bil á miðri Beint gegn NATO WASHINGTON, 17. október. — Bandaríkin munu ekki fallast á Rapacki-áætlunina um belti í Evrópu þar sem engin kjarnorku- vopn. yrðu staðsett, sagði talsmað ur utanríkisráðuneytisins í dag. Þessi áætlun miðar að því að veikja og eyða að lokum Atlants- hafsbandalaginu, bætti hann við. götunni, en er bílstjórinn varð hans var, ók hann* af stað og nam síðan staðar snögglega. Rann mað urinn á skrautspjót fremst á bíln- um og meiddist alvarlega. Nánari atvik voru þau, að klukkan rúmlega sjö í fyrrakvöld voru þrír menn á leið niður Vita- stíginn. Var einn þeirra ódrukk- inn, en hinir tveir undir áhrifum áfengis, annar alldrukkinn. Er mennirnir komu að mótum Grett- isgötu og ætluðu yfir haria, bar þar að tvo bíla, sem námu þar staðar. Er mennirnir voru komnir af Framh. á bls. 23. j Þessl mynd var tekin um i borð í togaranum Hauki, sem kviknaði í á Weserfljóti á dögunum. Skipstjórinn, As- geir Gíslason, er til vinstrl, og . einn skipsmanna við hlið hans ' fAP) Geislavirkni HAMBORG, 17. október. — Þýzk farþegaþota, sem kom í dag aust ur yfir haf frá Bandaríkjunum, reyndist mjög geislavirk eftir flugið í háloftunum. í farþega- klefanum mældist ekki skaðleg geislavirkni. Kekkonen WASHINGTON, 17. október. —. Kekkonen hefur lagt til við Kennedy, að æðstu menn stór-> veldanna hittist í Helsingfors. A fundi með blaðamönnum í dag neitaði Kekkonen að svara öllum spurningunum, sem snertu Rússa og utanríkisstefnu þeirra. Hraksparnar hafa ekki rætzí Frá útvarpsumræðunum i gærkvöldi A Ð lokinni ræðu f jármálaráðherra, Gunnars Thoroddsens, við 1. umræðu um fjárlagafrumvarp ársins 1962, á fundi Sameinaðs þings í gærkvöldi, töluðu af hálfu stjórnarandstæðinga þeir Karl Guðjónsson og Eysteinn Jónsson, en Benedikt Gröndal af hálfu stjórnarinnar. Leituðust þeir fyrrnefndu, stjórnarandstæðingar, einkum við að færa sönnur á, að allt efnahagslif þjóðarinnar væri komið í kaldakol af völdum viðreisnarinnar. Sá síðastnefndi og fjármálaráðherra, sem flutti Iokaræðu við umræðuna, gerðu grein fyrir ýmsum þáttum i baráttu ríkisstjórnarinnar fyrir vaxandi velmegun þjóðarinnar, sem borið hefði góðan árangur, þrátt fyrir skemmdarverkatilraunir stjórnarandstæð- inga. — fari. Var hann t.d. andvígur skiptingu sakadómaraembættis- ins. Þá átaldi hann hækkaðan kostnað við ýmis sendiráð, og þótt einhver segði, að hann staf aði óhjákvæmilega af gengislækk uninni, þá svaraði hann því afÞ ur til, að gengislækkunin væri verk stjórnarinnar. Keppikefli stjórnarinnar væri að brjóta sem flesta samninga við verkalýð og kippa þar með grundvellinum undan vinnufriði. Að lokum klykkti Karl út langdregnum samanburði á þjóðarbúinu og geð veikrahæli. Þá tók Benedikt Gröndal (A) til máls. Rakti hann, hvernig hverri krónu á fjárlögunum væri varið. Af hverri krónu færu 28 I aurar tii félagsmála (aðallega al Karl Guðjónsson (K) tók fyrst til máls. Sagði hann ríkisstjórn- ina hafa svikið öll loforð, sem hún hefði gefið með tilkomu við reisnarinnar. Einkum taldi hann sparnað í opinberum rekstri hafa orðið minni en skyldi. Þá gagn- rýndi hann kostnað við endur- bætur á dómstólakerfi og réttar SPILAKVÖLD HAFNARFIRÐI. — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. — Verðlaun eru veitt. Á spilakvöldinu flytur Matthías Á. Mathiesen. alþm. stutt ávarp. mannatrygginga) og heilbrigðis- mála, og rynnu því aftur í vasa fólksins. Sama væri að segja um næststærsta útgjaldaliðinn, niður greiðslur á nauðsynjavörum, sem næmu 17 aurum af hverri krónu. Til kennslumála færu 13 aurar, samgöngumála 10 aurar og bein framlög til atvinnuveganna væru 9 aurar af krónunni. Þarna væri rakið, hvernig 77 aurum af hverri krónu, væri varið. Þá skýrði Benedikt frá því, hvernig sparað hefði verið á fjölmörgum út- gjaldaliðum, svo sem með sam- drætti í sendiráðum og ráðuneyt um. Pétur hjá Tito BELGRAD, 17. október. — Tito, Júgóslavíuforseti, tók í dag á móti Pétri Thorsteinssyni, sendi herra, sem afhenti forsetanum trúnaðarbréf sitt. Eysteinn Jónsson (F) taldi fjárlagafrumvarpið bera vott unx gjaldþrot viðreisnarstefnunnar. Ríkisútgjöldin hefðu meira en tvöfaldast síðan á fjárlögum 1958. Alögur á landsmenn hefðu aukizt að seuna skapi — og byrð- arnar verið fluttar af þeim efna meiri yfir á hina efnaminni. Grip ið væri til furðulegustu bragða, til að forða halla á fjárlö'gunum, Frh. á bls. 23 Togarasölur TOGARINN Elliði seldi 1 Grimsby 1 gærmorgun 98 lestir fyrir 9,484 sterlingspund. Er hér um að ræða eitt bezta verð, sem íslenzkur togari hefur fengið fyrir afla í Bretlandi. — 1 gær seldi Karlsefni í Cuxhaven, 111 lestir fyrir 87,025 mörk. — Þrír togarar munu selja í Bretlandi i þessari viku. Landsíundur SjáU- stæðisiiokksins Landsfundarfulltrúar eru beðnir að vitja fulltrúaskírtelna sinna í skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 9—12 f. h. og kL 1—7 e. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.