Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐlh Fimmtudagur 19. okt. 1961 Eiríkur Smith við eitt málverka sinna Sýning Eiríks Smiths EIRÍKUR Smith sýnir í Lista- mannaskálanum. Hann hefur jafnan vakið eftirtekt með verk- um sínum, þegar hann hefur komið fram á sjónarsviðið, en ekki á eins áþreifaniegan hátt Og með þessari sýningu. Nú fyrst kveður það mikið að þessum unga listamanni, að um munar. Nú hefur Eiríki Smith tekizt að sýna, hvað í honum býr Og hvers virði hann er sem málari. Það voru alltaf tengdar vonir við Eiiík, en ég held að fáa hafi grunað, að árangur yrði jafn skjótur og nú kemur í ljós. Fram fönn i verkum þessa unga mál- ara er svo auðsæ, að lengur þarf enginn að efast um, að með Eiríki Smith höfum við eignazt óvenju- legan iistamann, sem unnið hefur af mikxlli alvöru Og elju og náð veruJegum tökum á viðfangsefni sínu. Það er mikill kraftur í þessum vtrkum Eiríks. Hann byggir myndxr sínar á leikandi hátt, oft í sniáum óreglulegum formum, er skapa Ijóðrænan hrynjandi. Samt er heildin fastmótuð Og litirnxr einskorðaðir við vissar stemmur, sem gera þau sannfær- andi og skapa sterk áhrif. Stíll Eiríks er miklu persónulegri en þegar hann vann í strangari form um, og er auðsætt að sú mynd- gerð er hann sýnir okkur nú, er miklu nær huga hans en það, er hann áður sýndi. Hitt er einnig auðsætt, hve góður skóli hið stranga form hefur verið fyrir Eirík. Litameðferðin í þessum verk- um er mjög frábrugðin því, er áður átti sér stað hjá Eiríki, og það er eins og honum hafi tek- izt að ná miklu sjálfstæðari og persónulegri tilfinningu í þessi síðustu verk. Þetta eru sterk orð, en þau eiga sannarlega við hér. Það kemur fyrir á stöku stað á núverandi sýningu, að liturinn verður nokkuð þungur, en það eru samt fleiri verk, sem hafa það sér til ágætis að standa full- komlega, hvað litbyggingu snert- ir. Og eftir því sem maður kynn- ist betur þessum verkum, vinna þau meir og meir hug manns. Þetta eru engar dægurflugur, sem laða að sér í augnablikinu, en verða svo að engu. Þessi verk vekja áhuga og umhugsun. Fest- ast í huga manns. Það er lífs- fjör. sem streymir frá því bezta í verkum Eiriks Smits, og hann er óhikandi í tjáningu sinni. Um leið og Eiríkur Smith kem- ur fram með jafn eftirtektar- verða sýningu og þessa, eykst vandi hans að mun. Nú verða gerðar enn meiri kröfur til hans um áframhaldandi vinnu og þroska. Það er ekkert grín að gera góða hluti á yngri árum fyrir listamann. Hann verður að halda enn lengra og þroskast í listinni. Það hefur mörgum orð- ið ofviða, en ég ætla að leyfa mér að spá því fyrir Eiríki Smith, að hann eigi eftir að gera enn betur en þegar er sýnt. Margar vatnslitamyndirnar, sem Eiríkur sýnir, eru sérlega léttar Og tærar. Falleg verk, samt er ég ekki jafn ánægður með þær allar, og má vera að hann hefði getað valið enn betur á sýninguna. Sumar teikningarnar eru skemmtileg verk, gerðar á dálítið sérstæðan hátt. Sterkast- ur svipur finnst mér á verkum Eiríks er hann vinnur í ölíuliti, enda eru olíumálverk aðaluppi- staða sýningar hans. EKki skal ég fjölyrða að sinni um þessa ágætu sýningu, en að lokum vil ég geta þess, að langt er, síðan ég hef séð eins mikla og ánægjulega framför hjá mál- ara af yngri kynslóðinni og hjá Eiríki Smith.'Það er því fyllsta ástæða til að samfagna lista- manninum Og skora á fólk að kynna sér, hvað hann er að gera. Sýningin stendur aðeins fáa daga, því miður. Valtýr Pétursson Guðmundur kannaði öku- leið yfir Trékyllisheiði er kœmi Ströndum í vegasamband að sumrinu UM sl. helgi fór Guðmundur Jónasson, fjallabílstjóri, norður á Strandir, til að freista þess að komast á bíl yfir Trékyllisheiði. Guðmundur hefur undanfarin fjögur ár haft áætlunarferðir til Hólmavíkur ásamt Guðjónj Vig- fússyni, en þaðan gengur bátur norður á firðina, sem eru ekki í vegasambandi. Þessvegna vildi hann nú athuga hvort hugsanlegt væri að komast áfram frá Hólma vík, „ekki sízt af því hve ágætt fólk er þarna norðurfrá og gott að vinna fyrir það“, eins og hann orðaði það, er fréttamaður spurði hann um ferðina. Byrjað er að leggja veg norðar á Ströndunum, meðfram sjónum úr Bjarnarfirði um Kaldbaksvík Og mun vera fýrirhugað að halda áfram með hann inn í Reyðar- fjörð og Veiðileysufjörð. — Þetta hlýtur að taka mörg ár, því það er töluverð vegalengd og erfitt vegarstæði og mikið af byggðinni á þeirri leið í eyði, sagði Guð- mundur, en ef hægt væri að kom ast yfir Trékyllisheiðina, væri komið samband við innan hrepps vegina norðar og þá væri Arnes- hreppurinn og byggðin þar norð- urfrá í vegasambandi í 3—-4 mán- uði á ári, en heiðin er mesta snjó- kista, svo hún yrði ekki fær yfir veturinn. Þetta yrði þá bráða- birgðalausn þangað til framtíðar- vegurinn er kominn og ætti ekki að tefja neitt fyrir honum. Guðmundur hélt sem sagt upp frá Hólmavík um helgina á Dodge bíl, til að athuga málið, og þrír menn úr Bjarnarfirðinum með honum á rússajeppa undir for- ystu Ingimars Ingimarssonar odd- vita á Svanshóli í Kaldrananes- hreppi. Hafa menn þar fyrir vest an mikinn áhuga á málinu, Og komu tveir menn gangandi norð- an úr Lngólfsfirði, á móti þeim. Lentu þeir félagar í versta hugsanlegu færi, bleytu og aur, en óku samt um 21 km. leið norð- ur heiðina af 25 km. leiðinni í Reykjarfjörðinn. Sagði Guðmund ur að leiðin væri að vísu grýtt, en ef farið væri yfir heiðina með ýtu, mætti fá færa slóð fyrir góða bíla yfir þennan litla spotta sem á vantar til að koma byggðinni fyrir norðan í sumarvegasam- band og leiðin þyrfti ekki að liggja í nema um 400 m. hæð yfir sjávarmál. Mætti þá komast áfram á bíl frá Hólmavík í Reykj- arfjörð eða ofan við Reykjarfjörð í Ingólfsfjörð. Guðmundur hefur undanfarin fjögur ár farið tvær áætlunarferð ir til Hólmavíkur á viku, og hefur starfrækt þaðan áætlunarferðir að vetrinum líka, þegar fært hef- ur verið. Sl. vetur var farið allan veturinn, utan eina viku, er yfir- leitt allir fjallvegir lokuðust í snjó. Kurt Zier tekur við skólustjórn VIÐ hátíðlega athöfn, er fram fór í Handíða- og myndlistarskól- anum mánudaginn 16. þ.m. tók hinn nýi forstöðumaður skólans Kurt Zier rektor, formlega við starfi skólastjóra af Lúðvíg Guð- mundssyni, sem stofnaði skólann haustið 1939 Og verið hefur for- stöðumaður hans æ síðan, að frá töldum sjúkraorlofum. í kveðjuræðu sinni rakti Lúð- víg að nokkru baráttusögu skól- ans og árnaði honum, nemendum hans, kennurum og hinum nýja forstöðumanni allra heilla. — í lok ræðu sinnar tilkynnti Lúðvíg, að hann hafi stofnað til heiðurs- merkis, er verði veitt þeim nem- anda úr hverri hinna þriggja föstu dagdeilda skólans, — mynd listadeildar, teiknikennaradeild- ar Og vefnaðarkennaradeildar, — er að dómi kennara og prófdóm- enda hefur háð glæsilegustum námsárangri að loknu tveggja ára námi í skólanum. Fyrir hönd nemenda skólans flutti ungfrú Gerður Hjörleifs- dóttir sem nú er nemandi í vefn- aðarkennaradeildinni Lúðvíg hlý- leg kveðjuorð og afhenti honum frá nemendum fagran blómvönd. Að lokum flutti Kurt Zier kveðju- og þakkarorð til Lúð- vígs Guðmundssonar fyrir hið merka brautryðjendastarf, er eft- ir’hann liggur. Minntist Zier með þakklæti þeirra tíu ára, er hann var yfirkennari skólans (1939—■ ’49). Ávarpaði Zier nemendur og kennara skólans. Vélbátar keyptir og seldir BILDUDAL, 16. okt. — Suður- fjarðarhreppur hefur fest kaup á vélbátnum Andra frá Patreks- firðf, 70 lestir. Báturinn er í Reykjavík núna en væntanlegur hingað um næstu helgi og hefur þá róðra. Togskipið Pétur Thorsteins- son er nú á Patreksfirði í véla- hreinsun. Er hann væntanlegur hingað eftir hálfan mánuð til þess að hefja róðra með línu. Vélbáturinn Jörundur Bjarna- son, 53 lestir, hefur verið seldur héðan, en sömu eigendur hafa keypt vélbátinn Val frá Vest-. mannaeyjum, 21 lest. Einnig hef ur vélbáturinn Reynir, 53 lestir, verið seldur. Rækjuveiði er nú hafin héðan og hefur aflast ágætlega. Rækj- an er stór og góð og gott að vinna hana. ■— Hannes. * Dýrmætar mínútur í ferðafjárkvabb EirTn af lesendum blaðsins, er las frásögn um öskjuferð vegna eldsumbrota þar inn frá, kvaðst þar hafa veitt því ath. að í þessu eldfjallal. okk ar væri hvergi til sjóður, sem vís.ndamenn Og jarðfræðing- ar gætu gripið til í snarheitum ál að kosta rannsóknarferð, ef eldsumbrot verða skyndilega einhvers staðar. Taldi hann að hér hlyti að vera misskylning ur, að vísindamenn okkar þyrftu að byrja á því að reyna að útvega fé, áður en þeir gætu komizt á staðinn. Því miður er hér ekki um neinn misskilning að ræða. Dr. Sigurður Þórarinsson þurfti að byrja á því morguninn sem hann frétti um eldsumbrot í Öskju, að biðja menntamála- ráð um að greiða far sitt og eins kvikmyndatökumanns yf- ir staðinn, til að athuga hvað um væri að vera. Það vill til að í ráðinu eru menn, sem skilning hafa á málinu, Og brugðu skjótt við. Eins misstu þeir Steinþór Sigurðsson, Pálmi Hannesson og dr. Sig- urður Þórarinsson, dýrmætar mínútur í þess háttar peninga- kvabb, þegar Hekla gaus um árið. ^^Handrit^off^eldfiöll^ Fyrir utan það að eiga gamla menningu, hafa Islend- ingar það eitt fram yfir aðrar þjóðir að byggja sérstæða eld- fjallaeyju — hreinustu gull- námu fyrir rannsakara á því sviði. Þegar við auk þess erum svo heppin að eiga viður- kennda vísindamenn á þessu sviði, virðist vissulega nærri óverjandi að slíkar hindranir skuli verða á veginum, er elds umbrot verða. Ur því farið er að tala um þetta mál má geta þess að ekki voru öll Ijón úr vegin- um, þó fengið væri fé til flugferðarinnar yfir Öskju. Ferð þangað inneftir á landi var alveg nauðsynleg. Frétta- maðurinn, sem fór þangað skýrir frá því að til að kljúfa köstnaðinn við þá ferð, hafi dr. Sigurður ekið niður að Dettifossi í leiðinni til baka, og skoðað þar hraun að beiðni raforkumálaskrifstofunnar, til að vinna sér þannig fyrir far- inu suður. ^&QS&bbbi • Útilokaðir frá þátt- töku í alþjóðastarfi Og enn vil ég taka dæmi úr starfi sama manns um hve erfitt er að vinna að vísinda- störfum hér á okkar fátæka landi. Nýlega var dr. Sigurð- ur Þórarinsson gerður heiðurs doktor við Háskóla íslands, einkum fyrir það brautryð- jendastarf sem hann hefur unnið í því að beita tímatali byggðu á öskurannsóknum til lausnar jarðfræðilegum við- fangsefnum. Þar er um að ræða brautryðjandastarf í ver- öldinni, enda hafa aðrir eld- fjalla- og jarðfræðingar á seinni árum beitt mjög að- ferðum hans. Kom að því að sérstök alþjóðleg nefnd var sett á laggirnar til að vinna að framgangi öskurannsókna Og það gert á ráðstefnu í Var- sjá á vegum UNESCO, Menn- ingar- og menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Dr. Sig- urði var boðin þátttaka og um það rætt að hann yrði for- maður nefndarinnar næstu 4 árin. En Sigurður varð að hafna því og benda á japansk- an eldfjallafræðing í sinn stað, þar sem íslenzkur embættis- maður hefur ekki efni á að taka þátt í alþjóðlegu starfi sem útheimtir ferðalög. Engir sjóðir eiax til að greiða slíkar ferðir hér á landi og við er- um ekki meðlimir í UNESCO, svo íslendingar eiga ekki að- gang að ferðasjóðum þeirrar stofnunar. Eg tek ekki fleiri dæmi, enda fyrst og fremst ætlunin að benda á vinnuaðstöðuna til rannsókna á okkar eigin sér- stæðu fyrirbærum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.