Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. okt. 196x ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓHAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Hér skortir ekki verkefni fyrir dugmikið fdlk Gengið um Húsavikurkaupstað rr&eð Þórhalfii B. Suædal HÚSAVÍK — aðalverzlunarstað- ur Suður-Þingeyj arsýslu frá alda öðli — er fallegur og vaxandi bær. Sjávarvíkin, sem bærinn stendur við, er kunn af sögum allt frá upphafi íslands byggðar, því að þar hafði Garðar Svavars- son vetursetu. f Hiisavík er bezta skipalægi við Skjálfanda og þar hefur sjálfsagt verið höndlað frá fyrstu tíð. Verzlunarsvæði Húsa- víkur hefur verið misjafnlega víðáttumikið og víst er, að á tímum einokunarkaupmannanna náði það allt inn að Varðgjá við Fyjafjörð. Húsavík hefur jafnan verið mikill menningarstaður og þar hafa búið margir þjóðkunnir menn, nafntogaðir bæði fyrir andlegar og líkamlegar íþróttir. Húsavíkurkaupstaður telur nú á fimmtándahundruð íbúa. Tíðindamaður síðunnar var á ferð um Húsavík síðla sumars. Meðal þeirra sem hann hitti á ferð sinni var Þórhallur B. Snæ- dal, ungur athafnamaður á Húsa- vík. Við gengum saman um kaup staðinn, skoðuðum ýmis mann- virki, bæði gömul og ný, sem prýða bæinn og röbbuðum um heima og geima á meðan. Við spurðum Þórhall fyrst um aettir hans og uppruna. — Þórhallur er fæddur á Húsa vík og hefur búið þar alla tíð. Hann er sonur hjónanna Bene- dikts S. Snædal og konu hans Kristjönu Þórðardóttir. Munu allir Húsvíkingar muna Benedikt, sem var þekktur athafnamaður þar á sínum tíma. Þórhallur er , lærður húsasmiður frá Iðnskól- anum á Húsavík. — Þú rekur hér fyrirtæki, ekki satt? — Veturinn 1954—1955 stofn- uðum við tveir rnenn Trésmiðj- una Borg. Fyrirtækið hefur vax| ið og eflst, og því var fljótlega breytt í hlutafélag og eru hlut-| hafar nú fimm, en alls starfa sjö menn fastir við fyrirtækið. en hafa oft verið 15—20. — Hafið þið haft næg verkefnij hér? — Já vissulega. Hér hefur ver nefna, að félagsheimili er í und- irbúningi og hefur því verið val- inn staður í miðjum bænum, skammt austan við kirkjuna. Húsavíkurbær er að hefja bygg- ingu á stórhýsi yfir slökkvistöð, vatnsveitu og skrifstofur bæjar- ins. Hér er og nauðsynlegt að byggja við sjúkrahúsið gamla, enda húsnæði þar orðið allt of lítið. Ennfremur þarf að auka húsakost fiskiðjuversins hér. — Þessum miklu framkvæmd- um, sem hér eru og munu verða hlýtur því að fylgja blómlegt atvinnulíf. — Vissulega má segja svo. Hér hefur verið rífandi atvinna, sem byggist fyrst og fremst á sjósóknj og útgerð. Hér reynast smábátarn ir bezt og tryggja þeir fiskiðju- Ferðalangarnir fyrir utan höfuðstöffvar herliðs NATO í París Litast um í kjarn- orkukafbátastöð Frd utanídr 12 íslendinga d vegum NATO Þórhallur B. Snædal. ið mikið um nýbyggingar á und-, anförnum árum og hefur allur, okkar tími farið í það að byggja, hús og smíða til þeirra. Við höf-| um t. d. byggt hér um 15—20 íbúðarhús, hina nýju barnaskóla-j byggingu hér á Húsavík, félags-j heimilið Skúlagarð í Kelduhverfi og Sólvang á Tjörnesi. Ennfrem- ur sundlaugina, sem hér er nýtek in til starfa. Eins og sjá má á þessari upp- talningu hefur hér vissulega ekki skort verkefnin og er ekki líkur til að svo verði í náinni framtíð. Af framkvæmdum, sem hér hljóta að vera á næsta leiti má verinu í bænum nægilegt hrá- efni. Hráefnismagnið hefur stöð- ugt aukizt og getur aukizt meira. Ég treysti mér því til að fullyrða að hagur almennings er hér mjög góður og samkvæmt þeim opin- beru skýrslum, sem frá slíku herma, hefur hagu ralmennings aldrei verið betri hér á Húsa- vík. — Hvað með móðurharðindin? Þau þekkir enginn hér á Húsa- vík, utan hvað einn maður, sem einn allra íbúa hér virðist standa í sviftibyljum ímyndaðra móðu- harðinda og minnir sú barátta all mikið á vindmyllubaráttu Don Quiquote. Nafn þessa manns er óþarft að tilgreina hér, svo kunn ur sem hann er lesendum blaðs- ins af móðuharðindasögum sín- um. Meðan á þessu rabbi okkar stóð höfðum við gengið niður að höfninni í Húsavík. Trillubátar, drekkhlaðnir voru að koma úr róðrl, sjómennirnir voru önnum kafnir við að koma aflanum í land, en smástrákar vöppuðu um Framhald á bls. 23. I SÍÐASTLIÐNUM mánuði fóru 12 Islendingar í kynnisferð til höfuðstöðva Atlandshafsbanda- lagsins í París. Ferðin var farin á vegum upplýsingadeildar bandalagsins og tóku þátt í henni fjórir fulltrúar frá hverjum lýff- ræðisflokkanna þriggja. Þátt- takendur í ferðinni voru eftir- taldir meim: Frá Sjálfstæðis- flokknum: Hermann Þórarins- son, Blöndósi, Valdimar Indriða- son, Akranesi, Sr. Jónas Gísla- son, Vík, og Bjarni Beinteins- son, Reykjavik. Frá Alþýðu- flokknum: Björgvin Vilmundar- son, Reykjavík, Ásgeir Einars- son, Keflavík, Þórir Sæmunds- son, Hafnarfirði og Pétur Pét- urssonr Reykjavík. Frá Fram- sóknarflokknum: Guttormur Sigurbjörnsson, Kópavogi, Þrá- inn Valdimarsson. Reykjavík, Þórarinn Sigurðsson, Reykjavík og Örlygur Hálfdánarson, Reykjavík. ★ Tíðindamaður síðunnar hitti að máli tvo unga þátttakendur í ferð þessari, þá Bjarna Bein- teinsson, lögfræðing og sr. Jón- as Gíslason. sóknarprest í Vík, og innti þá fregna úr ferðinni. Parísardvölin. — Flogið var með flugvél frá varnarliðinu að morgni sunnu-1 dagsins 10. september og lent íi París síðar sama dag. Þar tók á’ móti okkur Ótt»r Þorgilsson, starfsmaður í upplýsingadeild Atlantshafsbandalagsins, en hann var aðalleiðsögumaður okkar ferðalanganna rneðan á Parísardvölinni stóð. Reyndist hann okkur framúrskarandi velt í alla staði. Þegar að morgni' næsta dags heimsóttum við hina nýju stórbyggingu bandalagsins, þar sem við hlýddum á tvo fyr- irlestra um sögu og verkefni NATO. Ennfremur var okkur kynnt skipulag bandalagsins. Annar fyrirlesaranna var Paul Lieven, sem ýmsir munu kann- ast við frá dvöl hans hér í fyrm- haust. Síðar sama dag var farið í höfuðstöðvar þær, sem yfir- stjórn herliðs NATO hefur að- setur sitt, rétt fyrir utan París; Þar voru einnig flutt tvö erindi um herstyrk bandalagsins, auk þess, sem gefið var yfirlit yfir hinn gífurlega vígbúnað Rússa allt frá lokum heimsstyrjaldar- innar síðari. Ennfremur svöruðu fyrirlesarar spumingum okkar og urðu þar miklar umræður, m. a. um hernaðarlega þýðingu Islands. Daginn eftir hlýddum við enn á fyrirlestra um Atlantshafs- bandalagið, m. a. ágætan fyrir- lestur um útbreiðslustarfsemi þess, sem yfirmaður upplýsinga- deildarinnar, McGowan, flutti. Eftir hádegi sama dag heimsótt um við skrifstofur OEEC (Efna- ‘hagsmálastofnuin Evrópu). Þar flutti Thorkil Kristensen, fyrr- verandi ráðherra í Danmörku, sem nú er forstjóri stofnunarinn ar, fyrirlestur um sögu og verk- efni OEEC. Mikilvægi varnarliðsins hér. — Hvað var það, sem vakti mesta athygli ykkar í ferðinni? — Það er óhætt að fullyrða, að öllum þótti okkur markverðust heimsóknin í höfuðstöðvar her- liðs bandalagsins og þær upp- lýsingar, sem við fengum þar. Hafi nokkur þáttakenda verið í vafa um mikilvægi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fyrir hið öfluga varnarkerfi vestrænna þjóða gegn hugsanlegum ofbeld- isárásum kommúnistaríkjanna, þá hlýtur sá vafi að vera úr sög- unni nú. — Hversu margir íslendingar eru nú starfandi hjá NATO? — Eins og er mun aðeins einn Islendingur vera starfandi þar, Ottar Þorgilsson, sem fyrr er getið. Auk þess er þar skrifstofa fastafulltrúa Islands hjá NATO. Hans G. Andersens og aðstoðar- fulltrúans Tómasar A. Tómas- sonar. Nutum við m. a. frábærr- ar gestrisni hins síðastnefnda og! ■konu hans á heimili þeirra. Heimsókn í kjarnorkukaf- bátastöð. —- Hélduð þið beinustu leið heim að lokinni Parísardvölinni? — Aðalhópurinn flaug til Prestwick og var þaðan farið til Holly Loch, en þar er stað- sett kjarnorkukafbátastöð á veg um bandalagsins. Tveir þátttak- enda urðu þó eftir í París, Bjarni Beinteinsson og Björgvin Vil- mundarson. Við beinum því máli okkar til sr. Jónasar Gíslasonar. — Hverskonar mannvirki er þessi kjamorkukafbátastöð. — Okkur kom á óvart, hversu fábrotin þessi margumtalaða stöð er. Tvö skip liggja fyrir festum út á miðjum firðinum, en kafbátarnir leggjast svo að skipunum þegar þeir koma inn. Þegar við komum lágu tveir kaf- bátar við skipshlið. — Var ek'ki mikill viðbúnað- ur'til að bægja frá forvitnum á- horfendum. j — Það virtist alls ek-ki vera, því að þarna gátu allir sem vildu siglt á bátum sínum í kringum stöðina. Hinsvegar eru að sjálf- sögðu víðtækar varúðarráðstaf- anir gegn hugsanlegri óvinaárás með radarkerfi og öðru slíku. — Hvað var ykkur helzt sýnt þama? — Fyrst var nokkur sýnd kvifc mynd, sem lýsir þjálfun áhafna kjamorkukafbáta og lífi þeirra um borð. Þá var flutt erindi um stöðina'sjálfa og það hlutverk, sem henni er ætlað. Loks var okk ur sýnd stöðin og skýrð fyrir okkur helztu mannvirki þar. — Hvað fannst ykkur athyglia verðast af því, sem þið sáuð þarna og heyrðuð? Víðtækar öryggisráðstafanir. — Það eru tvímælalaust hin- ar víðtæku öryggisráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að koma í veg fyrir að mistök verði við meðferð kjarnorkuvopna. I fyrsta lagi er enginn einn mað- ur, sem getur tekið ákvörðun um að kjarnorkuskeyti skuli skotið, Jafnvel þótt allir yfirmenn kaf- báts séu sammála um að nota skeyti hans, nægir það ekki. Þeir geta ekki skotið því af stað nema til kom atbeini aðila, sem hafa að.setur annarsstaðar og eru fjarri hugsanlegum vígstöðvum og þeirri spennu, sem oft ríkiir á þeim stöðum. Auk þess, sem þetta kerfi kemur í veg fyrir að ákvörðun um notkun kjarn- orkuvopna sé tekin að vanhugs. uðu ráði, þá útilokar það einnig, að þessi hættulegu vopn geti sprungið af slysni eða fyrir mis- tök. -— En er þó ekki talin allmikil hætta af stöðinni sjálfri fyrir íbúana í kring? — Við spurðum einnig um þetta og fengum þau svör, að starfsmenn stöðvarinnar, sem gerst mega um þetta vita, teldu hættuna ekki meiri en það, áð þf,ir vilja helzt að konur þeirra og börn búi sem næst stöðinm og hafa margir þeirra fjölskyidur sínar hjá sér. Að lokum má geta þess, að þeir aðilar, sem tóku á móti okkur þarna, voru fúsir að leysa úr öll- um spurningum okkar og var dvöl okkar þama hin fróðlegasta, enda var kjarnorkukafbáta&töðin allt öðru vísi en við höfðum gert okkux í hugarlund áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.