Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 19. okt. 1961 lUORCVNBT AÐIÐ 23 Litli faðir, þú sem ert í Kreml. Gef oss í dag vort daglega strontium Skólarnir byrjaðir ÍSAFIRÐI, 18. okt. — Skólar hér á ísafirði eru fyrir nokkru tekn- ir til starfa. Barpaskóli ísafjarð- ar var settur 2. þ.m. Nemendur eru 370. Nýir kennarar við skól ann eru Guðrún Matthíasdóttir, Marino Guðmundsson og Mar- grét Bögnvaldsdóttir. Skólastjóri barnaskólans er Jón H. Guð- mundsson. Gagnfræðaskólinn var settur 6. þ.m. af hinum nýskipaða skóla stjóra Gustaf Lárussyni. Guðjón Kristinsson, sem verið hefur skólastjóri undanfarin ár, lét af störfum sl. vor. Nemendur skól- ans verða 210 í vetur. Skólanum er skipt í átta bekkjardeildir og auk þess verður ein framhalds- deild með námsefni 1. bekkjar menntaskóla. Nýir kennarar við skólann eru Ingibjörg Magnús- dóttir, Bergþóra Eggertsdóttir, — Krúsjeff Framh. af bls. 1 £ yfirlýsingu Krúsjeffs. Sagði hann að tilraunir með kjarnorku Eprengingax væri mál sem varð- aði allt mannkyn. Geislavirknin Iheldur sig ekki innan landamæra einnar þjóðar, og þessvegna er jþað eðlilegt að við höfum á- hyggjur af þeirri hættu, sem af tilraununum getur stafað, sagði Erlandex. Og þessvegna höfum við rétt á að krefjast tillitssemi af stórveldunum. L.OFAR GLÆSILEGRI FRAMTÍO ' Á þinginu í gær talaði Krúsjeff I 6 Vz klukkustund. Ræða hans í dag var heldur styttri, tók 6 iklukkustundir og tuttugu mínút- ur. Sagði forsætisráðherrann að iþað, sem mest væri aðkallandi S dag væri að efla her og varnir Sovétríkjanna. Þar til samkomu- lag næðist um algjöra og almenna afvopnun yrðu Rússar að búa her sinn fullkomnustu vopnum af öll- um gerðum. Mestur hluti ræðunnar í dag fjallaði um þá glæsilegu framtíð, sem stjórn Sovétríkjanna er að ibúa þegnum sínum. Sagði hann að neyzla og tekjur í Sovétríkj- unum yrðu árið 1980 75% hærri en í Bandaríkjunum. Þar að auki foæri að muna það að í Banda- ríkjunum væri stöðugt atvinnu- leysi, „en hjá okkur verður hugs- að um alla“. Lofaði Krúsjeff því að innan tuttugu ára fengju allir Sovétborgarar ókeypis húsnæði og læknishjálp. Hann sagði að á fþessum tíma yrði framleiðsla neyzluvarnings fimmfölduð og yæri þá 50% meiri en samanlögð framleiðsla allra annarra landa veraldar í dag. Eftir tuttugu ár verður í Sovétríkjunum styttsti vinnudagur, sem þekkzt hefur, eagði Krúsjeff. Þá verða átta milljónir unglinga við framhalds- nám, en eru í dag 2,6 milljónir. Þá fá allar fjölskyldur eigin íbúð. Hann lofaði einnig að húsnæðis- vandamálið yrði leyst innan tíu óra. GAGARIN VEIKUR Tveir menn hafa vakið athygli á sér í sambandi við flokksþingið, annar meS nærveru sinni, hinn með fjarveru. í dag birtist á þing inu Alexei Kirichenko, sem eitt ainn var talinn líklegasti eftir- maður Krúsjeffs, en var rekinn úx embætti ritara miðstjórnar ikommúnistaflokksins í maí 1960. En Gagarin geimfari, sem erkjör inn fulltrúi á þingið, hefur ekki sézt þar. Þegar fréttamenn spurðu um Gagarín var því svar- að að hann væri veikur. Fyrstu fréttir um vanheilsu Gagarins bár ust fyrir eilefu dögum, en ekki ar vitað hvað að honum gengur. Sameiginlegar athuganir Norðurlandanna á geislahættu af atómsprengíngum Rússa Heilbrigðisyfirvöldin í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Fiimlandi hafa gefið út sameiginlega skýrslu, byggða á athugunum sér fræðinga um þá geislahættu er Norðurlöndunum stafar af yfir- standandi atomsprengingum Rússa. Kemur fram í skýrslunni það álit, að ekki stafi neitt veru- lega meiri hætta af sprengingum Rússa í haust en eftir sprenging- arnar 1958, en til þeirra geti samt vel hugsast að rekja megi krabba meinstilfelli í núlifandi fólki og að áhrifin frá þeim tíma gangi í arf. Ennfremur kemur það fram í skýrslunni, að atómsprengingar Rússa í haust eru í stórum drátt- um, álíka miklar og sprengingarn -ar 1958 og því megi vænta þess að svipað magn af geislavirku ryki falli á sarna tima og þá, ekki sízt þar eð um sömu árstíð er að ræða. En ef Rússar haldi áfram að sprengja 100 megatonn til viðbótar við Novaja Semlja, verði geislavirknin væntanlega þrisvar sinnum meiri á Norður- löndum en 1958—59. Blaðið spurðist fyrir um það hjá landlækni, hvort íslending- ar tækju þátt í þessu samstarfi Norðurlandanna. Sagði hann það lítið hafa komið til enn. Sér hefði verið send umrædd skýrsla, sem nú væri verið að þýða og yrði hún síðan lögð fyrir stjórnarvöld in, Mundi þá verða athugað hvort rétt þætti að hafa sam- vinnu við hin löndin um þetta. Væri hættan vegna geisla- virkni af völdum sprenginga Rússa talsvert mismunandi eftir löndunum. Noregur. Svíþjóð og Finnland væru miklum mun nær en Danmörk og við tiltölulega langt frá. ' — Aðalfundur Framh. af hls. 2 Þá fór fram kosning stjórnar og einnig til annarra trúnaðar- starfa. í aðalstjórn voru kosnir Björn Daníelsson skólastjóri for- maður, Halldór Þ. Jónsson fram kvæmdastjóri, Óli Bang lyfsali, Kári Jónsson, verzlunarstjóri og Rögnvaldur Finnbogason, bæjar stjóri. Þá flutti bæjarstjóri erindi um bæjarmál og Halldór Jónsson er- indi um atvinnumál. Sr. Gunnar GíslasOn, alþingismaður, hélt ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Einnig tóku til máls ýmsir fund- armenn. Loks fór fram kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Fundurinn var mjög vel sóttur og kom fram mikill áhugi fyrir öflugu flokksstarf- semi á vetri komanda. — jón. • Norður-Noregur helzt í hættu I skýrslunni segir að hætta á að geisiavirku ryki slái strax niður yfir Norðurlönd eftir sprengingu stafi einungis af sprengingum við Novaja Semlja, ef sprengt er neðarlega í gufu- hvolfinu og vindur stendur af staðnum yfir Norður-Noreg.i Gæti þá farið svo að gera þyrfti þær ráðstafanir að láta fólk í Norður-Noregi halda sig í kjöll- urum, loka inni skepnur og forð- ast matvæli með mikilli geisla- virkni. En slíkt eigi enn langt í land. Smábátaeigend- ur óánœgöir ViSja ekki leggja bátum sínum í Örfirisey ÓÁNÆGJU gætir meðal smábáta eigenda í Reykjavík, vegna þess að þeir hafa ekki fengið leyfi hjá hafnaryfirvöldum fyrir heppi legum stað, til þess að leggja bátum sínum þann tíma, sem ekki eru stundaðir róðrar. Var nýlega haldinn fundur í félagi þeirra, Bátafélaginu Björg, um þessi vandkvæði. Einn smábátseigandi, en á þriðja hundrað manns eru í fé- laginu, leit inn á blaðið fyrir skömmu og skýrði málstað báta- eigenda. — Við erum í hálfgerðu hallæri með fleyturnax okkar, sagði foann. — Eru þetta mest atvinnubát- ar? — Nei, ekki allt, en að minnsta kosti 20 slíkir bátar eru settir á flot á hverju vori. — Hvar hafið þið haft bátana? — A meðan róðrar eru stund- aðir, eru þeir hafðir vestan við Ægisgarðinn, en nú vill hafnar- stjóri láta flytja þá út í Eyju, út undir Olíustöðina þar. En þar ex bersvæði og engin lýsing, og flestir bátarnix eru svo stórir, að það verður að taka þá á vagna og aka þeim þangað, en það fer auðvitað illa með þá, og auk þess dýrt að Játa flytja þá. — En hvar hafa þeir verið geymdir áður, meðan ekki exu stundaðir róðrar? — Sunnan við Faxaverksmiðj- una, en þar er autt svæði, sem ekki er notað til neins. Við höf- um beðið um að fá að hafa þá þar á hverju ári, en hafnarstjóri foefur alltaf neitað. Við höfum samt haft þá þar, í trássi við hann. Þar er hægt að svinga þeim upp á bakkann með krana. —■ Fer það ekki illa með þá? — Nei, og það er miklu kostn- aðarminna, þvi ef á að flytja þá, verðúr að taka úr þeim öll mæli- tæki — 30—40 þús. kr. stykki — og jafnvel að taka úr þeim vél- arnar. Þetta er allt of mikið fyr- irtæki, því flestir bátarnir eru teknir niðúr aftur í apríl. — Borgið þið hafnargjald? — Nei, en við borgum bauju- gjald, sem rennur til hafnarsjóðs. Það ætti að gefa okkur einhvern rétt, því það kemur í staðinn fyr- ir hafnargjald. Auk þess seljum við bæjarbúum góðan fisk og kennum unglingum sjómennsku. Eg hef alltaf tvo unglinga með mér. Það er hart að verða kannski að flýja með smábáta- útgerð héðan af þessum sökum. — Ætlið þið þá að setja bát- ana aftur núna við Faxaverk- smiðjuna í trássi við hafnaryfir- völdin? — Það er líka hart að þurfa að gera það, en hvað getum við annað gert? sagði maðurinn. Alþingi verði skipuð 5 mönnum, sem kosn ir verði hlutfallskosningu af Sam- einuðu Alþingi, en það er sami háttur og gilt hefur um kosningu þeirra fimm manna, er úthlutað hafa atvinnuaukningarfél árin 1953—1961. Ennfremur eru m. a. í frum- varpinu ákvæði um, hvaða skil- yrðum umsóknir um lán og styrki úr sjóðnum verði að fullnægja, ákvæði um að vextir af lánum sjóðsins skuli eigi vera hærri en 6% á ári og að afgreiðsla hans skuli vera hjá Framkvæmda- banka íslands en handbært fé skuli ávaxtað í Seðlabankanum. Áætlun um atvinmuuppbygginguna Loks er gert ráð fyrir að sjóðs- stjórn afli upplýsinga um atvinnu ástand í hinum ýmsu byggðarlög um og geri áætlun um uppbygg- ingu atvinnuvéganna til hliðsjón- ar við veitingu lána. á ísafirði Steinunn GuðmundsÖóttir, Mar- grét Rögnvaldsdóttir, Guðmund- ur Vigfússon og Karl Aspelund. Nýir - stundakennarar eru Guð- finnur Magnússon og Eyvindur Eiríksson. SUS-síða Framh. af bls. 16 á bryggjunni og horfðu aðdáun- araugum á aðfarirnar. — Þessi bátastærð virðist henta okkur bezt, segir Þórhallur, og fiskinn þurfa þeir ekki langt að sækja, enda krökkt af bátum hér út allan flóann. Húsavíkurbær er að láta smíða 200 lesta skip til fiskveiða. en almenningur hér er ekki hrifinn af þeirri ráðstöf- un. Þessa báta hér reka einstakl- ingar og eru yfirleitt sjálfir á bátum sínum. Þeir hafa dregið svo mikinn afla á land í sumar, að nauðsynlegt hefur verið að stöðva fiskmóttöku, einstaka sinn um Fiskiðjuverið hefur alls ekki annað því að vinna úr öll- um þessum afla. Smábátunum þarf þó að skapa hér betri að- stöðu. Höfnin hér er alls ekki nægilega örugg fyrir þá yfir vetrarmánuðina. — Ekki fer síldin alveg fram hjá ykkur? — Nei, hér fer fram síldarsölt- un, sem gæti þó verið miklu meiri, ef hér væri stærri síldar- verksmiðja. Skipin veigra sér við að koma hingað inn, því að þau geta ekki alltaf losnað við það, sem er ósöltunarhæft. Annars ex Húsavík nokkuð miðsvæðis á síldarmiðunum hér fyrir Norður- landi og ætti því að vera góður grundvöllur hér fyrir síldar- vinnslu. Við höldum nú áfram göngu okkar og komum í kirkjuna á Húsavík, sem er hið fegursta hús, foyggð um aldamótin. Á þeirra tíma mælikvarða er hér um hið mesta mannvirki að ræða. List- rænn smekkur og framsýni virð ast hafa haldizt í hendur hjá þeim, er þetta hús skapaði. Úr kirkjunni göngum við aust- ur í hinn nýja og glæsilega barna skóla. Þar er allt með nýtízku sniði og er skólinn vandað og fag urt hús. — Segðu mér Þórhallur, þú hefur staðið í miklum ritdeilum í íslendingi nú nýlega? — Það má víst kalla það því nafni. Ég ritaði í íslending frá- sögn af aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga, sem ég sat. Ég rifjaði þar m. a. upp aðför þá, sem gerð var að Bjartmari Guðmundssyni frá Sandi; en hann var felldur úr stjórn K. Þ. svo sem kunnugt er. Viðbrögðin við þessari grein minni voru á þá lund, að þar sannaðist hið fornkveðna: Sann- leikanum verður hver sárreiðast ur. Karl Kristjánsson alþingis- maður skrifaði mikla grein í Dag, sem var öllu meir persónulegar svívirðingar en málefnaleg rök. Út af þessu urðu síðan nokkur frekari skrif. Ég sný ekki aftur með það, að það var vægast sagt klaufalegt hjá Framsóknarmönn- um að beita sér fyrir þessum of sóknum á hendur Bjartmari, sem er heilsteyptur maður og mikill áhugamaður um framgang sam- vinnuhreyfingarinnar og hafði góða aðstöðu til að vinna að fram gangi K. Þ. Almenningur hefur líka undrast þessar aðfarir. Göngu okkar Þórhallar Snæ- dal um Húsavíkurkaupstað er nú að Ijúka. Við höfum gengið um bæinn skoðað gömul og ný mann virki og sannfærst Um, að þar ríkir framkvæmdarhugur með mönnum. — Húsavík er framtíðarstaður, segir Þórhallur að lokum. Hér getur allt hugsandi og duglegt fólk fengið verkefni við sitt hæfi. Hér skortir menn í ýmsar iðn- greinar. Góð fiskimið hér fram- undan og búsældarlegar sveitir tryggja mönnum góða og farsæla afkomu. BÍG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.