Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 1
24 síður Hreinsanir á fiokksjiiiiQÍnu í Moskvu? Fyrrv. forystumenn Sovétríkjanna sakaöir um misþyrmingar og morð \ Rödin komin að S j Malenkov, Molo- [ j tov, Bulganin, J S Kaganovitsj, i [ Vorosjilov og \ J fleiri J i 1 Moskvu, 20. október. — ( N TB-Reuter-A FP) — + DAGSKRÁ 22. flokks- þings kommúnista í Moskvu var í dag helguð heiftarlegum árásum og vít- um á ýmsa fyrrverandi leið- toga Sovétríkjanna — sem tiú eru einu nafni nefndir „óvinir flokksins og Sovét- þjóðanna“ og þeir sakaðir um ólöglegar liandtökur, misþyrmingar og morð þús- unda saklausra flokksfélaga. ^ Meðal þessara manna eru Malenkov, Molotov, Bulganin, Vorosjilov og Kaganovitsj. Auk framan- greindra afbrota eru þeir sakaðir um fjandskap við Nikita Krúsjeff, forsætisráð- herra. Háværar kröfur voru um hrottrekstur þeirra úr flokknum og lét forseti Sov- étríkjanna jafnvel að því liggja í ræðu sinni, að þeir yrðu dregnir fyrir lög og dóm. ^ Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru að- alritarar kommúnistaflokk- anna í Leningrad, Ukrainu og Hvíta-Rússlandi. Ennfrem ur Anastas Mikojan, aðstoð- arforsætisráðherra og mennta málaráðherra Sovétríkjanna, frú Jekaterína Furtseva — sjá aðra frétt. Ræðu Leonids Rreshnevs, for aeta Sovétríkjanna, viar útvarp- að í heild frá Moskvu í dag. í>ar ikomst hann meðal annars svo að orði, að „óvinirnir" yrðu að sæta ábyrgð gerða sinna — á þessum mönnum hvíldu syndir fortíðar- xnnar — þess tíma, er þeir sátu við völd og hinar miklu hreinsan ir urðu í Rússlandi. Hina fyrrnefndu „óvini flokks ins“ taldi forsetinn eftirfarandi. — Georgij Malenkov, fyrrum for Bætisráðh., Molotov fyrrum utan ríkisráðh., Nikolaj Bulganin, fyrr um landvarnaráðherra og sá, er tók við forsætisráðherraembætti af Malenkov árið 1955, Lazar Kaganovitzj fyrrum aðstoðarfor- eætisráðherra; Vorosjilov, fyrr- um forseti; Mikhail Pervukhin Frh. á bls. 23 I»að er margt kvenna á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og ljósmyndari Mbl., Ol. K. M., tók þessa mynd af nokkrum þeirra, sem eru úr hópi ungra Sjálfstæðismanna. Talið frá vinstri: Helga Þórðardóttir, Isafirði, Sirry Laufdal, Húsa vík, Guðný Björmsdóttir, Keflavík, Jóhanna Axels- dóttir, Kópavogi, Ragnhild nr Helgadóttir, alþm„ Reykjavík og Elísabet Kvar an, Reykjavík. Landsfundurinn í gær: Nýjar skipulagsreglur Sjálfstœð- ssflokksins samþykktar M I K L A R annir voru á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í gær, frá því árla morg- uns og fram á nótt. Tveir af ráðherrum flokksins fluttu yfirgripsmiklar ræður um þá þætti þjóðmálanna, sem und- ir þá heyra, framkvæmda- stjóri flokksins ræddi um flokksstarfsemina og síðast en ekki sízt urðu á fundinum miklar umræður um framtíð- arskipulag flokksins, en það er annað höfuðmálið til með- ferðar á þessum 14. lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem standa mun til sunnu- dagskvölds. Að loknum umræðum, laust eftir miðnætti, voru hinar nýju skipulagsreglur samþykktar. í gærmorgun hófust fundar- höld með því að varaformað- ur flokksins, Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, gekk í ræðustól og lagði til að Sverri arson, Borgarnesi, Geir Hall- Júlíussyni, framkvæmdatjóra, Rvík, yrði falin fundarstjórn, en ritarastörf þeim Páli Páls- syni, bónda á Þúfum, N.-ís., og Birgi ísl. Gunnarssyni, lögfræð- ingi, Rvík. Var það samþykkt einróma. Tvær nefndir kosnar Þá gerði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, grein fyrir fyrirkomulagi því, sem lagt var til að haft yrði við með- ferð mála á landsfundinum. Var það m. a. fólgið í því, að kosnar yrðu tvær nefndir, stjórnmála- nefnd og skipulagsnefnd, en fulltrúar skipuðu sér að öðru leyti í sérstakar kjördæmanefnd ir, eina fyrir hvert kjördæmi. Féllst fundurinn á þetta, og var þá kosið í nefndirnar. sem eru svo skipaðar: Stjórnmálanefnd (25): Gunnar Thoroddsen, fjármála ráðherra, Ari Kristinsson, Pat- reksfirði, Árni G. Finnsson, Hafnarfirði, Davíð Ólafsson, Rvík, Eggert Daviðsson, Eyf., Erlendur Björnsson, Seyðisfirði, Eyþór Pálsson, Sigluf., Eyjólfur K. Jónsson, Rvík, Friðrik Þórð- grímsson, Rvík, Guðbrandur Benediktsson, Strandas., Guð- jón Jónsson, Rvik, Gunnar G. Schram, Rvík, Höskuldur Ólafs- son, Rvík, Jakob Ó. Pétursson, Ak., Jónas G. Rafnar, Akur- eyri, Magnús Jónsson, Rvík, María Jóhannesdóttir, María Maack, Rvík, Marzellíus Bern- harðsson, Isaf., Ólafur Bjama- son, Brautarholti, Páll Guð- mundsson, Gilsárstekk, Sigríður Auðuns, Ákranesi, Stefán Jóns- on, Hafnarf. og Steinþór Gests- son, Hæli. Skipulagsnefnd (27): Birgir Kjaran, Rvík, Árni Helgason, Sth., Árni Jónsson, Ak., Ásgeir Pétursson, Borg., Axel Jónsson, Kópav., Axel Túlíníus, Eskif., Birgir Gunnars- son, Rvík, Gísli Gíslason, Ve., Guðbrandur Jörundsson, Dal., Guðm. H. Garðarsson, Rvík, Gunnar Helgason, Rvík, Ingólf- ur Möller, Rvík, Jónas Gíslason, Vík, Jónas Pétursson, Skriðukl., Kári Jónsson, Sauðárkr., Karl Friðriksson, Ak., Kristín L. Sigurðard., Rvík, Magnús Jóns- son, Rvík, Matthías Bjarnason, Isaf., Matthías Á. Mathiesen, Hf., Othar Hansson, Ryík, Stef- án Jónsson, Hún.. Sverrir Her- mannsson, Rvík, Víkingur Guð- mundsson, N.-Þing., Þorsteinn Sigurðsson, Self., Þórunn Sig- urðardóttir, Patreksf., Þorvaldur G. Kristjánsson,'Rvík. Bændur hittast hjá ráffherra Þegar gengið hafði verið frá kjöri nefndanna. var stuttlega Framhald á bls. 3. Enn sprengja Rússar I rannsóknarstöðinni í Upp- sölum, þar sem m. a. eru mældar jarðskjálftahræring ar mældist enm ein kjam- orkusprenging Rússa viff Novaja Semlja kl. 7.07Í gær morgun (ísl. tími). Sprengj- an jafngilti fimm milljónum lesta af TNT sprengiefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.