Morgunblaðið - 21.10.1961, Page 6

Morgunblaðið - 21.10.1961, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. okt. 1961 Raunvísindi og fiskveiðar HINN 4. október sl. hlustaði ég á mjög fróðlegt erindi um rafeind- ir o. fl., sem Páll Theodórsson flutti í útvarpserindaflokki um raunvísindi. Síðast í erindinu fór hann inn á það, hvernig hægt væri að nOta rafeindavísindin í þágu fisk veiða og komst m. a. þannig að orði: „Ef aiiir skipstjórar bátanna hefðu haldið nákvæma dagbók í mörg ár um hvar þeir hefðu veitt fiskinn, hvernig og hversu lengi þeir hefðu verið að því, og allar þessar upplýsingar yrðu spilaðar inn á eitt segulband, myndi vera hægt að spyrja reikni vélina ennfremur hvar við eig- um að láta bátana veiða á morg- un. Þetta verður vafalaust gert eftir nokkra áratugi, ef við þá nokkurn tíma lærum á annað borð að notfæra sérfræðinga...“ Erindið í heild bar það með sér, að hér var á ferðinni maður vel lærður og góðum gáfum gæddur, en framangreindur kafli sýnir, að hann hefur vægast sagt mjög takmarkaða þekkingu á fiskigöng um og möguleikum til fiskveiða. Á framangreindri umsögn er ekki annað að sjá, en að hann gangi út frá því, að fiskurinn í sjónum sé þar í einhverjum lög- um, sem hægt sé að ganga að, á svipaðan hátt og kolum í kolanámum eða þvílíku. í sambandi við orðið „raunvís- indi“ þá minnist ég þess ekki að hafa orðið þess var í íslenzkri tungu, fyrr en á síðustu árum. Þessu orði finnst mér fylgja nokk uð yfirlæti. Ef ég skil rétt, hvað átt er við með orðinu „raunvís- indi“, þá eru það vísindi, sem að mestu eru byggð upp á því, sem á elöra máli hefir verið kall- að reynzluþekking. Eg vildi mega vekja athygli þessa unga Og gáfaða manns, svo og annarra á því, að þótt reynsla uridan- fannna ára í sambandi við fisk- veiðar hafi ekki verið færð í dag bækur né tekin upp á segulband að neinu leyti, þá er reynsla þessi enganveginn glötuð, en er varð- veitt hjá útgerðarmönnum og sjómönnum. En reynsla þessi hef ir kennt okkur að aðstæður í ár eða næsta ár eru ekki hliðstæð- ar því, sem þær voru á öðrum tímabilum. Fiskveiðar eru svo miklum breytingum háðar að ó- geriegt er að byggja spár um framtíðarþróun á segulbandsupp- tökum. __ 1 grein, sem ég ritaði í „Morg- unblaðið" 4. ágúst sl. sýndi ég fram á þetta með Ijósum dæmum. Til viðbótar því má nefna, að til dæmis fylltist Hvalfjörður af síld á árunum 1947—1948, en síð- an hefir hennar tæpast orðið þar vart. Líkurnar fyrir því, að það endurtaki sig eru því miður hverf andi litlar. Einn mesti aflamaður þessarar aldar var Guðmundur heitinn frá Tungu, hann var með lítinn bát, „Frevju". sem gerður var út frá Reykjavík. Á árunum 1940, 1942 og 1944 stundaði hann síldveiðar, og fékk þá hvað eftir annað fullfermi daglega dag eftir dag. Jafnvel kom fyrir að losað var fullfermi úr skipinu þrisvar sama daginn. Mest af síldinni veiddist í Húna- flóa óil þessi ár, þó sérstaklega 1944, en þá var báturinn með 26.000 mál og tunnur. Hefði Guðmundur heitinn frá Tungu með sitt skip, óbreyttan útbúnað og þá afbragðs skips- höfn, sem hann hafði á að skipa, verið við veiðar á sömu slóðum undanfarin ár, hefði hann svo til engan afia fengið. Þetta sýnir Ijóslega, að svo miklar breytingar eiga sér stað á göngum nytjafiska hér við land, að ekki er hægt að byggja á þeim sem reglubundnum stað- reyndum nema að mjög takmörk uðu ieyti. Fiskimaðurinn og út- gerðarmaðurin hafa aflað sér þekkingar á þessum málum í löngu lífsstarfi. Að minnsta kosti á það við um fjölmarga þeirra. Reynsla þessi og þekking er og hefur verið hagnýtt til leið- beininga eins og unnt er. Hinsvegar eru fiskigöngur svo fjö'breytilegar og óútreiknanleg- ar að það verður ekki komið við neinum útreikningum fyrirfram um hvernig beri að haga sér við fiskveiðarnar. Margt í sambandi við göngu fiska er svo lítið þekkt, að eftir því sem ég bezt veit, hafa jafnvel ekki færustu raunvísindamenn getað gert sér grein fyrir öllum þeim öflum, sem þar eru að verki né hvaða áhrif þau hafa. Þó að við, sem höfum nokkra reynsluþekkingu við fiskveiðar, vitum lítt hvaða öfl hér eru að verki, vitum við að þau eru til, og ýmsir fiskimenn virðast hafa öðlazt undraverðan skilning á þeim, ósjálfrátt. Á annan hátt er ekki hægt að skýra hve al- gengt er að menn afli misjafnlega þó á somu slóðum sé og með sama utbúnað. Við, sem við fiskveiðar höfum fengizt nefnum þetta einfaldlega, að annar sé fiskinn en hinn ekkL Gleggst dæmi um þetta eru handfæraveiðar, bátar fara yfir sömu fisktorfu. Sumir „eru í óð- um fiski“ aðrir fá ekki bein úr sjó. Þetta á bæði við um ein- staka báta sem og einstaka menn á einstökum bátum. Þetta kom mjög ljóslega fram við handfæraveiðar til dæmis á skútuöldinni. Þá stóð hópur manna hlið við hlið með nákvæm lega samskonar veiðarfæri, sams konar beitu o. s. frv. um borð í sama skipi, sem látið var reka yfir fiskitorfurnar. Var þá al- gengt að sumir þeirra drógu fisk svo ört, sem handflýti þeirra leyfði, en sumir mannanna fengu svo til ekki neitt klukkutímum eða jafnvel dögum saman. Við höfum enga skýringu á þessu fyrirbæri. Annar maður- inn er fiskinn hinn ekkL I sambandi við nýlokna síldar vertíð við norður- og austurland, en segja verður að hún hafi tek- izt vel, má geta þess um þá „afla- kónga“, sem þar sköruðu fram úr, að þeir munu hafa lært að hag- nýta sér hin nýju fullkomnu tæki sín, svo sem síldarleitartæk- in, betur en flestir félagar þeirra. Að mínu áliti hefði þetta þó engan veginn nægt til að ná þeim árangri sem raun ber vitni um, ef þeir hefðu ekki haft þann dul- arfulla eiginleika að vera „fiskn- ir“ í ríkara mæli en flestir aðr- ir. Allt okkar efnahagslíf bygg- ist nú og mun í náinni framtíð byggjast á fiskveiðum að lang- mestu leyti. Að þessu athuguðu finnst mér alltof Mtið tillit tekið til manna, sem reynsluþekkingu hafa á fiskveiðum, þegar taka skal ákvarðanir um atvinnu Og efnahagsmál okkar. Mikil skólamenntun, til dæmis hagfræðimenntun er ágæt að vissu marki, en ekki er vænlegt til árangurs að byggja á henni eingöngu. Hagfræðileg lögmál eru góð og blessuð, en í atvinnugreinum, sem svo mjög eru háðar náttúruöflun- u:n, - sem fiskveiðar eru, er hætt við að grundvöllur þeirra reynist ótraustur. Það er óumdeilanleg staðreynd, að efnahagsafkoma okkar byggist fyrst og fremst á því, hvernig göngur nytjafiska hér við land haga sér, og hvern- ig ókkur tekst að hagnýta þær. Eg set þetta fram hér meðfram vegna þess, *ð háttsettur hag- fræðingur, sem miklu hefir ráðið FYRIR nokkrum árum var' opnuð að Laugavegi 44 ný barna- og k ven fa ta verzlu n undir nafninu Verzlunin Sif. Verzlunin hefur verið lokuð í tvo mánuði nú í sumar, vegna breytinga á húsnæði. Hún hef ur nú opnað aftur í stækkuð- um og mjög breyttum húsa- kynnum á sama stað og hún var áður. Verzlunin hefur tek ið til sinna afnota alla 1. hæð hússins Laugavegur 44 (horn ið á Frakkastíg og Laugavegi) og hefur hún verið innréttuð mjög smekkl. eftir teikning- um Sv. Kjarvals, arkitekts. Verzlunin verzlar nú sem áður með alls konar barna- fatnað, kvenundirfatnað kven peyzur o.fl. Auk þess hefur verzlunin nú hafið sölu á barnaleikföngum og bama- skóm. J í okkar efnahagsmálum, hefir látið þau orð falla í mín eyru „að nauðsynlegt væri að koma öllum aflakóngunum í land“, Bankakerfið bólgnar út með hverju ári sem líður, og umráðin í efnahagslífinu færast meir og meir í hendur banka og banka- síjora, sem orðnir munu vera 34 í Reykjavík. Þetta eru ágætis- Framh. á bls. 9. * Um berjatínslu Sveitakona á Vestfjörðum skrifar eftirfarandi bréf: E.t.v. má segja að rétti árs- tíminn sé liðinn til berjatals, en þar sem það er svar við áður birtu bréfi. látum við það koma, það hefur lengi verið ætlun mín að skrifa fá- einar línur um berjatínslu, og er ég las skrif konu einnar í pístli þínum um daginn, lét ég loks verða af því. Hún er mjög sár yfir því að hafa verið kraf in um borgun fyrir að tína „nokkur rýr krækiber í ílát“. eins og hún orðar það. Á seinni árum hefir notkun berja mjög farið í vöxt eins eg kunnugt er, og allir þykj- ast heppnir sem geta náð sem mest af þeim. Hve lengi getur það þá talizt sjálfsagt að fólk geti gengið í berin hvar sem er, án þess að hlíta þeirri sjálf- sögðu kurteisisskyldu. að spyrja lanöeiganda um leyfi? Eru ekki berin orðin það verð mæt og fólk farið að kunna að meta þau svo, að það taki þau ekki fremur í leyfisleysi heldur en önnur verðmæti. Ég held að fáum heiðvirðum mönnum myndi detta í hug að veiða lax eða silung í á. án þess að spyrja þann sem ána á um leyfi, og gildir þá ekki sama um berin. Getur nokk- urn tíma verið sjálfsagt að hinir og aðrir taki þau bara í leyfisleysi, hvenær sem þeim sýnist. Nú er ég ekki að tala um þó fólk tíni fáein ber. sem líkur eru e.t.v. til að aldrei yrðu tínd. Nei, ég tala um berin, sem húsmóðirin á sveitabæn- um ætlar að nota í sultu eða niðursuðu, og mér finnst ég geta trútt um talað, því hjá mér er nokkurt berjaland. En reynzlan er oft sú að þeir sem berin eiga (að því er mér finnst) fá minnst af þeim sjálf ir. ♦ Sveitakonurnar tína berin seint '■■HHSBEIBHWI Sveitafólkið hefir oftast oftast slíkt annríki á sumrin. að það má sjaldnast vera að því að liggja í berjum. a.m.k. ekki húsmóðirin, og það virð- ist líka vera mjög heppilegt fyrir ferðafólk og fleiri, sem hafa þá tíma til að tína þau á meðan. Svo þegar húsmóð- irin ætlar að fara að fá sér ber, þá er oftast harla lítið eftir. Ekki get ég gert að því að oft hefir mér gramizt þetta svo mjög að það má vera þess vegna að mér finnst ég skilja betur þetta með unga bónd- ann og viðbrögð hans, þó ég viti auðvitað ekki hvernig sú berjatínsla eða það berjaland var. Ég skil það mjög vel að borgarbúa langi til að tína ber. Það er bæði holl fæða og mjög skemmtileg iðja. en mér rnun alltaf finnast það fyrsta skilyrðið að þeir — hvort heldur sem er fólk úr sveit eða kaupstað — biðji um leyfi fyrst þá sem hlut eiga að máli, þegar tínt er á annarra land- areign. • Virða ber annarra ei^ur Ekki veit ég eða þekki þau lög sem til eru í Noregi og Svíþjóð, sem kona þessi talar um varðandi berjatmzlu en ég hélt að á íslandi væni a.m.k. þau lög að virða beri annarra manna eignir, og það verður nú að virðast til vork- unnar fáfróðvi sveitakonu þá henni finnist fólkið í hinum landshlutunum ekki eiga eins mikið í berjunum sem vaxa á hennar landareign og hún sjálL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.