Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVTUl1 4Ð1Ð Laugardagur 21. okt. 1961 Sr. Bjarni Jónsson áttræöur í dag Annað aðalmál landsfundarins er afgreiðsla nýrra skipulags- reglna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hér á myndiimi er Birgir Kjaran, formaður skipulagsnefndar flokksins, að flytja fram- söguerindi fyrir hinum nýju reglum. HIÐ fyrsta, sem mér var sagt frá séra Bjarna, var saga, sem mér er í barnsminni. Þegar móðir mín og systur hennar fóru fyrir nær þremur aldarfjórðungum úr Engey í kynnisför til frændfólks síns í landi, komu þær fyrst í Mýrar- holt. Þar var þá lítill drengur á reki við þær systur, Bjarni að nafni, og brá hann yfir sig pilsi af mömmu sinni, fór svo upp á stól og prédikaði. Síðar heyrði ég hann og föð- ur minn rifja upp, að þegar þeir Séra Bjarni Jónsson voru í skóla, hafði pabbi komið inn í bekkinn, þar sem Bjami sat og spurt, hvort satt væri að búið væri að „kanoniséra" hann. Á Bjarna kom, því að hann vissi þá enn ekki, hvað þessi latína þýddi. E&i fylgdi sögunni, hvernig honum varð við, þegar hann fræddist um, að merkingin væri sú að taka ein- hvem í helgra manna tölu. En sú mun hafa verið orsök þess- ara orðaskipta, að Jón Helga- son, síðar biskup, sem þá kenndi kristin fræði, hafði farið sér- stökum lofsorðum um þennan lærisvein sinn. Ég rifja þetta upp vegna þess, að það sýnir, að snemma beyg- ist krókurinn til þess, er verða vill. Bjama mun aldrei hafa komið til hugar annað en að læra guðfræði, svo að hann gæti orðið prédikari. C ðfræði lærði hann og þótt haun ""eri blásnauður lét hann Sér ek nægja að nema hana á presi. 'úanum hér heima heldur fór til Kaupmannahafn- ar og tók þar guðfræðipróf að loknu háskólanámi. Bjami undi Hafnardvölinni svo vel, að enginn hefur skemmtilegar lýst því, hversu ánægjulegt hafi verið að búa á Garði. Átti hann þá þó oft við þröngan kost að búa og námið sat skemmtunum áreiðanlega í fyrirrúmi. Enda várð Bjami vel lærður guðfræðingur og hefur hald.ið lærdómi sínum við fram á þennan dag. Hann hefur ætíð kunnað að meta hvem þroska hann sótti til Danmerkur, enda er hann manna trygglyndastur. Að prófi loknu gerðist Bjarni um skeið skólastjóri á ísafirði. Ekki veit ég, hvort hann kynnt- ist sinni góðu og glæsilegu konu, frú Áslaugu Ágústsdóttur, þar, en þaðan er hún, þótt þau gift- ust nokkrum árum eftir að hann hafði fyrir fullt og allt setzt að í Reykjavík. Frá Isa- firði er því mesta gæfa séra Bjarna sprottin. Árið 1910 var Bjarni skipað- ur prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík að undangenginni ko^ingu. Síðan hefur hann gégnt prestsþjónustu hér í bæ, þótt hann hafi tæplega sjötug- ur formlega látið af prestsem- bætti. Þá var hann lengi bú- inn að vera dómkirkjuprestur, [prófastur í Kjalamesprófasts- dæmi og síðan dómprófastur. Vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis hefur hann verið frá 1937 fram á þennan dag. Prestsstörfum séra Bjarna þarf ekki að lýsa. Þau þekkir hvert mannsbam á íslandi, sem lætur sig kristindóm nokkru skipta. Rangt væri að segja, að öllum líki jafnvel við séra Bjarna. Til þess hefur hann of ákveðnar skoðanir og er sjálfur of atkvæðamikill. Hann prédik- ar eftir eigin sannfæringu, heldur fast við sína trú og læt- ur engar tízku-kenningar hagga henni, Um hitt verður ekki deilt, að hann er frábær prédikari. E.t.v. þarf að venjast þeirri ræðu- mennsku hans til að meta hana til fulls. Víst er, að sá maður, sem sjálfur var afbragðs ræðu- maður, þegar honum tókst upp, dr. Magnús Jónsson prófessor, taldi séra Bjama fremsta prédik ara landsins. Guðfræðideild Há- skóla íslands gerði hann og að heiðursdoktor ekki sízt fyrir pré dikanir hans. Sá, sem einungis hefur heyrt til séra Bjarna í kirkju, hefur þó ekki kynnzt nema annari hliðinni á ræðusnilld hans. Hann er tví- mælalaust sá, sem bezt kann að tala í hóflegum gleðskap af öllum þeim, er ég hefi heyrt til. Þar á hið óvænta, gaman- semin og glettnin hjá hinum virðulega preláta, sinn hlut í, en nægir þó engan veginn til skýr- ingar. Nú þegar höfð eru eftir hinum heilaga föður í Róm, Jó hannesi páfa hnyttin tilsvör, sem berast um allan heim, kem ur manni oft í huga, að þau gætu eins vel verið sögð af séra Bjarna. Slík ræðumennska og tilsvör spretta af miklu mannviti og margháttaðri mann þekkingu, ef til vill stundum blandinni nokkurri kaldhæðni gegn sjálfum sér og öðrum. Vinir séra Bjarna vita, að hann er maður óvenju við- kvæmur í lund og þarf ekki að eyða orðum að því, að hann hefur oft í prestsstörfum sín- um þurft að taka nærri sér til að geta huggað * aðra. Þar heíur gamansemin orðið eins konar þrumuleiðari til að létta á honum. Víðsýnin, það að sjá bæði björtu og döpru hliðarnar, hefur gert honum lífið bærilegt. Svipað er með guðfræðiskoðanir hans. Sumir saka hann um of mikla íhaldssemi í þeim efnum. Þar er sannfæring hans sjálfs á bjargi reist en skoðanir ann- arra skýrir hann með því að segja: „í húsi föður míns eru margar vistarverur“. Þrátt fyrir háan aldur og erfiða heilsu öðru hvoru, geng- ur séra Bjami enn um bæinn, glaður og reifur, gegnir prests- verkum fyrir vini sína og er prýði höfuðborgarinnar. Allir vinir hans óska honum langra og heillaríkra lífdaga. Bjarni Benediktsson. Leiðrétting MISSKILNINGS gætti í frásögn af fingrafaratöku á Akranesi hér í blaðinu í gær. Sagt var að verk ið sé unnið í Reykjavík, en hið rétta er að lögreglan hyggst ná á skrá sína fingraförum allra þeirra, sem að undanförnu hafa unnið á Akranesi, eða vinna þar á vertíðum en eiga heimili ann arsstaðar á landinu. Margt þess- axa manna býr í Reykjavík og hefur þurft að ná af þeim fingra förum hér af þeim sökum. — Landsfundurinn Framh. af bls. 1 rætt um það, að gerðar yrðu ráð stafanir til, að bændur, sem komnir eru til landsfundarins víðs vegar að af landsbyggðinni, hittust sérstaklega til að ræða sín mál. Boðaði landbúnaðar- ráðherra, Ingólfur Jónsson, þá til fundar við sig miðdegis 1 dag. Skipulagsmálin tekin fyrir Þessu næst voru skipulags- málin tekin á dagskrá, en þau eru sem kunnugt er annað aðal- mál landsfundarins. Tók fyrstur til máls Birgir Kjaran, form. Skipulagsnefndar Sjálfstæðis- flokksins. 1 upphafi máls síns minnti ræðumaður á, að í lýðræðis- þjóðfélagi ættu stjórnmálaátök- in að vera barátta án vald- beitingar. Þar skiptust á sókn og vöm. í þeirri baráttu væri beitt mannviti og mannafla. Þar vaeru gerð bandalög, samin vopnahlé en sjaldan væri um hreina uppgjöf eða algeran sig- ur að ræða. í þessum átökum sem öðrum skiptu vopnin, liðs- aflinn og vígstaðan meginmáli. Vopn Sjálfstæðismanna væri flokkur þeirra og sú hugsjón, Sjálfstæðisstefnan, er hann byggði á. Traustir hornsteinar — síung stefna Ræðumaður kvað það vera margt, sem orkaði á flokka- skiptingu í nútímaþjóðfélagi. — Hugsjónir, skoðanir, hagsmunir, uppeldi og þjóðfélagsaðstaða skipaði mönnum með öðru í mismunandi stjórnmálaflokka. Samstaða Sjálfstæðismanna í stjórnmálabaráttunni væri í flestum tilfellum sprottin af svipuðum sjónarmiðum og skoð- unum. — Drap ræðumaður á gildi flokksstarfsins fyrir fram- gang hinnar sameiginlegu stefnu þess fólks, sem hefði skip- að sér í hans raðir. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði borið gæfu til að byggja stefnu sína stöð- ugt á þeim traustu homsteinum, sem lagðir hefðu verið við stofn un hans, en um leið hefði ávallt verið tekið fullt tillit til við- fangsefna nýrra tíma og tækni. Stefnan hefði haldizt síung. Af þessari ástæðu hefði flokknum um langt árabil tekizt að kalla undir merki sín meiri fjölda landsmanna en nokkrum öðr- um flokki í okkar þjóðfélagi og í raun og veru tekizt að skapa sér hvað stærð og valdaaðstöðu snerti sérstöðu meðal borgara- flokka á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Ný kjördæmaskipun — breytt skipulag Að svo mæltu vék Birgir Kjaran að skipulagsmálum flokksins, drap á sögu þeirra frá stofnun hans, rakti aðdraganda þeirra tillagna sem fyrir lands- undinum lægju og skýrði loks einstök atriði þeirra. I tUlögun- um felast víðtækar breyting- ar á þeim skipulagsreglum, sem í gildi hafa verið á undanföm- um árum og eiga breytingarnar ekki hvað sízt rætur að rekja til hinnar nýju kjördæmaskip- unar. Birgir Kjaran kvað það hafa verið meginsjónarmið nefndar- innar við samningu skipulags- frumvarpsins, að flokksbygging- in væri sem lýðræðislegust og því væri landsfundi flokksins ætlað æðsta vald hans. Skipu- lag það og skipulagning, sem hér væri til umræðu og í senn væri talin nytsamleg og nauð- synleg, kæmi neðan að, frá fólk inu sjálfu og væri tilætlunin sú að samhæfa starfskrafta fólks- ins til betri nýtingar. Það væri hins vegar eftir sem áður starf áhugasamra flokksmanna, hug- sjónamóðurinn, sem væri orka flokksins. Að framsöguræðunni lokinni var orðið gefið fr’álst og tóku þessir til máls: Ingólfur Möller, skipstjóri. Rvík, Karl Halldórs- son, tollv., Mosfellssveit, Jón ísberg, sýslumaður, Blönduósi, Verharður Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, Húsavík, Guðni Þorsteinsson, Selfossi, Stefán Jónsson, forstjóri, Hafnarfirði og Aage Schiöth, lyfsali, Siglufirði. — Síðan var fundi slitið. Áframhald funda eftir hádegi. Þegar komið var saman að nýju um kl. 14 tók við fundar- stjórn Sigmundur Sigurðsson, bóndi, Syðra-Langholti; fundar- ritarar voru þeir Halldór Þ. Jónsson, framkv.stj., Sauðár- króki og Páll V. Daníelsson, við skiptafræðingur, Hafnarfirði. Áður en gengið var til fund- arstarfa gat Bjarni Benediktsson þess, að einn af ötulum stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins um árabil, Jón Bjarnason á Akranesi ætti sjötugsafmæli þá um daginn. Lagði hann til að Jóni yrði send kveðja frá fund- inum og voru fulltrúar á einu máli um það. Fundarstjóri gaf síðan fjár- málaráðherra, Gunnari Thorodd sen, orðið. Ræddi hann ítarlega um ýmsa þætti fjármála ríkis- ins, tolla-, skatta- og útsvars- mál, þær breytingar, sem orðið hefðu á þeim efnum í tíð núver andi ríkisstjómar og frekari ráðstafanir, sem fyrirhugaðar væru og gera þyrfti til þess að atvinnulífið fengi blómgazt og dafnað almenningi til hagsbóta. Er ræða ráðherrans birt á öðrum stað í blaðinu. Ungir Sjálfstæðismenn hittast 1 rúmlega klukkustundar hléi, sem gert var á landsfundarstörf um um miðjan daginn, beitti stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna sér fyrir sameigin- legri kaffidrykkju allra fulltrúa 35 ára og yngri. Fór hún fram í Tjarnarkaffi. Þar flutti ávarp formaður SUS, Þór Vilhjálms- son, lögfræðingur. Laust fyrir kl. 17 var svo enn haldið áfram störfum. Til fundarstjórnar var þá kjörinn Kristján Jóh. Kristjánsson, for- stjóri, en ritarar þeir Styrmir Gunnarsson, stud. jur., Rvík og Leifur Auðunsson. Ræða landbúnaðarráðherra Þá tók til máls landbúnaðar- ráðherra, Ingólfur Jónsson, sem í yfirgripsmikilli ræðu gerði grein fyrir ýmsum þeirra mála, er undir hann heyra í ríkis- stjórninni. Um landbúnaðarmál- in sagði hann m. a., að nauð- synlegt væri að auka gróður- lendi til sveita, efling kornrækt ar væri fyrirhuguð, og að í und irbúningi væru hjá ríkisstjórn- inni ráðstafanir til þess að greiða úr erfiðleikum sjóða land búnaðarins, sem nú væru á helj- arþröm. Síðan ræddi ráðherrann m. a. raforkumál, fiskræktar- stöðvar, póst- og símamál og framkvæmdaáætlun þá, er rík- isstjórnin hefur látið leggja drög að. Að lokum ræddi hann. um viðskilnað vinstri stjómar- innar og efnahagsráðstafsmir ríkisstjórnarinnar, sem þegar hefðu borið góðan árangur. — Ræða ráðherrans verður birt hér í Mbl. á morgun, sunnu- dag. Að ræðunni lokinni var lesið upp skeyti til landsfundarina frá Gunnari Bjarnasyni, skóla- stjóra á Hólum, og var sam- þykkt að senda honum kveðju. Magnúsi Jónssyni þakkað Næst á dagskrá fundarins var greinargerð framkvæmdastjóra flokksins, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar. Hann hóf ræðu sína með því að drepa á, að hann hefði tekið við núverandi starfi sinu um síðustu áramót af Magnúsi Jónssyni, alþm. frá Mel, sem verið hefði fram- kvæmdastjóri flokksins síðan 1953. Fór Þorvaldur síðan miki- um viðurkenningarorðum um störf Magnúsar og kvað hann eiga æmar þakkir skyldar fyr- ir. Árnaði hann Magnúsi heilla í því nýja og ábyrgðarmikla starfi, sem hann nú gegndi. —• Tóku landsfundarfulltrúar und- ir þessi ummæli með kröftugu lófaklappi. Að svo búnu rakti Þorvaldur ýmsa þætti í flokksstarfinu að undanförnu og minntist mála, sem á döfinni væru og taka þyrfti til meðferðar í framtíð- inni. Hann lagði áherzlu á mik- ilvægi þess, að flokksmenn létu málefni flokksins til sín taka og stuðluðu með því að betri árangri allrar starfseminnar. Ekki flokkspólitík ein Undir lok ræðu sinnar komst Þorvaldur Garðar Kristjánsson m. a. svo að orði, að þótt hann hefði einkum vikið að flokks- starfinu, ýmsu því er miðaði að eflingu þess og aukningu, mætti þó enginn skilja orð sín svo, að allt í lífinu ætti að snúast um flokkspólitík. í því efni greindi Sjálfstæðismenn á við andstæðinga sina, sem haldnir væru hinu kommúnistíska hug- arfari, hvort sem þeir væru vist aðir með sósíalistum eða fram- sókn. Þeirra háttur væri að vega og meta flesta eða alla hluti á vogarskálum flokkshags- muna. Afstaða þeirra í flestum greinum mótaðist af því, hvað þeir teldu þjóna pólitískum hagsmunum þeirra — og rydd- ust í því skyni inn á flest svið í einkalífi manna jafnframt því að beita samtökum almennings flokkshagsmunum sínum til framdráttar, hvar sem þeir kæmu því við. Þeim væri ekk- ert svo heilagt eða mikilvægt, að ekki þjónaði undir hina þrengstu flokkshagsmuni. —• Allt mætti nota og misnota i þágu flokksins. Tilgangurinn helgaði meðalið. Þetta fyrirbæri væri kunnugt úr stjórnmálasög unni hvar og hvenær, sem stjómmálaflokkar væru haldnir ofstækiskenningum og túlkuðu og boðuðu stefna sína sem trú- arboðskap. Styrkur í baráttunni Ræðumaður kvað þetta sjón- armið framandi Sjálfstæðismönn um og andstætt þeirra lífs- skoðun. Þeir teldu fjölmargt ut- an við svið stjórnmálanna og margt, sem gæfi lífinu gildi annað en pólitík, þótt stjórn- málin væru vissulega þýðingar- mikil. Þau svið mannlegs lífs væru til, sem virða bæri þann- ig, að flokkabaráttan væri ekki inn á þau leidd. Slíkt væri einn- ig nauðsynlegt, til þess að hver og einn einstaklingur gæti lifað sínu eigin lífi. Það væri loka nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið I heild, svo að það fengi þróazt og staðizt til frambúðar. E£ flokksbaráttunni yrði haslaður þessi völlur, veikti það ekki flokkinn gagnvart andstæðing- unum, sem öll ráð notuðu j baráttunni, heldur þvert á móti. Það væri styrkleiki — en ekki veikleiki. — Þegar því er ógnað, sem gefur lífinu gildi, rennur okk- ur blóðið til skyldunnar, sagði ræðumaður. Því meiri, sem Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.