Morgunblaðið - 21.10.1961, Side 9

Morgunblaðið - 21.10.1961, Side 9
L.augardagur 21. okt. 1961 M O R G V /V B 1- 4 Ð I O 9 B • * J? m_ djupTryst Kormákur Bragason: djúpfryst ljóð. 47 bls. Vestmanmaeyjum 1961. KORMAKUR Bragason er maður nefndur og hefur gefið út tvær Ijóðabækur. önnur deili veit ég ekki á honum, nema hann lítur út fyrir að vera á bezta aldri, ef marka má af meðfylgjandi mynd. Fyrri bók hans, „Spíruskip (1960), hef ég ekki séð, en seinni ibókina, „djúpfryst ljóð“, hefur hann sent mér og 52 öðrum lönd- um sínum, sem hann telur sig eiga sérstakt erindi við. Bókin er Kormákur Bragason gefin út i aðeins 75 eintökum, og eru 12 þeirra handa bóka- söfnum, og svö eru 10 tölusett eintök, sem skáldið hefur senni- lega ráðstafað með einhverju — Raunvlsindi Framh. af bls. 3. menn, en gallinn á þeim' er sá, að þekking þeirra á sjávarútvegs xnálum er mjög takmörkuð, og yfirleitt eru þeir mjög svartsýn- ir á getu og framtíð sjávarút- vegsins. Þótt athafnafrelsi eigi að heita í landinu, eru möguleikar á inn- flutningi fiskiskipa og búnaði þeirra takmarkaðir harkalega. Innflutningur bifreiða er frjáls, en bankakerfið setur miklar höml ur á innflutning skipa. Þess er krafist, að menn útvegi 7 ára lán við kaup á skipum erlendis frá, en lánsmöguleikar við kaup á bátum byggðum hér- lendis eru sízt betri. Tæki og útbúnaður til báta eru dýr, og útvegun lánsfjár innan- lands mjög erfið. Þröngar skorður eru settar er- lendum lántökum, og allt gerir þetta að verkum, að frelsi til endurnýjunar Og umbóta á fiski- flotanum eru takmarkaðri en telj ast má verjandi hjá þjóð, sem byggir afkomu sína á fiskveiðum. Reykjavík, 15. Okt. 1961 Finnbogi Guðmundsson frumlegra móti en að framan grtmir. Og snúum okkur þá að efni bókarinnar. Er þar skemmst af að segja, að Kormákur hefur tileink- að sér einkar skemmtilegan tón, þegar hann er ekki að bauka við stælingar á öðrum ljóðskáld- um. Nokkur ljóðanna bera hvim- leioan keim af yrkingarmáta Jóns Oskars og fer það þeim bölvan- lega, t. d. í ,,haustljóð“, „'nótt þín“ „ljóðið sem dó“. Önnur minna dá- lítið á „götuljóð" Matthíasar Jo- hannessens, t.d. „síhlæjandi æska“, „óður til götunnar" og „ljóð“ (bls. 45). Þá er ekki frítt við að greina megi skugga Jón- asar Svafárs bak við ljóð eins og „þjóðhátíðarljóð" og „ljóð“ (bls. 37). Það sem gerir þessa bók læsi- lega og með köflum þó nokkuð skemmtilega er tónninn í henni. Hann er kæringarlaus, léttur, ein- faldur og líka stundum barna- legur. Höfundurinn gerir auðsæi- lega markvissa tilraun til að losa sig við allan hátíðleik og upp- þembing. Hann rabbar blátt áfram og af næstum barnslegri einlægni við lesandann um hugð- arefni sín, sem að vísu eru ekki alltaf sérstaklega rismikil, um það sem honum finnst mikilsvert, hégómalegt, hlægilegt, alvarlegt, ískyggilegt eða sárgrætilegt. Stundum er hann sárgramur og bregður líka fyrir sig vandlæt- ingu. Stíll ljóðanna er mjög losara- legur, eins konar léttur rabbstíll, þar sem lítt er hugað að hrynj- andi eða byggingu yfirleitt. Orð- in streyma bara fram meira eða minna óhamin, og verða oft helzti létt í sér. Stundum er þeim rað- að í mislangar ljóðlínur, en öðr- um stundum koma þau í belg og biðu. Margt í bókinni er hressilegt, af því það er svo blessunarlega laust við hátíðleik eða hefðbund- inn „skáldlegan" hugsunarhátt, t. d. „ljóð um amstur lífsins*. Það er svona: Þegar heiður himinn færist yfir líf mitt og inn í líf mitt þegar ég finn að ég er bara góður strákur eitthvað sem lcviknaði á fyrrihluta tuttug- ustu aldar og slokknar innan tíðar þá gleðst ég yfir hlut- skipti mínu að eiga stóran djúpan stól og nóg að borða og drekka og eiga í vændum svefn og áhyggjuleysi út af axasköftum komandi kyn- sióða ekki þarf ég að naga mig í handabökin út af því að hafa æst konu mína upp í pólitík svo hún feingi maga- sár af föðurlandsást eða sent börn mín út á strætin til að selja happdrættismiða til framgángs réttlætinu . þegar heiður himinn færist yfir líf rnitt finn ég hinn stóra til- gáng í amstri lífsins í gleð- innií öllu nema myrkri lífsins Margt í bókinni er í svipuðum dúr, en þár er slegið á fleiri strengi. Skáldið er sér líka með- vitandi um hin stóru vandamál heimsins eins og kemur fram í ijóðinu „offjölgun mannkynsins“: eins og flóðbylgja rís fyrir augum okkar og eyrum offjölgun mannkynsins eins og nótt um miðjan dag vóknum til einnar hugsunar við sem höfum byggt hús yfir höfuð okkar til fimmhundruð ára Þá bryddir víða á vandlætingu og jafnvel baráttu, t.d. í ljóðun- um „hví skyldum vér dá“, „til hinna súru góðskálda", „tauga- veiklaðar hendur“ og „þegar hinir undirokuðu hrista af sér hlekkina", sem er langt ljóð og dálítið sundurlaust, ort í anda spámanna Gamla testamentis. Annars virðist kaldhæðnin og hálfkæringurinn láta Kormáki bezt. Dæmi um það eru ljóðin ,,puff“, „frelsisljóð", „tvö skáld og einn búfræðikandídat“, „talað út í nóttina“, „riddarakross með stjörnu" og „þeir hlóu í kína“. Síðasta ljóðið er svona: þegar frægasti maður á fellsströnd dó þá flögguðu þeir á skarðsströnd en þegar frægasti maður á íslandi dó þá hlóu þeir í kína því þeir vissu ekki að þetta land var til Eitt ljóðanna er eins konar barnagæla í anda súrrealismans eða dadaismans, ég veit ekki hvort heldur er. Það er kallað „vögguljóð til íslands", kostuleg smíð, en ekki laus við kímni. önnur ljóð í bókinni eru meira og minna misheppnuð, nema helzt „barn sem deyr“, en þar kemur fram tær og sár söknuður skáldsins yfir látnu barni. Þó skemmir samlíkingin við perluna ljóðið í heild, því mér vitanlega deyja perlur ekki. Að öllu samanlögðu er þessi ljóðabók á ýmsan hátt nýstárleg, þó hún sé mjög misgóð og víða fljótfærnislega unnin. Heiti henn- ar virðist ekki vera í neinu sam- hengi við efnið, nema höfundur- inn ætlist til þess að „frystingin" forði ljóðunum frá gleymsku eða glötun. Hann mundi vera einn um þá trú. Prófarkalestur á bók- inni er afleitur. Sigurður A. Magnússou 99 CONTINENTAL“ Þetta er nýjasta sófasettið frá Skeifunni sem nú er komið á markaðinn. Settið er eins og myndin sýnir í hinum nýja stíl sem allstaðar hefur rutt sér til rúms síðustu mánuðina. Continental settið er unnið úr fyrsta flokks efni og af vandvirkum fag- mönnum. LÍTIÐ í MÁLARAGLUGGANN.Verð með 4ra sæta sófa aðeins kr. 14.850.— — 99 mismunandi litir af áklæðum. ÍSKEIFAN^ Kjörgarði, Laugavegi 57 Sími 16975 Skólavörðustíg 10. Sími 15474 Þiljuvöllum 14, Neskaupstað Akureyri, Húsgagnav. Einir. BÁTAEIGENDUR Ef yður vantar góða dieselvél í bátinn, þá getum vér boðið yður BOLINDER MUNKTELL í eftirtöldum stærðum: 11,5 hö 1 cyl 23 hö 2 cyl 46 hö 4 cyl 51,5 hö 3 cyl 68-5 hö 4 cyl BOI.INDER MUNKTELL-diesel er vélin sem vandlátir velja vegna þess að hún er bæði traust og sparneytin og er búin öllum nýj- ungum sem gera rekstur bátsins hagkvæmari og ódýrari. Leitið upplýsinga hjá umbóðinu sem veitir yðpr fullkomna að- stoð við val á skrúfustærð og aðra tæknilega þjónustu. Einkaumboð: * Gunnar Asgeársson h.f. Suðurlandsbraut 16. Reykjavík - Sími 35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.