Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Hinar ljúffen£U fást nú allstaðar Verðið mjöfi: lágt aðeins 25 krónur kílóið Ljós og litir í iðnaði Framkvœmdastjóri norska Ijóstœkni- félagsins hélt fyrirlestur hér HINN 19. september s.l. hélt Ljóstæknifélag Islands árlegan ihaustfund sinn og var sérstak- lega til hans vandað. Félagið ihafði fengið hingað norskan sér- frseðing, Rolf Aspestrand, yfir- verkfræðing, og flutti hann að- alerindi fundarins, er hann nefndi „Ljós og litir í iðnaði“ Rolf Aspestrand flytur erindi sitt á haustfundi Ljóítækni- teiagsms. X,,Lys og farver í industrien"). Aspestrand er framkvæmda- stjóri norska ljóstæknifélagsins, „Selskapet for Lyskultur". Fundinn sóttu 50—60 menn og þótti mönnum erindi hins norska fyrirlesara mjög fróðlegt. Auk erindis sýndi Aspestrand allmik- ið af litskuggamyndum og tvær kvikmyndir. Fyrirlesarinn ræddi um fyrirkomulag lýsingar í iðn- aðarbyggingum svo og um lita- val, en náið samband er á milli Ijóss og lita, enda er litfræði raunar aðeins grein úr hinni víð tæku grein, sem ljósfræði og Qjóstækni er. Mörg athyglisverð dæmi sýndi hann um fyrirkomu Jag lampa og mikilvægi vand- legrar skipulagningar á lýsing- arkerfum í iðnaðar- og verk- smiðjuhúsum, eins og reyndar á öllum stöðum, þar sem vinna fer fram. ★ Auk hins norska érindis flutti formaður Ljóstætknifélagsins, Steingrímur Jónsson. fyrrver- andi rafmagnsstjóri, ávarpsorð og Aðalsteinn Guðjohnsen, verk fræðingur flutti fréttir af nor- rænu ljóstækniþingi, sem haldið var í Abo í Finnlandi nú í haust. Þar fluttu augnlæknar, arkitekt- ar og verkfræðingar ýmis erindi og urðu miklar umræður um þau. Einkum var mikið rætt um sænskt erindi um nýja birtu- itöflu, sem sett hefur verið fram í Svíþjóð. Er þar mælt með all- iniklu meiri lýsingu á vinnu- fleti (birtu) á ýmsum vinnustöð- um, en gert var í eldri birtutöfl- um, og kom fram tillaga um að Norðurlöndin öll sameinist um plíka töflu. Enska Ijóstæknifélagið hefur nýlega gefið út reglur um lýs- ingu í byggingum, sem um margt eru athyglisverðar. Bæði er þar úm verulega hækkun á birtu að ræða og auk þess fylgja birtu- töflunum tölur sem gefa til Ikynna mestu leyfilegu „ofbirtú* frá lömpum á hverjum vinnu- stað. Birtu og „ofbirtu“-tölu verður að sjálfsögðu að reikna út áður en lýsingakerfið er sett upp. Þingfulltrúar í Finnlandi Ihöfðu mikinn áhuga á að halda næsta þing í Reykjavík, en þing þessi eru haldin fjórða hvert ár. Ljóstæknifélag Islands athugar nú möguleika á því. ★ Haustfundi Ljóstæknifélags Is lands laúk með því að fundar- menn skoðuðu Rafha í Hafnar- firði og lampasýningu Elektro- ekandia að Freyjugötu 27. Síðan var sameiginlegur kvöldverður í Leikhúskjallaranum og var hinn norski fyrirlesari þar heið- ursgestur. Nokkrum fulltrúúm frá Félagi ísienzkra iðnrekenda og Iðnaij- armálastofnun Islands var sér- staklega boðið að taka þátt í fundi þassum, enda var hann helgaður iðnaðarlýsingu. ★ Ljóstæknifélag Islands er að hefja vetranstarfið og verður starfsemi félagsins nú efld mjög. Félagið hefur opnað skrifstofu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og verður hún fyrst um sinn op- in kl. 11—12 f. h. alla virka daga, en á öðrum tímum eftir sam- komulagi. Þar verða veittar upp lýsingar og leiðbeiningar um ijós og lýsingu, innan húss og utan. Má þar nefna lýsingu í ‘heimilum veitingahúsum Skrifstofum skólum verkstæðum verksmiðjum verzlunum sjúkrahúsum kirkjum. Félagið á ýmis ljósmælitæki og gerir athuganir á lýsingu á ýmsum stöðu meftir beiðni. Síð- an er gerð skýrsla um athugan- irnar og jafnframt tillögur til úrbóta, ef óskað er. Ljóstæknifélagið hvetur bæði almenning og forráðamenn í byggingarmálum til að notfæra sér leiðbeiningastarfsemi félags- ins. Félagið er að sjálfsögðu al- gerlega hlutlaus aðili, takmark þess er að veita hlutlausa fræðslu um allt er ljóstækni varðar. Það fvlgist með öllum helztu nýj- ungum í lýsingartækni og á í fórum sínum öll helztu tímarit um lýsingu, ennfremur margar bækur um lýsingartsekni og skyldar greinar. Símasamband við skrifstofu Ljóstæknisfélagsins má fá um skiptiborð Rafmagnsveitu Reykjavíkur (sími 18222) á skrifstofutíma félagsins kl. 11— 12 f. h. hvern virkan dag. Fréttatilkynning frá Lj óstæKnjfeiagi isiands. DÖMUR Niðursett verð á höttum. Efni: Harfyllt og velour. Komið og gerið góð kaup. HJÁ BÁRU, Austurstræti 14 Stúlka óskast helzt ekki yngri en 20 ára, gott kaup, góð vinnuskilyrði. MATSTOFA AUSTURBÆJAR Laugavegi 116 — Sími 10312 OCTAVIA - SIJPER, 47 ho. Getum afgreitt strax fáeina bíla af þessari kraftmiklu gerð með h.h.-stýri í dökk- og ljósbláum. grænum og dumbrauðum litum á aðeins — KR: 102,350,00 sem er sérlega hagstætt tækifærisyerð. Munið, að Skoda Octavia-Super er kjörin bif- reið fyrir íslenzkar aðstæður. Tékkneska bifreiðaumboðið h.f. Laugavegi 176 — Sími 37881 Iðnfyrirfœki til sölu Iðnfyrirtæki, sem starfar með 6 manns er til'sölu. Til greina koma skipti á íbúð. Þeir, sem hafa áhuga á að eignast gott og öruggt smáfyrirtæki, leggi nöfn sín með sima inn á afgr. Mbl. fyrir miðviku- dag 25. þ.m. merkt: „X—7169“. IÐNFYRIRTÆKI Iðnfyrirtæki hér í bænum er til sölu. Eignarhús- næði getur fylgt með í kaupunum. Tilboð merkt: „Hagkvæmt — 7091“, sendist afgr. Mbl. fyrir 30. okt. íbúð til sölu 3ja herb. íbúð við Holtsgötu í Hafnarfirði er til sölu nú þegar. — Mjög hagkvæmir skilmálar. Upplýsingar gefur: JÓN N. SIGURÐSSON, hrl. Laugavegi 10, Reykjavík. íbúðir í smíðum -lló—7.2? ——I Stofa Stofa (íldhú ^Ti Svefnherb , Svefr.herb I ^ Svefnherb. 65 285' ?.Z< ' ■ UW Ba 3 Svefnherb. i&r* ii£l30-j—T_9g.--4_198 —4-130-i--l9<S —^-1304-96- Nokkrar íbúðir af þessari gerð eru til sölu að Álfta- mýri 10. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk. 50 þús. kr. lán til 5 ára fylgir. — Upplýsingar veittar hjá Hauki Péturssyni, sími 35070 og 38016.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.