Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIh Laugardagur 21. okt. 1961 Útgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá VigUT. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla^ sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: 't.ðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MERK LANDSFUNDARRÆÐA Við setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins flutti varaformaður flokksins, Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, stórmerka ræðu, sem birtist hér í blað- inu í gær. Hann rakti þróun stjórnmála síðustu 2—3 árin, hóf máls á umræðum um kjördæmamálið, vék að vanda þeim, sem að hefði steðjað, þegar minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins sett- ist að völdum með stuðningi Sjáifstæðisflokksins og því erfiða hlutverki, sem Við- reisnarstjórnin hefði orðið að taka að sér að leysa. Þrátt fyrir óhöpp á síðasta ári hefði tekizt að reisa við fjárhag landsins, gjaldeyris- staðan hefði batnað, spari- fjáraukning orðið meiri en /íður og lífskjör ekki rýrn- ;»ð, eins og ráð hefði verið Eyrir gert. Stjórnarandstæðingar hefðu gert tilraun til að eyðileggja með víðtækum verkföllum þann árangur, sem náðst hefði. Af þeirri baráttu hefði síðan leitt gengislækkun. Ráðherrann vék að hinum miklu framtíðarverkefnum, sem traustur efnahagur hefði rennt stoðum undir, nýtingu orkulinda og nýja útflutn- ingsatvinnuvegi. Hann minnt ist á framkvæmdaáætlunina og ræddi um úrbætur, sem þyrfti að gera á réttarskip- uninni með vaxandi fólks- fjölda. Þessu næst vék Bjarni Benediktsson að vömum landsins og nauðsyn þess, að sérhvert ríki, sem sjálfstætt vildi vera, legði eitthvað fram til tryggingar sjálf- stæði sínu. Hann benti á þann margvíslega ávinning, sem við höfum haft af al- þjóðlegu samstarfi. Þannig mundi handritamálinu lítt hafa þokað, ef við hefðum ekki tekið þátt í norrænni samvinnu. Innan Atlants- hafsbandalagsins hefði verið lagður grundvöllur að sigri okkar í landhelgismálinu o. s. frv. Óhjákvæmilegt er fyrir sérhvern þann, sem fylgjast vill með íslenzkum stjórn- málum, hvort heldur hann er Sjálfstæðismaður eða ekki, að kynna sér rækilega ræðu forsætisráðherra. Þar er að finna fyllstu upplýsingar, sem í stuttu máli er hægt að fá um þróun stjórnmála síð- ustu árin og skýringar á því, hvernig hin mismunandi þjóðfélagsöfl hafi haft áhrif á þróunina. Jafnframt bend- ir Bjarni Benediktsson á margar nýjar hugmyndir til úrbóta í íslenzku þjóðlífi og dregur upp mynd af fram- tíðarverkefnum íslendinga. FIMM ÁRA FRAMKVÆMDA- ÁÆTLUN Fins og kimnugt er, vinna nú norskir sérfræðingar að gerð fimm ára fram- kvæmdaáætlunar á vegum ríkisins og vék Bjami Bene- diktsson, forsætisráðherra, að starfi þeirra í Landsfundar- ræðu sinni. Ráðherrann gat þess, að efni áætlunarinnar væri þrí- þætt, í fyrsta lagi að samið yrði almennt yfirlit um þjóðarbúskapinn og væntan- lega þróun hans næstu fimm árin. Þessu yfirliti væri ætl- að að sýna hvaða fjármun- um mætti gera ráð fyrir að þjóðin mundi ráða yfir, og á grundvelli þess væri hægt að ákveða hve miklar fram- kvæmdir hægt væri að ráð- ast í. í öðru lagi á að reyna að semja heilsteyptar áætl- anir um opinberar fram- kvæmdir á tímabilinu, svo að þær verði sem mestar og hagkvæmastar, og í þriðja lagi verði gerð áætlun um þróun atvinnuveganna. Þar ráða aftur á móti einstakl- ingar og félög mestu um framkvæmdir og sú áætlun getur því ekki orðið nema almennur rammi. Síðan sagði ráðherrann orðrétt: „Markmið þessarar fram- kvæmdaáætlunar er ekki að skipuleggja allt og alla eða hneppa menn í fjötra áætl- unarbúskapar. — Tilgangur hennar er tvíþættur, annars vegar að koma fastri skipan á framkvæmdir ríkisins og annarra opinberra aðila og marka stefnu ríkisins í at- vinnumálum, en hins vegar að sýna einstaklingum og samtökum landsmanna, hverju þjóðin getur áorkað, er hún sameinar krafta sína til skipulegrar og frjálsrar uppbyggingar á efnahags- kerfi landsins". FULLTRÚAR KOMNIR UM LANGAN VEG essi Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins mun vera hinn fjölmennasti, sem haldinn hefur verið, og hef- ur fjöldi fulltrúa komið um langan veg til þess að eiga Uppbyggingin í Austur-Berlín gengur seint, ef Stalinallé er undanskilin, sem er skrautgata borgarinnar. Víða eru opin svæði eins og þetta, sem sést hér á myndinni. Það er skammt frá Stalinallé. EKKI fyrir alls löngu varð einstætt hneyksli í Norsku óperunni í Oslóarborg. Banda ríska tenórsöngvaranum Eddy Ruhl var vikið frá óperunni, vegna þess að hann vildi ekki deila búningsherbergi með samlanda sínum, negrasöngv- aranum Charles Holland. Einn ig þótti framkomu hans við aðra söngvara óperunnar á- bótavant og næsta óþolandi. Það var óperusöngkonan Kari Frisell, sem tók á sig rögg og krafðist þess að Eddy sem var vikið úr óperunni vegna hneykslanlegrar hegðunar sinnar. Allra athygli og samúð belnrdist að negrasðngvaranum Charles Holland, sem óviljandi varð miðdepili hneykslisins. Meðfylgj- andi mynd er tekin af honum og söngleikhússtjóranum Griiner- Hegge í fjöriegum samræðum á einni æfingunni. í norsku óperunni Ruhl yrði rekinn, ella tæki hún saman pjönkur sínar. Aðr ir söngvarar óperunnar fylgdu henní að málum, svo og söng- leikhússtjórinn Odd Grúner- Hegge sem vék hinum hroka- fulla söngvara frá óperunni. Þessi átök áttu sér stað, þegar söngleikhúsið var að æfa óperuna „Faust“ eftir Gounod. Eddy Ruhl átti að syngja Faust við frumsýning- una en Charles Holland tók við hlutverki hans og leysti það af hendi með miklum sóma. þess kost að hitta að máli skoðanabræður, hafa áhrif á stefnu Sj álf stæðisf lokksins og kynna sér annarra sjónar- mið. Þetta áhugasama fólk, kon. ur og karlar, á vissulega skil ið miklar þakkir fyrir þá fórnfýsi að leggja á sig erf- ið og kostnaðarsöm ferða- lög til þess að styrkja Sjálf- stæðisflokkinn og vinna þjóð sinni það gagn, sem mest má verða. Afhenti trúnaðar- bréf HINN 17. október s.l. afhenti Pétur J. Thorsteinsson forseta Júgóslavíu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Júgóslavíu með búsetu í Bonn. (Frá utanríkisráðuneytinu). Sérstaklega skipaðir fulltrúar allra NATO-ríkjanna koma saman í París til þess að undir- búa þingmannaráðstefnu NATO- ríkjanna, sem hefst þar hinn 13. nóvember. Stærsti selfangari Norðmanna AKUREYRI, 19. okt. — Nýlega kom til Akureyrar stærsti sel- fangari Norðmanna. Hann er um það bil 600 tonn og heitir Polar- hav. Skip þetta er svo til nýttr og eru lestar þess útbúnar mjög f ull komnum frystitækjum. Polar- hav er notað mil'li vertíða til flutninga á ýmsum vamingi, sen> þarf að frysta. Til íslamds kom skipið að sækja dilkakjöt og flytja það til Lorndon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.