Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. okt. 1961 MORGU'NBLAÐIÐ 13 lóflegir sknttar otvinnullfs- ins hngsmunnmál fólksins RæSa Gunnars Thoroddsens fjármálaráðherra á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, flytur ræðu sína. SA MAÐUR, sem fyrir tveim, ár- um vildi kaupa vöru frá útlönd- um, þurfti að ganga í gegnuim mikið völundarhús og margvís- legar þrengingar. Hann þurfti að sjálfsögðu í fyrsta lagi að skrifa lumsókn um innflutnings- og Igjaldeyrisleyfi; það mun nú í faestuim tilfellum hafa dugað, heldur þurfti hann líka að ná við tali við fjóra forstjóra Innflutn ingskrifstofunnar og kannsiki ein ihverja starfsmenn, suma e.t.v. oftar en einu sinni, jafnvel standa S biðröð tímum saman, dag eftir idag. Ef hann var svo heppinn að fá leyfi, þurfti hann að snúa sér til banika og sækja um gjald- eyri; það gat orðið ný Kanossa iganga og tekið sinn tíma, umssekj andinn orðið að bíða lengi og þurft að tala við marga menn. Ef þetta gekfc nú allt saman vel að lokum og hann fékk inn- flutningsleyfi og gjaldeyri og var an kom til landsins, þá komu itollarnir til sögunnar. Það voru ekki fáar tegundir aðflutnings- gjalda, sem þurfti að greiða af vörunum. í fyrsta lagi vörumagns toll, í öðru lagi sérstakan viðauka við vörumagnstollinn, í þriðja lagi verðtoll, í fjórða lagi sérstafc an viðaufca við verðtollinn, í fimmta lagi innflutningssöluskatt i sjötta lagi innflutningsgjald, sem var með þrem mismunandi hundraðshlutum, í sjöunda lagi tollstöðvargjald, áttunda lagi byggingarsjóðsgjald, níunda lagi matvælaeftirlitsgjald, ef um mat væli var að ræða, eða rafmagns eftirlitsgjald, þegar um rafmagns vörur var að ræða. Og svo þurfti hann að sjálfsögðu að borga yfir íærslugjald. Ekki ein báran stök. En málið var þyngra i vöfum en svo, að reikna mætti út allar þessar tíu tegundir gjalda í einu lagi. Gjöldin voru reifcnuð af margvíslegum, mismunandi grunni. Eitt gjaldið var reiknað af magni vörunnar, annað af verði hennar, þegar hún kom til landsins, þ.e. cif-verð, þriðja var miðað við cif-verð að viðbættum vissum tollum og 10% álagningu, fjórða var reiknað af cif-verði að viðbættum tollum, söluskatti, innflutningsgjaldi og 10% álagn- ingu, fimmta var miðað við upp- hæð vörumagnstolls og verðtolls með viðaukum. Voru þessir grunnar a.m.k. sjö fyrir skömmu. Allir hljóta að sjá, hvílík skrif finnska og sóim á vinnuafli og tíma hefur verið fólgin í öllu þessu, innflutnings- og gjaldeyr isleyfa og tollafcerfi. 1 1 tíð núverandi stjórnar hefur tekizt að kippa í lag hinum fyrra jþætti með því að afnema Innflutn ingsskrifstofuna og gefa verzlun ina frjálsa. Nú eru menn að veru Jegu leyti lausir við þessa skrif- finnsku og tímatafir, sem bakaði hinu opinbera, innflytjendum og öllum almenningi óhagræði og aufcakostnað. Tollafrumvarp fyrir næsta þing. Enn er ekki búið að kippa í lag síðara þættinum, en það er tolla flækjan. En eitt af fyrstu verk um stjórnarinnar var það að setja allt tollakerfið í endurskoð un. Með öðrum þjóðum hefur það tekið 5—10 ár að endurskoða tolla kerfið allt. Hér hafa unni að þessu verki hinir færustu em- bættismenn og sérfræðingar í tæp tvö ár og er löigð öll á- herzla á að hraða endurskoðun tollskrárinnar. Ég geri ekfci ráð fyrir, að unnt verið fyrr en næsta haust að leggja það frumvarp fyr ir AlþingL Það sem að er stefnt með end- urskoðun tollskrárinnar, er í fyrsta lagi að gera allt tollakerfið og framkvæmd þess ódýrara og einfaldara í sniðum. Það er að því stefnt, að sameina alla þessa tolla og aðflutningsgjöld í þeim mörgu myndum, sem ég nefndi, í einn verðtoll. Ef til vill þarf einn ig að hafa, eins og löngum hefur verið, vörumagnstoll að ein- hverju leyti. í öðru lagi er að því stefnt að losna við þessa mis- munandi grunna, sem af er reikn að, þannig að einn tollur verði reiknaðuf af einum og sama grunni.. Hæstu gjöld — nema austan tjalds. í annan stað er það verkefni að lækka tollana. Eg ætla, að það sé ekki ofmælt, að aðflutnings- gjöldin á Islandi séu hærri en þekkist annars staðar á Vestur löndum. Nýlega var reiknað út, hvað aðflutningsgjöldin yrðu hæst á tollhæstu vörum og reyndust það vera 311%. Við lönd in austan járntjalds er í raun og veru enginn samanburður mögu legur. Þar eru tollar og söluskatt ar mjög notaðir. Það var reiknað út fyrir tveim árum, hvað Sovét ríkin legðu mikið á íslenzku síld ina, sem seld er þangað. Niður staða varð sú að á síldina mundi vera lagt eitthvað milli 1900 og 2000%. Það hefur ekfci fengizt sundurliðun á því, hvað kallað er álagning, hvað tollur, hvað söluskattur, en þessi er nú mun urinn á því verði sem við fáum fyrir síldina, og því sem hinir hamingjusömu Sovétborgarar eru látnir greiða. Hinir háu tollar á Islandi hafa margvíslegar afleiðingar. i fyrsta lagi valda þeir óeðlilega háu verði á mörgum vörum. Í öðru lagi gera þeir rífcissjóð alltof háð an aðflutningsgjöldum, þar sem þau nema nú töluvert meiru en helmingi allra ríkisteknanna. Þetta hefur komið greinilega í Ijós í sambandi við framkvæmd efnahagsaðgerðanna. Þegar í þær var ráðizt í fyrra, til þess að jafna gjaldeyrishallann við út- lönd og draga úr innflutningi, hlaut það auðvitað að bitna á rifc issjóði í minnkandi tolltefcjum. Um leið og ríkisstjórnin stefndi að því að draga úr innflutningi, til þess að jcifna þann halla, sem verið hafði í mörg ár á viðskipt unum við útlönd, þá var um leið verið að minnfca tekjur ríkis- sjóðs og skapa honum örðugleifca. Þetta var ofcfcur ljóst, en hjá þessu varð hinsvegar ekfci kom- izt, vegna þess að undirstaðan undir allri viðreisninni var auð- vitað að koma á jöfnuði gagn- vart útlöndum. Eg ætla að íslenzfci ríkissjóður inn sé miklu háðari aðflutnings- gjöldum heldur en tíðkanlegt er annars staðar, þar sém tollar eru yfirleitt lágir á Vesturlöndum og ekki nema lítill hluti ríkistekn- anna. i þriðja Iagi eru þessir háu tollar til mifcils trafala, ef islendingar vilja gerast aðiljar að viðsfcipta- bandalagi í Evrópu. I f jórða lagi eru þessir tollar ein meginorsöfc að þeim tollsvikum og smygli, sem hér hefur átt sér stað í stór urn stíl, þó að hið rammfalska gengi og gjaldeyrismismunun undanfarinna ára hafi valdið þar miklu um. Þegar hin nýja tollskrá verður lögð fram, þá dettur engum manni í hug að hafa í henni svo svimandi háar tölur, sem ég nefndi, þar sem tollarnir komast upp í 311%. Eg geng út frá því, að á engri vöru verði tollur yfir 200%, og helzt þarf hámarkið að vera talsvert undir þeirri tölu. Vitanlega þarf að hafa vakandi auga á hagsmunum hins íslenzka iðnaðar. Bkki svo að skilja, að rétt sé að hafa hér tollvernd í stórum stíl fyrir íslenzkan iðnað. En í sambandi við iðnaðinn verð ur að sýna fulla sanngirni og taka eðlilegt tillit til samkeppni hinna íslenzku iðnaðarvara við erlend ar vörur. Þess þarf að gæta, að íslenzkur iðnaður fái nægilegan fyrirvara eða aðlögunartímabil, þegar hin nýja tollskrá gengur í igildi. Á dögum v-stjórnarinnar dafnaði smyglið. Eitt af þeim vandamálum, sem íslenzka þjóðin á nú við að glíma er smyglið, Þótt smygl hafi vafa .laust alltaf átt sér stað, telja flest ir að keyrt hafi um þverbak eftir jólagjöf v-stjórnarinnar 1956. Þá var lagt mjög hátt innflutn- ingsgjald á ýmsar vörur, og skipti þá svo um, að stórlega dró úr hinum löglega innflutningi þeirra. Það er erfitt að ráða við tollsvik og smygl hér eins og annars staðar, það er einnig erf itt að reifcna út, hve miklu kunni að vera smyglað af hverri vöru tegund. Þó má draga nokkrar ályktanir, bæði af innflutnings- skýrslum og áætlunum kunnugra manna. Síðan í fyrra hefur ver ið unnið að því að reyna að fá nokkra hugmynd um, hversu víð tækt þetta mál væri. Talið er til dæmis, að smygl á nælonsokkum sé það mifcið, að tekjutap rikis- sjóðs af því sé a.m.fc. 10 millj. á ári. Varðandi smygl á ytra fatn aði telja kunnugir menn að tefcju tap rífcissjóðs sé a.m.fc. 20 millj kr. á ári. Þessar tvær tölur, sem vel má vera að séu of lágar, gefa nokkra hugmynd um það vanda- mál, sem hér er við að glíma. Nú er ákveðið að ráðast til at lögu við smyglið, og gera það með tvennum hætti. Annars vegar að lækka aðflutningsgjöld á ýmsum vörum, sem smyglað er í stórum stíl og erfitt að koma í veg fyrir. Hinsvegar verður að herða á toU skoðun og tolleftirliti í landinu. Ef lækkun tollá hefur þau áhrif, að töluvert af þessum varn ingi fcemst inn á löglegar braut ir, mundi ríkissjóður væntanlega efcki missa í af tekjum, jafnvel hið gágnstæða. Margar .vörur mundu lækka í verði, almenn- ingi til hagsbóta. Ein stétt manna missir spón úr aski sínum, en það eru smyglarar og aðrir ó- þarfa milliliðir. i næsta mánuði muiþ ríkis- stjórnin leggja fyrir Alþingi til- lögur um þessi efni. Tollar og aðflutningsgjöld eru megin tekjulind ríkissjóðs og hafa mikil áhrif á vöruverð og þar með á lífskjör fólicsins 1 landinu. Víða hefur það verkefni tefcið langan tíma að koma nýrri skip an á tollamála. En það er í þessu efni eins og öðrum með okfcur ís lendinga, að okkur liggur svo milkið á, við þurfum að gera alla hluti á mifclu skemmri tíma en aðrir. Þess vegna viljum við ekki ætla okkur meira en 2—3 ár í þetta verfc. Skattar hafa íþyngt einstakl- ingum og fyrirtækjum. „ Það er auðvitað öllum Ijóst, að það ástand í Skatta- og útsvars málum, sem hér hafði ríkt um langan aldur, var ekki aðeins ó- viðunandi, heldur hættulegt fyr ir alla velmegun og lífskjör þess arar þjóðar. Þetta skattaástand hefur verið til niðurdreps fyrir atvinnureksturinn, meinað at- vinnufyrirtækjum að endurnýja sig, efla og auka starfsemi sína og afköst. Og í fjölda tilfella hafa þessir skattar dregið úr fram- taki og orku einstaklinganna. Þess eru mörg dæmi, sem við þekkjum með sanni. Þess eru dæmi, að þegar sjómenn hafa verið.orðnir alltekjuháir, Og ósk að var eftir eiginkonum þeirra til vinnu í frystihúsum, hafa menn þeirra amast við því, vegna þess að skatturinn tæki kúfinn af tekjunum. Þannig hefur skattafarganið ekfci aðeins verið til óþurftar fyr ir atvinnuvegina, heldur í mörg um tilfellum dregið úr dugnaði og vinnusemi einstafclinganna. En aufc þessa hefur skattaáþján in haft þau áhrif, að skattsvik hafa verið orðin almennari á Is landi heldur en í nágrannalönd- um okfcar. i rauninni var svo kom ið, að þorri manna taldi það eðlilegt og réttlætanlegt að draga undan skatti það sem mögulegt var. Þetta skapaði svo^aftur hið mesta misrétti og ranglæti. Þeir þjóðfélagsborgarar, fyrst og fremst launamenn í opinberri þjónustu, sem urðu að telja fram allar tekjur sínar, töldu Oft með réttu, að skattar þeirra væru í hinu argasta ósamræmi við skatta nágrannans, sem hafði hag rætt sinu framtali betur. Það er Orðið þjóðfélagsvandamál, þjóð- félagsböl, þegar það er kocmið inn í almenningsálitið, að sjálf sagt sé að draga undan eins .og frekast er fært. Varðandi bæjar- og sveitarfé- lögin vaf ástandið þannig, að þau höfðu aðeins einn tekjustofn, sem nokkru skipti, þ. e. útsvörin. Yfir 90% af tekjum þeirra, urðu þau að ná inn með útsvörum. Um leið og bæjar- og sveitarfé- lögum var meinað ár eftir ár að fá nýja tekjustofna, var hrúgað á þau nýjum útgjöldum með nýjum lögum. Hvaða ráð höfðu þá sveitarfélögin? Ein af nauð- vörnum þeirra var sú að grípa til veltuútsvara, í æ ríkari mæli, til þess að ná inn nauð- synlegum tekjum, án þess að íþyngja hinum almenna borgara um of. Einnig urðu veltuútsvör- in í augum margra sveitarstjóma nauðvörn gegn ófullkomnum framtölum. Framsókn hótaði stjómarslitum. Bæjar- og sveitarfélög höfðu haldið uppi harðri baráttu fyrir því að fá lögfesta nýja tekju- stofna sér til handa. I heilan ára- tug höfðu þau háð þessa hildi. Eitt sinn fór svo á Alþingi, að krafa sveitarfélaganna um hlut- deild í söluskatti náði samþykki í neðri deild Alþingis. Þá gerð- ust þau tíðindi, að tveir Fram- sóknarráðherrar risu upp og lýstu því yfir, að stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðismenn væri slitið, ef sveitarfélögin fengju þennan nýja tekjustofn. Af því varð ekki þá, en baráttan hélt áfram. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við störfum, var það eitt verkefnið við endurskoðun skatta- og út- svarsmála að útvega sveitarfélög- unum nýjan tekjustofn. Frh. á bls. 17. Bjarni Bencdiktssou og Gunnar Thoroddsen í hópi ungra Sjálfstæðismaima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.