Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 14
34 MORCVNBLADIÐ Laugardagur 21. okt. 1961 Þorvaldur Guðmundsson fyrrv. kennari og hreppstjóri ÞANN 11. þ.m. andaðist á Sjúkra húsinu á Sauðárkroki særadar. i maðurinn Þorvaldur Guðmunds- | son kennari og áður hreppstjóri Sauðárkróks nærri 78 ára að aldri. Hann var fæddur að Hnausuom í Þingi þ. 13. október 1883. Sonur hjónanna Guðmundar Gíslasonar, vinnumanns þar og Guðbjargar Guðmundsdóttur. Þau hjón fluttu að Auðkúlu í Svínadal og ólst Þorvaldur og systur hans tvæ-r. j þar upp að miklu leyti. En á þeim tíma bjuggu á Auðkúlu, fheiðurshjónin sr. Stefán M. Jóns son og síðari kona hans Þóra Jóns dóttir. Þorvaldur stundaði nám í mörg haust og ýmsum fleiri trún aðarstörfum gegndi hann. Þau hjónin Þorvaldur og Salóme eignuðust fjögur böm sém öll eru hið mætasta fólk og fullorðin fyrir löngu. Þau eru: 1. Svafar Dalmann bifreiðar- stjóri í Reykjavík, kvæntur Dag- rúnu Halldórsdóttur. 2. Þorvaldur kaupmaður á Sauðárkróki. kvæntur Huldu Jónsdóttur. 3. Ingibjörg. gift Borge Hill- ert mjólkurfræðingi á Selfossi. 4. Guðbjörg, gift Erlendi Þórðarsyni bifreiðarstjóra í Reykj avík. Flensborgarskóla og tók þaðan gagnfræðapróf og síðan kenn- arapróf vorið 1904. Var hann kennari í Svínavatns hreppi næstu vetur og átti heimili fyrst á Auðkúlu, síðan í Tungu- nesi og á Ytrilöngumýri. Stund- aði hann þá venjulega sveita- störf þegar skólatíminn stóð ekki ‘ þ. e. heyvinnu, jarðræktarstörf og fénaðarhirðingu. Hann kvæntist 10. maí 1909 systur minni Salóme Pálmadótt- ur á Ytrilöngumýri. ágætri konu. Þau hófu búskap í Þverárdal 1910 og bjuggu þar eitt ár. en síðan á Mörk í Bólsrtaðarhlíðar- hreppi á árunum 1911—1915. Þá fluttu þau til Sauðárkróks og tóku að sér stjórn sjúkrahússins á staðnum er þau höfðu á hendi til 1920. JafmfranP gerðist Þor- valdur kennari við barna og unglingaskóla kaupstaðarins. A árunum 1920—1930 bjuggu þau svo á Brennigerði í Skarðshrepp. En fluttu 1930 til Sauðárkróks og áttu þar sitt heimili til dauða- dags. Salóme andaðist 21. apríl 1957. Þorvaldur var allan þennan tima kennari við barna og ung- lingaskóla kaupstaðarins , oftast báða. Auk þess gegndi hann ýms um öðrum trúnaðarstörfum. Var hreppstjóri í 14 ár og verkstjóri við Sláturhús Skagfirðinga Þorvaldur Guðmundsson var meðal myndarlegustu manna: hár og þrekinn, bjartur á yfirbragð og að öllu leyti vel á sig kom- inn. Hann var mjög vel greind- ur maður. og hið mesta prúð- menni. Stiltur og lundlipur. ein- beittur og sjálfstæður. Reglu- maður alla tíð, bæði í einkalífi og allri starfsemi. í búskap sín- um farnaðist honum mæta vel eftir ástæðum. Hann fór vel með allar skepnur og hafði af þeim góðan arð, og að hverju verki gekk honum með dugnaði og snyrtimennsku. Stórbú hafði hann aldrei. enda voru jarðir hans ekki þannig. að þess væri kostur, og síst Brennigerði, þar sem hann stundaði búskap lengst. Hann lét sér nægja. að hafa bjargræði fyrir sitt heimili ogj hlóð aldrei örðugum skulda- bagga á herðar sér. énda frá hverfur öllu braski. Þegar hann og kona hans stjómuðu Sjúkrahúsinu á Sauð árkróki, þá nutu þau almennra vinsælda, meðal sjúklinga. starfs fólks og yfirmanna. Þau stjórn- uðu stofnuninni með rausn og reglusemi. En starfið var örðugt og umfangsmikið. Þess vegna lögðu þau eigi í það. að halda því lengur áfram, en varð. þó um það væri fast að þeim lagt. Sem hreppstjóri Sauðárkróks Nú þegar ég læt af kennslustarfi við Miðbæjarskólann, vil ég senda skólastjóra, yfirkennara og kennurum skól- ans, beztu þakkir fyrir gott samstarf og margskonar velvild í m nn garð og árna þeim og skólanum allra heilla. Öðru starfsliði skólans sendi ég einnig þakkir og góðar óskir. Sigríður Guðmundsdóttir Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag Innilegt þakklæti til allra þeirra mörgu, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við hið sviplega fráfall okkar elskaða sonar, bróður og mágs, BJÖKNS JÓHANNSSONAR, frá Brunnum, sem fórst með v.b. Helga frá Hornafirði 15. sept. sl. Ennfremur þökkum víð öllum þeim mörgu, sem heiðrað hafa minningu hans með minningargjöfum. Guð blessi ykkur öxl. Sigurborg Gísladóttir, Jóhann Björnsson, Þóra 'Hólm Jóhannsdóttir, Gísli Jóhannsson og Örn Eriksen. var Þorvaldur einnig mjög traust ur og naut almennra vinsælda. Hann hafði alla tíð gott lag á að stjórna fólki, bæði við vinnu og á annan hátt. Reikningsskil öll og greinargerðir hafði hann í bezta lagi og gilti það á öllum sviðum sem hann fékkst við. En þegar hann fór að lýgjast. þá losaði hann sig við hreppsstjómina. Þótti honum starfið erilsamt og tímafrekt. einkum hin mikla inn- heimta í svo stóru sveitarfélagi, sem SauðárkrókS'bær er. Borg- un heldur eigi í neinu samræmi við viiyiuframlag og síst á þeirri tíð. Þorvaldur Guðmundsson. Kennslan var svo það starfið, sem þessi ágæti maður stundaði lengst og mest. Kom það strax í Ijós, þá er hann byrjaði kennslu í Sómavatnshreppi. hve ágætur kennari hann var. og sú var líka reynslan á þeirn langa tíma er hann stundaði kennslustarfið ' skólum Sauðárkróks. Maðurinn var mjög vel menntaður og skarpgreindur. Vegna prúð- mennsku sinnar, reglusemi og lipra lundarfars hafði hann líka mjög gott lag á, að stjórna börn- um og unglingum. Hann naut þar sem annarsstaðar óbrigðuls trausts og vinsælda. Drengskap- ur hans og góðvilji brást hvergi. í vinahópi, bæði á heimili sínu og annarsstaðar. var Þorvaldur glaðvær og skemmtilegur. Hann var sérlega gestrisinn og fóru þau hjónin ekki á mis í því efni. Hann var söngmaður ágætur og starfaði lengi. sem einn af aðal- mönnum í Bændakór Skagfirð- inga. Hann var hagorður nokk- uð, en fór dult með það. Hitt vissu allir kunnugir, að hann 'hafði mikla ánægju af ljóðum, og öðrum skáldskap. • Las hann því ljóðabækur og skáldsögur með mikilli athygli. og talaði um þau efni af mikilli skarp- skyggni. Nú þegar þessi ágæti maður er horfinn yfir landamerkin. þá er eftir honum horft með þakk- læti, söknuði og virðingu af ætt- ingjum, venslamönnum, vinum og nemendum austan og vestan Skagafj arðarfj alla. Eg sem þessar línur rita var honum nákunnugur. svo sem að líkum lætur. Hanr. var einn af hinum beztu og geðþekkustu vin um. allt frá okkar fyrstu kynn- um og til loka. Ég sakna hans mjög og hugsa einlægum þakk- lætis og virðingarhug til fjöl- margra ánægju- og gleðistunda er hann veitti mér og um leið til hans óbrugðula drengskapar og góðvilja. En um breytinguna þýðir eigi að sakast. Þetta er leiðin okkar allra. Þorvaldur var einlægur trúmaður og hafði óbil- andi traust á handleiðslu Drott- ins. Þarf því eigi að efa að hon- um verður nú að trú sinni. Hefir hann vafalaust bjart um að leit- ast við móttöku konu sinnar, foreldra og annarra, þeirra mörgu vina sem á undan eru farnir. Bömum bans, tengda- börnum. barnabörnum og öðrum nánustu vinum votta eg einlæga samúð og hluttekningu. Fyrir þetta fólk allt eru viðbrigðin mikil. Eru þau því átakanlegust hjá hans yngra syni Þorvaldi og hans fólki. sem aldrei flutti í fjarlægðina, en var alla tíð í sambýli og samstarfi við sinn ágæta föður. Minningarnar um hann eru allar bjartar og hrein- ar. Og þær eru um þessar mund- ir áreiðanlega blessaðar af meira fjölmenni en almennt gerist um nýlátna sæmdarmenn. Jón Pálmasoh. Eg ætla ekki að skrifa um Þor vald nein eftirmæli sem kölluð eru. það mun annar gera. Aðeins vil ég segja til þessa vinar míns nokkur þakklætis og kveðju orð. að lokinni hans hérvisit, eftir margra ára þnautreynda vináttu og mörg samstarfsár. f fyrsta lagi vorum við bænduir í sama hreppi í mörg ár og á þeim ár j um samstarfsmenn í mörgum' sveitarmálum, svo sem hrepps-! nefnd. skattanefnd o. fl. og verð ég að segja, að of öllum þeim mörgu og ágætu mönnum. sem ég hefi á minni löngu æfi unnið með að opinberum málum, bæði heima í Skagafirði og hér í | Reykjavík, hefir mér ekki fallið við aðra betur en hann. Þorvald- ! ur var greindur maður og gegn. | grandvar og gætinn. hófsamur í öllum hlutum. skemmtinn og glaðvær, talsvert skapstór, en stilltur vel og manna fúsastur til hjálpar og fyrirgreiðslu við aðra menn, þar sem bann gat því við- í komið. Hann var einlægur trúmaður og hagaði sínu lífi og starfi sam- ’kværnt því. kom þessvegna alls- j staðar fram til góðs. Hann var, friðarins og góðleikansmaður. traustur og tryggur vinum sín-1 um og brást aldrei. Maður vissi alltaf hvar maður hafði Þorvald, hann var svo hreinskiptinn og heilsteyptur og hi'kaði aldrei við að segja sínar skoðanir. þegar það átti við. Það lætur að líkum að slikur maður sem Þorvaldur var hafi verið kvaddur til ýmsra starfa fyrir hið opinbera og sitt sam- félag, enda var sú raunin. Eftir að hann fluttist til Sauðárkróka varð hann þar sjúkrahússhaldari. hreppsstjóri. kennari bæði við barna og unglingaskóla o. fl. o. fl. Hann var ágætur kennari, bæði sem fræðari og fyrirmynd í framkomu allri og hegðun. Hann kenndi um skeið bömum minum 'heima á Veðramóti, og var hann vinur þeirra allra síðan, og þann. ig mun vera um flesta hans nem endur. sem orðnir eru margir. Heimilisstörf sín rækti bann með kostgæfni. bæði sem heim- ilisfaðir. eiginmaður og forsjá barna sinna, enda af þeim virtur og elskaður. Nú syrgja þau sinn ágæta föður og fræðara. Ég votta þeirn öllum innilega samúð okk- ar hjóna og barna okkar allra. Kveð svo þennan vin minn með virðingu og þökk. Það er hverj- um manni mikill fengur að eiga að vini og samstarfsmanni slíka» mann sem Þorvaldur var. Sig. Á Bjarnason frá Veðramóti. IÐNAOARHLSIMÆÐI Tæplega 30 ferm. ionaðarhúsnæði er til leigu í bakhúsi á I.augaveg 74. — Upplýsingar á staðnum. Opinber skrifstofa vill ráða reynda skrifstofustúlku nú þegar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Opinber skriístofa — 7096“. Ráðunautssfarf Kvenfélagasambands íslands óskar að ráða til.sín húsmæðrakennara cg handavinnukennara til ráðu- naútastarfs. — Upplýsingar á skrifstofu sambands- ins, Laufásvegi 2, sími 10205. Þessar íbúðir eru dl sýnis og sölu i husinu nr. 21 við Fálkagötu. — Upplýsingar á staðnum frá kl. 2—5 í dag, en í síma Í8008 eftir kl. 8 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.