Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 21. okt. 1961 murgvnblaðið 17 — Ræða Gunnars Thoroddsen Framhald af bls. 13. í>að sem gerðist 1 skatta- og útsvarsmálum þegar á fyrsta þingi var í stórum dráttum þetta: í fyrsta lagi var sú breyting gerð að tekjuSkattur var aínum ánn af alimenmim launatekjum. Hjón, sem hafa 70 þúsund kr. tekjur þurfa ekki að borga skatt; eíðan bætast við 10 þús. kr. tekj- ur fyrir hvert barn. Hjón með fþrjú börn og 100 þús. kr. tekjur (þurfa því ekki að borga neinn tekjuskatt. í öðru lagi var breytt þeirri reglu, sem gilt hafði í marga ára- tugi, að sveitarfélögin gætu jafn að útsvörum niður eftir efnum og ástæðum. Þó að þessi skipan [hafi vafalaust átt rétt á sér áður fyrr, ög kunni að eiga rétt á sér enn í fámennum sveitarfélög lum, er útilokað, að halda slíkri skipan eftir þá þróun, sem orðið hefur í atvinnulífi Islendinga. Hér varð að fá fastara undir fótum, ákveðna útsvarsstiga. Með því að afnema þessa reglu ium niðurjöfnun útsvara eftir efnum og ástæðum var stigið á- kaflega þýðingarmikið spor. Að vísu höfðu sveitarfélögin yfirleitt haft útsvarsstiga sér til hliðsjón- ar, en voru engan veginn bund- in v;ð þá. Þriðja: Þessir út- svarsstigar voru mjög ólíkir um eða yfir 200 að tölu. Þeim var með þessari útsvarslagabreytingu fækkað niður í þrjá. Fjórða: iVeltuútsvar var heimilt að leggja iá og á valdi niðurjöfnunarnefnda Og hreppsnefnda hversu hátt það Bkyldi vera í hverri grein. Nú var lögboðið hámark, að í engri grein mætti veltuútsvarið vera hærra en 3%. I fimmta lagi var svo áikveðið að útsvör, þar með veltuútsvar, væru frádráttarbær, þegar út- evar skyldi næst á lagt. I sjötta lagi voru afnumin þau sérréttindi, sem samvinnufélög- in höfðu haft varðandi veltuút- svör. - Sveitafélögunum var álkveðinn nýr tekjustofn, 20% af söluskatt inum nýja, 3% smásöluskattinum og 8% innflutningsSkattinum. Af öðrum breytingum, sem á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar tóku gildi, voru einnig breytingar á fyrningarreglum fasteigna til Skatts, þannig að 1% fyrning af steinhúsum var hækkuð upp í 4%, og af timburhúsum úr 2% upp £ 6%. Loiks var afnuminn 9% söluskattur af innlendri fram leiðslu og þjónustu. Skattaframtöl hafa stórbreytzt. Þess var beðið með nokkurri eftirvæntingu, hvernig almenn- ingur mundi taka þessum breyt ingum, sem gerðar voru í skatta imálunum, — yfirleitt var þeim iákaflega vel tekið, — en einnig hins, hver áhrif þessar miklu breytingar myndu hafa á fram- töl. Von okkar hefur verið sú, að eftir því sem skattalögin væru færð til meiri sanngirni og rétt- lætis, því meiri von væri um það, að framtölin yrðu réttari og drægi úr skattsvikum. Nú hefur það komið í ljós við athugun á skattaframtölum í Reykjavík, að framtaldar tekjur, ibæði einstaklinga og félaga, hafa stór-aukizt. Nettótekjur einstakl inga sSmkvæmt framtölum eru nú 150 millj. kr. meiri en í fyrra, og framtaldar nettótekjur félaga lum 11 millj. kr. hærri en árið á undan. Þetta liggur að ein- hverju leyti í því, að menn hafa haft í krónutölu hærri tekjur á s.l. ári heldur en ’59. En það er álit Skattstofunnar í Reykjavík, »ð hækkun á framtöldum tekjum í ár eigi að verulegu leyti rót sína að rekja til réttari framtala. Vissulega er þetta ánægjulegt tímanna tákn. Það sýnir hversu almenningur tekur því vel og réttilega, þegar hann finnur, að verið er að leiðrétta ranglætið, verið að stefna fram til meira réttlætis og sanngirni en áður hefur verið. Aformaðar breytingar á skatta- Og útsvarslögum. En þó að þessar breytingar hafi verið gerðar á skatta- og útsvars lögum, þá er mikið óunnið. Enn er eftir að koma í kring umbót- cnm til handa atvinnulífinu. Það mál hefur verið undirbúið, og gert ráð fyrir, að nú fyrir þetta jþing verði lögð frumvörp til nýrra skattalaga og nýrrar lög- Igjafar urn tekjustofna sveita- félaga. Eg skal rekja í örstuttu máli megin breytingar. Varðandd tökjuskattslögin er gert ráð fyrir, að skattur á félög um læMd úr 25% í 20%. I öðru lagi, að hlutafélög fái rétt til þess að gefa út svokölluð jöfnunar- hlutabréí. Nafnverð hlutabréfa er oft örlítið brot af raunverulegu verði í dag, vegna verðbólgu og mikilla verðbreytinga, þykir þá rétt að- gefa hlutafélögum kost á því með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, að leiðrétta slíka skekkju, og hæikka nafnverð hlutabréfanna, án þess að slík leiðrétting sé skattlögð sérstak- lega. í þriðja lagi er gert ráð fyrir, að sá arður, sem hlutafélög mega greiða hluthöfum skattfrjálst hækki úr 8% upp í 10%. í sambandi við þetta komum við inn á stórt framtíðarmál, sem er hlutafélög almennings. i V- Þýzkalandi hafa framfarir í efna- hagsmálum orðið geysilegar síð an í stríðslok. Eitt af því, sem V-Þjóðverjar hafa tekið upp eru almenningshlutafélög. Hlutafé stórra fyrirtækja er skipt í smá hluta-bréf, sem almenningur á kost á að kaupa og getur þannig ávaxtað fé sitt og fengið góðan hagnað af, um' leið og atvinnu- lífið er stutt til aukinna átaka. Þetta er eitt af þeim verkefn- um, sem framundan eru, eins og arðskipti og hlutdeildarfyrir- komúlag það í atv/nnurekstri, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barizt fyrir. Það er nauðsynlegt, að fyrir- tæki hafi möguleika til að greiða niður stofnkostnað og endurnýja tæki og hús. Til þess þarf að veita því vissan frádrátt vegna afskrifta. Slíkar afskriftir eru nú miðaðar við verð eignarinnar í upphafi, sem oft er aðeins brot áf kostnaðarverði samskonar eignar í dag, vegna verðbólgunnar und anfarin ár. Nú er ætlunin að breyta þessu þannig, að heimilt sé að miða afskriftir við endur- kaupsverð þ.e.a.s. vissan hundr- aðshluta af því sem nú kostar að endurnýja eignina. Þá er lagt til að breyta vara- sjóðs-ákvæðum þannig, að hluta- félög megi leggja 26% af hagn- aði sínum í varasjóð, í stað 20% nú. Þá er gert ráð fyrir, að fram- lög til menningar- og líknarmála innan vissra takmarka verði skattfrjáls hjá gefanda. Þá verð- ur ákveðið að úrskurðir ríkis- skattanefndar verði rökstuddir, en það hefur verið venja hing- að til, að ríkisskattanefnd hef- ur ekki látið aðilja í té rökstuðn- ing fyrir úrskurðum sínum. I stað þess, að nú er fyrirtækj- um leyft að flytja tap milli tveggja ára, er ætlunin að leyfa slíkan taps-flutning yfir fimm ára mót. I landi með jafn áhættusam- an atvinnurekstur og Island hef- ur að mörgu leyti, verður afkoma fyrirtækja góð eitt árið, en léleg annað árið, og gagnvart sköttum er því réttlátt og nauðsynlegt, að leyfa að jafna hér á milli. Breytt fyrirkomulag, sem mun spara 2 millj. krónur. Loks er ætlunin að gjörbreyta öllu kerfinu varðandi álagningu skatta. I stað þess að hafa undir- skattanefndir í hverju sveitafé- iagi og yfirskattanefndir í hverri sýslu, verði nú settar á stofn fáar skattstofur, að meginreglu til ein fyrir hvert kjördæmi. A þessum skattstofum starfi hinir færustu menn, endurskoðendur, hagfræð- ingar, viðskiptafræðingar, lög- fræðingar eða aðrir þeir, sem hafa góða aðstöðu til þess, að meta framtöl og skapa samræmi. A því ætti að vera lítill vafi, að þessi breyting, sem mun spara upp undir tvær milljónir króna á ári fyrir ríkissjóð, muni skapa meira samræmi og réttlæti um framtöl og álagningu skatta. Varðandi tekjustofna sveitarfé laga eru meginbreytingar þær sem fyrirhugaðar eru og liggja fyrir í tillögum þeirrar nefndar, sem um þetta fjallaði, þessar: Sporið _sé nú stigið til fulls, þannig, aó' einn og sami útsvars- stigi gildi fyrir landið allt, bæði kaupstaði og sveitir. Samræmdur verði og lögfestur fasteignaskattur um allt' land, sem renni í sveitasjóði. Veltuútsvarið verði afnumið, en í stað þess verði heimilað að leggja á svokallað aðstöðugjald. i tillögum tekjustofnanefndar sveitarfélaga er gert ráð fyrir, að ríkisfyrirtæki og bankar greiði nokkuð í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna. Afengis- og tó- baksverzlun og Sölunefnd varnar liðseigna greiði hundraðshluta af hagnaði sínum, ýms önnur ríkis- fyrirtæki miðað við sinn rekstur, og bankarnir greiði hundraðs- hluta af vaxtatekjum sínum. Þetta „landsútsvar“ renni í jöfn- unarsjóðinn, eins og hluti sölu- skattsins og sé þaðan jafnað milli svextarfélaga. Vlðbrögð skammsýnna lýðskrumara. Eg minntist á það, að annar þáttur skattamálanna, umbætur til handa atvinnulífinu, væru eftir. Nú er enginn vafi á því, að þegar fram verða lögð frumvörp- in, sem fela í sér umbætur at- vinnurekstrinum til handa, þá mun verða x»xkið upp ramakvein mikið hjá stjórnarandstæðingum. Hvenær, sem skattar hafa verið hækkaðir á atvinnurekstri lands- manna, hafa hinir skammsýnustu lýðskrumarar landsins klappað iof í lófa og hrósað happi yfir því, að nú skyldu þeir ríku fá að borga. Hitt skipti minna máli, hvort atvinnulífið lamaðist. Þessi sömu öfl munu að sjálfsögðu nú gera hróp mikil, þegar þeir heyra, að með nýjum skattalögum eigi að búa betur að atvinnulífinu en áður og segja að nú ætli stjórnin að „ívilna auðfélögum landsins á kostnað almennings". Þessi áróð ur er þegar haíinn af hendi kommúnista og málgagna þeirra. Frá hendi kommúnista stefnir all ur þessi áróður að einu marki. Hið frjálsa atvinnulíf má ekki fá skil- yrði til að blómgast og dafna, því að þá verður efnahagskerfið stöðugra. Athafnalífið stendur fastari fótum og getur með eðli- legum og öruggum skrefum aukið framleiðslu þjóðarinnar og bætt lífskjör fólksins. Kommúnisti vil ekki frjálst, traust og stöð- ugt efnahagslíf á Islandi, heldur verðbólgu og verkföll, uppbætur, styrki og skattkúgun. Annars væri hann ekki sannur kommún- isti. En hvers vegna eru endurbæt- ur í skattamálum atvinnulífsins nauðsynlegar? Því er fljótsvarað. Það er ekki vegna einhverra auð- kýfinga, heldur vegna almenn- ings í landinu. Endurbæturnar eru vegna almennings en ekki auðmanna. Þeir skattar, sem atvinnu- reksturinn hefur orðið við að búa, eru að dómi allra hlutlausra og sérfróðra manna með þeim hætti, að þeir lama atvinnufyrir- tækin, draga úr eðlilegri endur- nýjun og aukningu véla, tækja Og húsa, minnka afköstin og draga þar með úr þjóðartekjun- um. Þess vegna kemur minna til skipta milli landsins barna, þess vegna kemur minna í hlut. Blómlegt atvinnulif er undirstaðam. Velmegun almennings veltur á blómlegu atvinnulífi. Umbætur í skattamálum atvinnulífsins eru hagsmunamál og kjarabót fyrir allan almenning. Hóflegir skattar atvinnulífsins eru hagsmunamál fólksins. Sumir verkalýðsleiðtog ar virðast slegnir þeirri blindu, að það sé bezt fyrir verkalýðinn að lama atvinnufyrirtækin með sköttum. Vitanlega er hið gagn- stæða rétt. Það er hagsmunamál verkalýðs og launþega, að örva atvinnulífið, gefa. atvinnufyrir- tækjunum kost á að eflast og end urnýjast til þess að þau séu fær um að greiða hærra kaup. Og því blómlegra, fjörlegra og fjöl- breyttara sem atvinnulífið er, því meiri eftirspurn er eftir vinnuaflinu. Tilgangur skattlagningarinnar. Góðir fundarmenn! Þið hafið nú heyrt, að ríkis- stjórnin vill lækka tolla og beina skatta. Þá kunna menn að spyrja: Hvar ætlar hún þá að taka þessa aura, sem þarf til þess að standa undir starfsemi ríkisins? Um leið og við snúum okkur að því verk- efni, verðum við að svara ann- arri spurningu: Hver er tilgang- urinn með því að leggja á skatta og útsvör. Um það eru ákaflega skiptar skoðanir. Sumir telja, að við skattaálagningu eigi í ríkum mæli að gilda það sjónarmið, að koma í veg fyrir fjársöfnun. Með skattalögum þurfi að hindra, að einstakir menn eða fyrirtæki fái of háar árlegar tekj ur eða geti safnað fjármagni. En það er einnig annað sjónarmið uppi, og það er að eitt meginat- riði í skattamálum sé að greiða fyrir vissum verzlunar- formum, en lam,a önnur. í augum Sjálfstæðismanna, hljóta bæði sjónarmiðin að vera fjarstæð. Til- gangurinn með skattalögum á fyrst og fremst að vera sá, að ná inn nauðsynlegum tekjum handa ríki og bæjarfélögum, til þess að standa undir nauðsynleg um útgjöldum. Ég kem þá aftur að þeirri spurningu, hvernig á að mæta því tekjutapi, sem ríkissjóður kann að verða fyrir vegna lælck unar á beinum sköttum og tollum á næ9tunni. Varðandi beinu skattana, þá geri ég ekki ráð fyr ir, að þær lagfæringar, sem í ráði er að gera gagnvart atvinnu rekstrinum, þýði tekjutap fyrir ríkissjóð. Eg vænti þess að þær lagfæringar rnuni verka þannig, að atvinnureksturinn telji betur fram til skatts en áður, og að skattabreytingarnar muni skapa nýtt blómatímabil í islenzkum at vinnurekstri, þannig að hann skili meiri arði fyrir þjóðarbúið og þar með meiri tekjum í rikis sjóð. Varðandi hinsvegar læbkun tollanna með nýrri tollskrá má vel vera að ríkissjóður verði fyr ir verulegu tekjutapi. Það kann að vera að þjóðin verði að velja á milli þessa tvenns: Hvort vilja menn heldur lækka tollana, sem hjá okkur eru hærri en þekkist annars staðar á Vesturlöndum, og bæta ríkissjóði það upp með einhverri hækkun söluskatts, eða halda tollunum í því ófremidar- ástandi, sem þeir eru, og hafa söluskattinn óbreyttan? Eftir að Gunnar Thoroddsen ihafði síðan rætt um afkomu rík issjóðs, afleiðingu kauphækkan- anna í sumar, rikisábyrgðir o. fl. lauk hann ræðu sinni á þessa leið: 1 rétta átt. A síðasta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins var gerð svo- hljóðandi ályktun: „Tollar og skattakerfi ríkis- og sveitarfélaga skal endurskoð- að frá rótu-m, endurbætt og að- hæft nýjum kringumstæðum. Uppbygging skattakerfisins miði að því að koma í veg fyrir að Skattaálögur hindri eðlilega þró un atvinnuveganna. en tryggi jafnrétti skattgreiðanda, örvi hann til starfa og geri kerfið einfaldara og ódýrara í fram- kvæmd.“ Eg vænti þess, að landsfund- arfulltrúar geti fallizt á það, að við fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í ríkisstjórninni höfum reynt eftir megni að framfylgja þess- ari ályktun síðasta Landisfund- ar. Auk þeirra mála. sem ég hef gert að umtalsefni, hefði verið æskilegt að ræða um fram- kvæmdaáætlunina. sem forsætis ráðherra gerði að umtalsefni í gær lánstraust landsins út á við, lánamöguleika o.fl. Til þess er ekki tími nú. Löghlýðni og réttlát lög. En átökin um skatta- og tolla- málin eru ekki barátta um efna- hagsmálin ein. Það er um leið barátta fyrir mannréttindum, að ekki sé eignum rænt af mönn- um, og með því höggvið nærri þeim helgu réttindum, sem stjórnarskrá okkar. eins og flestra annarra landa vill vernda. Og baráttan um skatta- málin er auk þess að vera efna- hagsmál, og auk þess að vera mannréttindamál, — barátta um siðferði og löghlýðni í landinu. Barátta fyrir því, að löggjafinn setji ekki lög, sem gera menn að lögbrjótum, lög, sem eitra andrúmsloftið og spilla almenn- ingsálitinu, svo að fólk telji rétt og sjálfsagt að brjóta þau. Islenzka þjóðin var áður fyrr þekkt fyrir það að hún hefði engan konung yfir sér, aðeins lög. Islendingar eiga elzta lög- gjafarþing þjóða. En þessi merka menningarþjóð verður að halda lög sín í heiðri. og það er ekki aðeins jalmenningur, sem þa.rf að hlýða lögunum. heldur verð- ur löggjafinn að setja lög, sem eru í samræmi við réttarmeð- vitund fólksins. t fjármálum, í skattamálum. í tollamálum ís- lendinga þarf siðferðilega bylt- ingu, sem stefnír að því göfuga marki að gera íslendinga aftur að löghlýðinni þjóð. — þjóð, sem býr við réttlát lög, og telur sér skylt að virða lögin, hlýða þeim og fylgja þeim fram. — Landsfunuurinn Frh. af bls. 8. hættan er, þeim mun betur leggjum við okkur fram. Hverju hættuástandi fylgir tækifæri — tækifærið til að sigrast á hætt- unni. í þeirri mikilvægu baráttu, sem nú væri háð til að tryggja grundvöll þeirrar þjóðfélags- skipunar, sem fæli í sér réttinn til að lifa lífinu í samræmi við lífsskoðanir okkar, væri við andstæðinga að etja, sem einsk is svifust. Slíkri ögrun gætu Sjálfstæðismenn aðeins svarað á einn veg — með því að ganga harðar fram en nokkru sinni fyrr í sókn og vöm fyrir flokk- inn. Þannig sigrum við — Við hljótum að efla og auka okkar flokksstarf, svo sem kröfur timans gera kall til, — sagði framkvæmda- stjórinn að síðustu. Við hljót um að leggja okkur fram svo sem mikilvægi baráttu okkar og hugsjóna heimtar. Þannig notum við okkar tækifæri. Þannig sigrum við. Fleira gerðist ekki á þessum fundi. Skipulagsreglur samþykktar. Kvöldfundur hófst síðan kl. 8,30 og stóð hann fram yfir mið- nætti. Voru skipulagsmál flokks- ins rædd á fundinum og hafði Magnús Jónsson, bankastjóri, framsögu fyrir skipulagsnefnd landsfundarins, en hún hafði fjallað um frumvarpið. sem laigt var fyrir fundinn í gærmorgun. Hafði nefndin gert nokkrar breytingar á frumvarpinu. Miklar umræður urðu um skipulagsmálin og hinar nýju regl ur og tóku þessir til mál auk framsögumanns: Ingólfur Möller, Jón Pálmason, Agúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jósafat Arn- grímsson, Séra Magnús Guð- mundsson, Bjarni Benediktsson, Egill Hjörvar, Helgi S. Jónsson, Páll Kolka, Halldór Briem, Hann es Þorsteinsson, Inglmundur Gestsson, Sigurður Magnússoin, i Hörður Einarsson, Guðlaugur Gíslason, Ótthar Hansson, Guð- mundur Ólafsson og Guðmundur Guðnason. Að umræðum loknum voru bornar upp nokkrar breytingar- tillögur við frumvarpið að skipu lagsreglum Sjálfstæðisflokksms og síðan var frumvarpið sam- þykkt í heild. Var þar með lokið afgreiðslu þessa máls. Fundarstjóri á þessum fundi var Eggert Jónsson, bæjarfógeti í Keflavík, en fundarritarar Páll Guðmundsson, Gilsárstekk, og Jón Þorgilsson, Hellu, GUNNAR IÓNSSON LÖGMADUB við undirrétti og hæstarétt Þingholtsstræti 8 — Simi 18259 TIL SÖLIJ Huseignin Gretfisgata 5 sem stendur á eignarlóð er til sölu nú þegar. — Upplýsingar í síma 18298 eftir kl. 1 næstu daga. Aðalfundur Taflféla^s Reykjavíkur verður haldinn fimmtudascinn 26. þ.m. kl. 20. í Breiðfirð- ingabúð uppi. Taflfélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.