Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNM 4Ð1Ð Laugardagur 21. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þögl aey 20. Skdldsaga Góðurinn minn, nú er >að sem þú heldur, aldrei þessu vant vitleysa, flýtti Frankie sér að taka fram í, eins og hún væri hrædd við það, sem hann ætlaði að fara að segja. Og þú skalt ekki halda, að mig dreymi André lengur. En Laurier er mín eign og hér verð ég! Hvað það er gaman að sjá aft- ur unigt fólk skemmta sér hérna í Laurier! Herra Hirondella, landsstjór- inn, hneigði sig djúpt til að kyssa á höndina á Frankie, er hún kom út á dyraþrepin að taka inóti honum. Að baki hennar voru allir stóru gluggarnir á húsinu, uppljómaðir af ljósum. Ljósum frá mörgum lömpum og ennþá fleiri kertum. Frankie var að halda heimkomuboð og auk landsstjórans og fólks hans, voru einir tuttugu aðrir víðsvegar að af eynni. Gólfið í Sainum hafði verið rutt vegna dansins og ferðaviðtæki gaf frá sér suður- ameríska danstónlist og hópur af væntanlegu dansfólki beið með ióþreyju eftir gamla landsstjór- anum, að hann settist áður en dansinn gæti hafizt. Blessaður gamli maðurinn er vís til að standa þarna í hálf- tíma og segja Frankie hvað hún sé falleg og láta okkur klæja í iljarnar á meðan, hvíslaði Bill Kerryns að Moiru Kelly. Moira var fjörutíu og þriggja ára og í vexti eins og feit dúfa, en létt á fæti eins og fis. Þei, þei! Það er nú tilvinnandi að fá einu sinni að sjá hann. Er það satt, að greifinn af Tourville komi í kvöld? Bill deplaði augum til hennar. Ef enginn gerist svo óærgætinn að taka upp á því að deyja í nótt, eða fá botnlangakast, þyk- ist ég vita, að hann muni koma. Þau voru kærustupar þegar þau voru krakkar — maður sá þau aldrei nema saman. Já, ég þykist alveg viss um, að hann kemur. Frankie kynnti Sally og Mari- on, Sol Newman og Rex fyrir landsstjóranum, en hitt kvik- myndafólkið var hér og þar um garðinn og vildi ekki láta á sér bera. Svo kom hún loksins gamia manninum inn í húsið. Ég sé, að þið ætlið að fara að dansa — það minnir mig á þegar hún mamma þín kom hingað sem ung brúður. Viltu gera mér þann heiður.... ? Landsstjórinn bauð Frankie arminn, hneigði sig ofurlítið og daufu augun ljóm- uðu. Ég er nú ekki útfarinn í þessum tízkudönsum.... hvað þeir nú allir heita...., en ef einhver vili vera svo vænn að leika vals.... Það skal ég gera með ánægju, sagði Sally alit í einu og öllum á óvart, og benti síðan einum karknannanna að slökkva á út- varpinu, en sjálf settist hún við slaghörpuna. Það heyrðist eftir- væntingarkliður um allan saiinn. í þessu daufa kertaljósi, sýnist Sally tuttugu árum yngri en hún var. Frankie, í Ijósgullnum kjól, sem fór svo vel við hárið á henni, var glæsileg húsmóðir. André ætlaði að koma. Kannske ekki snemma, ef einhver tefði fyrir honum í sjúkrahúsinu, en hann ætlaði að koma. Hún var svo glöð og svo ástfangin af hon- um, að nú gat hún vel sinnt gamla landsstjóranum, sem var seinn í snúningum og hrumur, en sveiflaði henni nú með mikl- um yndisþokka í gamaldags valsi, við undirleik Sally. Hitt fólkið fór á eftir þeim út á dansgólfið, kátt og hlæjandi, sumt kvíðandi fyrir kunnáttu- leysi sínu í valsinum, en allir fúsir að gera sitt bezta og eftir fáar mínútur voru allir komnir út á dansgólfið. Jæja, nú þegar allt er komið í gang, get ég afhent þig ein- hverjum betri herra, góða mín. Landsstjórinn var orðinn ofur- lítið móður og afhenti hana Rex brosandi. Já, en. .herra. .ég er húsmóðir in héma og ég verð að.... Sussunei! Gamli maðurinn brosti til hennar og kinkaði kolli í áttina til svalanna, þar sem marglit ljósker héngu í trjánum. Ég sé, að þú hefur þægilega stóla og nóg að drekka þarna úti, sagði hann glettnislega, og ég vil gjama tala við Courvoiser. Mér verður óhætt — vertu alveg ó- hrædd! Dansaðu nú meðan þú ert enn nógu ung til þess að geta haft gaman af því í svona hita. Síðan hneigði hann sig og gekk út um gluggadyrnar út í garðinn. Ágætis karl! sagði Rex hrifinn og tók Frankie í faðm sér. Og hann kann sig. Komdu elskan, ég bíð eftir að geta dansað við þig. Rex var ágætur dansari, svo að Frankie hafði ánægju af að dansa við hann. Brátt voru þau ein um miðjuna af gólfinu, enda dönsuðu þau eins og atvinnufólk, og Sally hélt áfram að hamra á slaghörpuna, brosandi. Enginn hér staddur að Sol undanteknum vissi, að hún hafði hafið feril sinn sem slaghörpuleikari í kvik- myndahúsi einu í Miðvesturríkj- unum, löngu áður en talmynd- irnar komu til sögunnar, og að hún hafði ánægju af að minnast þess einmitt í kvöld. Síðan hafði hún komizt langt á kvikmynda- sviðinu og þessi mynd yrði senni lega hennar síðasta. Hún kveið þeirri tilhugsun ekki svo mjög nú orðið, því að myndin virtist ætla að heppnast vel og betur en nokkurt þeirra hafði búizt við. Snilligáfa Sols gat notað fleira en náttúrufegurðina hér á eynni; hann var í þann veginn að gera ómerkilega sögu að lista- verki. Og hún játaði með sjálfri sér, að Frankie væri skynsöm stúlka, sem afstýrði því að Rex væri að lei-ka sér þegar hann átti að vera að vinna. Það var ekki nema sanngjarnt, að þau skemmtu sér í kvöld... .og mik- ill var yndisþókkj þeirra, þegar þau voru svona ein um gólfið. Með þvi að líta ofurlítið við, gat Sally séð dansfólkið, enda lék hún nótnalaust og hún hatfði á- nægju af að horfa á hin dansa og skemmta sér í daufa kerta- ljósinu. Hún hefði átt að leika móti honum í þessari mynd, hugs aði hún öfundarlaust. Sjálf var Sally orðin þreytt á að rembast við að vera tíu árum yngri en hún var raunverulega. Nú taut- aði hún við Sol, sem hallaði sér upp að hljóðfærinu hjá henni: handa þér, góðurinn minn. Ef þú værir sniðugur, gætirðu kannske náð í hana. Litli Pólverjinn hristi höfuðið. Hún hugsar áreiðanlega ekki til að verða Ieikkona, sú arna. Allar konur vilja verða leik- konur, ef þær fá tækifæri til þess svaraði Sally þurrlega. Kveiktu í sígarettunni hjá mér, Sol, og náðu mér í eitthvað að drekka. Þetta er þorstlát vinna. Hún leit yfir öxl sér. Viltu bara sjá þau, Sol. Þetta er dans, en ekki eitthvert hopp á gólfinu. Þau gætu haldið sýningu, þessi tvö. á sama máli og Saily, því að hvert parið eftir annað hætti öll- um tökum og fór að ‘horfa á þau og klöppuðu svo þegar dansinum lauk við gamla valsinn, eins og hann var dansaður áður, og dam- an fetti sig yfir arm Rex, en guli kjóilinn þyrlaðist eins og blómkróna. Bæði voru hlæjandi, er hann stanzaði og kyssti hana létt á ennið áður en hann reisti hana aftur á fætur. Allir klöppuðu ákaft og heimt uðu sýninguna endurtekna. Og þetta var sjónin, sem mætti augum Andrés, þegar hann kom inn í salinn í sama bili. Frankie að halda sýningu á sjálfri sér með ungum leikara, en Sally að hvolfa í sig úr glasi með miklum handsveiflum og hitt fólkið að haga sér eins og það væri í leik- húsi en alls ekki á einkaheimili. Hann sá allt, sem þarna var að gerast í einu vetfangi, og varð al'It i einu feginn, að móðir hans skyldi hafa fengið Simone ofan af því að þiggja boðið, en greifa- frúin hafði minnt hana á, að hún væri í sorg og mætti því ekki dansa. Auðvitað hefði hún ekki annað gert þarna en að sitja yfir í þessu hitabeltis andrúmslofti hláturs og kæti. Sjálfur var hann þreyttur eftir stóran og erfiðan uppskurð og óskaði þess helzt, að hann hefði líka beðið sig af- sakaðan frá að koma. Frankie skemmti sér bersýnilega fullvel og þurfti ekki á hans aðstoð að halda — eins og hún hafði borið fyrir, þegar hún var að biðja hann að koma. Þarna var hún með hárið eins og silki, ljómandi augu og kinnarnar rjóðar af sig- urgleði, í þess-um kjól, sem var svo fleginn en jafnframt víður niður, leit hún helzt út eins og fiðrilda-orkídeurnar, sem uxu á óaðgengilegum stöðum í giljun- um þarna í grenndinni, en voru annars aðeins ræktaðar í gras- görðum víða um heim. André hleypti brúnum. Snöggv ast var hann eins skuggalegur og drambsamur og móðir 'hans. Frankie, sem hafði neitað að end urtaka dansinn með Rex, sá hann nú í dyrunum, hávaxinn og ó- ánægðan á svipinn. Hún fékk ein kennilega fyrir hjartað og varð þurr í munninum og öll barns- lega gleðin hennar hvarf í saroa svip. Augu þeirra mættust, án þess að taka eftir nokkrum öðr- um og þau horfðu hvort á annað eins og bardagamenn, sem heyja hólmgöngu með sverðum. Herra greifinn af Tourville! tilkynnti Joseph, hátíðlega, enda þótt hann væri heldur seinn á sér. Allir litu við og töfrarnir, sem höfðu legið í loftinú, hurfu. Andlit Andrés var slétt og svip- laust, er hann gekk yfir gólfið, og Frankie brosti er hann lyfti hendi hennar og kyssti á hana, léttilega. Það heyrðist kliður um salinn og menn brostu og kink- uðu kolii og nú hleypti Rex brúnum, er hann gekk til Sally að slaghörpunni. Fyrir andartaki höfðu allir horft á hann og Frankie og allt leikaraeðli hans hafði vaknað við þá eftirtekt, sem honum var sýnd. Hann var ofgóður dansari til þess að taka Og það var eins og fleiri væru við Frankie meðan þau voru á gólfinu, en harm hafði notið þess að halda henni í örmum sér og finna hve örugg hún var í dans- inum. En nú þegar André var Jcominn, leit enginn á annan en X Xr >f- GEISLI GEIMFARI Xr * — Geisli.... Áttu við að þér sé sama þó ég kveiki á þessum rofa og bræði upp til agna stúlkurnar í dýfl- issunni hér niðri? — GeisliH Þér getur ekki verið alvaraH — Hann meinar þetta ekki.... það, Geisli? — Er það ekki? hann. Vinur hennar Frahkie lítur út eins og hann væri að koma k morðstað, en ekki í samkvæmi, sagði Sally drafandi. .en svei mér ef hann er nú ekki glæsi- leg-ur samt! Hann heldur, að hann sé dvergakongur og eigi dvergríki í hitabeltinu, svaraði Rex önug- tir. Sol rétti leikaranum glas. Þetta er ekki rétt athugað hjái þér, vinur, sagði hann. Herra/ André finnst hann fyrst og fremst vera læknir, en það erui bara vinir hans, sem vilja ekki lofa honum að gleyma aðalstign- inni sinni. Og þvert um huga sinn, bætti bann við lágt við Sally: Spilaðu nú eitthvað fjör- ugt; þetta er heimkomusam- kvæmið hennar Frankie.... Síð- an sneri hann sér að Rex. Og þú, kall minn, gætir gert þessa ung- lingsstúl'ku þarna hamingjusama ef þú byðir henni upp! Rex glotti ólundarlega, en hann kunni ofvel að koma fram á almannafæri til þess að vera lengi í fýlu. Og gleðisvipurinn, sem kom á andlit Leonie Courv- oisier, er hann nálgaðist hana, var full laun fyrir fyrirhöfnina, Já, en ég kann bara ekki nógui mikið til að dansa við herrann, skríkti stúlkukrakkinn feimnis- lega. Þetta er foxtrot, það er ósköp einfalt, ég skal sýna þér. Rex hafði gaman af krökkum, jafn- vel innan við tvítugt og feimn- islegum, og gleymdi því allri ó- lund sinni, þegar hann fór að kenna stúlkunni. En ekki gat 'hann samt stillt sig um að gefa André og Frahkie auga öðm» hverju í þéttskipuðum danssaln- um. Fjandinn hirði hann! Frank- ie hafði sagt, að þau André væru alls ekkert annað eða meira en bernskuvinir, en samt var það nú svo, að í hvert sinn, sem André de Tourville sást, kom einhver rafmögnuð spenna í and rúmsloftið. Hann kemur betur fram en ég, skrattinn hafi hann, játaði Rex með tregðu fyrir sjálf sér, um leið og hann brosti til Leonie. Það er herrann sem er svona góður kennari, svaraði stúlkan, Þú dansar alveg guðdómlega! sflútvarpiö Laugardagur 21. október (Fyrstl vetrardagur) 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón« leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tóa leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádeglsútvar (Tónleikar — 12:28 Fréttir og tilk.). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. 15:00 Fréttir og tilkynnfngar. 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Am« laugsson). 16:05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn« sen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Astvald*« son). 17:00 Fréttir. — Þetta vll ég heyraf Bjarni Guðmundsson blaðafull« trúi velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning 4 dagskrárefni útvarpsin*. 18:00 Utvarpssaga barnanna: „A lei8 til Agra“ eftir Aimée Sommer* felt; I. (Sigurlaug Björnsdóttir þýðir og les), 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung* linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar, 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Kvöldvaka? a) Hugleiðing við misseraskiptl (Séra Bjarni Sigurðsson á Moa felli). b) Islenzk og norsk lög: Karla« kórinn Fóstbræður, Karlakór Reykjavíkur, Kristinn Halls* son, Guðmundur Jónsson og Sinfóníuhljómsveit Islands flytja. Stjórnendur: Ragnaí Björnsson og Sigurður Þórð« arson. c) „Greiddi eg þér lokkaM: Upp« lestur úr verkum Jónasar Hall grímssonar. Sigrún Ingólfsdótt ir flytur erindi: Síðustu ævi« ár Þóru Gunnarsdóttur. Enn« fremur tónleikar. — Andrés Björnsson setur saman dag« skrána. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög, þ. á. m. leikur dan»* hljómsveit Svavars Gests. Söng* fólk: Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. 02:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.