Morgunblaðið - 21.10.1961, Page 22

Morgunblaðið - 21.10.1961, Page 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 2J. okt. 1961 Cfc Landsleikur við Noreg að sumri Og ef til vill 2 a&rir hér heima EINN landsleikur hefur verið á- kveðinn á næsta ári. Það er leik ur gegn Norðmönnum og verður hann háður í Reykjavík í júlí- ntánuði. Norska Iandsliðið sem kemur hingað mun leika 1 eða 2 aukaleiki. Fleiri landsleikir eru mög'uleg'ir en samningar um þá standa yfir, að því er segir í til- kynningu frá KSÍ. * Þeldökkt Uð. Af þeim leikjum, sem ekki eru ákveðnir, en komið hafa til greina er nýstárlegastur leikur gegn landsliði frá hollenzku Ant illeeyjum. Það landslið verður á ferðalagi í Evrópu m.a. í Dan- mörku og Hollandi, en á báóum etöðunum mun liðið leika lands- leik. Verið getur að svo verði einnig hér. Þetta lið er skipað þeldökkum mönnum. ★ Færeyingar. Þá er í ráði að landslið Fær eyja komi hingað á næsta ári og leikj við B-landslið okkar. Þessi Ieikur hefur staðið tii lengi því langt er sí.an að B-landslið ís- lands fór utan og var þá lofað endurgjaldi fyrir heimsóknina með því a Færeyingar kæmu til íslands. Ársþing K. S. í. Ársþinig KSÍ verður haldið dagana 25.—26. nóv. n.k. í fund- arsal Slysavarnafélagsins á Grandagarði. Hefst þingið kL 13.30, laugardiaginn 25. nóv. FLESTIR kannast við þýzka sprctthlauparann Germar, en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Þótt hann sé ekki lengur á toppn- um, vekur hann þó enn at- hygli fyrir frábært keppnis- skap og fallegan hlaupastíl. I landskeppni Breta og Þjóð- verja í september, náði hann aðeins 3ja sæti í 100 m. hlaupi með 10.5, en hann bætti það upp í 4x100 m. boðhlaupinu, þar sem hann færði landi sínu sigurinn. — Hér á myndinnj er hann lengst til vinstri og sést taka við keflinu töluvert á eftir Bretanum Meakin. Germar vann upp bilið og kom í mark sjónarmun á undan. ^ fAT#/ sem er vinningur í hinu fflæsilega SK YNDIH APPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS heldur MÝJUSTL OG FULLKOMMUSTU BÍLAR, SEM ÞÝZKU TAUNUS 17 M FORD-VERKSMIÐJURNAR Station HAFA FRAMLEITT VERDMÆTi 360 ÞÚS. KRÓNUR DREGIÐ 15. NÓVEMBER MIÐINN KOSTAR 100 KRÓNUR KAUPIÐ MIÐA STRAX í DAG! SKYNDIHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Keppni að Há- ogalandi í kvðld í KVÖLD hefst 16. Reykjavíkur- meistaramótið í handknattleik og fer það fram að Hálogalandi eins og áður. Þrír Ieikir verða leiknir í mfl. karla í kvöld, Þróttur — KR, Valur — fR og Fram — Armann. Samkvæmt styrkleika liðanna s.I. vetur, virðist svo, sem aðeins einn þessara leikja geti orðið jafn og spennandi, þ.e. leikur Vals og ÍR. Lið Vals hefur verið í framför eftir öldudal og tölu- verða deyfð undanfarin ár, en ÍR er aftur á móti ekki svipur hjá sjón frá því fyrir svo sem tveim árum, er það ógnaði hvaða liði sem var og stöðvaði á sínum tíma hina miklu sigurgöngu FH, sem ekki hafði tapað í 60 leikj um í röð. ÍK Leikirnir í kvöld. KR má einnig muna sinn fífil fegri, en ætti þó að sigra Þrótt Framh. á bls. 23. 70-80 þús. kr. söfn- uðust til Ríkharðar Söfnuninni SÖFNUNINNI, sem hleypt var af stokkunum til þess að styrkja Ríkharð Jónsson í baráttu hans við langvinnan sjúkdóm, er nú lokið. Safnast hefur það fé sem upphaflegt var gert ráð fyrir að för hans eftir læknishjálp mundi kosta. „Við erum hreyknir og stoltir af því, hve vel fólk tók undir söfunina og fullir þakklæt is til allra þeirra sem stutt hafa málstaðinn“ sagði Sveinn Sæ- mundsson blaðafulltrúi er stóð fyrir söfuninni við blaðamenn í gær. ie 70—80 þús. krónur. Sveinn sagði að Ríkharður og þeir sem undirbúið hefðu för hans hefðu gert róð fyrir því að kostnaðurinn yrði 70—80 þúsund krónur. Sú upphæð hefði nú kom ið inn. Hins vegar væru allar á- ætlanir um kostnað við förina í lausu lofti, því enginn vissi hve lengi Ríkharður yrði ytra né hvaða aðgerðir þyrfti að gera á honum. En eigi að síður yrði söfn un nú hætt. Söfunin hefði gengið framúrskarandi vel og sýndi ljós lega hverra vinsælda Ríkharður nyti. „Ég held“ sagði Sveinn „að vinsældir hans hafi ekki komið er nú hætt fyllileg'a í Ijós fyrr en hann var horfinn af vellinum. Þá sáum við öll hvaða skarð var fyrir skildi". Sveinn sagði að hann bæði blöð in að flytja öllum er lagt hefðu skerf í söfnunina alúðarþakkir Ríkharðar og jafnframt sínar þakkir. Einnig vildi hann þakka blöðunum góða aðstoð. ie För Ríkharðar. Sveinn kvaðst hafa fengið stutt bréf fró Ríkharði sem skrif að væri á mánudag. Ríkharður fór utan með Flugfélaginu á laug ardag til Hamborgar og á sunnoi dag til Dusseldorf. Þar tóku á móti honum tveir fulltrúar frá knattspyrnusambandi Vestur- Þýzkalands. Var sú móttaka und irbúin af Gísla Sigurbjörnssyni. Síðan hélt Ríkharður til Duis- borgar þar sem læknisrannsókn fer fram. Sagði hann í hinu stutta bréfi að rannsóknin ætti að byrja á miðvikudag (s.l.) Hjá Mbl. söfnuðust til Ríkharð ar kr 33.024.55. Komu þau fram lög víðsvegar að af landinu en mest þó frá vinnufélögum I Reykjavík og nágrenni t.d. mik- ið frá Keflavík. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.