Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 21. okt. 1961 MORGVNBIAÐIÐ 23 Sonja Heine og mnður hennor gefo Norðmönnum stórgjöf Osló, 20. október — (NTB). LISTSKAUTAKONAN Sonja Henie og maður hennar Niels Onstad, útgerðarmaður, hafa ákveðið að gefa Bærum Sveit- arfélaginoi í Aakerhus-fylki, skammt frá Osló næstum öll hin verðmætu málverk þeirra hjóna. Málverkasafn þeirra sem er með stærstu söfnum í einkaeign er metið á um það bil 30 milljónir norskra króna. Ennfremur hyggjast þau gefa 20 milljónir norskra króna til bygginigar listasafns og lista- miðstöðvar í Bærum og skulu málverk þeirra þar geymd. 1 málverkasafni þeirra hjóna getur meðal annars að finna mörg beztu og merkustu verk hinna frægustu og beztu nútímamálara. Hug- mynd þeirra hjóna er sú, að hluta fégjafarinnar skúli varið til að styrkja og koma upp húsnæði fyrir listamenn, norska og erlenda, sem óska að dveljast um tíma við lista- safnið og e. t. v. vinna úr hug- myndum, er þeir fái við skoð- un þess. Gert er ráð fyrir, að listasafnið verði reist á þrem til fjórum árum. Tonni af koparvír siolið í fyrrinótt Þokan skýldi þjófunum t FYRRINÓTT var miklu magni af koparvír stolið af geymslu- svæði Rafmagnsveitna rikisins við Elliðaárvog. Geymslusvæði þetta er afgirt með þriggja metra hárri girðingu úr vírneti, en þrír gaddavírs- strengir eru efst. Þjófarnir kom ust inn fyrir girðinguna með því að losa vírnetið af einum staurnum, bundu kaðal neðst í girðinguna, vörpuðu honum yfir gaddavírsstrengina, tóku síðan í og fengu þannig lyft girðingunni svo þeir gátu skriðið undir hana. Af svseðinu var stolið tonni af öeinangruðum koparvír af fimm rúllum, talsverðu magni af Ihverri. Verðmæti koparsins, mið að við söluverð til brotajárns- kgupmanna, mun vera 10—15 þús krónur. Þjófarnir hafa notað þokuna í fyrrinótt til þess að skýla sér. Þeir hafa án efna haft bíl, og eru það vinsamleg tilmæli rann sóknarlögreglunnar ef einhverj- ir hafi orðið varir við bílinn eða mannaferðir að þeir geri þegar aðvart. Moise Tshombe tárast við 1 útför afríkanskra og ev- rópskra manna er féllu í bar dögumim í Elisabethville. Voru 54 menn jarðsettir 14. október sl. á kiostnað Kat- angastjórnar. Sama sfefnan í kynþáttamálum — segir dr. Verwoerd forsœtisráðherra Pretöria. Suður Afríku, 20. okt. — (N.TB-Reuter). FORSÆTISRAÐHERRA Suður Afríku, dr. Hendrik Verwoerd, sagði í dag, að úrslit kosninganna á þriðjudaginn sýndu svo ekki yrði um villst, að meirihluti at- kvæðisbærra manna þar í landi væri þeirrar skoðunar, að fram- tíð landsins skyldi byggjast á kyn þáttastefnu stjórnarinnar. Trausts yfirlýsing kjósenda hefði verið ótvíræð, enda myndi nú stjórnin — Hreinsanir Framh. af bls. 1 eendiherra; Mikhail Saburov, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra; og Dmitrij Sjepilov, fyrrum ut- anríkisráðherra. • Kröfðust brottvikningar. Margir fulltrúar kröfðust þess, að mönnum þessum yrði vikið úr flokknum. Ivan Spiri- donov, aðalritari kommúnista- flokksins í Leningrad sagði í sinni ræðu, að Malenkov hefði líf fjölmargra saklausra martna á samvizkunni — manna sem Ihefðu verið flokknum trúir, en Ihann hefði ofsótt á árunuin — 1035—37 og síðar 1949. Hann pagði að Molotov og Vorosilov væru ábyrgir fyrir misþyrming um á mörgum efnilegustu leið- togum flokksins. Kasurov, aðalritarl flokksins í Hvita Rússlandi sagði, að Melnka Ihefði rekið helming hvítrúss- neskra félaga úr kommúnista- flokknum árin 1935—36. Þá sagði Mikolaj Podgorny aðalritari flokksins í Ukrainu, að meðan Kaganovitsj var samgöngumála- ráðherra hefði hann iðulega húð ekammað undirmenn sína, hand- tekið án minnstu misgerða og misþyrmt þeim. Hann hefði einn ig notað veikleika Stalíns sér til framdráttar. Kaganovisj væri ekki annað en pólitískt viðrini, sem löngu væri fallinn frá komm únisma. • Sæmdarauki. Þá tóku þeir til máis Anastas Mikojan og Walter Ulbricht leið logi austur þýzikra kommúnista og kröfðust friðarsamninga við Austur-ÞýzI-aland, hvort sem Vesturveíidin gerðu svo eða ekki. Sagði Mikojan ljóst að Evrópu væri sæmdarauki að riki eins og Austur-Þýzkalandi, sem rétti út hönd friðar og vináttu til alls heimsins. Ulbricht tók undir kröfu Mikojans en réðist svo, að Albönum fyrir klofningsstefnu þeirra. Um það fjaliaði einnig Gomulka, leiðtogi pólskra komm únista. • Vít': Krúsjeff. í gær réðist Shou-Enlai harkalega á Krúsjeff fyrir að ræða jafnopinberlega og raun hefur verið um deiiuna við Al- baníu. Segir kínverski forsætis- ráðherrann að það mál eigi að ræða og leysa á lokuðum fundi leiðtoganna. Dagblöðin í Peking birta í dag langar greinar um iðnað í Albaníu og fréttir af fundum al banskra kommúnistakvenna. Enn fremur birta þau gagnrýni Krús jeffs á Albani og ósk Chou En- lais um einingu flokkanna. Frá Tirana barst sú fregn í dag, að albanski kommúnista- flokkurinn, sem á enga fulltrúa á þinginu í Moskvu, hefði sent orðsendingu þangað þar sem segir, að ekkert afl í heiminum megni nokkru sinni að aðskilja þjóðir eða kommúnistaflokka Al- baníu og Rússlands. Fregn þessi fékkst ekki staðfest í Moskvu — albanski sendiráðsritarinn þar neitaði að segja hvort sl'ík orð- sending hefði borizt eða verið flutt þinginu. Þá var haft eftir góðum heim ildum, að þeir Krúsjeff og Chou En-lai hefðu átt persónulegar við ræður í dag og gengið samhliða í þingsalinn að loknu kaffihléi. — Var það í fyrsta sinn á þessu flokksþingi, sem þeir komu inn um sömu dyr. Að því er segir í fréttinni var forsætisráðherrun- um ákaft fagnað af fundarmönn um. 1308 tunnur af síld til Akraness AKRANESI, 20. okt. — Veiðin í| nótt gefur síldveiðimönnum byr, undir báða vængi. 1308 tunnur síldar bárust hingað í dag. Þrír | bátar lönduðu þessu aflamagni. Aflahæstur var Skírnir með 547 — íþróttir halda ótrauð áfram á þeirri braut er hún hefði nú þegar lagt iinn á. Stjórnmálafréttaritarar telja þessi ummæli dr. Verwoerds benda til þess að nú verði ennþá lengra gengið í „aparteid“ stefnu stjórnarinnar. • Urslit kosninganna urðu þau, að af 160 þingsætum sem kosið var til fékk flokkur Verwoerds 105 þingsæti, Sameiningarflokkur inn 49 þingsæti, Framfaraflokkur inn eitt, og þjóðlegi einingarflokk urinn eitt þingsæti. Þau fjögur sæti, sem étalin eru féllu til hvítra frambjóðenda, sem valdir voru af fólki af blönduðum kyn- þáttum. Flokkur dr. Verwoerds, þjóðernisflokkurinn og Oháðir, sem hann studdu fengu samtals 47.2% af atkvæðamagni í kosn- ingunum. Blökkumenn höfðu ekki kosningarétt. Dagskrá Hins almenna kirkjuiundar Sunnudagur 22. október 10:30 Messa í Neskirkju. Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup prédikar. Sr. Jakob Einarsson, frá Hofi, þjónar fyrir altari. Altarisganga. 14:00 Kirkjufundurinn settur í Nes- kirkju. 14:30 Framsöguerindi: Framtíð Skál- holts. Framsögumaður: Páll V. G. Kolka læknir. Umræður. Kaffihlé kl. 16—17. 17:00 Söngmálastjóri Kóbert A. Ottó- son flytur ávarp. Jón H. Þor- bergsson flytur erindi. Mánudagur 23. október 9:30 Morgunbæn. Framhaldsfundur í húsi KFUM. 10:00 Umræður um framtíð Skálholts. 14:00 Framsöguerindi: Um veitingu prestsembætta. Framsögumaður: Hákon Guðmundsson, hæstarétt arritari og Asmundur Guðmunds son biskup. Kaffihlé kl. 15:30—16:30. 16:30 Umræður um veitingu prests- embætta. Eftir kvöldverð: Erindi: Kirkj- an og ríkið. Dr. Arni Arnason, læknir. Þirðjudagur 24. október. 9:30 Morgunbænir. 10:00 Málum skilað frá nefndum. Umræður um fundarmál. 14:00 Framhald umræðna. Kaffihlé kl. 16—17. 17:00 Atkvæðagreiðsla um fundarmál. Kosið í stjórnarnefnd. 21:00 Samsæti í húsi KFUM. Sigur- björn Einarsson biskup og sr. Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ mun væntanlega segja frá utan landsferðum sínum. Kveðjur og fundarlok- Framh. af bls. 22 með einhverjum mun. Fram er núverandi Reykjavíkurmeistari og eina félagið, sem virðist geta staðið í FH. Eru því miklar líkur fyrir að Fram sigri Armann, en í liði Armanns eru margir ungir og efnilegir leikmenn, sem skemmtilegt er á að horfa. Þjálf ari Armanns er hinn kunni hand knattleiksmaður úr FH, Ragnar Jónsson. Það er athyglisvert að hver einasti þjálfari Reykjavíkurfélag anna er virkur keppnismaður og er það ljósasti votturinn um skortinn á þjálfurum í hand- knattleik, þegar leikmenn sjálfir neyðast til að taka til við kennslu og þjálfun. Hjá KR er Karl Jó- hannsson þjálfari, hjá Fram Karl Benediktsson hjá IR Gunnlaugur Hjálmarsson, hjá Víking Pétur Bjarnason. Á Liðin. Ekki hefur blaðinu tekizt að afla nákvæmra upplýsinga um lið félaganna, nema það, að Fram liðið er óbreytt frá síðasta Is- landsmóti, en hjá Armanni leika sem áður getur ungir menn auk hinna reyndu, en þeir eru Stefán Gunnarsson, Kristinn Karlsson, Gunnar Jónsson og Sigurður Þor steinsson. Einnig kemur gömul kempa fram á sjónarsviðið að nýju, en það er hinn kunni markvörður Ármanns frá fyrri árum, Gunnar Haraldsson. Mun hann leika með félaginu 1 vetur. Valur missir nú sinn bezta mann og eÍM landsliðsmann- inn, sem þeir áttu, Sólmund Jóns- son, en hann er fluttur búferlum, upp á Akranes. Er vissulega skarð fyrir skildi að missa svö góðan markvörð, en vonandi fáum við að sjá Sólmund i marki Akraness á Islandsmótinu í vetur. Með IR leika þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Hermann Samú elsson, en ekki er vitað hvort Matthías Asgeirsson verður nú með aftur. Hann hefur lokið námi við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni, og kemur því von- andi aftur fram á leikvöllinn. Handlknattleiksdómarafélag Reykjavíkur sér um dómarastörf in og væri óskandi að dómarar mættu betur til sinna leikja en verið hefur undanfarin ár. tunnur, þá Höfrungur II með 432 tunnur og loks Sigrún með 329 tunnur. Síldin er mikið til söltuð, en þó er sumt fryst. Síldina fengu bátarnir djúpt nokkuð, eða 35 sjómílur undan Jökli, og er þessi síld stærri og jafnan en áður. Einn trillubátur, Sævar, reri í dag og fiskaði 400—500 kíló- grömm. Hann reri í gær og fékk níu ýsuí. — Oddur. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrrfstofa. Austiustræti 10 A — Sími 11043 LÚÐVlK GIZURARSON héraðsdómslögmaður Tjaruargötu 4. — Sími 14855. — Geislavirkni Framh. af bls. 24. tilkynna þessa sprengingu, sem aldrei gat þjónað friðnum, heldur haft það eina mark- mið að auka ótta og skelf- ingu þjóðanna. Getur nokikur stjórnmálamaður tefcið á sig á- byrgðina á því, að framkvæma slíka sprengingu með þeirri á- hættu, sem hún felur í sér fyrir manhkynið — aðeins í því skyni að sýna óþarfa sönnun á styrk- leika lands síns. Við teljum það þessvegna aðkallandi og mikil- vægt, að Sameinuðu þjóðirnar beiti siðferðilegum styrk þessa alþjóða samfélags til þess að skora á Sovétríkin að hætta við þessa sprengingu. Við höfum haft frumkvæði um þessa tillögu — hélt Hækkerup áfram — vegna þess, að við álít- um að landssvæðin í nágrenni Norðurheimsskautsins myndú verða fyrst fyrir barði hættunnar ..... sprengingarinnar. Hættan á aukinni geislavirkni vegna kjarnorksprenginga er ekki innan ríkismál neins eins lands. Hún hefur örlagarík áhrif á hvern ein stakan okfcar. Það er á þessum grundvelli, sem við leggjum til að þessi til- laga verði rædd án tafar vegna ítrustu nauðsynjar og henni veitt alger forgangs aðstaða, sagði framsögumaður að lokum. • Vekur mikla athygli. Tillagan hefur vakið mikla athygli og umtal í stöðvum Sam einuðu Þjóðanna. Að lokinni ræðu Hækkerups hófust un* *ræð ur og töluðu auk hans fulltrúar Japans, Pakistan, Indlands, Kan ada, Costa Rica, Kýpur og Guin eu. Allir voru þeir fylgjandi því, að tillögunni yrði veittur for- gangsréttur til umræðu og af- greiðslu — nema fulltrúi Ind- lands og Guineu, sem lögðu á- herzlu á, að indverska tillagan um algert bann við öllum kjarn orkutilraunum — sem einnig kom fram í dag gengi fyrir. Howard Green, utanríkisráðh. Kanada benti á, að tillaga Norðurl., Kan- ada og Japans stangaðist ekki á við tillögu Indlands. Hún miðaði að því að bægja frá yfirvofandi hættu af stórsprengju Rússa. Umræður þessar fóru sem fyrr segir fram hjá sjómmálanefnd þingsins. Var fundi nefndarinn- ar frestað kl. fimm í dag en mál ið verður aftur tekið upp hjá nefndinnf á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.