Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.1961, Blaðsíða 24
LHóflegir skaftar Sjá bls. 13. ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 22 239. tbl. — Laugardagur 21. október 1961 Aukin geislavirkni ekki innanríkismáf neins lands — sagði formaður dönsku sendinefnd- arinnar, sem hafði orð fyrir tillögu Danmerkur, Islands, Sviþjóðar, Nor- egs, Kanada og Japans S V O sem frá var skýrt í Morgunblaðinu í gser, var fyrirhugað að sex ríki — ís- land, Danmörk, Noregur, Sví þjóð, Kanada og Japan — legðu í dag fyrir stjórnmála- nefnd Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna tillögu, þar sem skorað er á Sovétríkin að sprengja ekki bina stóru kjarnorkusprengju — 50 megatonna — sem Krúsjeff forsætisráðherra hefur boðað að yrði síðust sprengd í þess- um tilraunaflokki Rússa með kjarnorkusprengingar. Morgunblaðinu hefur nú borizt eftirfarandi einka- skeyti frá Sigurði Bjarna- syni, ritstjóra. Sameinuðu þjóðunum 20. okt. — 1 tillögu landanna sex, sem lögð var fyrir stjómmálanefnd allsherj arþingsins í dag. er skor- að á Rússa að hætta við að sprengja þá 50 megatonna kjarn- orkusprengju, sem þeir hafa boðað. Þar er komizt svo að orði. „Með því að stöðvun tilrauna imeð kjarnorkuvopn er nú tekin á dagskrá Allsherjarþingsins — með því ennfremur, að þingið hefur miklar áhyggjur af ný- legri tilkynningu forsætisráð- herra Sovétrikjanna um fyrir- hugaða sprengingu fimmtíu megatonna sprengju fyrir lok októbermánaðar — og með til- liti til gífurlega aukinna skað- ræðisáhrifa af slíkri sprengingu á heilsu og velferð mannkyns- ins — Þá skorar Allsherjarþing- ið eindregið á stjórn Sovétríkj- anna að hætta við þetta áform sitt.“ Óþörf sönnun. Umræður um tillöguna hófust i dag. Pær Hekkerup. formaðúr dönsku sendínefndarinnar, flutti stutta framsöguræðu með tillög unni. Hann kvað yfirlýsingu Togarasala TOGARINN Harðbakur landaði í Grimsby í gær 123 lestum fyrir 9,401 sterlingspund. Varðarkaffi verður ekki í dag sovétstjómarinnar um fyrirhug- aða stórsprengingu hafa enn aukið ugg og ótta mannkynsins við kjarnorkuvopn og geisla- virkt ryk. Tillagan væri stutt og skorinorð. Hennar eini til- gangur væri að skora á Sovét- stjórnina að hætta við spreng- inguna, sem myndi verða hin mesta. sem framkvæmd befur verið, ef úr yrði. Hún myndi hafa í för með sér eins mikla aukningu geislavirkni og leitt 'hefði af öllum fyrri kjarnorku- sprengingum þeirra. Slík spreng- ing sagði Hækkerpu, væri hvorki framkvæmd í þágu vísinda né iandvarna. Við vitum allir, sagði Hækker j up, að Rússar eiga þessa sprengju1 í fórum sínum og geta notað þetta mesta eyðileggingarvopn, sem til er. A því þarfa enga sönnun. Hvaða réttmætan tilgang gat Sovétstjórnin haft til þess að Frh. á bls. 23 Ekkert samkomu- laS SÁTTASEMJARI ríkisins, Torfi Hjartarson, efndi til sáttafundar vegna verkfalls verkfræðinga í gær. Þokaðist ekkert í eamkomu lagsátt á fundinum og halda verkfræðingar fast við kröfur sín I ar. Annar fundur hefur ekki ver | ið boðaður. Verkfall verkfræð- inga hefur nú staðið 1 þrjá mán- uði. Pessi mynd var tekin af rækjubá.tnum Karmöy (nær) i bátahöfninni á ísafirði, en báturinn fórst vestra fyr- ir nokkru svo sem kunnugt er. Greinilega sézt að siglutréð er brotið en að öðru leyti virðist báturinn lítt skemmdur, þrátt fyrir að hafa sokkið og legið á hafsbotni. Mæðiveiki finnst í náglega 40 kindum úr Dölum Um mjög gamla sýki að ræða i sumum kindanna — Slátrað i Borgarnesi i Borgarnesi í gœrkvöldi. Á MILLI 30 og 40 mæðiveik- ar kindur fundust hér í dag er um 350 fullorðnu fé var slátrað frá tveimur bæjum í Dölum, en grunur hefur leikið á að mæðiveiki væri í fé frá þessum tveimur stöð- um. — Frá Smyrlahóli i Haukadal var slátrað um 200 kindum og reyndust milli 20 og 30 þeirra hafa mæðiveiki. Var um mjög gamla sýki að ræða hjá sum- um kindanna. Frá Kolsstöðum i Miðdölum var slátrað 150 kindum og fannst meiri og minni þurra- mæðiskennd í um það bil 10 kindum. gær Rannsóknir á fénu önnuðust þeir Guðmundur Gíslason lækn- ír að Keldum og Jón Kristjáns- son bóndi að Kjörseyri. Guðmundur Gíslason tjáði mér í kvöld að slátrað hefði verið 300 fullorðnum kindum úr neðanverðri Mýrasýslu í dag, en ekkert hefði fundizt sem gæfi ástæðu til að ætla að mæði- veiki sé á þeim slóðum. Á morgun er ætlunin að slátra fé úr ofanverðri Mýra- sýslu, sem einnig á að rannsaka með tilliti til mæðiveiki. — Hörður. 11 ára telpa fyrir bíl í gœrkvöldi I UM níuleytið í gærkvöldi varð það slys að 11 ára gömul telpa, Sólborg Péturs dóttir, til heimilis að Dvergasteind í Hafnarfirði, varð fyrir bíl á Hafnarf jarð- arveginum á móts við Frost h.f. Sólborg var flutt _ á slysavarðstofuna í Reykja- vík. Er blaðið spurðist fyrir um líðan hennar á tólfta tímanum í gærkvöldi, stóð rannsókn enn yfir á meiðsl- um hennar, en hún virtist hafa sloppið vel. Fjögur tonn á bát AKRANESI, 20. okt. — Fimm línubátar lönduðu hér í dag og höfðu að meðaltali fjögur tonn á bát. — Oddur. Dularfullt fyrirbæri á fyrir Austfjöröum Menn á sjó og i landi sáu glóandi hlut stiga i loft upp, slokkna siðan og falla Dagskrá Lands- iundarins í dag dag EANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins heldur áfram í Sjálfstæðishúsinu. Dagskráin í dag er á þessa leið: Kl. 10—12: Kjördæmanefndir starfa. Kl. 14: Ræða dóms- málaráðherra, Jóhanns Hafstein. Síðan verður hlé. I fundar- hléi verður aðalfundur Uandsmálasambands Sjálfstæðis- kvenna í Valhöll. — Kl. 16-18:30: Tillagá til stjórnmálaálykt unar — umræður. Kl. 20: Leiksýning í Þjóðleikhúsinu. HENRY Hálfdánarson, skrif- stofustjóri Slysavarnafélags- ins, tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi að um hálf sjö- leytið í fyrrakvöld hefði dul- arfullt fyrirbæri sézt í lofti út af Austfjörðum. Sá fjöldi manna fyrirbæri þetta frá Hornafirði og austur á Stöðv arfjörð og voru margar get- gátur á lofti um hvað hér væri á ferðinni. Var Slysa- varnafél. m. a. gert aðvart. Mönnum virtist íyrst að hér væri á fevðinni eldhnöttur eða eldflaug. Fór hluturinn upp í loftið, og menn sáu hann síðan deyja út og falla. Sindráði af honum eins og þegar raketta springur. Eins og fyrr getur sást fyrir- bærið frá Hornafirði að Stöðv- arfirði og öllum fjörðum þar á milli. Fannst mönnum sem fyr- irbærið væri nærri sér, rétt fyr- ir utan firðina, og á Hornafirði sýndist mönnum sem hluturinn væri rétt fyrir utan Stokksnes. UTI 1 HAFI Skip, sem var á annað hundr- að mílur úti í hafi austan Hornafjarðar, sá hlutinn einnig, og tilkynnti að hann væri fyr- ir austan það, þannig að hlut- urinn virðist hafa verið langt austur í hafi. Islenzkur mælingamaður á Hornafirði miðaði hlutinn. og reyndist hann vera 100 gráður réttvísandi, eða því sem næst í háaustri. Slysavamafélaginu var gert aðvart, þar eð sumir töldu að hér væri e.t.v. um neyðarmerki að ræða. Mörg skip, og fjölmargir í landi sáu þetta fyrirbæri, sem stóð í um eina mínútu, og er því ekki um sjónvillu að ræða. HVAÐ ER Á SEYÐI f Kenningar voru á lofti um að hér væri um gervitungl eða geimfar að ræða, eða jafnvel eldflaug. Mbl. spurðist fyrir hjá vam- arliðinu í gærkvöldi hvort rad- arstöðin á Stokksnesi hefði orð- ið vör við atburð þennan. — Sagði talsmaður vamarliðsins að því væri ekki kunnugt um atburðinn, enda hefðu könnim- arflugvélar þess ekki getað flog ið vegna þoku á þessum tíma. Skyndihappdrætti Sjáltstæiisfiokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.