Alþýðublaðið - 07.12.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.12.1929, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUB*iAÐIS 3 50 anra. 50 anra. Elephant - cig ar ettnr. L|úffengar og kaldar. Fást alls staðar. f heildsolu hfá Töbaksmzlnn fslands h. f. frestað vegna veikínda. Fundurinn verður á laugardaginn kemur. Hafnarfjörður. Aætiunarferðir á hverjum klukkutíma allan daginn. Frá Steindóri. Ný bðfcc Þrælahald og barna- prælknn. Laföi Simon, merk kona brezk. hefir nýlega gefið út bók um þrælahald („SIavery“, gefin út af Hodder & Stoughton). Samkvæmt upplýsingum lafði Simon er langt frá -'því, að þrælahald sé enn úr sögunni, því að hún telur vist, að enn nú á dögum séu 4 milljónir manna haldnir sem þrælar. Jafn- vel í svo kölluðum kristnum löndum er þrælahald enn al- ment, t. d. Abyssiníu. Þrælahald er lögbannað í brezkum lönd- um, en þó kvað það enn eiga sér stað í Sudan. Einna mesta eftirtekt hafa þó vakið lýsingar lafði Simon á barna- þrælkuninni í Hongkong i Kína. Mun brezka stjórnin vera að gera ráðstafanir til þess að uppræta harnaþrælkunina þar. (FB.) Sendiherra RússaíBreta- landi. Gregory Sokolnikov, sem ný- lega var skipaður sendiherra Rússlands í Bretlandi, er 41 árs tað aldri. Hann var einn af aðal- fulltrúum Rússa við gerð friðar- samninganna í Brest Litovsk 1915, sem leiddu til lykta ófrið- inn á milli Rússlands og Þýzka- lands. Hið rétta nafn Sokolni- kovs er Gershon Yakovleich. Hann er kaupmannsson af Gyð- ingaættum. Hann fylgdi Trotsky, og Zinoviev að málum í deilun- um við Stalin, sem þó tók hann í sátt síðar. (FB.) „Kristur og kirkjukenningarn- ar“, eftir Harald Níelsson há- skólakennara, er mjög merkileg bók. Eins og mönnum er kunnugt var höfundur meðal allrafærustu ritsnillinga og mælskmnanna þjóðarinnar, lærður vel í sinni grein, áhugasamur um andleg mál og röggsamur talsmaður sál- rænna vísinda. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir hefir ritað formála bókarinnar, en Einar H. Kvaran aðstoðað við efnisval og prófarkalestur. Efni bókarinnar er þetta: „Friðþægingarhugmyndin i Gamla testamentinu, Friðþæging- arhugmyndin í Nýja testamentinu, .Friðþægingarhugmyndin frá sjón- armiði nútímans, Hvað er að vera ltristinn? Trúin á Jesúm Krist, Guðs son, í Nýja testa- mentinu, Eitt af vandamálum Nýja testamentis skýringarinnar, Hvað Kristur kennir oss um dauðann og Ég vil fylgja 'þér, hvert sem þú fer.“ Bók þessi er skemtileg. Ber margt til þess, • en ekki síst mælska höfundar. öll alþýða mun hafa eitthvert gagn af að lesa bókina. Höfundur segir ið sannasta, sem hann' veit í þessum efnum. Er erfitt að álykta rétt um hug- arburð fornþjóða og þjóðsagnir þeirra. öðru máli er að gegna um staðreyndirnar. Höfundur þessarar bókar telur víst, að líf þjóðanna yrði öðru- vísi, ef menn breyttu eftir kenn- ingum Krists. Eitt viðfangsefni höfundar er fæðingarsaga Jesú. Kemst höf- undur svo að orðS: „Lúkas guðspjallamaðiur segir sjálfur frá ’þvi, að hann riti guðl- spjall sitt eftir heimildum, sem hann hafi athugað vandlega. Elsta heimild fyrir fæðingarsögu Jesú virðist hafa sagt Jesúm elzta soninn fæddan í hjónabandi þeirra Maríu og Jósefs. Þegar menn síðar hugðu að gera Jesúm guðdómlegri með því að Iáta hann vera getinn af heil- ögum anda, var þessu breytt og hann talinn fæddur áður en þau gengu í hjónaband. Fingraförin eftir þá breytingu eru enn glögg á guðspjallinu.“ Neðan máls ritar guðfræði- kennarinn þetta: „Það er álkunnugt, að sams konar hugmyndir um „guðs-sonu“ eða yfirnáttúrlegcm getnað voru til bæði meðal Babýlóníumanna og Egypta, já, meðal Indverja, Kínverja og fleiri þjóða. Sumir fræðimenn telja því líklegt, að' hugmyndin hafi komist inn í kristnina annaðhvort frá Babý- lóníumönnum eða Egyptum, þvi að með þeim þjóðum voru t. d. voldugustu konungarniT taldir bæði guðs-synir og endurlausn- arar og frelsarar mannkynsins, af því að þeir voru brautryðjend- ur nýs tíma.“ Prófessorinn segir þarna sögu- legan sannleika. Sjálfur fellir hann engan úrskurð um það, hvernig jarðneskur líkami Krists hafi til orðið. En i þessari sömu ræðu segir hann: „Ég trúi þvi með Páli og Jó- hannesi, að Jesús hafi átt fortil- veru, hann hafi komið úr guð- legri dýrð oss til hjálpar og frels- unar. Og með því, að ég trúi því, hvernig ætti ég þá að neita þvi, að hugsanlegt sé, að svo máttug vera eða aðrar máttugar verur hafi haft það vald yfir efninu, að hún hafi með eins konar skap- andi mætti getað hrundið af stað myndun fóstursins í móðurkviði. Vér vitum minna en það, að vér séum færir um að neita slíku.“ Stórmerkilegt og eftirtektar vert er það, sem höfundur ritar uro geðveiklun og andlegar lækning- pí. . i«| Þá er óvanalegt og hressandj að heyra prest byrja þannig ræðu: „Hver sá, er einhvemtíma hefir átt kost á að læra grasafræði og jafnframt hefir tamið sér að skoða grös og jurtir, eins og þau vaxa á jörðunni, hlýtur að hafa Dollar. Húsmæður, hafið hug- fast: að DOLLAR er langbezta þvottaefnið og jafn- framt það ódýrasta í notkim, að DOLLAR er algerleg óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði f rá Efnarannsóknarstofu ríkisins). Heildsölubirgðir hjá: Halldóri Eiríksspi Hafnarstræti 22. Sími 175.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.