Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 1
II Sunnudagur 22. okt. 1961 ~Lru*Lu rn ~ n.*iir fÉi—ii*-** SÍÐASTLIÐINN fimintu- dag höfðu fimm manns beðið bana og M7 slas- ast meira og minna, í um- ferðinni í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur. 200 öku menn höfðu verið teknir ölvaðfr við akstur, 1562 árekstrar höfðu orðið, og frá síðustu mánaðamótum hafði orðið eitt dauðaslys og 20 manns höfðu slasazt meira og minna í umferð- inni. Þetta eru óhugnanleg ar tölur, en sannar engu að síður. — Það, sem sagt er frá í grein þessari, er ekki skrifað til skemmtilesturs, ekki heldur sem „sensa- sjón“ heldur til þess að það mætti verða einhverjum umhugsunarefni áður en hann sezt undir stýri eða gengur út á götu. Hér getið þið lesið það, sem Hér sést bíllinn, sem ökumaðurinn missti vald á er hann var að aka fram úr bíl á Reykja- nesbrautinni á dögunum. Búið var að velta bílnum ofan af Astrid er myndin var tekin. Takið eftir skiltinu efst tii hægri. Á því stendur: Verið varkár, varist slysin. (Ljósm. Ragnar Vignir.) Þá sá ég bílinn koma á hvolfi ofan á mig ekki að það var læknir í hon- um fyrr en seinna. — Um leið og við vorum komin framúr þessum bíl byrj aði bíllinn, sem ég var í, að dansa fram og aftur á götunni, og hélt þannig áfram yfir brúna. Spölkorn frá brúnni stefndi hann á ljósastaur. Eg sá þetta allt greinilega úr miðju framsætinu. Sá bílinn koma ofan á mig — Pilturinn, sem sat við hliðina á mér, segir að hurðin .— Eg hélt áfram að kalla, og sá, sem síðastur komst út úr bílnum heyrði til mín. Eins og hann segir sjálfur frá, þá fór hann strax og kallaði á hjálp, en strákarnir trúðu hon- um fyrst ekki Og hlógu að hon- um. Hann segir að hann hafi orðið að teyma þá að bílnum til þess að sýna þeim að hon- um væri alvara. Að köfnun komin — A meðan þessu stóð var ég alveg að köfnun komin og var búin að gefa upp alla von. En þá fann ég allt í einu að bílnum var lyft upp. Eg ætlaði þá strax að reyna að hreyfa mig Og komast undan bílnum, en þá fann ég að annar fótur- inu var fastur. Um leið Og bíln um var lyft þá klemmdi hann annan fótinn alveg fastan. — Sá, sem náði í hjálpina, stóð næstur og ég bað hann að hjálpa mér. Hann tók í hend- urnar á mér og reyndi að draga mig undan bílnum, en þá fann ég að bíllinn rann nið- ur með fætinum og klemmdi enn fastar að mér. Eg bað þá að fara varlega því ég fyndi svo mikið til í fætinum, en hann hugsaði um ekkert ann- að en að koma mér undan bílnum og það tókst að lokum og þá var ég borin inn í leigu- bíl. Síðan kom lögreglan og sjúkrabíll rétt á eftir. — Eg hélt að þetta æ-tlaði aldrei að taka enda, og þegar ég hugsa um þetta nú þá finnst mér það hryllilegt. Mér datt aldrei í hug að ég mundi sleppa eins vel Og raun ber vitni. Mbl. sneri sér til lög- reglustjórans í Reykjavík, Sigurjóns Sigurðssonar Vandamál umferðarinnar í Reykjavík — Logreglustjóri óg rannsóknarlógreglumaður segja álit sitt, og tvennt, sem slasaðist fyrir um, segir frá drengur, sem varð fyrir bíl á Sundlaugavegi fyrra föstudag, hefur að segja, og frásögn stúlkunnar, sem klemmdist undir bíl í skurði við Reykjanesbraut sl. mánudag. Hér fylgja og umsagnir lögreglustjórans í Reykjavík og rannsókn- arlögreglumanns um ýmis- legt varðandi umferðina og loks tala tölur og myndir sínu máli. Klukkan rúmlega eitt að- faranótt sl. mánudags var fólksbíl með sjö manns innan- borðs ekið hratt suður Reykja- nesbrautina. Til móts við Nesti í Fossvogi var bílnum ekið fram úr öðr- um bíl, en þeim bíl ók læknir, sem var að fára í sjúkravitjun. Læknirinn segir, að sér hafi virzt að bílnum hafi verið ekið á mikilli ferð framhjá sér og að strax og hann hafi verið kominn framhjá hafi bíllinn beygt aftur inn á vinstri brún vegarins. Slapp naumlega af brúnni Er bíllinn var kominn á vinstri helming vegarins tók hann að fara í S-beygjur, og rann síðan sitt á hvað milli vegarbrúnanna að brúnni í Fossvoginum. Þegar bíllinn kom á brúnh, segir læknirinn að hann hafi kastast til að aftan og engu hafi mátt muna, að afturbretti hans skyilli á nokkrum dóg- reynslu sinni brúarhandriðinu. Ef svo hefði farið, má búast við að það slys, sem í vændum var, hefði orðið alvarlegra en raun varð á. Slapp bíllinn með naumind- um suður af brúninni en augnabliki síðar tók hann beygju til vinstri og skall beint á ljósastaur við vegar- brúnina. Mikill blossi Við höggið þverkubbaðist staurinn, hentist frá og um leið sá læknirinn mikinn blossa, líkt og kviknað hefði í bílnum við áreksturinn. Síðan valt bíllinn út í myrkrið og hvarf sjónum. Læknirinn, sem var spöl- korn á eftir, hraðaði sér á stað inn. Það fyrsta, sem hann sá er hann steig út úr bíl sínum, var maður að skríða upp úr sxurðinum. Læknirinn hraðaði sér að bílflakinu í skurðinum, en steig þá á rafleiðslu og fékk rafmagnshögg. Gert aðvart um talstöð Fólkið, sem í bílnum var, kraflaði sig út úr honum, og virtist það ekki mikið meitt. I sömu andrá dreif þarna að fleira fólk. Bað læknirinn bíl, sem var á leið til Reykjavíkur, að gera lögreglunni aðvart um slysið og hraðaði sér síðan í næstu hús til áð gera aðvart í síma. Svo illa vildi tíl, að sími var í hvorugu húsinu. Er hann kom til baka á slys- staðinn hafði borið þar að leigubíl með talstöð og hafði bílstjórinn gert lögreglunni að vart um talstöðina. Hljóð undani bílnum Þegar sá síðasti, sem var í bílnum, var að komast út úr honum, heyrði hann hljóð, og leigubílstjóri, sem kom þarna að næst á eftir lækninum, heyrði þessi hljóð líka. Var hafizt handa að lyfta bílnum. Kom þá í ljós að stúlka var undir þaki bílsins, sem var á hvolfi í skurðinum, og þrýsti henni niður í skurð- inn. I skurðinum var vatn og leðja og átti stúlkan erfitt um andardrátt. Þá kom í ljó's að áður en bíllinn rakst á staurinn þeytt- ist einn farþegana út úr hon- um, en gat komið fyrir sig höndum og var lítt meiddur. Orsakir þessa slyss liggja fyrir. Hér var um að ræða alltof hraðan akstur, og öku- maður réði ekki við hraðann. Ekkert tillit var tekið til að- stæðna, en myrkur var, gatan blaut og við slík skilyrði þarf ekki mikið útaf að bera til þess að slys hljótist. Astrid Jensdóttir — gat mig hvergi hreyft. — Myndin er tekin á heimili hennar (Studio). Eg haföi gefið upp alla von Stúlkan, sem lenti undir bílnum, heitir Astrid Jens- dóttir, 19 ára, til heimilis að Ránargötu 2. Má telja hreinústu mildi að hún skyldi sleppa nær ómeidd úr þessum lífsháska, en meiðsli hennar eru hrákun og mar á fæti. Mbl. hitti Astrid að máli á heimili hennar, þar sem hún lá með fótinn , gipsi, og sagð- ist henni svo frá atburði þessum: — Við ókum suður Hafnar- fjarðarveginn (Reykjanes- braut) og fórum framúr bíln- um í Fossvoginum. Eg vissi við hliðina á honum hafi opn- ast og hann henzt út» — Eg hentist á höfuðið á eftir honum, skall með höfuðið í götuna og síðan lenti ég ofan í skurðinum. Þegar, ég nam staðar í skurðinum áttaði ég mig strax og ætlaði að standa upp, en um leið og mér varð litið upp, þá sá ég bílinn koma Ofan á mig. Hann skall yfir mig og ég gat mig hvergi hreyft utan hendurnar og höf- uðið. A kafi í vatni og leðju — Eg kallaði strax á hjálp en enginn tók eftir því, vegn þess að fólkið var í ein, bendu inni í bílnum og var au reyna að komast út. Eg var á kafi í vatni og leðju en ég gat haldið höfðinu uppúr. Hefði ég misst meðvitund þarna hefði ég sennilega drukknað. lét hann eftirfarandi góð- fúslega í té. Gerir hann hér grein fyrir ýmsu varðandi umferðina, m. a. orsökum umferðarslysanna í þessum mánuði. „Samkvæmt skýrslum lög- reglunnar hafa verið skráðir 114 árekstrar ökutækja hér í bænum á tímabilinu 1. til 18. október þ. á. 1 október 1960 voru skráðir samtals 153 árekstrar. Benda líkur til, að árekstratalan í þessum mán- uði verði nokkru hærri en í " mánuði fyrra árs. bandi við framan- gi^ :erðarslys hefir orð- ið miiixo ijon, bæði eignatjón og atvinnutjón. Hitt er ekki síður alvarlegt, að margt fólk Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.