Morgunblaðið - 22.10.1961, Page 3

Morgunblaðið - 22.10.1961, Page 3
Sunnudagur 22. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Hinar liúffengu fást nii allstaðar Verðið mjög: lágt aðeins 25 krónur kílóið Vaidastöðum, Kjós ÓTRÚLEGT en satt. Stqini Guð- mundsson á Vaidastöðum er átt- ræður. Ótrúlegt segi ég, af því að engum getur komið til hug- ar, sem sér hann á götu, að þar fari eldri maður en sextugur, svo spengilegur er hann á velli og léttur í spori. En satt mun þetta þó vera. Bæði er það, að Steini segir þetta sjálfur, og hann vænir enginn um ósann- sögli, og svo er ekki annað en að fletta upp í kirkjubókunum til þess að ganga úr skugga um, að Steini er fæddur 23. okt. 1881 að Valdastöðum í Kjós, sonur hjónanna Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Sveinbjarnarsonar er þar bjuggu. bjuggu. Ekki er hægt að segja, að Steini beri aldur sinn svona vel, af því að hann hafi haft það svo náðugt eða hlíft sér um dag- ana. Var hann orðlagður fyrir atorkusemi og áhuga við hvert það starf, er hann gekk að, og aldrej mun hann hafa einskorð- að störf sín við átta stunda vinnudag, hvað þá heldur ósk- að eftir honum styttri. Fjölda vertíða var hann t. d. sjómaður, meðal annars á togurum á þeim tímum, þegar hver stóð að starfi, meðan staðið gat, og raunar lengur, og var Steini þar enginn eftirbátur annarra. Enda mun það vera dómur allra, er Steini hefur starfað fyrir, að flestum öðrum hafi hann skipað rúm sitt betur, sökum frábærrar skyldurækni, ósér- hlífni og áhuga við starfið. En þótt Steini hafi unnið margt handtakið utan síns eig- inlega verkahrings, og þótt þar liðtækur í bezta lagi, og því eftirsóttur til starfa, var þó fjarri því, að hann gerði það á kostnað ævistarfsins. Sem bóndi var Steini á Valdastöðum í allra fremstu röð, bæði sökum atorku sinnar, kappgirni og frá- foærrar hirðusemi. Ræktaði hann jörð sína og hýsti, svo að til fyrirmyndar var. En það, sem gerði Steina að fyrirmyndar foónda, var meira en það eitt, að hann byggði af rausn upp foæ sinn og ræktaði jörð sína. Kom þar einnig til frábær snyrtimennska í allri umgengni, þar sem öllu var haldið í horf- inu, en ekkert látið drasla og úr lagi fara. Voru þau hjónin á Valdastöðum, Steini og kona hans, Elín Friðfinnsdóttir, sem nú er látin fyrir nokkrum ár- um, samhent í því að gera heimili sitt bæði vistlegt og traust. Eg mun ekki greina hér frá ævixerli Steina Guðmundssonar nema í mjög lausum og fáum dráttum, enda yrði það langt mál, því að Steini hefur komið víða við bæði í atvinnu- og félagsmálum sveitar sinnar. I hreppsnefnd hefur hann t. d. setið um árabil, og yfirleitt mjög komið við sögu hinnar margháttuðu félagsstarfsemi sveitar sinnar. Og þar var Steini aldrei neinn hálfdrættingur frekar en annars staðar, aldrei félagsmaður aðeins að nafninu til, heldur starfandi af lífi og sáí, enda tíðast í stjórn eða stjórnarnefndarformaður í þeim félögum, er hann var í. Þótt ég hafi fyrst átt samleið með Steina á Valdastöðum, eftir að mesti annadagur lífs hans var hjá liðinn, þá hef ég þó glögglega reynt það, að sá fé- lagsskapur, er Steini stendur fyrir, er ekki hætt við að logn- ast út af. Hann er manna lægn- astur að vekja áhuga og hvetja til starfa, sem stafar bæði af hans eigin áhuga og frábærri lipurð hans og prúðmannlegri framgöngu, sem hvergi bregst. Nokkru áður en ég kynntist Steina, var hann hættur bú- skap, enda konan orðin heilsu- laus. Hafði hann þá fengið jörð sína í hendur dætra sinna og tengdasona. Býr nú dóttir hans Ásdís, ásamt manni sínum Ólafi Ág. Ólafssyni á Valda- stöðum, en önnur dóttir hans, Kristín, með manni sínum, Grími Gestssyni á Grímsstöð- um, sem er nýbýli úr Valda- stöðunum. Á seinni árum hefur Steini svo verið að draga sig smátt og smátt út úr öðrum athafna- og félagsmálum, beðist undan kosningu til ýmissa félagsstarfa. Ekki stafar þetta þó af því, að Steini Guðmundsson áhugi hans hafi rénað á félags- málum sveitar sinnar, heldur af því, að hann hefur talið það eðlilega þróun, að hinir eldri vikju fyrir þeim yngri. Eitt er þó það starfið, sem Steini hefur ekki komizt undan að gegna fram til þessa, og ætla ég að vona, að hann eigi eftir að gegna því um mörg ár enn þá, því að engan veit ég til þess hæfari en hann. Þetta er starf hans í þágu kirkju sinnar. Um fjölda ár hefur hann verið meðhjálpari og sóknarnefndar- formaður Reynivallakirkju, og gegnt því starfi af slíkri um- hyggjusemi, árvekni og áhuga, að á betra verður ekki kosið. Enda sýnir bæði kirkjan það og kirkjugarðurinn, að þar hef- ur verið fjallað um af um- hyggjusömum huga. Hygg ég, að vandfundinn sé kirkja og kirkju garður í fámennri sveitasókn, sem betur er umhirt og meiri sómi sýndur en kirkjan og kirkjugarðurinn á Reynivöllum. Og þótt Steini hafi vissulega ekki unnið það allt einn, þá vita það allir, sem eitthvað til þekkja, að það er áhugi hans og umhyggja, sem mestu um ræður. Um leið og ég flyt þessum góða vini mínum heillaóskir mínar á þessu merkisafmæli hans, þakka ég honum óeigin- gjarnt starf hans í þágu kirkju okkar. Eg þakka honum einnig fölskvalausa tryggð hans og vináttu í minn garð og fjöl- skyldu minnar, og bið honum blessunar Guðs á ókomnum árum. Kristján Bjarnason Reynivöllum. ★ Steini verður ekki heima á afmælisdaginn. Kvenfólk UM 1945 uppgötvaði kven- fólkið nýja íþrótt: fall- hlífastökk. 8000 konur í löndum Vestur-Evrópu hafa nú helgað sig þess- ari íþrótt. Hin glæsilega, franska kona, Odette Rousseau-Balesi, er heims- frægur fallhlífarstökkv- ari. Hún á hæðarmet í frjálsu stökki úr 27,000 feta hæð, þ. e. a. s. hún stekkur út úr flugvél í 27,000 feta hæð, lætur sig falla eins og stein 24,000 fet og opnar fallhlífina þegar hún er 3,000 fet yfir jörðu. 1 Vestur-Þýzkalandi hafa aðeins 57 konur fengið leyfi til að stunda fallhlífarstökk, þar á meðal Erika Obermayer frá Oberhausen. Hún vinnur í fallhlífaverksmiðju nálægt Heidelberg. Hvers vegna hef- ur hún kosið sér þetta tóm- stundastarf, sem sýnist svo hættulegt? Um hvað huggar hún, þegar hún þýtur áleiðis til jarðar? Er hún hrædd eða taugaóstyrk? Erika segir: Draumurinn varð að veruleika — Mig langaði til að fljúga, Erika Obermayer býr sig undir stökk. Hoppa af kæti í fyrstu varð ég hrædd, hræðilega hrædd. Síðan hef ég stokkið 53 sinnum og finn ekki til hræðslu. Satt að segja hoppa ég af kæti, þegar ég stend á væng lítillar flugvélar skömmu fyrir stökkið og horfi til jarðar. Svo stekk ég út í tómið; ógnarsterkur loft- straumur frá flugvélinni læs- ist um mig og ég þarf að strita til að koma mér á réttan kjöl. Og ég hrapa smátt og smátt, 150 fet, 500 fet Og þá 600 fet. Þrátt fyrir fallhraðann get ég flogið eins og risavaxinn fugl, í vissum skilningi, bara með ann daginn, og veit hvernig fallhlífar eru byggðar upp og að sífellt er verið að endur- bæta þær. Líka kvenmannsíþrótt Margir eru þeirrar skoðomar að fallhlífarstökk sé eingöngu karlmannsíþrótt. Hversvegna? Areynslan við fallhlífarstökk eru ekki kvenmannslíkama Of raun. Þau krefjast hugrekki, lipurðar og lagni. Þess er einn ig krafizt af sundmönnum, sem, stökkva af háum brettum. 1 fallhlífarkeppnum er venjulega stokkið úr 2400, 3000 eða 4500 feta hæð, eftir af himnum ofan Lendingin er erfiðust. Myndin er af ungum f allhlífarstökkvara, sem flæktist í böndunum I lendingu, og muiraði mjóu að illa færi. fljúga sjálf, í stað þess að sitja í stórri flugvél sem farþegi. Þegar ég varð svifflugmaður, nálgaðist ég þessa löngun mína. Dag nokkurn var okfcur kennt að brjóta saman fallhlíf. Hvers vegna skyldi ég ekki láta • draum minn verða að veruleika: að svífa í loftinu í fallhlíf og láta stjórnast af þyngdarlögmálinu. Ég fór á fallhlífarnámskeið. Þegar ég var átján ára gömul, hafði ég stokkið átta sinnum út úr flugvél með fallhlíf á bakinu. því að hreyfa höfuðið og hend urnar. Á þeim augablikum gleymi ég því gersamlega að ég er mannleg vera . . . Þá er hraðinn orðinn um 150 mílur á klukkustund og ég opna fallhlífina; snöggur kipp ur og risastór fannhvít regn- hlíf með 24 strengjum opnast yfir höfði mér og ber mig hægt til jarðar. Hvort ég sé hrædd um að fallhlífín opnist ekki? Satt að segja hef ég aldrei hugsað um þann mögu- leika. Ef til 'vill stafar það af því að ég vinn í fallhlífarverk smiðju; sit við teikniborð all- atvikum, og fallhlífin er opn- uð eftir 15 til 20 sekúndur. Dómari er í flugvélinni og þrír hlutlausir áhorfendur á jörð- inni, sem fylgjast með hverri hreyfingu fallhlífarstökkvar- ans og taka tímann á skeiðúr. Hin minnsta töf, slæm staða í loftinu eða ónákvæmni á nið- urleið, er skráð niður. Góður stökkvari getur stýrt fallhlíf sinni, þannig að hún falli til jarðar í lóðréttri línu, án nokk urra hliðarsveifla. En það þýð ingarmesta og jafnframt það erfiðasta er að lenda og fara yfir markið á jörðinni. Áttræður á morgun: Steini Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.