Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22 Wkt. 1961 M O K C 11 rv B T. 4 ÐIÐ o ^4* 4* flA/rn^rvif CD(S? fær hækkun á árstekjum, sem nema 24 þús. kr. — '■Sl — I>að var formaður flug- mannafélags SAS, J. C. Mort- ensen, flugstjóri, sem fyrstur vakti athygli á þessum tölum. ÞEGAR flugmaður hjá SAS óskar eftir því að skipta um ffugvél til þess að fá 24 þús. kr. (ísl..) launahækkum á ári — kostar það félagið liðlega 800 þúsund kr. til viðbótar. Það er reikingurinn, sem SAS verður að greiða fyrir þjá'lfun eins flugmanns á DC-8 þoturn ar. — •* — H| Fjárhagsvandræði SAS hafa mikið verið til umræðu á Norð urlöndum að undanförnu og ríkisstjórnir landanna þriggja, SAS greiðir 1,3 millj. kr. fyrir þjálfun hvers flugmanns DC-8 er eftirsóknarverðust. sem standa að þessari flugsam steypu verða enn að leggja fram hundruð millj. kr. til þess að forða félaginu undan hamrinum. Síðla sumars var áætlað, að rekstrartap SAS yrði um 840 millj. fcr. á þessu ári, en nú þykir sýnt, að það verði enn meira. Astæðurnar eru marg- ar: fyrst og frernst hafa nýju stóru farþegarþoturnar reynst æði kostnaðarsamar, flutning ar hafa ekki vaxið jafnmikið og búizt var við — og tog- streita milli landanna þriggja innan stjórnar félagsins hefur valdið óhagkvæmni í rekstri á mörgum sviðum. — ** — Nýlega urðu forstjóraskipti Og vænta menn, að nú verði farið inn á nýjar leiðir — sparnaðarleiðir. Rökstur fé- lagsins hefur verið endurskoð aður og margt fróðlegt hefur komið í ljós. Það vakti meðal annars at hygli hve kostnaðarsamt það er að þjálfa áhafnirnar á nýju þoturnar. Það kostar hvorki meira né minna en 540 þúsund krónur að þjálfa hvern flugmann á Caravelle- þoturnar. Og þegar þeir eru búnir að fljúga Caravelle í þrjú ár er þeim samkvæmt samningi heimilt að óska þess að komast á DC-8 þoturnar og er það skylda félagsins að verða við þeim óskum ef kost ur er. — •* — En það kostar félagið lið- lega 800 þús. kr. að þjálfa flugmann á DC-8 þoturnar. A þremur árum verður félagið því að greiða 1,34 millj. kr. til grundvallarþjálfunar hvers flugmanns, en auk þess kost ar reglúbundin hálfs árs „við halds-þjálfun“ félagið ógnar- mikið fé. «— En flugmaðurinn A fundi með félögum sínum beindi hann þeim tilmælum til þeirra, að Caravelle-flugmenn, sem öðluðust rétt til þess að kref jast þess að komast á DC-8 færu sér hægt og biðu þess, að félagið þarfnaðist fleiri DC-8 flugmanna. — Félagið tapar svo margfallt meira á þessu en við græðum, að við verðum að gefa því gaum. Það hlýtur að vera hagur okk ar allra, að SAS geti starfað á- fram — og það verði ve1 stætt flugfélag. En nú á það í mikl um fjárhagsörðugleikum — og það er m.a. undir okkur komið hvernig því gengur að ná sér á strik aftur. Hagur félagsins er okkar hagur — og þess vegna verðum við að vera hógværari í okkar kröfum en við höfum verið, sagði flug- stjórinn. Hann hefur líka beint þeim tilmælum til stjórnar SAS, að hún geri einhverjar ráðstaf- anir til þess að það verði ekki jafneftirsóknarvert og það er nú að fara af Caravella yfir á DC-8. — •* — En flestir spyrja sennilega hvernig standi á því að þjálf un flugmanna sé svona óskap lega kostnaðarsöm. Astæðan er einfaldlega sú, að þegar flugmaðurinn hefur lokið sínu námi þarf hann að fá ákveð- inn fjölda æfinga-flugtíma í viðkomandi flugvélargerð. Og það kostar tugi þúsunda á klst. að fljúga þessum risa- þotum fram og aftur um loft- in blá til þess að láta flug- manninn venjast handtökun- um. MMMMl Caravella flýgur hátt, en hún er samt ekki í hæsta Iaunafolkki. I Jökull Pétursson, „Sprek“, ljóð og stokui eftii Jökul Pétursson JÖKULL Fétursson málarameist- ari í Reykjavík hefur gefið út snotra litla bók. sem hann kallar „Sprek“. Geymir hún ljóð og stökur sem Jökull hefur ort við ýmis tækifæri á liðnum árum. Eru Ijóðin og stökumar alls 75 talsins, en bókin 66 bls. þ 1 formála segir höfundur m.a.: „Það sem hér birtist eru eink- um tækifærisvisur og stutt kvæði, sem til hafa orðið að einhverju gefnu tilefni í önn dags ins, eins og tíðast er um íslenzk- an alþýðukveðskap. Leitast er við að haida hinu gamla, hefð- Ibundna ljóðformi, og verður að skeika að sköpuðu um það, hvernig til hefir tekizt. Efni bókarinnar er að mestu tínt saman af gömlum minnis- Iblöðum, en sumt þó sótt til kunn- ingja, sem munað hafa. þó ég væri búinn að gleyma ....“ Bókin er tileinkuð. eiginkonu höfundar. Svövu Ólafsdóttur. Kápumynd gerði Sæmundur Sig- urðsson málarameistari, en prent un annaðist prentsmiðjan Hólar. Hér er staka eftir Jökul sem hann nefnir „Við legubekkinn": Ef að guð þér gæfi mál ^ svo gætum rabbað saman, ; yrði kannske einhver sál 1 undarleg X framan. Tillaga til þingsályktunar um veðtryggingu lífeyris A FÖSTUD. var úthl. á Alþingi þingsályktunartillögu, er próf. Ölafur Björnsson flytur, er fjall- ar um veðtryggingu lífeyris. „Alþingi ályiktar að skora á rlkisstjórnina að láta fara fram athugun á því. hvernig fram- kvæma megi veðtryggingu frjálsra lífeyristrygginga, bæði lífeyrissjóða verkalýðsfélaga og ennarra lauraþegasamtaka og líf- eyristrygginga á vegum eirastakl inga. Verði niðurstöður þær lagðar fyrir Alþingi það, er nú situr. ef tími vinnst til, ella fyr- ir næsta reglulegt Alþingi." Eykur sparifjármyndun. 1 greinargerð með tillögunni er þess getið. að sá skortur á fjármagni til uppbyggingar at- vinnuveganna, sem löngum hef- ur verið helzta efnahagsvanda- mál íslendinga, orsakist öðru fremur af sírýmandi verðgildi peninga að undanförnu, þar eð ónóg sparifjármyndun verður af þeim sökum. „Ein mikilvægasta hrvöt manna til að spara er sú, að tryggja sér úti skilfi fabda skilti vurumerki umbiidir bnkakapur saldþr ykk !Mjg,ýEí,[19| 11 Skólavörðustíg 16 verður opin fyrst um sinn frá kl. 2 á daginn. viðunandi lífsviðurværi, eftir að starfsorkan er þrotin. Þetta gera menn með aðild að lífeyrissjóð- um eða því að kaupa sér lífeyr- istryggingu í einni eða annarri mynd. í nágrannalöndum okkar eru slíkar frjálsar lífeyristrygg- ingar mikilvægur þáttur í þeirri sparifjármyndun er á sér stað.“ Þá segir, að þegar séu lífeyris- sjóðir á vegum hins opinbera þegar 1 raun og vem veðtryggð. ir. þar eð ríkið leggi þeim til það, sem á vantar, til þess að þeir geti staðið uradir hækkun lífeyriisgreiðslna til samræmis við hækkandi verðlag. Ennfremur segir í álýktuninni, að íslenzka þjóðfélagið hafi ekki efni á. að svo mikilvæg sparnað- arhvöt, sem fyrirhyggjan fyrir ellinni er, sé raunverulega löm- uð. En svo hljóti að verða, með- an frjálsar lífeyristryggingar eru ekki veðtryggðar. En ef takast roætti að auka sparifjármyndun, á þann hátt. sem gert er ráð fyrir í tillögunni. mundi það eiga giftudrjúgan þátt í að hamla gegn aukinni verðbólgu. Fermingar í dag Ferming i Hallgrímskirkju: 22. okt. kl. 11 f.h. (Séra Sigurjón Þ. Árnason) Stúlkur: Petrína Kristín Pétursdóttir, Skeiðar- vogi 101 Drengir: Ami Einarsson, Hólmgarði 1 Birgir Viðar Halldórsson, Smyrilsv. 29 Halldór Viðar Halldórsson, Smyrilsv. 29 Guðjón Gestsson, Asgarði 37 Vilhjálmur Guðbjörnsson, Snorra- braut 34. Ferming í Dómkirkjunni 22. október. kl. 10:30 fJt. (Séra Gunnar Árnason) Stúlkur: Auður Helga Hafsteinsdóttir, Soga- vegi 166 Birna Sigríður Björnsdóttir, Meltröð 8, Kópavogi Hrefna Sigurgeirsdóttir, Melgerði 10, Kópavogi. Jóhanna Guðmundsdóttir, Þinghóla- braut 12, Kpv. Kolbrún Guðmundsdóttir, Vallartröð 7, Kópavogi Rannveig Kristín Hafsteinsdóttir, Soga vegi 166 Sigrún Guðmundsdóttir, Sólheimum 23 Stefania Baldursdóttir, Akurgerði 11 Þorbjörg Jónsdóttir, Teigagerði 1. Drengir: Bjami Axelsson, Kársnesbraut 58, Kpv Björgúlfur Sigmar Björgúlfsson, Langa gerði 104 Ný gullsmíðaverzlun OPNUÐ hefur verið ný gtill- smíðaverzlun að Laugavegi 58, 3. hæð Er það Andrés Bjarnason, gullsniiður, sem í fyrsta sinn opnar verzlun með smíðisgripi sína. Áður seldi hann gripi sína í ýmsum verzlunum bæjarins, að allega Franok Michaelsen og Jóhannesar Norðfjörð. Andrés Bjarnason stundaði gullsmíðanám hjá Aðalbirni Pét urssyni og hefur unnið við gu-11 smíðar X fullan áratug, einkum smíðað hálsmen, ormbönd, briraea ae fleira Verzlun Andrésar mun jafnan hafa fyrirlig.gjandi mikið af alls konar gripum úr gulii og silfri, sem hentugir eru til gjafa. Einn- ig tekur hann að sér að smíða sérstaka hluti eftir pöntun og í samræmi við óskir einstakra við skiptavina, og er afgreiðslufrest ur pantananna stuttur. Verzlun Andrésar er lítil og látlaus, og er verkstæði hans inn af verzluninni. Tvö sýningarborð eru í verzluninni þar sem við- skiptavinir geta virt fyrir sér þá smiðisgcipi, sem á boðstólum eru. Bragi Baldursson, Kópavogsbraut 38, Kópavogi Gísli Guðmundur Axelsson, Alfhóls- vegi 33, Kópavogi. Hallgrímur Axelsson, Kársnesbraut 58, Kópavogi. Kjartan Sigurgeirsson, Melgerði 10, Kópavogi. Kristján Gunnarsson, Langagerði 44 Magni Sigurjón Jónsson, Teigagerði X Orlygur Antonsson, Stigahlíð 26 Háteigspr estakall: Ferming í Dómkirkjunni 22. október, kl. 2 e.h. (Séra Jón Þorvarðsson) Stúlkur: Asta Sigríður Björgvinsdóttir, Stan^* arholti 36 Erna Eiríksdóttir, Barmahlíð 14 Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, Drápu- hlíð 27 Sigríður Guðrún Birgisdóttir, Stiga- hlíð 16 Drengir: Bragi Jónsson, Stangarholti 32 Haraldur Helgason, Háteigsvegi 18 Heiðar Þór Bragason, Hólmgarði 35 Hilmar Jón Bragason, Hólmgarði 38 Kristján Grétar Schmith, Barmahlíð 18 Valur Stefán Asgeirsson, Bólstaðar- hlíð 10 Þorsteinn Jónsson, Stangarholti 32 Ferming í kirkju Óháða safnaðarins kl. 2 e.h. (Séra Emil Björnsson) Stúlkur: Margrét Guðmundsdóttir, Suðurlands braut 62 Sigrún Edda Gestsdóttir, Digranesvegl 42a, Kópavogi Drengir: Björn Guðjónsson, Frumskógum 10- Hveragerði Gunnar Guðmundsson, Suðurlandsbr. 62 Jónas Hafsteinn Marteinsson, Stór- holti 18 Ferming í Hallgrímsklrkju 22. október. kl. 2 e.h. (Séra Jakob Jónsson) Stúlkur: Guðfinna Björg Halldórsdóttir, Kára- stíg 5 Hrafnhildur Elka Armannsdóttir, Ei- ríksgötu 13 Olöf Steinunn Eysteinsdóttir, Asvalla- götu 67 Rannveig Hjaltadóttir, Eskihlíð 12 Drengir: Kristján Jóhannsson, Bugðulæk 7 Símon Smári Halldórsson, Reykjane* braut 43 Steingrímur Gunnarsson, Hlíðarvegi 8 Kópavogi Þorleifur Sigurðsson, Mánagötu 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.