Morgunblaðið - 24.10.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.10.1961, Qupperneq 1
24 síður 48. árgangur Bjarni Benediktsson kosinn formaður Sjálfsíæðis- flokksins Gunnar Thoroddsen varaíormaður Glæsilegum landsfundi Sjálf- stæðisflakksins lokið LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins lauk á sunnudagskvöld, með samþykkt stjórnmálaályktunar, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Á lokafundinum fór fram formannskjör. Var Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins, og Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð- herra, varaformaður. Báðir voru þeir kosnir nær einróma af hinum geysifjölmenna fundi, í skriflegri kosningu og án þess að uppástungur væru gerðar. Mikill einhugur ein- kenndi öll störf Landsfundarins og formaður og varafor- maður voru hylltir ákaft af fundarmönnum, er úrslit kosn- inganna voru kunngerð. Samhugur og skilningur ein- kennir störf Sjálfstæðismanna 1 þingslitaræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjáifstæðisflokksins, m. á.: „Þessi landsfundur er fjöl- mennari en aðrir fundir til þessa og fundasókn stöðugri og meiri en á nokkrum öðrum fundi. Það sýnir áhuga og skilning á því, að fulltrúarnir eru hingað komn- ir til að leysa mikil og vegleg vcrkefni. Eg þakka öllum, sem undirbúið hafa fundinn, einkum fram- kvæmdastjóra og starfsliði Sjálf- stæðisflokksins, en alveg sérstak- lega þakka ég þeim, sem hingað hafa komið um langan veg úr ölium byggðum landsins Og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Hér eru ungir menn og gamlir, ríkir og fátækir. Hér eru ekki allir sammála i einstökum atriðum, en hér hefur það samt sannazt í verki, að menn geta unnið sam- an þótt sjónarmiðin séu ekki að öllu leyti hin sömu. Við eigum í harðri baráttu, ekki til að undiroka aðra, heldur til að efla með þjóðinni þann sam hug og skilning, sem einkennir öll störf Sjálfstæðismanna. Það er þessi bróðurandi, sem íslenzka þjóðin þarf fyrst og fremst á að halda. Þennan gróanda þurfum við að kappkosta að rækta og vera minnugir þess, að hagur Sjálfstæðisflokksins og þjóðar- heildarinnar fer saman í bráð og lengd.“ Að lokum óskaði formaður Sjálfstæðisflokksins þeim fundar- mönnum, sem langt væru að komnir, góðrar heimferðar. Hann bað menn síðan að minnast fóst- urjarðarinnar. Risu menn úr sæt- um og hylltu Island með kröftugu húrrahrópi. Stjórnmálaályktun rædd Kl. 10 á sunnudagsmorgun var landsfundi haldið áfram. Þá flutti Davíð Olafsson, fiskimálastjóri, framsögu fyrir stjórnmálanefnd Og síðan voru umræður um til- lögu nefndarinnar og tóku þessir til mais: Gunnar Helgason, er- indreki, Gísli Jónsson, alþingis- maður, Gunnar G. Schram, rit- stjóri, Ingólfur Möller, skipstjóri, Jósafat Arngrímsson, Helgi Formaður og varaformaffur SjáJfstæffisflokksins, Bjami Benediktsson (t. h.) og Gunnar Thor- oddsen (t. v.) Tryggvason, kennari, og Sigurður Magnússon, kaupmaður. A þessum fundi var fundar- stjóri Þor Vilhjálmsson, formað- ur sarnbands ungra Sjálfstæðis- manna, en fundarritarar voru Einar H. Eiríksson, Vestmanna- eyjum, og Haraldur Jónasson, Stykkishólmi. Fundi var frestað kl. 12. Kjör formanns Kl. 2 e.h. var fundi haldið á- fram. Þá var fjörinn fundarstjóri Jón Pálmason, alþingismaður frá Akri, en fundarritarar þeir Guð- mundur Jónsson, Hvanneyri, og Garðar Pálsson, Reykjavík. Fund urinn hófst með kjöri formanns Sjálfstæðisflokksins. Var at- kvæðaseðlum útbýtt og kosning hafin, án þess að uppástungur væru gerðar um formann. Að kosningu lokinni héldu umræður um stjórnmálaályktun lands- fundarins áfram, meðan talning atkvæða fór fram. Atkvæðatalningin tók tæpan hálftíma og þá tilkynnti fundar- stjóri úrslit kosninganna. Hafði Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, verið kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins nær ein- róma. Við þær fregnir risu fund- armenn úr sætum sínum og hylltu hinn nýja formann ákaft með langvinnu lófataki. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisílokksins, steig þá í ræðustólinn og þakkaði það mikla traust, sem sér hefði verið sýnt, en sér hefði líka verið lagð- ur mikill vandi á herðar. ,,En ég mun gera allt, sem í mínu valdi stendur til þess að vinna að framgangi hugsjóna Sjálfstæðisflokksins, og ég vona að mér auðnist að verða þess trausts verðugur, sem þið hafið sýnt mér,“ sagði forsætisráðherra. Kosning varaformanns Þessu næst var gengið til kjörs varaformanns Sjálfstæðisflokks- Framh. á bls. 23. * 9 8tór gos í Oskju — * «*• 3 * Ognarsprengja Krúsjeffs — sjá bís. 15 ilvað segja „friðardúfurnrar44? sjá bts. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.