Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. okt. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 3 ♦ smmmmmmm lll ^ ..... .-jy.v.'.v.y.v.v.w.v.; : : . <■ "■ ' Gosið kom fyrirvaralaust. Þeir Guðmundur Sigvaldason og: dr. Tómas Tryggvasorr aetluðu að fara að taka mynd af steininum fremst á myndinni, sem er 40—59 í gosinu á þriðjudag. Á hlaupunum undan grjótregninu smellti Guðmundur þessari mynd. kg. og hafði borizt um 100 m, hvernig hverimir kurrna að breyta sér. Þessi getur þorn- að upp og fleiri myndast. En það er sennilegt að komið sé nokkuð djúpt op þarna niður. Hvað gerist næst veit maðux ekki. En það er ákaflega mik ils virði að fylgjast svona vel með þróuninni. Nú hefur kom ið svona stór goshver viku eftir að leirhverrinir mynd- uðust, þetta er allt í örri þró- un, og gaman verður að vita hvað gerist eftir viku. — Helzt hefði þurft að liggja þarna við og fylgjast með hegðun hversins. bætti Guðmundur við — E. Pá. hraungosið væri að koma, sögðu þeir, en við sjáum ekki eftir að hafa verið þama núna þegar skrekkurinn er horf- inn. Á föstudag sást frá Baldurs heimi í Mývatnssveit reykur inn í Öskju og sennilegt að þá hafi annað gos verið. En þeir Tómas og Guðmundur óku alla leið til baka á föstu- dagsnótt. Hvað verður eftir viku? Þetta er allt í fæðingu þarna innfrá, sagði Tómas Tryggvason. Maður veit ekki Umbrotin í örri þar inn frá KL. 2,35 e. h. á fimmtudag varð gos í Oskju, þegar nýr hver þeytti leðju og grjóti yfir 100 m. upp í loftið. Mun þama vera alhæsti goshver sem til er í veröldinni um þessar mundir. Þeir Tómas Tryggvason. jarðfræðingur og dr. Guðmundur Sigvaldason, jarðefnafræðingur. urðu vitni að þessu gosi. Stórkostlegt, sögðu þeir báðir er. blaðamað ur Mbl. átti tal við þá í gær. Það var eins og allt ætlaði um koll að keyra. Á eftir lá 3 kg. steinn t. d. i 100 m fjar- lægð og leðjan sem frá hvern um rann var að magni á við Elliðaárnar, Þó ekki kæmi hnaun enn eru umibrotin í Öskju í mikilli og örri þróun. Þeir Tómas og Guðmundur fóru norður í Mývatnssveit í síðustu viku til að taka kísil- sýnishorn úr Mývatni. er senda á út til rannsóknar. Á miðvikudag var vatnið lagt og notuðu þeir því tímann til að fara inn í Herðubreið- arlindir um kvöldið og í birt- ingu á fimmtudagsmorgun í Öskju. Grjót og lelrslettur féll volgt niður í snjóinn 100 m. fjarlægð og bræddi sig niður í gegnum snjófölið. 50 kg. steinn barst 100 m. Er þeir komu þangað sáu þeir að þar hafði orðið mikið hveragos á þriðjudag, lágu hnullungar ofan á snjónum. sem fallið hafði aðfaranótt þriðjudags. Hafði grjó.tregnið náð nær 100 m. niður á hraun ið og um 300 m. til suðurs, en gosið hafði orðið utan í hól undir austurhlíð fjall- garðsins, þar sem aðeins var lítið gosauga vi'ku fyrr, er dr. Sigurður Þórarinsson var þarna inn frá. I þessu gosi hafði 40—50 kg. steinn t. d. kastast upp undir 100 m. leið Leirslóðin náði upp umdir km. til suðurs. Þeir félagar tóku sýnishom úr hvernum sem sletti leðju 3—4 m upp í loftið, og settu efni í þau til að binda loft- tegundir. Síðan héldu þeir niður að Víti, þar sem ekki sást nein breyting. Á leiðinni til baka ætlaði Guðmundur að taka mynd af stóra steinin- um með hverinn í baksýn. Setti hann öxi við hliðina á honum, til að sýna stærðina. Hlupu undan grjótregninu. En rétt um leið og hann ætlaði að taka myndina. kom gosið alveg fyrirvaralaust. Leðja og grjót þeyttist yfir 100 m upp í loftið með drun- um. Þess má geta til saman- burðar að Geysir fer hæst 50—65 m, og Old Faithful upp í 60 m. Þeir félagar tóku til fótanna undian grjótregninu, en Guðmundur smellti þó af og sneri sér tvisvar sinnum við á leiðinni til að smella af aftur. Það eru myndirnar sem birtast hér á síðunni. Gosið varð kl. 14,35 og stóð í rúma mínútu. Rann á eftiir leðja að magni á við Elliðaárn ar frá hvefnum og út uhdir hraunið. Er þeir Tómas og Guðmundur sneru aftur til að sækja öxina, sáu þeir að um 3 kg. steinn lá þar sem Tómas hafði staðið. — Við héldum að Yfir 100 m. há súla af Ieðju og grjóti stóð upp í loftið. Guð- mundur sneri sér við og smellti af *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.