Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORGTJTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. okt. 1961 Vildum reyna aö bægja ógnuninni frá sagði Thor Thors á þingi 8Þ Kagnheiður Briem, mágkona Kristmanns, óskar honum til hamingju eftir bókmeimtakynning- una. Bak við þau standa, taiið frá vinstri: Frú Doris Briem, Eggert Briem, Helgi P. Briem, sendiherra og frú Steinunn, kona Kristmanns. Mikil aðsókn að bók- menntakynningu AB á verkum Kristmanns New York, 23. október. Einkaskeyti frá Siguröi Bjarnasyni. T H O R Thors, sendiherra, flutti í dag ræðu í stjórn- málanefnd SÞ um tillögu fjögurra Norðurlanda, Japan og Kanada um áskorun til Rússa að sprengja ekki fimmtíu megalesta sprengju sína. — Minntist hann fyrst hinna miklu umræðna um kjarnorkumálin á þessu þingi og hið alvarlega ástand í heiminum. 2500 SINNUM HIROSHIMA „Mitt í þessum umræðum hlýt- ur eitt sérstakt mál, sem hefir stórfellda þýðingu og hinar ör- lagaríkustu afleiðingar, að krefj- ast athygli okkar og aðgerða sér- staklega", sagði Thor Thors. Vitn aði hann síðan til ummæla Krús- jeffs forsaetisráðherra um áform- aða sprengingu fyrir lo(k októ- ber. Ef þessi fimmtíu megatonna sprengja yrði sprengd þýddi það að stórsprengjan hefði sprengi- magn á við 50 milljón lestir af TNT sprengiefni og væri tvö þús- und og fimm hundruð sinnum aflmeiri en Hiroshimasprengjan. Thor Thórs rseddi því næst um aðvaranir vísindamanna um all- an heirn gagnvart geislavirku ryki og afleiðingar þess fyrir komandi kynslóðir. Hann minnti á að fulltrúi Japans hefði á síð- asta fundi nefndarinnar Skýrt frá því að geislavirkni væri nú átta hundruð sinnum meiri í Japan en áður en Rússar hófu spreng- ingar sínar í haust. HVAÐ SKAL GERA? „I mínu eigin landi, Islandi, telja vísindamenn að geislavirkni hafi aukizt tvöhundruðfallt fyrir lok september. Við allt þetta bæt ist nú hin ægilega ógnun sem stafar af fyrirhugaðri sprengingu fimmtíu megatonna stórsprengju. Er nokfcuð að undra þótt við, sem landfræðilega yrðu næstir henni, lýsum því yfir að okkur er gert órétt eða erum jafnvel hræddir? Þegar við látum í ljós ugg okk- ar hugsum við ekki aðeins um Ökkar eigin þjóð. Við vitum að hættan mun fyrr eða seinna eða jafnvel strax bitna á öllu mann- NÚ er í athugun, hvort heppilegt sé aS sameina flugumferðarstjóm arsvæði Reykjavíkur, Prestwick Otg Shannon. Mál þetta var tekið tE umræðu á flugöryggisráð- stefnu Alþjóða flugmálastofnun- arinnar, sem nýlokið er í París. 34 MILLJÓNIR Flugmálastjórinn, Agnar Kofo- ed Hansen, sótti þennan fund á- samt ánustu samstarfsmönnum sínum, því þar bar margt á góma, sem snertir hagsmuni íslands. íslendingar milnu á næsta ári fá um 34 milljónir króna frá Al- þjóða flugmálastofnuninni fyrir flugumferðarstjórn, veðurþjón- ustu og öryggisþjónustu á N- Atlantshafi, en ef flugumferðar- stjórnarsvæði íslands, Skotlands og írlands verða sameinuð má e. t. v. búast við því að þessar greiðslur minnki. — Ráðstefnan mælti með því að stjórnír við- komandi landa könnuðu mögu- leika á sameiningu svæðanna undir eina stjórn og er líklegt kyninu. En hvað getum við gert í þessu tilfelli þegar okkur er hreinlega ógnað? Stórþjóðir gætu ef til vill mætt ógnun með nýrri ógnun. Mín litla þjóð hefur hvorki aðstöðu né löngun til þess. Það eina, sem við getum gert, er að reyna að bægja ógnuninni frá og senda áskorun þangað, sem hún kom frá“. Thor Thórs kvað þetta vera ástæðuna fyrir tillögu þeirri, sem Norðurlöndin, Kanada og Japan fluttu. Þessa tillögu yrði að taka til afgreiðslu tafarlaust ef það ætti ekki að verða of seint. ÍSLENDINGAR A MÓTI SPRENGJUM „Ef sterkur maður ógnar þér og þú getur ekki barizt, hvaða gagn væri þér að segja við sjálf- an þig: Gerir ekkert til, ég reyni fyrst að fá frið við alla aðra sterka náunga í heiminum? Hér er um að ræða aðkallandi mál, sem verður að taka afstöðu tií tafarlaust eða þá alls ekki. Við verðum að taka raunhæfa af- stöðu til þessa máls“. Thor Thórs sagði Islendinga alltaf hafa verið mótfallna öll- um kjarnorkusprengingum, einn ig sprengingum Frafcka í Sahara. Vitnaði hann í ræður sínar í stjórnmálanefndinni um þessi mál. Ræddi hann síðan enn um nauðsyn þess að nú yrði brugðið skjótt við gagnvart þeirri hættu, sem stafaði af fyrirhugaðri stór- sprengju Rússa. „Við skulum“, sagði hann, „taka fyrst það, sem fyrst er, reyna fyrst að bægja frá hætt- unni af fimmtíu megatonna sprengjunni og halda síðan á- fram af nákvæmni og jafnvægi að fjalla um indversku tillöguna um algert bann við kjarnorku- tilraunum, og taka jafnframt til athugunar tillöguna um samninga um þessi mál“. VIÐ SKULUM TALA . . . Að lokum sagði Thor Thórs: „Við háttvirta nefnd og allra góð viljaða menn viljum við segja iþetta: Hjálpið okkur til þess að taka þennan kaleik frá okkur og við munum sameinast ykkur um það að banna eitur, sem kann að vera í honum og seinna yrði boð- ið ykfcur öllum og öllu mann- kyni. Og umfram allt aðvörum við yður og leggjum að yður: Við skulum tala áður en sprengjan hefur talað“. að hún yrði í Prestwick. — Á- stæðan til þess, að nú er rætt um sameiningu svæðanna er ein- faldlega hinn vaxandi hraði flug- faranna og nýjar aðstæður, sem sæsiminn mun skapa. BANDARÍKIN GÁFU 43 MILLJÓNIR Flugmálastjóri bar þarna fram mikilsvert mál. Er það viðvíkj- andi hinu nýja stuttbylgju-fjar- skiptakerfi sem verið er að koma upp á íslandi. Óskaði flugmála- stjóri þess, að kerfi þetta yrði viðurkennt sem bót fyrir Atlants hafsflugið, því þegar hefur það sannazt, að flugvélar á N-Atlants hafsleiðum geta haft góð not af kerfinu. Voru tilmæli íslands samþykkt, þó með mótmælum Frakka. Eru nú möguleikar á að Alþjóða flugmálastofnunin taki þátt í rekstri kerfisins. Þetta er mikill útbúnaður og dýr, sem Bandaríkjamenn lán- uðu íslendingum fyrir nokkru — til 15 ára, eins og það heitir á pappírnum, en í rauninni er það ALMENNA bókafélagið hafði á sunnudaginn kynningu á verkum Kristmanns Guðmundssonar, skálds, í tilefni af sextugsafmæli hans. Bókmenntakynningin hófst kl. 2 e.h. í hátíðasal Háskóla tslands og var hvert sæti skipað í salnum, svo þeir sem komu í seinna lagi urðu að standa með veggjum gjöf, sem lauslega er metin á eina milljón dollara. FJÓRAR STÖÐVAR Verður komið upp fjórum stöðvum á landinu, en miðstöðin er á Reykjavíkurflugvelli. Ein þessara stöðva er þegar komin upp, á Fjarðarheiði. Tækin hafa verið sett upp til bráðabirgða í Vestmannaeyjum og á Vaðla- heiði, en á Skálafelli er unnið að því að koma fjórðu stöðinni í samband. — Eins og fyrr segir hefur kerfið reynzt mjög vel til fjarskipta við flugvélar og er munurinn stórkostlegur miðað við fyrri aðstæður. KOMIÐ í VEG FYRIR RINGULREIÐ Þeir Friðrik Diego og Arnór Hjálmarsson, sem voiu í íslenzku sendinefndinni, hafa greint Mbl. frá því, að eitt helzta vandamálið í flugumferðarstjórn á N-Atlants hafi væri nú, að loftið væri „yfir fullt“ af flugvélum og vegna aukins hraða og æ fleiri salarins. Skömmu eftir að kynn- ingin hófst, varð að opna dyrn- ar á salnum, því mannfjöldinn var þá orðinn svo mikill að margir urðu að standa frammi á gangi. Tómas Guðmundsson, skáld, setti bókmenntakynninguna og stjórnaði henni. 1 upphafi henn- ar flutti séra Sigurður Einars- flugfara væri talin nauðsyn á að korna upp nýju kerfi. Hefur ver- ið ákveðið að setja upp „brautir“ yfir hafið og skylda flugvélar til þess að fljúga eftir þeim, þegar þörf krefur — og hindra þannig, að ringulreið geti skapazt í flug- umfer ðarst j órn. Ránsmenn á ferðalagi BORGARNESI. 23. okt. — Þrír ungir menn vorvi á ferðalagi um helgina og óku um í Kópavogs- bifreið. Eitthvað munu þeir hafa verið illa útbúnir til langrar útivistar, því að í upphafi ferð- arinnar brutust þeir inn í sölu- búð við Hvítárvallaskála og náðu sér þar í tóbak og sælgæti. Síðar munu þeir hafa haldið nið ur í Borgarnes og stolið þar benzíni af tveimur bifreiðum. Þá óku þeir upp á Holtavörðuheiði og brutust þar inn í tvær eða þrjár bifreiðar rjúpnaskyttna. M. a. stálu þeir brennivíni, og e. t. v. hafa þeir stolið því víð- ar. Að lokum komust þeir norð- ur í Langadal, óku þar út af vegi, án þess að slys yrðu þó á mönnum. Var það á aðfaranótt sunnudags. Þar með komst mál- ið í hendur sýslumanns Hún- vetninga. og munu þeir þegar hafa játað nokkur brotanna. son í Holti snjallt erindi um Kristmann Guðmundsson og verk hans. Síðan var lesið úr verkum skáldsins. Valur Gíslason, leik- ari, las skemmtilega og stórvel- gerða smásögu. Helga Bachmann ieikkona, las nokkur ljóð eftir skáldið af tilgerðarleysi og inni- leika, sem hæfir ljóðunum vel. Síðan las Ævar Kvaran, leikari, kafla úr Þokunni rauðu. Loks las skáldið og afmælisbarnið sjálft kafla úr þriðja bindi sjálfsævi- sögu sinnar, Loganum hvíta. Auk upplestursins söng Krist- inn Hallsson nokkur lög, sem gerð hafa verið við ljóð Krist- manns. Undirleik annaðist Fritz Weisshappel. Bókmenntakynningin var hin ánægjulegasta, og betur sótt en dæmi eru til áður um slíkar kynningar, nema ef vera skyldi fyrsta bókmenntakynningin, sem AB efndi til. lán, en það var flutt á fyrstu dögum þingsins til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum, er út voru gefin 15. júlí síðast- Iiðinn. Er hér um að ræða svipaða fyrirgreiðslu og sjáv arútvegurinn hafði áður orð- ið aðnjótandi — og er þess vænzt, að hún komi bændum að mikilsverðum notum. ★ Nýr flokkur bankavaxtabréfa Landbúnaðarráðh., Ingólfur Jónsson, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og rakti fyrst efni frum- varpsins sem er í aðalatriðum þetta. Búnaðarbankanum er heimilað að taka upp nýjan flokk bankavaxtabréfa, sem not- uð sfculu til að „breyta í föst lán lausasfculdum bænda, sem hafa ekki fengið næg lán til hæfilegs tíma til framkvæmda sem þeir hafa ráðizt í á jörð- um sínum á ár- unum 1956-’60, að ^áðum árun- um meðtöldum.“ Lánin má veita til allt að 20 ára og verða vextir af bréf- unum 7 Vz % að viðbættu % % til Búnaðarbank- ans fyrir þá þjónustu, er hann veitir. Vé 1200—1300 umsóknir Sagði ráðherrann að með aðgerðum þessum væri bænd um gefið sérstakt tækifæri til að losna við ýmsar lausaskuld ir, sem þeir hefðu orðið að stofna til, oft með þung- um afborgunum og vöxtum. Gætu þessar skuldir orðið mun léttbærari, eftir að um- rædd breyting hefði átt sér stað. Vegna þrengsla í blaðinu verð- ur nánari frásögn af umræðun- um að bíða til morguns. Mikilsverður stuðn- ingur við bændur Ríkisstjórnin greiðir fyrir breytingu á lausaskuldum þeirra í föst lán I GÆR kom til 1. umræðu í I varp til laga um breytingu á Neðri deild Alþingis frum-1 lausaskuldum bænda í föst Verður flugumferðarstjórn is- lands á N-Atlantshafi lögð niður ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.