Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 i.anir r»i~nrnr p-— **•■ Byltingin frá degi til dags til að votta þeim virðingu sina. Höfðu þeir verið grafn- ir upp og voru síðan jarð- settir með viðhöfn. Jafnframt var því lýst yfir, að þeir hefðu verið teknir af lífi al- saklausir. BYI/TINGIN Þetta var í stuttu máli for- saga og aðdragandi uppreisn- arinnar fyrir fimm árum. Það er löng og flókin saga um svik, lygar, pyndingar, réttarmorð, ógnaröld lögreglu veldis, innbyrðis baráttu valdastreitumanna og algera undirgefni ungverskra vald- hafa við fyrirmæli foringj- anna í Moskvu. Meðan þess- um óhugnanlega skrípaleik fór fram, lifði ungversk al- þýða við skort og stöðugan ótta. Sagt er að nálega hver einasti Ungverji, jafnt valda- menn sem almúginn, hafi gengið með „bjöllu-óttann“, þ.e. óttann við að vera vakinn upp af dyrabjöllunni um miðja nótt og fluttur burt —• í nauðungarvinnu í Sovétríkjunum, í þrælabúðir, í fangelsi eða á aftökustað- inn. Dagar hinnar skammlifu byltingar voru hlaðnir eftir- væntingu, ótta, hugrekki, fórnarlund. Bak við hinar köldu og stuttorðu lýsingar blaða og útvarps af þessum atburðum liggur mikil og geigvænleg harmsaga, sem þeir einir getá gert sér fulla grein fyrir, er þátt tóku í harmleiknum. Orð og myndir lýsa því ekki nema að sára- litlu leyti, og samt varð ung- verska byltingin einn áhrifa- mesti viðburður í sögu Ev- rópu á þessari öld í hugum milljóna manna, og hefur þó margt sögulegt gengið yfir álfuna á liðnum sextíu árum. Sjaldan hefur óundirbúin og á ýmsan hátt handahófs- kennd bylting hrifið með sér heila þjóð svo snögglega og svo algerlega. Sjaldan hefur ofurefli vopna og mannafla verið beitt gegn varnarlítilli alþýðunni af jafn skefjalausu miskunnarleysi — og það í nafni stefnu sem státað hef- ur af því í meir en 40 ár að bera hag lítilmagnans fyrir brjósti. Aldrei fyrr var grím- unni svipt jafn eftirminni- lega frá hinni sönnu ásjónu kommúnismans. Aldrei á þessari öld hefur baráttan fyrir frelsinu verið jafn von- laus og hugprúð eins og í Ungverjalandi fyrir fimm ár- um — nema ef vera skyldi í Varsjá árið 1944, þegar Rúss- ar tóku höndum saman við erkifjandann um að þurrka út tugi þúsunda manna á rúmum mánuði. Hið heimskunna banda- ríska ljóðskáld Archibald MacLeish reit eftirfatandi orð um imgverska harmleik- inn, og gætu þau verið berg- mál af því sem Gísli Bryn- júlfsson skrifaði fyrir rúmri öld um sams konar viðburð á sama stað: „Við tölum ekki um ung- verska byltingu. Við tölum um ungversku hörmungarn- ar. Frá þeirri stund, þegar valdhafar kommúnismans í Búdapest hófu skothríð á varnarlausan mannfjölda og breyttu átökum sínum við ungversku þjóðina úr pólitísk um átökum, sem þeir gátu ekki unnið, í vopnuð átök, sem þeir gátu ekki tapað vegna hinnar rússnesku hjálp ar, frá þeirri stund var ó- hjákvæmilegt að imgverska byltingin yrði brotin á bak aftur. yeröldixx virtist líta svo á, að hún ætti ekki ann- an kost, að frátöldu kjarn- orkustríði, en sitja aðgerða- laus og horfa á það með hryllingi og viðbjóði, hvernig reiðri þjóð var markvisst og grimmilega tortímt með ofur efli liðs og samvizkulausum svikum. Það er vissulega skiljan- legt, að Bandaríkin beri kinnroða fyrir getuleysi okk- ar til að hafast nokkuð að í þessari martröð. Eigi að síður megum við ekki gleyma því í öllum hörmungunum og þjáningunni, að við skuldum ungversku þjóðinni meira en meðaumkun okkar. Við skuldum henni líka stolt okk ar og virðingu. Því ósigur hennar var einnig sigur. Þessir ungversku stúdentar og verkamenn og konur og vopnuðu börn hafa gert meira til að innsigla framtíð kommúnismans en herfýlki eða stjórnmálamenn höfðu gert á undan þeim. Þau hafa fórnað meiru og afrekað meira. Því það sem þau gerðu var að afhjúpa skefja- lausa hræsni kommúnismans fyrir augunum á allri Asíu, allri Afríku, allri heimsbyggð inni. Meðan til eru menn, hvar sem er í heiminum, sem muna morðið á ung- versku þjóðinni, munu Sovét ríkin aldrei framar geta tekið á sig gervi velgerðamanns mannkynsins. Hinar látnu hetjur Ungverjalands hafa svipt grímunni burt. Hendur þeirra halda á tætlum henn- ar í gröfunum“. ÞJOÐARMORÐIÐ í Ungverja- landi vakti furðu víða um heim og réttláta reiði í öllum löndum. 1 öllum helztu borg- um jarðarinnar utan áhrifa- svæðis kommúnismans komu mílljónir manna saman til að mótmæla þessum fáheyrða glæpi. Alls staðar þar sem So- vétríkin áttu sendiráð safnað- ist múgur Og margmenni til að láta í ljós gremju sína. Víða kom til átaka og á nokkrum stöðum var kveikt í sendiráðs- byggingum, t. d. í Luxemborg. 1 París var kveikt í aðalstöðv- um franska kommúnistaflokks ins þar sem ritstjórnarskrifstof ur kommúnistablaðsins „L’ Humanité' ‘eru til húsa. I Dan- mörku tók öll þjóðin (nema kannski einhverjir kommún- istar) þátt í fimm mínútna þögn í samúðarskyni við ung- versku byltinguna. 1 Lundún- um ger.gu stúdentar með svört sorgarbönd um handlegginn, og 600 gestir, sem boðið var í sendiráðið þar vegna afmælis rússnesku byltingarinnar, sátu heima. Sömu sögu var að segja úr flestum rússneskum sendi- ráðum í heiminum, einnig hér á Islandi, þar seih engir nema kommúnistar létu sjá sig. Mörgum fannst sem Sam- einuðu þjóðirnar hefðu brugð- izt skyldu sinni í ungversku byltingunni. Dag Hammar- skjöld fór þess á leit að sér- stök rannsóknarnefnd Samein- uðu þjóðanna fengi leyfi til að heimsækja landið og athuga allar aðstæður, en þeirri beiðni var synjað, og Hamm- arskjöld fékk ekki einu sinni sjálfur að koma til landsins. Salvador de Madariaga, hinn kunni spænski rithöfundur sem lifað hefur landflótta síð- an Franco kúgaði spænsku þjóðina undir sig, sagði m. a.: „Hvers vegna senda Samein- uðu þjóðirnar ekki Sovétríkj- unum úrslitakosti og krefjast heimkvaðningar rússnesku her sveitanna frá Ungverjalandi 23. okt. Stúdentar í Búdapest koma saman til að láta í ljós samúð með hinni nýju stjórn Póllands, sem Krúsjeff hafði reynt að steypa úr stóli. Mannfjöldinn hrópar: „Málfrelsi!** ,,Trúfrelsi!“ „Við munum aldrei verða þrælar!“ Vopnlaus mannfjöldinn heldur til útvarpsstöðvarinnar í Búdapest, þar sem öryggislögreglan hóf skot- hríð á hann. Óeirðirnar hefjast. Um kvöldið er risalíkneskjunni af Stal ín steypt af stalli og hún brotin. 24. okt. Tíu þúsund rússneskir hermenn koma til Búda- pest með skridreka og brynvagna. í>essir hermenn ásamt öryggislög- reglunni strádrepa mannfjöldann fyrir framan þinghúsið. Bardagar hefjast um alla borgina. Ungverski herinn dreifir vopnum til frelsis- innan viku og tafarlauss vopna hiés? Hvers vegna senda Sam- einuðu þjóðirnar ekki gæzlu- lið til Ungverjalands? Er það vegna þess að Bandaríkin og Bretland afhentu Sovétríkjun- um Ungverjaland í Yalta? Ef svc er, hafa þá ekki Sovétrík- in fyrirgert þeim rétti sem þau fe.ngu með þeim óheillavæn- lega sáttmála? Eða er það af ótta við allsherjarstríð og vetn issprengjuna? Ef svo er, hvers vegna skyldu Sovétríkin ekki vera jafn hrædd og við? Sovét- stjórnin getur ekki treyst sínu eigin fótgönguliði. Þess vegna var þessi mergð af skriðdrek- um send á vettvang. Geta vest ræn ríki þolað þá vitneskju, að einustu mennirnir sem barizt hafa fyrir frelsi Ungverja- lands, auk Ungverja sjálfra, hafa verið rússnesku liðhlaup- arnir? Er trú vestrænna ríkja á frelsið svo veikburða, að þau sjái ekki vonina um að frelsa Austur-Evrópu og jafnvel So- vétríkin sjálf undan kommún- ismanum, ef þau taka ákveðna afstöðu nú og koma í veg fyrir morðið á ungversku þjóð- inni? '* Kommúnistaheimurinn fór ekki heldur varhluta af þeim hræringum. sem ungverska byltingin olli um heim allan. Starfsmenn ungverskra sendi- ráða viða um heim gengu úr þjónustu kommúnista. í Aust urríki og mörgum löndum öðr- um gengu stórir hópar manna úr kommúnistaflokknum. Margir franskir kommúnistar voru sem þrumu slegnir. „Þið þurfið ekki að spyrja mig hvað ég segi um dráp á verkamönn um“, sagði franskur málm- steypumaður úr kommúnista- flokknum. Helzti rithöfundur franskra kommúnista, Jean- Paul Sartre, gekk úr flokknum með allt annað en hlýjum kveðjum. 1 Englandi gerðist það m. a. að „Gabriel“, sem verið hafði skopteiknari komm sveitanna. Kommúnistaforinginn Ernö Gerö, sem kvatt hafði Rauða herinn á vettvang, fer frá völdum og við tekur Imre Nagy. Uppreisnarmenn krefjast þess að rússneski herinn hverfi úr landi. 25. okt. Nagy lýsir því yfir að hann muni semja við stjórnina í Moskvu um brottkvaðn- ingu Bauða hersins jafnskjótt og regla sé komin á. — Janos Kadar, sem var innanríkisráð- herra meðan Mindszenty- réttarhöldin fóru fram, verður leið- togi ungverska kommúnistaflokks- ins. Strjálir bardagar í Búdapest, frelsissveitirnar og rússnesku her- sveitirnar koma sér upp virkjum. 26. okt. Bardagar hefjast úti á landsbyggðinni. 27. okt. Nagy - endurskipuleggur ríkisstjórnina. Uppreisnar menn eru ekki ánægðir með breyt- ingarnar á stjórninni. Þeir eru nú sagðir hafa allan suðvesturhluta Ungverjalands á valdi sínu. 28. okt. Nagy lýsir því yfir að rússneski herinn muni fara frá Búdapest. 29. okt. Rússamir neita að fara fyrr en uppreisnarmenn hafi lagt niður vopn. Uppreisnar- menn neita að leggja niður vopn fyrr en rússneski herinn sé far- inn. Götubardagar hefjast að nýju. Rússar hætta skyndilega að berj- ast. 30. okt. Byrjað að flytja rússnesk ar hersveitir frá Búdapest. Uppreisnarmenn hafa borgina á valdi sínu. Ungverski flugherinn tilkynnir, að hann muni gera loft- árás á rússneska skriðdreka ef þeir hverfi ekki frá Búdapest inn- an 12 klukkustunda. Uppreisnar- menn ráðast á aðalstöðvar ung- versku öryggislögreglunnar og á skrifstofubyggingu kommúnista- flokksins. Valdhafamir 1 Moskvu segjast hafa til athugunar að kveðja heim rússneskar hersveitir únistaolaðsins „Daily Worker" í 20 ár, sagði upp starfi sínu ása’nt fjórðungi af ritstjórn b’aðsms. Svipaða sögu var að segja af danska kommúnista- blaðinu „Land Og Folk“. Og þannig mætti lengi telja. Einn helzti fræðimaður og frumkvöðull heimskommún- ismans, Milovan Djilas, sem síðar lenti í fangelsi hjá Tító, skrifaði m. a. eftirfarandi í bandaríska tímaritið „The New Leader": „Byltingin í Ungverjalandi táknar upphaf- ið á endalokum kommúnism- ans yfirleitt. . . . Ungverska byltingin lýsti upp veg sem önnur kommúnistaríki verða að fara fyrr eða síðar .... Þrátt fyrir kúgun Sovétríkj- anna á Ungverjum, geta vald- hafarnir í Moskvu ekki gert annað en tefja fyrir breyting- unum: þeir geta ekki komið í veg fyrir þær þegar frá líð- ur. . . . Ef heimsvaldastefna Sovétríkjanna verður fyrir skakkaföllum og leiðir þau ekki út í styrjaldarævintýri, munu þau einnig verða fyrir veruicgum innri breytingum. . . . Heimskommúnisminn stendur andspænis stormasöm um dögum og óyfirstíganíeg- um erfiðleikum, og þjóðir Austur-Evrópu eiga í vændum nýja hetjulega baráttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði“. Titó marskálkur setti Djilas að vísu í fangelsi fyrir þessi ummæli Og önnur svipuð, m. a. í bók hans, „Hin nýja stétt“, en hann var sjálfur sárreiður Rússum fyrir griðrofin á Nagy og vegna grimmdar þeirra í Ungvexjalandi. Leiddi það til nýrra átaka millí Sovétríkj- anna og Júgóslavíu. Jafnvel í Póiiandi fóru stúdentar í mótmælagöngur gegn Sovét- rikjunum og verkamenn heimt uðu að russneskir borgarar yrðu sendir heim til sín. Og til að kóróna allt saman, neit- uðu Pólveijar að greiða at- kvæði með Sovétríkjunum gegn heimild handa rannsókn- arnefnd Sameinuðu þjóðanna til að heimsækja Ungverja- land. Þetta voru "okkrar vísbend- ingar um það, að ungverska byitingin var ekki algerlega unnin fyrir gýg, þó henni væri drekkt í blóði frelsisvin- anna. frá Ungverjalandi, Póllandi og Rúmeníu að loknum samningsvið- ræðum. Mindszenty kardínáli leyst- ur úr prísundinni. 31. okt. Skriðdrekasveitir Rússa halda áfram að hverfa frá Búdapest. Sigurgleði meðal udd- reisnarmanna. Lýðræðisflokkar koma fram. Nagy leggur til að Ungverjaland verði hlutlaust ríki. Aðrir ráðherrar hvetja Rússa til að yfirgefa Ungverjaland algerlega. Rússneskir skriðdrekar taka sér stöðu fyrir utan Búdapest. 1. nóv. Rússar senda liðsauka til Ungverjalands. Nagy mót mælir. Hann lýsir yfir hlutleysi Ungverjalands og biður Sameinuðu þjóðimar um vernd. 2. nóv. Fleiri rússneskar hersveit ir koma til Ungverjalands. Rússneskir skriðdrekar loka landa- mærum Austurríkis. 3. nóv. Pal Maleter hershöfðingi, hetja uppreisnarinnar og nýskipaður hermálaráðherra, byrj- ar samningsviðræður við rússneska hershöfðingjann Malinin um brott- kvaðningu rússneska hersins. 4. nóv. Rússar hefja árás að nýju. Hundruð rússneskra skrið dreka ráðast inn í Búdapest. Malet- er og íélagar hans eru horfnir. Rússar slátra fólkinu miskunnar- laust, vinna nokkur virki uppreisn- armanna og hóta að gera loftárás á Búdapest, ef uppreisnarmenn gef ist ekki upp. Mindszenty kardínáli leitair hælis í bandaríska sendiráð- inu. Nagy flýr á náðir júgóslav- neska sendiráðsins. Kadar verður forsætisráðherra. Ógnaröldin hefst að nýju. 5. nóv. Útvarp uppreisnarmanna getur aðeins sent orðsend- ingar endrum og eins. 6. nóv. Útvarp uppreisnarmanna sendir síðustu kveðju sína. 7. nóv. Uppreisnarmenn gera árás á Rússa í Búdapest. Rúss- nesku hersveitirnar berjast frá húsi til húss. Síðasta útvarpsstöð upp- reisnarmanna þagnar. Flóttamenn streyma til Austurríkis. * 8. -10. nóv. Ungverskir kommún- istar játa að flokkur þeirra sé tvístraður. Eldurinn æð- ir um Búdapest. Rússar ræna borg- ina og hóta að svelta alla uppreisn armenn sem ekki gefist upp strax. 11.-15. nóv. Rússar hefja stór- fellda nauðungarflutn- inga á vinnufærum Ungverjum til þrælabúða í Sovétríkjunum. Alls- herjarverkfall skellur á. Uppreisn- armenn halda velli hér og þar úti á landsbyggðinni. Bardagar brjótast út við og við í Búdapest, þar til síðasta virkið á eyju í Dóná fellur. 16.-17. nóv. Allsherjarverkfallið er enn yfirstandandi. Kad ar hótar að taka fyrir matvæla- sendingar til borgarinnar ef verk- fallinu haldi áfram. 18. nóv. Tilkyríht að 10.000 Ungverj ar hafi verið fluttir nauð- ungarflutningi til Sovétríkjanna. 19. -21. nóv. Aðeins urn 25% verka- manna eru aftur komn ir til vinnu sinnar. Kuldinn í Búda pest er óvenjumikill og borgin hef- ur aðeins 1/7 af þeim kolum sem hún þarfnast og 1/3 af nauðsynlegu rafmagni. Lömunarveiki og gula hrjá borgina. 22. nóv. Ivan A. Serov hershöfð- ingi, yfirmaður öryggislög reglu Sovétríkjanna, tekur við stjóm í Búdapest. 23. nóv. Imre Nagy fer frá sendi- ráði Júgóslaviu eftir að kommúnistar hafa heitið honum griðum. Hann hverfur, og er talið að Rússar hafi rænt honum. 24. nóv. Bardagar gjósa upp hér og þar úti á landsbyggðinni. Nokkrir rússneskir hermenn ger- ast liðhlaupar. Aðrir skjóta á flótta fólkið sem er að reyna að komast til Austurríkis. 25. nóv. Verkalýðsráðið í Búda- pest biður verkamenn að hefja vinnu i 24 tíma, þar eð stjórn Kadars hafi lofað að hefja samn- inga um að Nagy taki aftur við völdum og rússneskar hersveitir verði sendar heim. Sagt er að Nagy sé í Rúmeníu. 26. nóv. Fjöldi ungverskra flótta- manna sem komnir eru til Austurríkis nálgast 80.000. 27. nóv. Verkamenn byrja smátt og smátt að vinna aftur. 28. nóv. Rússar heimta að gerð verði nákvæm leit um allt Ungverjaland að föðurlandsvinum, sem voru viðriðnir byltinguna. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.