Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 24. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 .1 Rússar standa við hótanirnar: Ægilegasta sprengja, sem um getur sprengd ■ gær við IMovafa Semlja 30—50 megaSesílr að stærð SÍÐDEGIS í gær flutti AFP-fréttastofan franska þá fregn frá Moskvu — „eftir áreiðanlegum heimildum“ (en óstað- festa) — að Rodion Malinovsky marskálkur, landvarna- ráðherra Sovétríkjanna, hefði í ræðu á 22. flokksþingi kommúnista látið greinilega að því liggja, að sprengd hefði verið 50 megalesta kjarnorkusprengjan (jafngildir 50 millj. lesta af TNT), sem Krúsjeff hótaði með í fyrstu ræðu sinni á þinginu hinn 17. þ.m. Krúsjeff sagði reyndar þá, að þessi risasprengja yrði sprengd í lok mánaðarins, sem síðasti lið- urinn í yfirstandandi kjarnorkutilraunum — en þær hófu Rússar hinn 1. sept. sl., eins og kunnugt er. — Malinovsky sagði og í fyrrnefndri ræðu sinni, að sovézkir vísindamenn hefðu nú leyst þann vanda, hvernig takast mætti að granda óvinaeldflaugum áður en þær hitti í mark — en við það hafa vísindamenn stórveldanna lengi glímt. 'jíf í gærkvöldi birti svo Kjarnorkunefnd Bandaríkj- anna tilkynningu, sem ekki er í fullu samræmi við fregn AFP. Sagði þar, að sprengdar hefðu verið tvær kjarna- sprengjur í grennd við Novaja Semlja í Norður-íshafi í gærmorgun. Hafi önnur verið mjög öflug og sprengd í and- rúmsloftinu, en hin — miklum mun minni — undir haf- fleti, sunnan Novaja Semlja (hvað þykja ill tíðindi fyrir fiskimenn og fiskneytendur). f tilkynningu nefndarinnar segir, að hin stærri sprengjan kunni að hafa verið allt að 50 meðalestum að sprengiafli — en fyrstu athuganir bendi þó til, að sprengiaflið hafi verið nálægt 30 megalestum. Stærsta sprengja Rússa fram að þessum tíma var talin um 10 megalestir að stærð. — AP-fréttastofan sagði seint í gærkvöldi, að kjarnorkunefndin gæti tæpast áætlað sprengiafl umræddrar sprengju með nokkurri verulegri ná- kvæmni fyrr en eftir a.m.k. sólarhring — og fullnaðar- rannsókn gæti tekið nokkrar vikur. Yfirlýsing Krúsjeffs um hina væntanlegu risasprengju olli mik illi skelfingu víða um heim, eins og kunnugt er af fréttum — og hefir andað æði köldu til Rússa úr ýmsum áttum undanfama daga. I fregnum í gær mátti lesa, að sérfræðingar í Washing- ton væru þeirrar skoðunar, að vel kynni sovétstjórninni að hafa þótt ráðlegt að flýta sprenging- unni, þannig að henni yrði lokið áður en tekin hefði verið ein- dregin afstaða í málinu á þingi Sameinuðu þjóðanna — og áður en almenningsálitið í heiminum hefði snúizt enn harðar gegn sovétstjórninni og ægisprengju hennar. * „ELDKÚLAN" 4 KM I ÞVERMÁL Rússar sprengdu stærstu sprengju, sem um getur, i gær hátt í lofti norðan við eyjuna Novaja Semlja (og, að því er bandarska kjarnorkunefrrdin telur, aðra — miklu minni — undir haf- fleti sunnan við eyjuna). Kykið berst ekki beint hingað MBL. átti stutt samtal við próf. Þorbjörn Sigurgeirsson, forstöðu mann Eðlisfræðistofnunarinnar, í gær vegna fréttanna um rúss- nesku risasprengjuna. Sagði prófessor Þorbjörn m.a., að ef sprengjan hefði verið sprengd í svo mikilli hæð, sem um er rætt hlyti að myndast minna af hinu grófa, geislavirka ryki, sem fyrst fellur til jarðar, en ella. Hins vegar mætti gera ráð fyrir því — svo framarlega sem nýja sprengjan væri jafn- „óhrein“ og venjan hefði verið —- að mjög mikið af fíngerðu geislavirku ryki myndaðist í stratosferunni — en reikna mætti með, að slíkt ryk félli út að miklu leyti á hálfu til einu ári niður í troposferuna (þar sem skýjamyndanir eiga sér stað). Þaðan berst svo rykið til jarðar með regni — samkvæmt reynsl- unni mest milli 30. og 40. breidd- argráðu. Annars kvað próf. Þorbjörn erfitt að segja nokkuð ákveðið um, hvemig útfallið hagaði sér, en benti á, að vart gæti verið um það að ræða, að nokkurt geislaryk bærist á okkar slóðir stytztu leið frá sprengistað, þar sem meginstraumurinn lægi jafn an til austurs. — Hann kvað lík- legt, að geislavirkt ryk frá 50 megalesta sprengju (miðað við, að 1 hana væri notað úraníum eins og tíðast) næmi a.m.k. 20—30% af öllu því ryki, sem myndazt hefði við fyrri kjarna- sprengingar, samanlagt. Hér er um að ræða langsam- lega mestu sprengingu, sem um getur (jafnvel þótt hún reynist „aðeins 30 megalestir, eins og bandaríska kjarnorkunefndin tel ur líklegast). Ef uro 50 megalesta sprengju er hins vegar að ræða, má geta þess til marks um stærð- ina, að franskir sérfræðingar létu svo um mælt við fréttastofuna AFP í gær, að „eldikúlan" sem miyndast við slíka sprengingu mundi vera um a. m. k. 4—5 km í þvermál. Þá var haft eftir sömu heimildum að sprengjuaflið væri 25 sinnum meira en allra þeirra sprengna, sem varpað var á Þýzkaland og landsvæði hernum- in af Þjóðverjum í síðustu heims- styrjöld. Hinir frönsku sérfræð- ingar töldu, að ekki yrði unnt að gera sér grein fyrir geisla- rykinu frá sprengingunni fyrr en í fyrsta lagi eftir um það bil hálft ár, vegna þass hve hátt í lofti hún hafi verið sprengd og hið geislavirka ryk verði því lengi að falla til jarðar. ★ FRÉXTIR LENGI A REIKI Fyrstu fregnir af hinni rúss- nesku risasprengingu bárust í gærmorgun út um heiminn frá Uppsölum í Svíþjóð. Kl. rúmlega hálf átta (ísl. tími) höfðu komið fram ákaflega öflugar hræringar á landskjálftamælum jarðfræði- stöfnunarinnar þar — og töldu vísindamennirnir, að þær mundu stafa frá gífurlegri kjarnorku- sprengingu í grennd við eyjuna Novaja Semlja í Norður-íshafinu. Var þegar getum að því leitt að hér kynni að vera um að ræða 50 megalesta sprengjuma, sem Krúsjeff boðaði á dögunum. Síðar bárust fréttir um það úr ýmsurn áttum, að vart hefði orðið hræringa á landskjálftamælum á svipuðum tíma og þær voru greindar í Uppsölum — t.d. í Noregi, Danmörku, Hollandi, Frakklandi, Englandi og austur í Japan. — Allan daginn í gær voru fréttir mjög á reiki. Vís- indamenn í hinum ýmsu löndum greindi nokkuð á um líklega stærð sprengingarinnar — ein- staka menn létu jafnvel uppi þá skoðun, að líkur bentu fremiur til mikils landskjálfta en kjarna- sprengingar. Hinir voru þó miklu fleiri, sem fullyrtu þegar, að hrær ingar þær, sem mælzt höfðu, stöfuðu frá risastórri kjarna- sprengingu. Þannig sögðu t.d. sérfræðingar við Kew-rannsókn- arstöðina í Lundúnum, að öll at- riði kæmu heim við athuganir á fyrri tilraunasprengingum Rússa — aðeins hefðu nú áhrifin á mæli tækin verið miklum mun meiri en fyrr. Töldu þeir lítinn vafa á því, að hér hefðu Rússar sprengt 50 megalesta sprengjuna. Fjöl- margir vísindamenn í öðrum fyrr nefndum löndum voru sörnu skoð unar — og sænsku sérfræðingarn ir, sem fyrstir sendu út fréttirn- ar, þóttust þess næsturn fullviss- ir, að hræringarnar stöfuðu frá sprengingu, sem væri a. m. k. 40—50 megalestir að sprengiafli. Þeir töldu og ljóst, að hún hefði verið sprengd mjög hátt í lofti, eða 50—60 km ofar yfirborði sjáv ar, norður eða norðaustur af Novaja Semlja. — Rúmlega tveim klukkustundum eftir að hræringa varð vart á landskjálfta mælunum í Uppsölum og víðar, sýndu loftþrýstimælar þar og annars staðar mjög mikla svör- un, en það er talið styðja þá skoðun, að áhrifin hafi verið frá stórri sprengingu í mikilli hæð. (Bylgjuhreyfingin í jarðskorp- unni er margfalt hraðari en í loftinu, og því koma áhrifin á loftþrýstimælana fram svo löngu síðar). ★ TILRAUN MEÐ „GAGNFLAUG"? Á það er bent, að hafi sprengj en verið sprengd í 50—60 km hæð, hljóti hún að hafa verið send á loft með mjög öflugri eldflaug. — Sérfræðingar tclja ekki ósennilegt, að hér hafi ein- mitt verið reynd „gagnflaug“ (þ. e. eldflaug, sem sérstaklega er ætluð til að skjóta niður árásar- flugskeyti — sbr. ummæli Malin- ovskys á kommúnistaþinginu). — Ef þetta væri svo, mætti þar finna skýringu þess, að Rússar hafa lagt kapp á að framleiða ristastórar kjarnasprengjur — en 40—50 megalesta sprengjur mundu einmitt reynast mjög skæð vopn gegn langdrægum ár- ásarflaugum. Einnig segja sér- fræðingar, að heppilegt mundi talið að skjóta á slíkar fiaugar, hlaðnar kjarnasprengju, í 60—70 km hæð. ★ GÍFURLEGT GEISLAMAGN Menn spyrja að vonum um geislavirkt ryk frá slíkri stór- sprengju, sem hér er um að ræða (hvort heldur hún er nú 30, 40 eða 50 megalestir að sprengi- afli). — Samkvæmt fréttum í gær, er það fyrst um þá áleitnu spurningu að segja á þessu stigi málsins, að loftstraumar bæði hið efra og neðra á sprengisvæðinu voru sagðir liggja frá norðri. Það þýðir, að fyrsta útfallið frá sprengingunni mun fyrst og fremst bitna á sjálfum Sovétríkj- unum — en síðan mun megin- rykstraumurinn að venju liggja til austurs. Mátti sjá á frétta- skeytu-m í gær, að menn hugguðu sig nokkuð við þessa staðreynd á Norðurlöndum — og von-uðu, að ekki yrði nú snögg breyting á vindáttinni. Yfir Skandi-navíu Frh. á bls. 23 „Eldkúla" 50 megalesta vetnissprengju m„.. _____ _ ..m í þvermáf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.