Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 1
24 síour
Jltmttww^fr
48. árgangur
242. tbl. — Miðvikudagur 25. október 1961
Prentsmiðja MirgunblaðsiM
Uggur um allan heim
London, Z-i. október — (NTB-AP)
i
FRÉTTIN um stórsprengju Rússa hjá Novaya Zemlya í gær
hefur vakið almenna gremju og óhug um allan hinn vest-
ræna heim. Víða hefur sprengjan orðið til þess að hraðað
er undirbúningi að smíði neðanjarðarbyrgja og öðrum var-
úðarráðstöfunum gegn geislavirkni. Mótmælagöngur hafa
verið farnar víða vestan járntjalds, en ekki hefur dregið
til alvarlegra tíðinda í því sambandi.
Geislarykið er á leið aust-
ur á bóginn yfir norðurhluta
Sovétríkjanna inn yfir Asíu
og talið að það nái til Banda
ríkjanna á fimmtudag eða
föstudag. — Mest verður þó
geislavirkni frá þessari
sprengju næsta vor.
Meðal þeirra, sem látið
hafa andúð sína í ljós á að-
gerðum Rússa, er Tage
Erlander, forsætisráðherra
Svía, sem sendi Krúsjeff per
6Ónulega símskeyti. Japans-
stjórn mun afhenda stjórn
Sovétríkjanna harðorð mót-
mæli á morgun.
Varnarmálaráðherra Bret-
lands segir að enginn komist
hjá því að fyllast skelf-
ingu yfir tilfinningaleysi og
grimmd Rússa, og Breta-
drottning harmaði í hásætis-
ræðu í dag tilraunir Sovét-
ríkjanna.
1 fréttum frá Bandaríkjun-
um er gefið í skyn að hugs-
anlega neyðist Bandaríkja-
stjórn til þess að hefja að
nýju tilraunir í gufuhvolf-
inu. —¦
ERLANDER
Tage Erlander försætisráðherra
Svía sendi Krúsjeff forsætisráð-
berra sírnskeyti í dag þar sem
hann skorar á Sovétleiðtogann
að stöðva tilraunir Sovétríkjanna
með kjarnorkuvopn. í sdðustu
viku samþykkti sænska stjórn-
in að vinna að því á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna að tilraun-
irnar yrðu stöðvaðar. En eftir
risasprengju Rússa í gær ákvað
forsætisráðherrann að sraúa sér
beint til Krúsjeffs.
Ekki virðist hætta á þyí að
geislavirkni aukist í Svíþjóð á
næstu dögum vegna stórsprengju
Rússa. Veðurfræðingar þar segja
að geislarykið berist stöðugt aust
ureftir og sé nú komið austur
Framh. á bls. 23.
ÞESSI uppdráttur sýnir hvern
ig straumar liggja í og úr
Norður-Ishafi. Straumurinn
inn í hafið kemur upp meS
Noregsströnd og fer áfram
norður milli Svalbarða og
Novaya Semalya, en tal-
ið er að Rússar hafi sprengt
kjarnorkusprenigjuna neðan-
sjávar við sunnanverða
eyjuna. Siðan kemur straum-
urinn úr Norður-lshafinu, A.-
Grænlandsstraumurinn, suður
með Grænlandsströnd. Austur
Islandsstraumurinn á að
nokkru upptök sin í A.-Græn
landsstraumnum og liggja iþvi
straumar úr Ishafinu suður
með Islanidi, bæði fyrir vestan
og austan. — Vísindamenn
telja, að búast megi við að
geislávirkt .eiturefni berist
með þessum straumi út úr
Ishafinu.
engast haf ið við Island eitur-
efnum frá sprengju Rússa?
Neðansjávarsprengjan
skaðleg áhrif á lífið í
hefur
sjónum
H E F U R neðansjávarkjarn-
orkusprenging Rússa skaðleg
áhrif á lífið í sjónum um-
hverfis ísland? — Það
er
ósköp eðlilegt, að þjóð, sem
byggir afkomu sína á sjávar-
afla, velti þessari spurningu
fyrir sér núna, þegar Rúss-
Hreinsana krafizt
okksþinginu í
Moskvu, 24. okt. (NTB)
KLEMENTI Voroshilov,
fyrrverandi forsgti Sovét-
ríkjanna, hefur beðið um
orðið á 22. þingi kommún-
istaflokks Sovétríkjanna, en
tækifæri til að tala þar. — í
fréttum af þinginu segir að
margir hafi óskað eftir að
komast á mælendaskrá og
útilokað sé að allir komist
að. Harðar árásir hafa verið
ekki er víst hvort hann fær j gerðar á Voroshilov á þing-
inu, en þegar hann hcfur
reynt að bera fram afsak-
anir sínar hefur verið þagg-
að niður í honum.
í dag var árásunum haldið
áfram á „flokksandstæðingana"
i'rh. á bls. 2
ar hafa sprengt kjarnorku-
sprengju í hafi, sem er opið
inn í hafsvæði okkar.
Morgunblaðið leitaði álits sér-
fróðra manna og svarið varð
því miður á þá lund, að fast-
lega má búast við, að geisla-
virk eiturefni berist með sjáv-
arstraumum til íslands.
„Austur-Grænlandsstraum-
urinn er í rauninni útstreym
ið úr Norður-íshafinu", sagði
Unnsteinn Stefánsson í við-
tali við Mbl. í gær, en hann
er fróðastur manna hérlendra
um þessi efni.
„Austur-íslandsstraumurinn,
sem liggur suður með land-
grunninu norðaustanlands og
suður með Austfjörðum á að
nokkru leyti upptök sín í Aust-
ur-Grænlandsstraumnum, ef svo
mætti segja", hélt TJnnsteinn á-
fram, „en A-Grænlandsstraum-
urinn liggur milli íslands og
Grænlands, suður með allri
austurströnd Grænlands. (Sjá
meðfylgjandi mynd)
Framh. á bls. 23.
Alþingi
mótmæli
kj amorkuspreng-
ingum Sovét-
ríkjanna
ÞINGMENN úr báðum
stjórnarflokkunum á-
kváðu í gær að leggja
fyrir Alþingi tillögu til
þingsályktunar um mót-
mæli gegn kjarnorku-
sprengingum Sovétríkj-
anna. — Verður tillögu
þessari útbýtt á þingi í
dag. —