Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. okt. 1961 Vetri heilsað eftir erfitt sumar Fréttabréf úr Austur - Skagafirði VIÐ heilsum vetri. Hér austan Skagafjarðar og þá helzt í út- sveitunum hefir sumarið verið eitt hið erfiðasta, sem elztu menn muna. Ekki haía þó verið miklar stórrigningar, en þurrk- leysur og þræsingsveður oft dag eftir dag, sólarlítið og kalt. I vor var mjög mikið um kal í túnum. Mun þó mest hafa borið á því í Fljótum og fram til dal- anna, þar spratt líka seint og veit eg til að bændur gátu ekki byrj- að heyskap fyrr en um mánað- armót júlí—ágúst. en eftir þann tima náðust ekki hey með góðri nýtingu. Er því heyfengur mjög misjafn bæði að vöxtum og gæð- um. Einstaka bændur segjast 'hafa allt að því eins mikil hey og 1960 en allir kvorta undan slæmri nýtingu heyja. Einkenni- legt virðist manni hvað dilkar reyndust misjafnir í haust. Heilt yfir hefir aldrei það ég til man komið eins mikið af þriðja flokks kjöti í sláturhúsið hér á Hofsósi og nú í haust. Meðalþungi á sláiurfé, sem kom til slátrunar á Hofsósi mun vera frá 10 kíló- um upp í 1& til 17 kg á heimili, léttasti kroppurinn vó tæp 6 fcg, en sá þyngsti 23 % kg. Yfir- leitt virtist mér að dalabændum ir hefðu rýrara fé í haust. Oft áður hefir það þó verið á annan veg. Á annað þúsund fjár var íleira slátrað í haust af þessu svæði en 1960. Lambalíf er sama og ekkert og ám einnig eitthvað fæfckað. Menn reyna að halda í fcýrnar því að af þeim er talinn tryggari arður en af sauðfénu. Mjög mikil mannfæð er nú sem áður á heimilunum. Gengur því víða hægt að undirbúa til vetrar. Það er svo anzi margt sem kallar að að hætt er við að sumir verði síðbúnir áður snjóa leggur. Garðávextir spruttu víða mjög sæmilega. Hvergi er hér þó nein veruleg framleiðsla. Framkvæmdir hafa heldur dregizt saman. Nokkrir bændur eru þó með útihús í smíðum eða að mestu búnir. Einnig er alltaf unnið töluvert að jarðabótum, en það er á mörgum bæjum að verða fastur liður í búrekstrin- um. Búnaðarsamband Skagfirð- inga rekur mikinn útveg á þessu sviði. Leigir það bændum verk- færin og er tímakaup um og yfir hefir verið að vegarbótum í Stífluhólum á Ólafsfjarðarleið. Unnið er að því að tengja sam- ar. aðalveginn frá Reykjarhóli á Bökkum að Keldum í Sléttwhlíð. Er sá kafli þó ekki ennþá full- gerður, og svo er verið að vinna í Strákavegi á Almenningum. Merkisafmæli Tveir vel metnir Austur-Sfcag- firðingar hafa átt merkisafmæli nýlega. Jóhann Ólafsson bóndi á Miðhúsum í Óslandshlíð varð 70 ára á þessu hausti, hann er einn að þessum ómissandi mönnum í sveitum þessa lands. sannkallað- ur dýralæknir. hjálparhella og ráðgjafi um heilbrigðismál bú- fénaðar í fjölda mörg ár. Hann er einnig einn bezti hagyrðingur héraðsins, þó ekki sé hann dag- lega með slíkt á vörum. Daginn, sem hann varð sjötugur. mun hann hafa kastað fram þessari vísu: Eg hefi hlotið margt og misst, marki náð og tapað, elda kveikt og einnig fryst eyðilagt og skapað. Jóhann Eiríksson útgerðar- maður á Hofsósi varð 60 ára einnig í haust. Hann er tvímæla- laust einn dugmesti sjómalður hér við Skagafjörð. Hann bjó einnig mörg ár á Þönglaskála utan við Hofsós. Þar sýndi hann einnig mikinn dugnað. Hann er vel kynntur og vinmargur sóma- maður. Heilsufar Heilsufar hefir verið svona upp og ofan eins og gengur. Eng- ar alvarlegar farsóttir en alltaf er þó nóg að gera fyrir læknána. I sumar hefir verið starfandi hér á Hofsósi Lárus Helgason. Ing- varssonar frá Vífilstöðum. Legg- ur hann fyrir sig taugasjúkdóma úti í Svíþjóð. en var að losa sig við skylduþjónustu hér á Hofs- ósi. Mjög mikil aðsókn var að Lárusi í sumar og það úr fjar- liggjandi héruðum. Nú er hann farinn aftur til útlanda til fram- haldsnáms í sinni grein. Næsta ár er ráðinn hér Ólafur Örn Framh. á bls. 9. FJÖRIR fulltrúar á Lands- funidi Sjálfstæðisflokksins ræð ast við. Frá vinstri talið: Gísli Gíslason, kaupmaður, Vest- mannaeyjum, Asmundur B. Olsen, kaupmaður, Patreks- firði, Birgir Kjaran, alþingis- maður og hagfræðingur, Reykjavík, Asgeir Pétursson, sýslumaður Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Borgarnesi. (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.) VANDFUNDIN mun sú stétt sem ekki átti fulltrúa á Lands fundi Sjálfstæðisflokksins. — Hér eru sjö þeirra sjómanna, sem sátu fundinn, fyrir utan Sjálfstæðishúsið. Frá vinstri talið: Jón Olafsson, Björn Páls son, Egill Hjörvar, Pétur Sig- urðsson, Gunnar Júlíusson, Magnús Guðmundsson og Har aldur Hjálmarsson. Eins og aðrar stéttir, sem sóttu Landsfundinn, ræddu sjómenn hagsmuniamál sín. Sjómenn höfðu mikinn áhuga á aðstoð við togaraútgerð* ina, sem nú á við vanda- mál að etja vegna aflaleysis, og fundargestir úr sjómanna- stétt fögnuðu lausn landhelgis- málsins sérstaklega, eins og aðrir Landsfundarfulltrúar. (Ljósm.: Vignir). kr. 300,00. Lélegir vegir Okkur finnst vegaviðgerðuim og nýbyggingum vega á þessu svæði miða hörmulega seint. Mik ið fjármagn þarf vitanlega til að gera verulegt átak á þessu sviði. Við horfum upp á að heilar sveit ir eru í verulegri hættu að fara í auðn vegna þess að fólkið hefir ekki skilyrði til að lifa sæmilegu lífi. Það vantar fyrst og fremst góða vegi til að koma afurðum frá sér, það er áreiðanlega fyrsta sporið til velmegunar. T.d. í Fljót unum, þessari sumarfallegu sveit ir, þaðan flyzt fólkið unnvörp- um burt og jarðimar leggjast i eyði. í sumar var mjög mikil um- ferð um Siglufjarðarveginn, sér- staklega meðan á síldveiðum stóð. Margt af bílum, sem um veginn fara. er 30 til 40 manna fólksbílar og stórir vörubílar fulllestaðir. Þetta er því mikið álag á vegina. enda hafa veghefl- ar og vinnuflokkar tæpast við að halda veginum akfærum. Unnið • Á Ieiksýningu Það sem tvímælalaust er mest um talað í Reykjavík um þessar mundir er hið nýja leik rit Halldórs Kiljans Laxness. Leikdómarnir hafa sagt sína skoðun á því, en fólk sættir sig ekki við það sem úrslita- úrskurð í þetta sinn. Allir vilja sja leikritið með eigin augum og ræða um það, hver af sinni takmörkuðu þekkingu. Velvakandi er þar í flokki. Eg sá Strompleikinn í síðustu viku. I upphafi varð ég hrif- inn, ég þóttist þekkja svo vel „bloffið" í nútímalífi. E. t. v. vei ðum við blaðamennirnir ennþá meira en margir aðrir vanr við hégómaskapinn og trú manna á því, að það sem sýn,st sé. Persónurnar keppt- ust viö að vera eitthvað og sýn ast á sviðinu, og manni fannst að þarna væri byrjun á því að rækilega væri stungið á þessari meinsemd. Eg var hrifinn næstum fram að hléi. - Eg segi næstum, því skömmu áður hljóp einhver fjárinn í leikinn. Allt í einu var maður farinn að horfa á „rjómakökukastararevíu“ eins og í myndunum frá 1920. Mig grunaði að þar hefði einhver misskilningur orðið milli texta höfundar og túlkara. • Túlkun ruglaði mig Ur því fannst mér einhvern veginn að skapendur leiksins misstu hann út úr höndunum á sér. Hefði mér ekki verið sagt að höfundur hefði fylgzt með á æfingum, þá hefði mig grunað að eitthvað færi á milli mála í uppsetningu. Einkum átti ég erfitt með að brúa sam skeytin milli fyrrihluta leiks- ins og rómantíska atriðisins á flugstöðinni og tengja endir- inn við allan leikinn. Ef til vill hefur lífsblöffið frá upphafi leiksins setið of fast í mér og ruglað mig í ríminu. En hefði ég lesið seinni hlutann án þess að sjá hann, hefði ég haldið áfram að túlka hann í sama dúr. • Blöffið blífur Eg get ekki sætt mig við að Kúnstner Hansen sé meira ekta en hitt fólkið — faktors- frúin af góðu ættunum utan af landi og laglausa söngkonan dóttir hennar eða innflytjand- i,in og útflytjandinn. Hann sit ur og tálgar sinn fót og heimt- ar að verða listamaður í út- löndum. Og svo kemur andans bræðraiagsmaður frá Japan og gerir Hansen að „andans manni“ með því að skipta um ytri klæði á honum og fá hon- um logandi Ijós í hendur og vegna þessara ytri umbúða getur engum blandast hugur um að þeir séu báðir miklir andans menn, og séu umbunað fyrir það. Þannig finnst mér þeir ekki vera í stíl við hitt gólkið í leiknum, sem allt lifir á „blöffi“. Og mér finnst ég alveg eins kannast við þessa hlið sýndarmennskunnar úr líf inu, eins og þá sem aðrir gera sig seka um í leiknum. Eini maðurinn sem ekki kann list- ina að blöffa. kennarirun er flú inn af hólmi. Sumir hafa íuii- ið á blekkingunni, en aðrir halda áfram sinni syndar- mennsku, (innflytjandinn út- flytjandinn og andans menn- irnir). En þetta fékk ég bara út úr textanum, ekki leiknum á sviði, svo kannski er ég alveg eins utangátta og flestir aðrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.