Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur* 25. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Lárus Arnórsson M álleysingjas kól i — Heyrnarleysingjaskóli i. I MBL. í morgun, (þ. e. 20. okt.), á 23. bls. gefur að líta grein „frá Alþingi“, þar sem frá því segir, að í frv. um kennslu heyrnar- lausra (barna), sé lagt. til að nafni Málleysingjaskólans verði foreytt, svo að framvegis heiti skólirín „Heyrnarleysingjaskóli“. Kökstuðningur þessarar laga- foreytingar er sagður sá, að „það hefði oft valdið óþægilegum mis- skilningi, að hér væru heyrnar- leysingjar almennt kallaðir mál- leysingjar í daglegu tali, en það leiddi aftur til þess, að fólk gerði sér ekki alltaf ljóst, að þeir væru heyrnarlausir. Málleysið væri afleiðing heyrnarleysisins". I þessari lagabreytingu sýnist mér felast alveg einstök smá- munasemi, þar sem engu getur valdið um gagnsemi skólans fyrir þá, sem hjálpa á, hvort nafríið skólinn ber. Fyrst er nú það, að langflestir munu nú vita, að málleysi er af- leiðing heyrnarleysis, og annað ekkL I annan stað er harla ólík- legt, að nokkur forráðamaður mállauss barns léti undir höfuð leggjast að leita því lækningar við málleysinu, þótt hann óvart héldi, að málleysið væri sjálfstæð ur sjúkdómur, en ekki afleiðing heyrnarleysis, og fyrir þær sakir sniðganga Málleysingjaskóla, er hann vissi að til væri. — Væri ékki þvert á móti nokkur hætta því samfara, ef núverandi nafn- gift skólans yrði breytt eins og írv. ætlast til, að svona fávís mað ur vanrækti að .leita barninu 'lækningar, jafnframt því að hann harmaði sáran að „Málleysingja- skólinn“ skyldi vera niður lagð- ur eða honum breytt í Heyrnar- leysingjaskóla, eins og hann hæg- lega gæti frétt. Þessi fyrirhugaða lagabreyting — sem sennilega stafar að einhverju leyti af for- dyld — gæti því frekast orðið til ÉG var að koma heim frá minn- ingarathöfn sem fram fór í Bildu dalskirkju í dag 31. ágúst 1961 um Helga heitinn Magnússon sem ■lézt af slysförum 24. júlí síðast- liðinn, og langar mig til að rita fáar línur um þennan góða dreng, því ætti nokkur það heiti með sönnu að vera drengur góður þá var það Helgi heitinn. Drenglund aður, hjartahreinn, velviljaður og hjálpsamur öllum, og ávalt reiðu foúinn til hjálpar, sérstaklega þeim sem bágt áttu og sýndi það gleggst hans góða hugarþel. Ég veit að við öll sem Helga þekkt- um eigum afar bágt með að sætta okkur við að hann sé horfinn frá okfeur. Öllum sem þú eitthvað kynntist varstu kær. Milli okkar sem þéssar fáu lín- ur skrifa var oftast góðlátleg glettni, en þó alvara á stundum. Og veit ég að þú hafðir sterka trú á Guð, og fullvissu fyrir áframhaldandi lífi. Enda má segja að þú hafir hagað lífi þínu í samræmi við þá hugsun, því allt þitt dagfar var öðrum til fyrir- myndar. Barnavinur mikill og dýravin- ur varstu. Og ég veit að það er enginn maður sá til sem þér eitthvað kynntist sem ekki hefur borið hlýhug til þín. Þó þýða þessi orð alls ekki að þú hafir talað eins og hver vildi heyra. Nei fjarri fer því Helgi Var maður sem hafði ákveðnar skoðanir, lét þær ekki í ljós fyr en eftir góða umhugsun, en stóð þá fast á sínu málL Mjög vel gefinn maður var Helgi heitinn, hagyrðingur góður en fór dult með. Prýðis verkmað- ur til allrar vinnu og ákaflega samvinnuþýður. Við hjónin og börn okkar sendum þér hjartans þakkir yfir móðuna miklu fyrir tjóns, ef nolckuð væri, en aldrei hugsjóninni til framdráttar, þvi að vart gæti þessi umræddi mis- skilningur þeirra fáfróðustu, orð- ið sjálfu kennaraliði skólans neinn fjötur um fót í starfi sínu. Það er því með öllu óséð, að þessi lagabreyting gerði nokkurt gagn. Hún megnar ekki einu sinni í sjálfu sér að upplýsa þá staðreynd, að málleysi sé afleið- ing heyrnarleysis. Hinir fáfróð-- ustu sjá það ekki af nafngiftinni einni — skýringalaust. En þess- um misskilningi er auk þess hægt að útrýma á annan og auðveld- ari hátt. En þetta mál hefir aðra hlið — Og hana alvarlegri. Og sú hliðin er, að hér er lagt til að lögfesta á skóla, sem borið hefir sæmilegt nafn — ónefni, skírnarnafn, — nafn, sem er óþolandi íslenzkri máltilfinningu. Heyrnarleysingjaskóli! Hvílík- ur málmekkur! Það hefir opinber lega verið á það bent, hvílík á- sókn er á síðustu tímum að inn- leiða afarlöng orð. Eg ætla, að Helgi Hjörvar hafi m.a. gert það í prýðisgóðu útvarpserindi fyrir all löngu. Þar minntist hann á aug- lýsingu, þar sem „Kolbeinstaða- hreppingar" voru ávarpaðir. Þeir heita nú frá fornu fari aðeins — Kolhreppingar“ réttu nafni. Það er sem sé staðreynd, að sjálf þjóðartungan er ekkert smeyk við að stytta orð til muna. Vottur slíks er t. d. orðið raf- magn. Fyrst hét það rafumagn. Nú nefnir enginn maðuf það orð lengur. Þó fara stuttu orðin enn þá betur í samsetningum, og þá verða úrfellingarnar ennþá meiri. Menn tala þannig ógjarnan um rafmagnsfræðinga, hvað þá rafurmagnsfræðinga, heldur raf- fræðinga, og taka ekkert tillit til þeirrar hættu sem í því kunni að liggja, að orðið raffræðingur allt sem þú varst okkur. Móður þinni og systkinum vottum við innilegustu samúð. En orð okkar mannanna eru svo fátækleg und ir svona kringumstæðum. Og aldrei finnum við mennimir sárar til smæðar okkar, en er dauðinn heggur svona miskunn- arlaust að okkur virðist og tekur það bezta er .við áttum, því ég efa að nokkur móðir hafi átt betri son en Helgi var sinni móður. Mesta huggun hennar verður í minningunum, því ég veit að þau eiga ekki annað en bjartar og góðar minningar um þig. Fyrir handan hérvistar harmi drifna móðu. Ég sé í anda sólgiltar sælustrandir himneskar. Vinur. Cunnar Zoega lögg. endurskoðandi Endurskoðunarstofa ____Skólavörgustíg 3,_______ I. O. G. T. St. Eining nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8%. 1. fl. sér um skemmtiatriði. Félagar, komið stundvíslega. Æt . s>imi 3V333 flVAUT TIL LEIGU c?A'R3)yTU'R_ Vc/sk’ó/lut* Xvanabílat* Drá/'íarbilar* Vlutnin.gadagnar j þuNGAVINNWáARH/r 34333 verði skilið sem sérfræðingur á rafi — steintegundinni sem raf- magn ber nafn af — að vísu fyrir misskilning — efnið sem Drack- mann orti um sitt snilldarkvæði. En löngu orðin virðast ætla að verða furðu lífseig meira en „tízku-fyrirbæri“. Þannig er nú talað um hernaðarsérfræðinga. En í ungdæmi mínu hefði verið látið nægja að kalla þá herfræð- inga. Og mundu langyrðin raf- magnssérfræðingur, eða rafur- magnsmálasérfræðingur skiljast nokkuð betur en hið stutta og laggóða orð raffræðingur! Svona mætti lengi telja. En niðurstaðan er sú, að gjalda þarf varhuga við löngu orðunum! (Það veitti annars varla af að „skipa nefnd" til þess að gera styttinga-tillögu um sum nýju langyrðin, sem eru að komast í tízku!) Svo er annað. Það er vonandi, að innan þingveggjanna leynist ekki menn, svo lélegir í móður- málinu, að ekki viti þeir, að sam setning tveggja nafnorða er jöfn- inn höndum gerð af eignarfalli sem af stafni fyrra orðsins, sem að samsetningunni stendur. Þannig tölum við um vetrar- mann og vetrar-i örkur (ve-srar ef. af vetur), og um veturftætur og vetur-vist, (stofninn vetr). Þetta síðara atriði er svo algengt, að varla getur dulizt nokkr- um þeim manni, sem um málfar hugsar. Þannig segjum við búfræðingur, ekki bús-fræð- ingur, málleysingi, ekki málsleys ingi, og stjórn-leysingi, ekki stjórnarleysingi. — Nú telst mér svo til, að orðin „stjórn“ og „heyrn“ beygist nokkuð svipað. Og fyrst við tölum um stjórn-leys ingja, ættum við kinnroðalaust einnig að geta talað um heyrn- leysingja. „Heyrnleysingi“ er án samanburðar skárra orð en „heyrnarleysingi", sem er orð- skrípi. Hvernig þætti þér, les- andi góður, að heyra talað um stjórnarleysingja? I mínum eyr- um er orðið „heyrnarleysingi" álíka áferðarfagurt. En svo mikið sem orðið „heyrnleysingi", þá ber af orðinu „heyrnarleysingi“, þá ber það þó ennþá meir af í samsetningum, svo sem áður er að vikið, og því meir sem sam- setningin er lengri. Og þetta á sér stað um orðin „Heyrnarleys- ingjaskóli“ og „heyrnleysingja- skóli“. Þar ber hið síðara langt af. II. Fyrst ég hefi lagt upp í þessa málvöndunar-ferð út af þessu meinlausa frumvarpi, get ég tæp ast slíðrað svo pennann að ég ekki minnist á mál-„perlu“, sem var marg-endurtekin á yfirstandandi ári í útvarpsauglýsingu. Það var áskorun eða aðvörun frá einhverj um „stjórnarvöldum" sem beint var til manna, sem bjuggu milli einhvers ákveðins staðar (ég man nú ekki lengur hver hann var) — og Vífilsstaðalæks. Orðið læk- ur“ verður þarna „læks“ í eign- arfalli, í stað lækjar. Samkvæmt því ætti maður að segja læks- bakki, en ekki lækjarbakki, og læks-vatn fyrir lækjarvatn o. s. frv. Og þá héti þingstaður Hraun hreppinga Læks-bugur en ekki Lækjarbugur. F élagslíf Valur 2.flokkur knattspyrnudeild. — Kaffifundur -erður í félagsheim ilinu fimmtudag 26 okt. 1. Rætt verður um utanförina. 2. Kvik- myndasýning. Mætið stundvís- lega — Nefndin Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild Meistara- og 1. flokkur. Munið æfinguna í kvöld kl. 8,30. Stjórn in býður í kaffi eftir æfinguna. Myndirnar eru komnar. Stjórnin Knattspyrnufélagið Valur Skíðadeild Aðalfundur skíðadeildarinnar verður þriðjudagirín 31. þ.m. í fé lagsheimilinu að Hlíðarenda kl. 8,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Helgi Magnusson fró Bíldndol Fæddur 28. okt. 1923. Dáinn 24. júlí 1961 En hvernig er það: Kunnaj „opinberir" starfsmenrí hérlend-! ir svo lítið til íslenzkrar tungu, I að þeir beri ekki skyn á að leita | hins rétta eignarfalls orðs, ef þeir j eru í vafa? — að leita þess í j samsetningum, þar sem viðkom- j andi orð er fyrri hluti samsetta j orðsins? Tökum tildæmis orðið vetur, sem áður er nefnt; eignar- fall vetrar, en sumum finnst það veturs. Rétta myndin finnst auð- veldlega í samsetningunum vetr- ar-maður, ekki veturstíð. Og vetrartíð, ekki veturstíð. Og Og sama kemur í ljós, þótt sam- setningin sé af stofni orðsins: Vetur-vist, ekki veturs-vist; vet- ur-nætur, ekki vetursnætur o. s. frv. Eignarfallsmyndin „veturs“ skýtur hvergi upp kolli! Hún er dauðadæmd. Menn þurfa að temja sér að vanda mál sitt, og vanda það betur en orðið er í seinni tíð, ekki sízt í blöðum og útvarpi. Því að blöð og útvarp „kenna“ þjóðinni málið meir en allir skólar til sam ans. Fyrir því fer vel á því, að „norrænu-fræðingar“ skipti í út- varpinu þrjú æðstu sætin, en þar þyrfti raunar að vera sæmi- lega fær íslenzkumaður í hverju sæti, svo að slíkt afskræmi máls sem Vífisstaðalæks flyti þar ekki Um þessar mundir hefur Islandsvinurinn dr. phil. Haye-Walter Hansen sýn- ingu á verkum sínum í Mokka-Café á Skólavörðu- stíg. Á sýningunni eru 20 teikningar og 15 olíumál- verk frá 10 löndum, þar af 11 frá íslandi. — Sérstak- lega hefur dr. phil. Han- sen lagt sig eftir torfbæj- unum og þjóðbúningunum íslenzku og hefur hann arfleitt Þjóðminjasafnið að þeim teikningum sínum og málverkum, sem kunnugt er. — Teikning þessi er frá í Dyrhólaey. í gegn, en slíkar málleysur á út- varpið að leiðrétta sjálfkrafa. Og bæði útvarp og blöð þurfa að gæta hlutverks síns betur en orð ið er. Því að það er hart á það að horfa, að móðurmálið blessað, það sem á að geta gengið fram eins og íturvaxinn ungur maður, með fjör og kraft í hverri hreyf- ingu, þurfi að hökta áfram eins Og örkumla aumingi, sem skadd- ast hefir af slysförum, — við hækju og staf. p. t. Reykjavík, 20/10 ’61 Lárus Arnórsson, Miklabæ Flugmálafélag Islands heldur almennan íélagsfund í Oddfellow-húsinu niðri í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: 1. Agnar Kofoed Hansen spjall um flugmál. 2. Kvikmyndir: Flug við hljóðmúrinn. 3. Félagsmál. Kaffidrykkja STJÓRNIN. Útlœrð hárgreiðslustúlka óskast strax. Uppl. milli kl. 6—7. Hárgreiðslustofan ONDÚLA Aðalstræti 9. /* S A L T í NOREGI, cr bezt afgreitt frá A/S NORSRE SALTKOMPAGNI Bergfen Simi 18135, símnefni „Saltkompaniet“ Stærstu innflytjendur Noregs af fiskisalú, með eigin birgða- stöðvar og sambönd meðfram allri ströndinni. --------------------------------/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.