Morgunblaðið - 25.10.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.10.1961, Qupperneq 12
12 MORGVTSBL ÁÐIÐ Miðvikudagur 25. okt. 1961 ÍJtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjóm: úðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. GLÆPUR GEGN MANNKYNINU CJprengjuæði kommúnista- stjórnarinnar í Moskvu hefur nú náð hámarki. Hinar siðlausu sprengingar þeirra í fyrradag eru meðal mestu glæpa, sem framdir hafa verið í veraldarsögunni. — Sprengingar þessar þjóna þeim tilgangi einum að ógna heimsbyggðinni og tefla í tvísýnu lífi og heilsu mann- kynsins. Ógnarsprengjan, sem sprengd var í háloftunum, myndar geislavirkt ryk, sem jafnvel er talið að svari til allrar þeirrar geislavirkni, sem orsökuð hefur verið með kjarnorkusprengingum hing- að til. Sérhvert mannsbarn veit hver hætta er á ferðum, þegar þessi geislun myndast í einu vetvangi ofan á alla þá geislun, sem fyrri spreng- ingar Rússa síðustu vikur hafa myndað. í lengstu lög höfðu menn vonað, að Rússar mundu láta af fyrirætlunum sínum um að sprengja ógnarsprengj una. Menn vildu trúa því, að þeir mundu láta undan al- menningsálitinu um heim allan. Sú von brást því mið- ur og enginn getur sagt fyr- ir um afleiðingarnar. En hinum óðu öfgamönn- um nægði ekki þessi spreng- ing. Samhliða sprengdu þeir aðra sprengju, sem hér á landi vekur ekki minni ugg en sú, sem sprengd var í há- loftunum, því að afl hennar var leyst úr læðingi neðan- sjávar, tiltölulega skamman veg frá íslenzkum fiskimið- um. Það tiltæki getur vel ork- að því að sjávargróður og dýralíf verði fyrir geislun- aráhrifum, sem berast hing- að til lands með sjávarafla. Ógnir kjarnorkualdar hafa af þeim sökum færzt enn nær bæjardyrum okkar. AFSTAÐA ÍSLANDS ¥7ið íslendingar gerðum til- " raun til að hafa áhrif á rússnesk stjórnarvöld, svo að þau létu af fyrirætlunum sínum. Samstaða okkar með öðrum þjóðum á norðurhveli jarðar um þessa tilraun á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna var vissulega sjálfsögð. í ræðu, sem Thor Thors flutti til stuðnings við til- löguna, sagði hann m. a.: „Er nokkuð að undra að við, sem landfræðilega yrð- inn næstir henni (sprenging- unni) lýsum því yfir að okk- ur er gert órétt eða erum jafnvel hræddir? Þegar við látum í Ijós ugg okkarhugs- um við ekki aðeins um okk- ar eigin þjóð. Við vitum að hættan mun fyrr eða seinna eða jafnvel strax bitna á öllu mannkyninu. En hvað getum við gert í þessu tilfelli, þeg- ar okkur er hreinlega ógn- að? Stórþjóðir gætu ef til vill mætt ógnun með nýrri ógnun. Mín litla þjóð hefur hvorki aðstöðu né löngun til þess. Það eina, sem við get- um gert, er að reyna að bægja ógnuninni fráogsenda áskorun, þangað sem hún kom frá.“ Þetta er vel mælt og rétti- lega. En því miður eru aðrir íslendingar, sem allt annan boðskap hafa flutt kúgurun- um í Kreml. Menn verða að leitast við að gera sér grein fyrir, hvers vegna Krúsjeff lætur almenn ingsálitið sem vind um eyru þjóta. Ein af skýringunum á því — og líklega meginskýr- ingin — er sú, að hann hef- ur reynslu af því að honum er óhætt að gera nánast hvað sem er. Kommúnistar og nyt- samir sakleysingjar munu samt fylgja honum. Þeir munu ef til vill draga eitt- hvað úr áróðrinum í hans þágu um stundarsakir, en þeir munu brátt herða hann aftur. í dag er ástæða til að minnast á Ungverjaland. 1 ungversku byltingunni höfðu nytsömu sakleysingjarnir hægt um sig, en þeir voru fljótir að gleyma, og innan skamms tíma voru þeir byrj- aðir að ganga um á ný með siðferðisvottorð handa Krús- jeff og krefjast uppáskrifta á það. Það eru þessir menn, sem ýta undir ofbeldisöflin og tjá þeim með undirskrift sinni að þau geti framkvæmt nánast hvaða glæpaverk sem vera skal. Hjörðin muni samt fylgja þeim. Málamyndamót- mælin skipta Krúsjeff engu máli, því að hann veit að þeir menn eru geðlitlir, sem einu sinni hafa ljáð honum nafn sitt og hann telur sig ekki þurfa að reikna með virkri andstöðu þeirrar manngerð- ar. — NEITAR AÐ SVARA llÆorgunblaðið hefur marg- '1 spurt Moskvumálgagnið, hver væri afstaða þess og erindreka kommúnista á ís- Sprengingunni mdtmælt í Stokkhdlmi YFIRLÝSING Krúsjeffs, ein- ræðisherra Ráðstjórnarríkj- anna, um að 50 megalesta sprengja yrði sprengd fyrir mánaðarlok, vakti ugg og andstyggð um heim allan. — Þessum skepnuskap og við- bjóði hefur verið harðlega mótmælt um allar álfur, enda hefur jafnhrikalegt og risa- vaxið glæpaverk aldrei verið framið gegn gervöllu mann- kyni. — Víða hefur komið til mót- mælaaðgerða fyrir framan sendiráðsbústaði Sovétríkj- anna. Myndirnar hér á síð- unni voru teknar í Stokk- hólmi kvöldið eftir að frétzt hafði um hótun Krúsjeffs (sem nú hefur verið fram- kvæmd). Mörg hundruð ung- menni söfnuðust saman fyrir utan sendiráð Sovétríkjanna. Settust unglingarnir á gang- stéttina og vildu sig ekki þaðan hræra. 50 lögregluþjón ar með sverð við síður, eins og sænskir lögregluþjónar bera, mættu fyrir utan sendi- ráðsbústaðinn á Villagötu 15 og gættu þess, að ungling- amir gerðust ekki of nær- göngulir við húsið. Urðu þeir að fjarlægja suma með valdi. Á minni myndinni sést stúlku vikið frá sendiráðinu. „Dagens Nyheter" segir, að stúlkurnar hafi verið „skönt bleka i gatljusskenet i sina lánga, raka frisyrer". Stóra myndin sýnir nokkra í „setuliðinu“. Yfir þeim standa m.a. nunnur, sem þátt tóku i mótmælaaðgerð- unum innan um „síðhærð og skeggúfin ungmenni“, eins og sænsku blöðin komust að orði. landi, sem nú sitja þingið í Moskvu. Við þeirri spurn- ingu hefur ekkert svar feng- izt. Blaðið spurði því Lúðvík Jósefsson, formann þing- flokks Alþýðubandalagsins, að því, hvert hans álit væri. Lúðvík Jósefsson sagði stutt og laggott: „Eg óska ekki eftir að svara þessari spurn- ingu.“ Með hliðsjón af fyrri reynslu þurfa menn raunar ekki að fara í neinar graf- götur um það, að kommún- istar hér á landi eins og ann- ars staðar munu styðja stefnu húsbænda sinna í einu og öllu. Formaður þingflokks þeirra er þó hræddur við að játa þá afstöðu sína og ætlar sér að dyljast bak við þögn- ina. En kommúnistum skal sagt það, að þögn þeirra er hróp- andi. Það taka allir lands- menn eftir því að jafnvel þessar ógnanir Rússa og hreinsanirnar, sem nú er ver ið að undirbúa, breyta engu um algera undirgefni þeirra við Moskvuvaldhafana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.