Morgunblaðið - 25.10.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.10.1961, Qupperneq 13
Miðvikudagur 25. okt. 1961 ■ MORGVTSBLAÐIÐ 13 New York, föstudag 20. okt. KJARNORKUMÁLIN og sprengingar Sovétríkjanna í gufuhvolfinu hafa haldið á- íram að vera aðalumræðu- efnið í tveimur nefndum Sameinuðu þjóðanna vikum saman. í fyrstu nefndinni hafa umræðurnar snúizt um það, í hvaða röð taka bæri tillögur um bann við kjarn- orkutilraunum á dagskrá nefndarinnar. Var loks kom- izt að niðurstöðu um þetta sl. miðvikudag. Þann dag á- kvað nefndin að setja þetta mál efst á dagskrá sína. Það eru fyrst og fremst tvær tillögur, sem lágu fyr- ir neíndinni um þessi mál. í fyrsta lagi tillaga frá Bandaríkjunum og Bretlandi um drög að samningi um al- gert bann við kjarnorkutil- „Stdrabomba" Rússa 3g tillaga Norðurlanda m m m m m m~ m~ \^r m m < r~ t— — — — ú Eftir Sigurð Biarnason búinn til þess að koma Rússum til aðstoðar í umræðum og málafylgju, undir þá skoðun, enda þótt hann lýsti jafnframt yfir heilögu „hlutleysi" sínu og fordæmingu á öllum kjarnorku- tilraunum, hver sem fram- kvæmdi þær. Hýrnaði mjög yf- ir fulltrúum Rússa og fylgis- manna þeirra við þessa yfirlýs- ingu Guineumannsins. Nokkur hiti var þegar kominn í umræðurnar á þessu stigi málsins, sérstaklega var fulltrúa Guineu mikið niðri fyrir. Flutti hann ræðu sína af mikilli mælsku á syngjandi frönsku og svo hátt að glumdi við í saln- um. Bjuggust nú margir við að enn myndi hitna í glóðunum og umræður standa fram eftir kveldi. En af því varð þó ekki. Formaður nefndarinnar sleit fundi að lokinni ræðu Guineu- mannsins og lýsti því yfir, að málið yrði næst tekið fyrir á fundi nefndarinnar n.k. mánu- dag. Er þá gert ráð fyrir að einhverjir fleiri af flutnings- mönnum tillögunnar taki til máls. Óvíst um niðurstöður Hér skal ekkert fullyrt um það, hver verða örlög þessarar tillögu, sem fjögur Norðurland- anna standa að, auk Kanada og Japans. Hún á áreiðanlega tölu- verðu fylgi að fagna á þinginu og í fyrstu nefndinni, þar sem hún er borin fram. En því að- eins getur hún orðið að nokkru gagni, að samþykkt verði svo að segja tafarlaust, að veita henni forgangsrétt til þess að koma til afgreiðslu í nefndinni. Á mánudag er kominn 23. október og fyrir þann 31. þ. m. lýsti Krúsjeff því yfir að hann hygð- ist sprengja „Stóru bombu“ sína. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að yfirgnæf- andi meirihluti fulltrúa á alls- herjarþinginu horfir með mikl- ingartiliögum myndi rigna yfir fysrtu nefndina á mánudaginn við tillöguna um að skora á Rússa að hætta við a5 sprengja „Stóru bombu“ sína. Mundu þær breytingartillögur líklegast- ar frá Rússum, fylgiríkjum þeirra eða einhverjum hinna „hlutlausu", sem þrátt fyrir allt sitt hlutleysistal virðast ekki kippa sér sérstaklega upp við hótanir úr austurátt um stór- sprengingar og annan herskap. Umræður. í sérstöku pólitísku nefndinni um geislavirkni í sérstöku pólitísku nefndinni hafa undanfarið einnig staðið yfir umræður um kjarnorku- mál. Fyrir nefndinni hefur legið skýrsla Vísindanefndar Samein- uðu þjóðanna um áhrif geisla- virkni af völdum kjarnorku- sprenginga. Nefnd þessi, sem 15 þjóðir eiga fulltrúa í, var stofn- uð með ályktun allsherjarþings- ins árið 1955. Hefur hún látið safna víðtækum upplýsingum um þessi efni Og kemst m. a. þannig að orði, að framkvæmd kjarnorkusprenginga að nýju á þessu hausti geri nauðsyn auk- innar rannsóknar- og vísinda- starfsemi ennþá brýnni. í sambandi við skýrslu nefnd- arinnar hafa 25 þjóðir í öllum heimsálfum flutt ýtarlegar tillög ur, þar sem lýst er yfir ótta og ugg um framtíð mannkyns- ins vegna stóraukinnar geisla- virkni af völdum kjarnorku- sprenginga Rússa. Jafnframt er lagt til að haldið verði áfram alþjóðlegri samvinnu um rann- sóknir á geislavirkni og áhrif- um hennar, þannig að þekking manna á þeim verði sem víð- tækust og traustust. Fulltrúi Kanada er fyrsti flutningsmaður þessarar tillögu. Skýrði hann m. a. frá því að geislavirkni í lofti í landi sínu hefði aukizt gífurlega undanfar- Tillagan á miklu fylgi aZ fagna en óvist um örlög hennar Zorin, aðalfulltrúi Rússa í Fyrstu nefndinni, heldur ræðu. raunum og raunhæft alþjóð- legt eítirlit með framkvæmd þess. í öðru lagi er tillaga Ind- lands um að frestað verði að nýju öllum tilraunum með kjarnorkuvopn án þess þó að tryggja nokkurt eftirlit með framkvæmd frestunarinnar. Bandaríkj amenn og Bretar höfðu lýst því yfir að þeir gætu vel fellt sig við að indverska tillagan yrði sett efst á dagskrána ef þeirra til- laga væri næst og báðar til- lögurnar mætti ræða sam- eiginlega. Ósigur Rússa Rússar, Indverjar og nokkrar fleiri þjóðir voru mjög andvígar því að tillögurnar væru ræddar samtímis. En niðurstaðan varð sú að nefndin samþykkti með miklum meirihluta að það skyldi gert. Samþykkt var með 83 atkvæðum gegn 10 að ind- verska tillagan yrði efst á dag- ekránni en fjórar þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Rúss ax og fylgiríki þeirra, ásamt Kúbu greiddu atkvæði gegn því að tillagan yrði fyrsta dagskrár- málið. Þegar greidd voru atkvæði tim að báðar tillögurnar skyldu ræddar sameiginlega voru 54 þjóðir með því en 13 á móti. Fulltrúar 31 þjóðar sátu hjá. Mótatkvæðin voru atkvæði Rússa, fylgiríkja þeirra, Ind- lands, Senegal, Mali og Kúba. Þessar atkvæðagreiðslur, sem að vísu eru fyrst og fremst um formsatriði. eru tvímælalaust verulegur ósigur fyrir Rússa, eem lagt hafa mikla áherzlu á, að koma í veg fyrir að bann við kjarnorkutilraunum yrði efst eða ofarlega á dagskrá nefndarinnar. En þær sýna jafn- framt, hversu uggandi þjóðir samtakanna eru vegna hinna stórfelldu kjarnorkusprenginga Sovétríkjanna. Kjarnorkumálin eru mál málanna á 16. allsherj- arþinginu. Afvopnunarmálin í heild, sem rætt hefur verið um án árangurs öll undanfarin þing eru algerlega í skugga þeirra, a.m.k. enn sem komið er. Tillaga Norðurlanda, Kanada og Japan í dag komust umræður um kjarnorkumálin svo enn á nýtt stig í fyrstu nefndinni. Þá var tillaga frá fjórum Norðurland- anna, Danmörku, Islandi, Nor- egi og Svíþjóð, ásamt Kanada og Japan um áskorun til Rússa um að hætta við það yfirlýsta áform sitt að sprengja stór- sprengju fyrir lok októbermán- aðar. Hafa lesendur Mbl. vænt- anlega kynnzt efni hennar þeg- ar þessar línur koma fyrir augu þeirra. En kjarni hennar er sá, að flutningsmenn leggja til að samþykkt verði eindregin áskor- un til sovétstjórnarinnar um að sprengja ekki 50 megatonna vetnissprengju þá, sem forsætis- ráðherra' þeirra hotaði að sprengd skyldi á næstunni. Er bent á það í greinargerð tillög- unnar að slík sprenging hlyti að hafa gífurlega aukin skað- ræðisáhrif á heilsu og velferð mannkynsins. í framsöguræðu fulltrúa Dana fyrir tillögunni var m. a. að því vikið, að Norðurlöndin fjögur hefðu haft frumkvæði um flutn- ing slíkrar tillögu vegna þess, að ætla mætti að landsvæðin í nágrenni norðurheimsskautsins myndu fyrst verða fyrir stór- aukinni geislavirkni í andrúms- loftinu og þeim hættum, sem af því leiddi. 1‘ svipaðan mund og þessi tillaga var lögð fram sprengdu Sovétríkin 21. kjarnorku- sprengju sína síðan þau hófu sprengingar sínar í byrjun ágúst sl. Vekur mikla athygli Fundarsalur fyrstu nefndar- innar var troðfullur þegar um- ræður um þessar tillögur hóf- ust á síðdegisfundi nefndarinn- ar. Áheyrnarpallar og blaða- mannastúkur sömuleiðis. Áður hefur verið skýrt frá framsögu- ræðu danska fulltrúans, sem var stutt og áheyrileg. Állmargir fulltrúar lýstu þegar yfir ein- dregnu fylgi við tillöguna en fulltrúi Indlands snerist gegn henni. Kvað hann þegar ákveðið að tillaga Indlands um allsherj- arfrestun tilrauna með kjarn- orkuvopn skyldi tekin fyrst á dagskrá nefndarinnar. Þessi nýja tillaga væri því óþörf. Tók full- trúi Guineu, sem alltaf er reiðu- um og vaxandi ugg á hinn hrikalega sprengjuleik Rússa. Enginn fær heldur séð, hvaða gagn Rússum getur sjálfum orðið að því að sprengja þessa 50 megatonna bombu sína. Er þeim ekki nóg að hafa sagt frá því að þeir hafi hana í bakhend- inni? Var ekki tilgangurinn með yfirlýsingu forsætisráð- herrans einmitt sá, að ógna gervöllu mannkyni með því að hann hefði sjálfa elding- una að vopni, eins og Þór Ásatrúarinnar? Þarf hann endilega að eitra andrúms- loft á norðurhveli jarðar og víðar um heim meira en hann hefur þegar gert? Um þetta skal ekki bollalagt frekar að sinni. I dag var gert ráð fyrir að víðtækum breyt- ið. Hefði það valdið þjóð sinni stórkostlegum áhyggjum. Brýna nauðsyn bæri til þess að koma í veg fyrir að geislavirknin héldi áfram að aukast. Hann ætti því erfitt með að skilja þá tillögu tékkneska fulltrúans í nefndinni að ekkert skyldi að- hafst í málinu annað en það að lýsa yfir að Vísindanefndin og starf hennar væri gagnlegt! Hinn ægilegi skuggi Fulltrúi Kanada lauk máli sínu mef því að segja, að mað- urinn yrði að auka þekkingu sína á vandamáli geislavirkn- innar og síðan að verða færari um að bægja úr vegi þeim hætt um, sem við vissum að hún hefði í för með sér. Við get- um ekki mætt framtíðinni með Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.