Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVTSBL AÐIÐ Miðvikudagur 25. okt. 1961 Kvar eru vökumennirnir? MIKIL sauðskepna mætti sá mað ur vera — hérlendur og mælandi á íslenzka tungu — sem ekki hefði af þakklátri samúð fylgzt með því, er gert hefir verið nú að undanförnu til þess að heiðra aldarminningu sér Bjarna Þor- steinssonar. Fátæklegri væri nú menningarsaga okkar ef sá mað- ur hefði aldrei uppi verið og aldrei verður hans mikla starf metið til fulls, því það er með öllu ómetanlegt. Þegar aldirnar líða mun enn lýsa af nafni hans. En mjög var það undarlegt við þessa aldarminningu hve lítið var á það minnst að varðveita þau verk séra Bjarna Þorsteins- sonar, sem gera hann alveg einstæðan í sögu okkar, og að koma þeim þjóðinni í hendur til ávöxtunar. Er það kannske nóg að þau séu til á söfnun og að þeirra sé getið í bókum? Ef svo er, þá fer okkur sumum almúga- mönnum að þykja minna um vert frægð hans. En það er einmitt meginatriðið að þetta er ekki svo. Verk hans eiga að komast inn í vitund þjóðarinnar og auðga sálarlíf hennar. Þarna finnst mér að leiðtógum okkar hafi orðið áfátt. Ekki er ég þar með að gefa í skyn að ógert hefði mátt láta það sem gert var; það er fremur hitt sem ég vildi segja,, að þetta bar yður að gera, en hitt eigi ógjört að láta. Og til allrar hamingju er ekki enn öf seint að gera það. Nú hefir verið rumskað við þjóðinni, og nú á að grípa tæki- færið tií þess að koma út á ný að minnsta kosti hinum mikil- vægustu sönglistarritum séra Bjarna Þorsteinssonar. Nú á sem skjótlegast að endurprenta, við skuium segja Islenzk þjóðlög, há- tíðasöngvana og sálmasöngsbók- ina. Ef menn vilja ganga lengra og endurprenta meira, þá er það þeim mun betra. Allt þetta á að sjálfsögðu að ljósprenta; það er ódýrast og fyrirhafnarminnst. Um þetta er ekki til neins að ég eyði fleiri orðum; ég hefi bent á hvað gera beri, en um fram- kvæmdir fæ ég engu ráðið. En ekki er þetta nema einn liður i sífeldu sargi mínu nú í mörg ár um endurprentun bóka sem fyrir löngu átti að vera búið að endurprenta. Og það er ljós- prentunar-aðferðin sem ég bendi á þar sem hún á við; og það er einmitt langoftast að hún eigi við. Hún er sú allseina grein prentli.starinnar sem við getum keppt í við aðrar þjóðir. Hvergi ætla ég að nú séu bækur betur ljósprentaðar en í þemi prent- smiðjum okkar sem hana leysa vel af hendi, og þær eru fleiri en ein og fleiri en tvær. Þar er um að ræða starfsemi sem okkur ber að styðja og efla. Meira að segja iitprent gera þær með ágætum. Svo er t. d. um prentsmiðjuna Litbrá, en því nefni ég hana að þaðan hefi ég séð afburða-fallegt prent, og má þó vel vera að aðrar jafnist við hana. Mér hefir stundum komið til hugar hvort hér muni eiga sér stað einhver heimskuleg andúð á ljósprentun. Sá grunur hefir vaknað hjá mér við að sjá gengið framhjá henni þar sem hún var alveg sjálfsögð. Eg skal nefna rétt eitt dæmi, þó að nóg önnur séu til. Fyrir all-löngu benti ég á að gefa bæri út á ný skáld- sögu sera Páls Sigurðssonar, Aðal stein, og að hana bæri þá for- takslaust að ljósprenta. Fyrsta út gáfa var svo stórmyndaleg, en annað var þó hreint úrslita-atriði. Séra Páll var snillingur á íslenzkt mál, en hann fór að því leyti sínar eigin leiðir (þar eins og ann arstaðar) og hann viðhafði orð- myndir sem fáir tíðkuðu og staf- setning hans var dálítið frábrugð in hinum tíðkanlegustu. Við hvorugu ( og við engu) mátti haga hjá slíkum afburðamanni Og með ljóstprentun var girt fyrir allar breytingar í þessum atriðum. Sagan var svo gefin út, en mér er sagt að hún væri ekki Ijósprentuð Þessa útgáfu hefi ég aldrei séð, og vel má vera, að í henni hafi verið gætt þessarar sjálfsögðu varúðar. En við mund- um naumast þora að treysta því. Og svip hinnar fyrri útgáfu var ekki unnt að halda, og það hlýt- ur að hafa verið til tjóns, því stórlega ber hann af því sem við eigum nú að venjast í bókagerð. Arbækur Espólíns eru hand- hægt dæmi um endurprentun með þessari aðferð. Þar stingur beinlínis í stúf hve miklu fallegri endurprentunin er en frumútgáf an. Þar á ofan er svo hitt, hve miKiU gagnlegri hún er sökum registra þeirra er aukið var við hana. Og mikil prýði er hin snilldarlega inngangsritgerð Arna Pálssonar. Þá má Og minnast á Blöndu Sögufélagsins. Það var mikið þsrfaverk sem Oddur Björnsson vann er hann lét ljósprenta fjög- ur lyrstu bindin, sem þrotin voru. Ijjósprentun var vitanlega sjálf- sögð, þó ekki hefði verið nema vegna registursins. Og ekki kem- ur mér svo í hug það registur að ég hugsi ekkí um leið hlýlega til þess ágæta manns, Bjarna Jónssonar frá Unnarholti, er gerði þennan ágæta og' alveg nauðsynlega lykil að þeirri gull- námu sem Blanda er. „Eg held ég endist aldrei til þess að ljúka því“, sagði hann eitt sinn við mig er ég spurði hann hvað verk- inu liði. Jú, til srilrar hamingju entist honum líf til þess, en þá kom líka kallið. Minnisvarða hafði henn reist sér með þessú verki, Og; rétt mat á því finnst mér að komi fram í vísu sem kveðin var um hann og það, alveg eins þó að gamansamlega sé mælt: Fyrir að Blöndu brúa vann bæri — lög það sanna — tafarlaust að taka hann í tölu heigra mann. Já, þeir hafa sumir verið miður góðir menn og þarfir en Bjarni frá Unnarholti, sem teknir hafa verið í helgra manna tölu. Skemmtilegast hefði það verið að Sögufélagið hefði sjálft getað látið Ijósprenta Blöndu — félagið sem einmitt hafði látið ijósprenta Þjóðsögurnar. En úr því að það hafði ekki bolmagn til þess, á Oddur Björnsson þakkir skilíð fyrir framtakið — Og fyrir að selja síðan Blöndu svo vægu verði sem hann gerir. Það hefði verið mikið tjón ef hún hefði með öllu horfið af markaðinum. Enda þótt þar sé um smámuni að ræða, er vert að geta þess, að sami maður lét einnig ljósprenta fyrstu útgáfuna (Khöfn 1852) af hinni ódauðlegu barnabók Mjall- hvít í þýðingu séra Magnúsar Grímssonar. Var prentað eftir ein taki Jóns Sigurðssonar, eina ein- taki Landsbókasafnsins. Ekki er sú útgáfa til í Fiskesafninu, og munu þeir ekki margir sem hana eiga hér. Er sennilega er hún í safni Boga Melsteðs í Leeds. Eg minntist rétt núna á Þjóð- sögurnar í endurprenti Sögufé- Bandarískir þing- menn skoðuðu Alþingi SEX þingmenn úr fulltrúadeild Bandarikjaþings komu hingað til lands í gærmorgun, ásamt hópi starfsmanna við þingið. Er þetta alls 38 manna hópur, sem er hér á eftirlitsferð í sambandi við varn arstöðina á Keflavíkurflugvelli. Héðan fer hópurinn í dag til meg- inlands Evrópu og Mið-Austur- landa í sömu erindagjörðum. Hóp urinn kom til Reykjavíkur um miðjan dag í" gær og skoðaði bæ- inn, og Alþingi undir leiðsögn for seta efri og neðri deildar. lagsins. Sú útgáfa er nú horfin af markaðinum, en trauðla mundi ráð að endurprenta hana að sinni, þó að síður muni það eflaust verða gert. Það verður sexbinda- útgáfan sem fræðimenn afla sér nú næstu árin. Hún mun brátt reynast þeim óumflýjanleg nauð- syn, eins og Stefán Einarsson saeði, er hann skrifaði um hana í amerískt tímarit. Hún er með svo góðum registrúm að ég hygg að einstætt sé í okkar bók- menntum að svo komnu. En úr- val Björns Jónssonar úr þjóð- sögum Jóns Arnasonar má til að fara að endurprenta, og ætti raunar fyrir íöngu að vera búið ao því. Eitthvað hefir kvisast um að nú muni loks eiga að koma því í frarnkvæmd. En ekki hentar að ljósprenta það. Það er alveg óumdeilanlegt að hér er sífeldlega prentað mikið af því bókarrusli sem engan menningarlegan rétt á til þess að komast út. En á hinn bóginn er horfinn af markaðinum fjöldi bóka sem okkur er tjón að ekki skuli vera gefnar út á ný. Eg sé lítil merki til þess að á þessu sviði eigum við nokkra eiginlega vökumenn. Oftar en einu sinni hefi ég á því yrnprað að stofna þyrfti sérstakan félagsskap til þess að sinna hlutverkinu. Nóg er um fordæmin erlendis, ef endi- lega þarf að leita fordæma. Það er blátt áfram undarlegt hve þessu máli er lítill gaumur gef- inn, og merkilegt að jafnvel núna skuli ekki vera minnst á að end- urprenta þau rit séra Bjarna Þor steinssonar, sem mestrar frægðar hafa aflað honum og við þykj- umst vera stoltir af. Líklega bezt að gera ekki lengra mál úr þessu nú að sinni. Sn. J. Gunnrúna Ólafs- dóttir frá Flateyri F. 16. ág. 1917. — D. 6. okt. 1961 KVEÐJA FRÁ VINKONU. Er vorið bjart í ungum augum hló og æskan lék að draumagullum sínum þitt mein þú barst með þöglu þreki og ró og þó var einnig vor í augum þínum. Og þá að stundum skugga brygði á brá er bjart um okkar liðnu æsku kynni því æskan hún á alltaf von og þrá og óskalönd. er bíða í framtíðinni. Og þó að kannske yrði æfiför á annan veg. en þrá þín hafði kosið þitt æskubros þú alltaf barst á vör sem aldrei hafði kulnað eða frosið. Svo kveð ég þig og vona vina mín að verði létt þín ganga um nýja veginn þar er,u kannske óskalöndin þín að opnast, sem þú fannst ei hérnamegin. í tíu álr gekk hann með derhúfu. í tilhugalífinu setti hann upp snotran hatt. Eftir giftinguna glæsileg- an pípuhatt. Og í framtiðinni ber hann kórónu. Derhúfa - kórdna Höfuðföt Tony Armstrong- Jones, hafa tekið allmiklum breytingum á síðari tímum. Aður en hann trúlofaðist Mar grétu prinsessu hafði hann um tíu ára skeið verið með der- húfu á kollinum og klút um hálsinn. Eftir að trúlofun þeirra var kunngerð, hætti hann að ganga með derhúfu og setti upp í staðinn snotrasta hatt. Og eftir giftinguna hefur hann oftast sést með glæsileg- an pípúhatt við hátíðleg tæki- færi. Nú hefur Tony verið aðlað ur og hlaut hann nafnbótina, jarlinn af Snowdon, eins og kunnugt er af fréttum. I fram tíðinni setur hann hvorki upp derhúfu, hatt né pípuhatt við hátíðleg tækifæri, heldur tign arlega kórónu. Blöð herma að Armstrong—Jones sé þetta til tæki á rnóti skapi, en kona hans krefjist þess, barnanna vegna. Menn ganga ekki ber- höfðaðir, — þegar þeir komast vel áfram. J Aðalfundur Kennarafélags Mið- Vesturlands AÐALFUNDUR. Kennarafélags miðvesturlands var haldinn á Akranesi dagana 7. og 8. okt. sl. Fundurinn var vel sóttur. Þessi erindi voru flutt á fund- inum: 1. Vetrarstarfið, Þórleifur Bjarnason, námsstjóri. 2. Kenn- araeklan og launamál kennara, Aðalsteinn Eiríksson, fjármála- eftirlitsmaður skóla. 3. Tóm- stundastörf unglinga Og samstarf heimila Og skóla, Jónas B. Jóns- son, fræðslustjóri. Þetta var op- inbert erindi og urðu áheyrendur margir. 4. Sænski kennarinn, Gerda Brunskog, flutti tvö erindi um byrjunarkennslu i móðurmáli og reikningi. Miklar umræður urðu í sam- bandi við erindin, en sérstaklega þó um kennaravöntunina og launamál kennara. Bæjarstjórn Akraness bauð fundarmönnum og fleiri gestum til kaffidrykkju í félagsheimili Bandarisku þingmeimimir í sölum Alþingis. témplara að kvöldi fyrri fundar- dagsins. Seinni fundardaginn hlýddu fundarmenn messu í Akranes- kirkju. Sóknarpresturinn, séra Jón Guðjónsson, messaði. Akveðið var að halda næsta aðalfund í Stykkishólmi. í stjórn félagsins voru kjornir: Sigurður Helgason, skólastjóri, Lúðvík Halldórsson, kennari, Guðrún Guðmundsdóttir, kennari — öll búsett í Stykkishólmi. 24 klsf. verkfall Paris, 21. okt. (NTB) SAMBAND franskra járnbrautar verkamanna hefur boðað 24 klst verkfall á fimmtudaginn kemur og hefst það kl. 4 að morgni. Er tilgangurinn að árétta kröfur um hækkuð laun og styttan vinnu- tíma og ennfremur að mótmæla hótunum stjórnarinnar um tak* mörkun verkfallsréttar sambanda ins. I verkfallinu taka þátt stuðn- ingsmenn kristilegra demokrata, sósíaldemokrata og kommúnista. — Lifeyrir Framh. af bls. 15 mjög æskilegt. Ef tak-ast mætti að auka sparif jármyndun á þenn* hátt, mundi það geta átt giftu- drjúgan þátt í því að ihamla gegtn aukimni verðbólgu. Þótt framkvæmdaörðugleikoir á slíkri ráðstöfun séu nokkrir, ættu þeir þá ekki að vera óyfir* stíganlegir. enda er þegar fengin nokkur reynisla í þes&u efini með útgáfu vísitölutryggðra verð. bréfa, m. a. á vegum húanæðis- málastofnun-arirm-ar, og ætti að mega hafa það fyrirkomulag til hliðsjónar við framkvæmd þeirr- ar verðtryggingar, er hér uim ræðir. Frétt þessi misritaðist í blaðinu t sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.