Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Míðvikudagur 25. okt. 1961 Dorothy Quentin: Mol aey 23 Skáldsaga var í þessari skrautlegu, arrie- rísku íbúð, rétt eins og Frankie hefði verið flutt yfir í einhverja gjörólíka veröld, sem var honum algjörlega framandi. Hann hafði gert gys að sjálfum sér fyrir að hafa nokkumtíma látið sér detta annað í hug, eftir að bréfin hans fóru að koma endursend, með við eigandi áletrun, án nokkurrar greinargerðar. Hann hafði svo komið heim en ekki líkt því eins sigrihrósandi og hann hafði búizt við, og kastað sér út í starfið, fyrst og fremst með því að fá Pálmahöllinni breytt i sjúkrahús, og svo reyndi hann að gleyma Frankie — og ósigrum sínum. XI Seinna gat Frankie aldrei mun að, hvemig hún hafði komizt gegn um það sem eftir var kvölds ins — síðasta hluta heimkomu- veizlunnar hennar. Hún forðað- ist allt frekara eintal við André, vegna þess, að það, sem hún hafði að segja við hann hefði þeytt samkvæminu í loft upp, eins og kjarnorkusprengja. Nei, það var nú ekki hægt að segja framar og sízt að viðstöddum á- heyrendum. Hún brann af reiði við móður sína fyrir þessa afskiptasemi hennar. Líklega hafði Louise lagalegan rétt til þess arna: að rífa upp bréf til þrettán ára fcrakka? Líklega hafði hún gert þetta allt í góðri trú og viljað forða dóttur sinni frá því að eiga heirna á eynni, vegna þess að sjálfri hafði henni liðið þar illa Og leiðzt. Frankie sá nú, að hún hafði aetlað dóttur sinni allt ann að líf. Og Ted hafði látið hana ráða þessu — hann hlaut að hafa vitað um það, því að öll bréf André höfðu verið árituð til fyr irtækis hans. En stjúpi hennar hafði alltaf verið góður við hana og ausið yfir hana gjöfum, sem hún kærði sig ekki um. Hún hugsaði til þess þreytulega, að Ted hefði alltaf þótt vænt um hana, en hinsvegar færi hann á heimsenda til þess að þóknast konu sinni, og Louise hefði auð- vitað sagt honum, að þetta „skot“ Frankie í eynni og þessum franska læknanema væri versta framtíð fyrir hana, sem hugsast gæti. Frankie dansaði við Rex og svo hvern herrann eftir annan og varð ekki annað séð en að hún skemmti sér prýðilega. Hún var allsstaðar álæg, sem hin gestrisna húsmóðir, ýmist í hóp gömlu mannanna, sem safnast höfðu kring um landsstjórann eða í borðsalnum þar sem kaldur mat ur var framreiddur, síðan dans- aði hún aftur, talaði við calypso- hljómsveitina, undir stjóm stóra Bensa verkstjórans hennar, sem nú hafði tekið við af útvarpinu. Henni gekk furðanlega að bæla niður tilfinningarnar, sem ólguðu hið innra með henni, og engum hefði getað dottið annað í hug en að hún skemmti sér konung- lega. Jafnvel André, sem var að gefa henni auga, svo að lítið bar á, tók að halda, að hún hefði jafn að sig eftir samtalið þeirra úti á svölunum. Mismunurinn á þrett án og tuttugu og þriggja ára aldri er miklu meira en tíu ár, því hann c ■ munurinn á krakka og þroskaðri konu. Svo margt hltut að hafa komið fyrir .Frank ie á þessum tíu árum, að hún hefði gleymt þessum þansettu bréfum. Og af því að hún var nú uppkomin og velsiðuð, hafði henni áðan þótt fyrir þessum þjösnaskap sínum að fara að end ursenda bréfin óopnuð. Og þessi trúlofun hennar og Maynes lá eitthvað þungt á henni, enda þótt henni væri nú bersýnilega slitið. í Ameríku, þar sem fólk var alltaf að skilja, gat ein trúlofun ekki verið tekin sér lega hátíðlega. Þegar André horfði á hana svífa r illi gest- anna, gat hann ekki látið sér detta annað í hug, en hún væri glöð og ánægð. Hún hafði alltaf elskað eyna og Laurier, og gamla húsið var sannarlega í veizlu- búningi í kvöld. Ungfrú Franvoise er töfrandi, finnst yður ekki? sagði gamli landsstjórinn og deplaði augun- um framan í André. Ég vona bara, að okkur takist nú að halda í hana, úr því að hún er komin heim á annað borð. Það væri góður endir á þessari sorgar-sögu um föður hennar og frænda, ef hún giftist og settist hér að. André leit snöggvast á kvik- myndamennina og stroknu em- bættismennina, sem þarna voru samakomnir og svo miðaldra mennina, ásamt konum þeirra og dætrum. Ætli það verði ekki heldur lít ið úrval fyrir hana hérna, svar- aði hann þurrlega. Landsstjórinn glotti til hans og hann beit á jaxlinn. Hvað sem allri sorg leið, yrði bráðum að fara að opinbera trúlofun þeirra Simone. Eftir nokkra mánuði, kannske fyrr, yrði Frankie búin að kynna sér alla möguleika þarna á eynni og mundi þá óhjákvæmilega snúa aftur til Ameríku og taka til við starfið, sem hún hafði kosið sér.. eða þá hún mundi snúa sér að einhverjum æskilegum manni, sem þar þiði hennar.. og hann ætlaði sér ekki að fara að láta draga nafn sitt aftan í sigurvagni hennar. Eg efast mjög um, að okkur takist að halda í hana, sagði hann hóglega. Hún er orðin alveg ame rísk — kannske ennþá meir en sýnist. Bölvaður þverhausinn, hugsaði gamli maðurinn. Það er karinske ríki, ameríski stjúpinn, sem fælir hann frá, en það er nú samt synd og skömm.. Hann stóð nú upp til að kveðja Frankie og kyssti hana á báðar kinnar. Þakka þér fyrir að bjóða gamla manninum í þetta ágæta samkvæmi þitt, sagði hann hof- mannlega. Ég vona að þér eigið eftir að koma í mörg samkvæmi enn í Laurier, svaraði hún brosandi, og staðnæmdist á efsta þrepinu til að horfa á hann fara, þennan höfðinglega hvithærða mann, sem nú veifaði til hennar úr opna bílnum, þar sem hann sat, ásamt fylgdarmanni sínum. Góður kall! sagði Rex. Hann var nú farinn að finna ofurlítið á sér í þessari ilmandi hitabeltis nótt og í návist Frankie, með alla dansmúsíkina kring um sig, og söng hljómlistarmannanna í eyrunum. Um hvað eru þeir að syngja? spurði hann Frankie Hann vildi reyna að hafa hana út af fyrir •sig og burtu frá hinum, þarna á svölunum. Franskan mín er ekki svo burðug, að ég geti skilið þá. Hún hallaðist upp að handrið- inu og starði út í myrkrið í garð inum, sem hafði verið mikið lagaður til, eftir að hún kom. Svipur hennar var dreymandi, þegar hún hlustaði á söngvarann, en brosið, sem hún sendi Rex var glettnislegt. Það dugar vist engin skóla- franska til að skilja þá, því að þeir syngja á mállýzkunni okkar, svaraði hún lágt. Þeir eru að segja söguna af því þegar ég fæddist hérna og fór svo burt á gufuskipi til hins mikla lands, Ameríku, og svo kom ég aftur.. og svo.. Hún þagnaði snögglega og dró sig inn í skjólið, sem myrkrið vaitti þarna. Og svo.. ? Rex vildi ekki hætta við svo búið. Hún fann vínþefinn af honum og hörfaði ofurlítið undan. Þeir eru bara að segja ævin- týri, sagði hún léttilega. Það er um það, þegar ég giftist einhverj um draumaprinsi og sezt hér að og eignast börn og buru, bætti hún við rólega — þrjár gullhærð ar dætur og þrjá sterka syni, og svo lifum við hér í sælu til sögu loka á Þögluey. Frankie! sagði Rex með mikl um ákafa og hélt í handlegginn á henni, þegar hún ætlaði að fara inn um dyrnar. Frankie.. eigðu mig og látttt þennan spádóm ræt ast! Ég vildi eiga þrjár gullin- hærðar dætur, sem eru alveg eins og þú! Hún hló og losaði handlegginn. Þú ert bara ekki réfti eiginmað urinn úr sögunni, sagði hún háðs lega. Hann er hár og dökkhærð ur. Og þetta er bara ævintýra- kvæði og rætist aldrei. Og nú verð ég að fara að kveðja gest- ina mína — þeir eldri eru í þann veginn að fara. Rex snarsneri sér við og í veg inn fyrir hana. Hann var mjög fallegur núna, og ofurlatið rjóður. Hvað samkvæmisföt gátu farið karlmönnum vel, hugsaði Frank- ie út í bláinn og stanzaði, því að hún vildi ekki, að þau færi að stympasit. Mér er alvara! sagði hann og hélt fast í axlir hennar. Ég elska þig og vil eiga þig. Elsku, elsku Frankie, þú hefur stigið mér til höfuðs. Nei, það er nú bara áfengið, sem hefur gert það — maður þol ir ekki mikið í svona hita. Hún brosti til þess að draga úr orðun um. Þú ert ekki búinn að þekkja mi.g nema tæpan mánuð, Rex. Auk þess er hér hvorki sitund né.... Hann þaggaði niður í henni með kosi. Það var langur og kunn áttusamlegur koss, sem kom benni algjörlega á óvart, af því að hún hafði allltaf litið á hann sem hálfgerðatfc strákhvolp, þang að til nú, að hún mundi starf hans. Auðvitað hlyti leikari að kunna að kyssa.. en þessi atlot hans, ofan á allt annað, gerðu henni flökurt. Hún reyndi að slítá sig lausa en hann hélt of fast. Hún hefði því þurft að klóra hann eða bíta, en það vildi hún ekki og því var ekki annað að gera en bíða þangað til hann vitk aðist. Hún varð fegin þegar hún heyrði fótatak á timbur.gólfinu í svölunum. Hún fetti sig ofurlítið og Rex sleppti henni snögglega og nú hallaðist hún að handrið- inu, titrandi af reiði. Mér þykir leitt að þurfa að fara svona snemma, Francoise, en ég þarf að vitja einn sjúkling fyrir miðnætti. Röddin í André var kuldaleg. Hann laut yfir hönd hennar, án þess að líta á hana. Þetta hefur verið skemmti legt og lærdómsríkt kvöld! Sælir her. Mallory.. og svo stikaði hann niður af svölunum út á * >f>f GEISLI GEIMFARI >f>f>f — Já, Fleming ofursti! Ungfrú — Stúlkurnar eru að deyja, Geisli! Prillwitz er í félagi við Madda og — Er það? Hvers vegna heyrum Ardala! við þá ekki hrópin í þeim? dimma brautina, þar sem gamll bílskrjóðurinn hans stóð. Fjandinn hafði hann! Er hann blindur? sagði Rex gremjulega, Frankie lét sem hún sæi hann ekki, en hljóp í humátt á eftir André og náði honum, rétt þegar hann var að setja í gang. Hún hallaði sér á hurðina, náföl í daufri birtunni, og andlitið var eins hvítt og blómin að baki henni. Nú sagði hún með ákafa. Hugsaðu um mig hvað sem þú vilt, en ekki að ég taki þátt í svona bjánalátum. Rex er full- ur og veit ekki hvað hann er að gera. Ég gat ekki farið að æpa á hjálp, þe.gar allt þetta fólk var á næstu .grösum. Nei, vitanlega. Þess vegna kom ég þegar ég kom. Andlit hans vair fast að hennar andliti og í þvl hörkulegir drættir, sem hún hafðl aldrei séð áður, en augun voru óræð. Svo sagði hann rólega. — Menn geta verið fullir á margan hátt en karlmaður kyssir sjaldan konu nema hann haldi, að hún vilji láta kyssa sig. Hann leit til hliðar og hún sá fjrrirlitningar svip á vörunum. Ef þú ekki elsfe ar þennan mannvesling, ættirðu1 að segja honum að hugsa um sitt verk og ekki annað — það væri honum betur gert. Það getur kannske verið gaman að safnai höfuðleðrum, en þau eru bara ekkert fallegt skraut. Siðan lyfti hann hendi með hæðnissvip og ók niður brautina með miklu skrölti, sem virtist líka vera að hæðast að henni. Hún sneri aftur inn f húsið, sárfegin, að Rex var horí inn, og hana hitaði í andlitið. Hún vissi ekki, hvom hún hataði meira, Rex eða André. Kannske bara alla karlmenn. í annað sinn, þetta kvöld, lagði hún hart að sér til að láta eins og ekkert væri. Hún skemmtir sér svei mér núna, hún Frankie. Ég hélt hún ætti það ekki til, sagði Sally vin gjarnlega. Hún er á þvf, ef það er það, sem þú átt við, svaraði Marion dauflega. Það var hún nefnileiga ÍHÍItvarpiö Miðvikudagur 25. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:09 Morgunleikfiml. — 8:15 Tónleife ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla I dönsku og ensku (Flutt á vegum Bréfaskóla Sambands ísl. samvinnufélaga). 18:00 Utvarpssaga barnanna: „A leið til Agra'* eftir Aimée Sommer* felt; II. (Sigurlaug Björnsd.). 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfr. -• Tónleikar, 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir, 20:00 Utvarp frá Alþingi: Umræða í sameinuðu þingi um tillögu til vantrausts á ríkisstjórn ina; fyrra kvöld. Tvær umferðir, 25—30 mín. og 20—25 mín. til handa hverjum þingflokki. Röð flokkanna: Framsóknarflokkur S j álf stæðisf lokkur Alþýðubandalag Alþýðuflokkur. Dagskrárlok um kl. 23:30. Fimmtudagur 26. október. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleiftc ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „A frívaktinni"; sjómannaþáttu* (Sigríður Hagalín). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburöarkennsla í frönsku og þýzku ( Flutt á vegum Bréfa- skóla Sambands ísl. samvinnu- félaga). 18:30 Fyrir yngstu hlustenduma (Guð rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfr. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir, 20:00 Utvarp frá Alþingi: Umræða í sameinuðu þingi um tillögu til vantrausts á ríkis- stjórnina; síðara kvöld. t»rjáir umferðir, 20, 15, og 10 mín., sam tals 45 mín. til handa hvepjum þingflokki. Röð flokkanna: S j álf stæðisf lokkur Framsóknarflokkur Alþýðuflokkur Alþýðubandalag. T Dagskrárlok um kl. 23:15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.