Morgunblaðið - 28.10.1961, Side 11

Morgunblaðið - 28.10.1961, Side 11
Laugardagur 28. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Gursel kjðrinn forseti Tyrklands * - Ovissa um stjómarmyndun í landinu okt. sinum í Arikara, 26 A ÖÐRUM fundi dag kaus hið nýkjörna þing Tyrklands Cemal Gursel hershöfðingja fyrsta forseta hins nýja tyrkneska lýð- veldis — en Gursel hefur nánast verið einvaldur í land inu síðan hann stóð fyrir uppreisn hershöfðingjanna gegn stjórn Menderes í fyrra. Enginn bauð sig' fram gegn Gursel til forsetaembættis- ins, og var hann kjörinn með 434 atkvæðum af 607 — hin- ir 173 skiluðu auðum at- kvæðaseðlum. Þjóðstjórn mynduð? Þótt Gursel væri þannig kjörinn með miklum meirihluta atkvæða, bera hinir mörgu auðu seðlar vott um, að andstaða kunni að verða allhörð gegn þeim fyrirmælum herforingja- samkundunnar, sem stjórnað hefur landinu, að nú skuli allir flokkar landsins mynda þjóð- stjórn. Hafa hershöfðingjarnir haft í hótunum að gera nýja stjórnarbyltingu, ef ekki verði farið að þessum tilmælum. — Flokksforingjarnir hafa haft góð orð um að reyna myndun þjóðstjórnar, en margir ðbreytt- ir flokksmenn munu hins vegar mjög andvígir því að láta her- foringjana segja sér fyrir verk- um. — ÍC Selim Sarper forsætisráðherra? Þegar ' að lokinni atkvæða- greiðslu í dag, vann Gursel eið að stjórnarskránni og lýsti því yfir, að hann mundi skilyrðis- laust standa yörð um fullveldi ríkisins og stjórnskipun þess. — Talið er líklegt meðal stjórn- málamanna hér, að Gursel feli núverandi utanríkisráðherra, Se- lim Sarper, að mynda nýja ríkisstjórn. Sarper er í Lýð- veldisflokknum, en kvað njóta vinsælda og virðingar langt út fyrir flokkinn, enda þykir hann maður hófsamur og réttsýnn. Vilja meiri framlög til kirkjubyggínga Frd héraðsfundi Borgafjarðarprófastsdæmis Athugasemd ÞEGAR frumvarp ríkisstjórnar- innar um staðfestingu á bráða- birgðalögunum um lausaskuldir foænda var til umræðu á Alþingi 23. þ.m., var vakin athygli á því, að sú aðstoð til bænda, sem í lög unum felst, kæmi misjafnlega að notum. Bent var á, að margir foændur hefðu ekki haft aðgang að bönkum eða bankaútibúum og lausaskuldir þessara bænda væru aðallega hjá kaupfélögum og ver/lunarfyrirtækjum. I umræðunum benti landbún- aðar nálaráðherra á þá leið, að Samband ísl. samvinnufélaga gæti t. d. farið fram á það við bankana að taka hin nýju veð- deildarbréf til greiðslu á, skuld- um Sambandsins við bankana og á þann hátt gætu kaupfélögin tek ið bréfin sem greiðslu frá bænd- um. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning, vil ég skýra frá því að ég átti viðræður við bankastjóra Búnaðarbankans og bankastjóra Landsbankans, skömmu eftir að bráðabirgðalögin voru sett. Spurð ist ég fyrir um það hjá banka- stjórunum, hvort bankarnir mvndu vilja taka nýju veðdeild- arbréfin sem greiðslu á skuldum Sambandsins við bankana. Banka stjórar beggja bankanna gáfu þau svör, að bankarnir myndu ekki treýsta sér til þess að taka veðdeildarbréf til greiðslu á skuldum Sambandsins. Bankarnir hefðu aðeins samþykkt að taka á móti veðdeildarbréfum til greiðslu á beinum lausaskuldum foænda við bankana. Bankastjór- ar Búnaðarbankans létu þau orð faila í viðræðunum, að ef Seðla- bankinn samþykkti að kaupa veð deildarbréfin af bönkunum, myndi skapast leið til þess að taka við bréfum af Sambandinu til greiðslu á skuldum. Að geínu tilefni taldi ég nauð- synlegt, að þessar upplýsingar kæmu fram nú, þegar málið er til umræðu á Alþingi. Erlendur Einarsson A T H U G I ö að borið saman að útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en ðörum blöðum. — HÉRAÐSFUNDUR Borgarfjarð- arprófastsdæmis var haldinn á Hvanneyri 15. okt. Hófst hann með guðsþjónustu sr. Einar Guðnason í Reykholti prédikaði, en sr. Guðmundur Ó. Þorsteins- so-i þjónaði fyrir altari. Fundinn sóttu allir prestar pró- fastsdæmisins, svo og allir safn- aðarfulltrúarnir, að tveim undan teknum. Héraðsprófastur, sr. Sigurjón Guðjónsison, setti fundinn og gaf ýtarlegt yfirlit yfir helztu kirkjulega viðburði í prófasts- dæminu á liðnu ári, og drap auk þess á ýmis mál, sem nú eru efst á baugi í íslenzku kirkjunni, svo sem veitingu prestakalla, framtíð Skálholts og prestse.tra- jarðirnar. Hann minntist tveggja látinna manna, dr. theol. sr. Friðrik Frið riksson og Sigurðar Birkis söng- málastjóra. Risu fundanmenn úr sætum og heiðruðu minningu þeirra í djúpri þögn. 1 prófastsdæminu var flutt 181 messa. Altarisgestir 526. Fermingarbörn 96. íbúatala 5365. — íbúum hafði fjölgað frá fyrra ári, en sú fjölgun var öll Akranesi í vil, því að í sveitun um hafði fólki fækkað. Prófastur gat þess, að hafin væri smíði tveggja nýrra kirkna, að Lundi og Bæ, en þar voru fyrir hrörlegar kirkjur. Þá drap hann nokkuð á söngmál og skýrði frá því, að væntanlegir væru innan skamms tveir sendi- kennarar frá Kirkjukórasam- b. ndi íslands til að æfa safnaðar- kóra prófastsdæmisins fyrir væntanlegt kóramál á Akranesi, sem haldið verður seint í næsta mánuði. Fulltrúi bæjarstjórnar, Björn Jakobson kennari á Varmalæk, flutti erindi, sem hann nefndi: Hvað getum við gert? Urðu um það nokkrar umræður. Rædd voru ýmis mál á fundinum. Þessar ályktanir voru samþykkt- ar. 1. Héraðsfundur Borgarfjarðar prófastsdæmis, haldinn á Hvann- eyri 15. okt. 1961, beinir þeim tilmælum til Alþingis, að það hækki verulega á næstu fjárlög- um framlag til kirkjubygginga- sjóðs. 2. Héraðsfundur Borgarfjarð- arprófastsdæmis, haldinn á Hvanneyri 15. okt. 1961, mælir eindregið með frumvarpi því, er fram kom á síðasta kirkjuþingi, EINS og kunnugt er af frétt- um, varð landskjálftastofnun- in í Uppsölum í Svíþjóð, sem fyrst sendi út fréttirnar um risasprengju Rússa sl. mánu- dag — eða nánar tiltekið Markus Baath, tilraunastjóri við stofmmina. — A stærri myndinni sést dr. Baath við landskjálftamælinn — en iitla myndin sýnir hið gífurlega við bragð, sem mælirinn tók við sprenginguna. nánu- iö clr. istjóri varðandi kirkjuorganleikara og söngkennslu í barna- og unglinga ekólum og skorar á Alþingi að samþykkja það. 3. Héraðsfundur Borgarfjarðar prófastsdæmis, haldinn á Hvann eyri 15. okt. 1961 vísar til álykt- unar sinnar frá fyrra ári, um veitingar prestakalla, að því við- bættu, að sé héraðsprófastur meðal umsækjenda um presta- kall innan sins prófastsdæmis, þá skipi elzti þjónandi sóknar- prestur prófastsdæmisins sæti hans. 4. Að gefnu tilefni vill héraðs- fundur Borgarfjarðarprófasts- dæmis, haldinn að Hvanneyri 15. okt. 1961, beina þeim tilmælum til félagssamtaka héraðsins, að þau hafi í heiðri gildandi lög um friðun helgidaga, frá kl. 11—3 e. h., og auglýsi ekki samkomur á þeim tíma, nema þær hefjist með guðsþjónustu. — Fundurinn felur próföstum Borgarfjarðar- héraðs að sjá svo um, að áður- nefndu lagaákvæði sé framfylgt í hvívetna. Við lok fundarins flutti pró- fastur erindi um tvo fræga sálma: „Á hendur fel þú honum“ og „Fögur er foldin“. Sleit hann síðan fundinum með ritningar- lestri, hugleiðingu og bæn. Molybdaen- v'nnsla á Grænlandi ? KAUPMANNAHÖFN, 27. okt. (Frá Páli Jónisyni) — Gam Grænlandsmálaráðherra hefur lagt fyrir þjóðþingið frumvarp um fjárframlag til hins nýstofn- aða dansk-bandaríska félags, „Arctic Mining“, til rannsókna og — ef til vill — vinnslu molybdaen-náma undir jöklin- um í grennd við Meistaravík á Grænlandi. Hlutafé félagsins nemur nú um 6,5 milljónum danskra kr., en ef lagt yrði út á þá braut að vinna molybdaen úr námun- um, sem þarna eru fyrir hendi, þyrfti að auka hlutafé upp í um 100 millj. kr. — Vinnsla þessa málms á umræddum slóðum mundi m.a. krefjast þess, að grafin yrðu 13 km löng göng frá Meistaravík til molybdaen- námunnar. Vitni vantar TVEIR drengir, sem sennilega urðu sjónarvottar að árekstri tveggja bifreiða á Laugavegi á móts við Egilskjör sunnudaginn 22. þ. m. kl. 4 og veittu athygli hjólförum annarrar bifreiðarinn- ar, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna strax. Hrútasýning í Austur- Skaftafellssýslu HÖFN, 22. okt. — Föstudaginn 20. okt. var haldin héraðssýning á hrútum í A-Skaftafellssýslu; sýndir.voru 40 hrútar, 13 hlutu heiðursverðlaun. — Þrír beztu hrútar sýningarinnar voru: 1. Fróði, eigandi: Egill Jóns- son, ráðunautur, Seljavöllum. 2. Blær, eigandi: Elías Jóns- son, Rauðabergi. 3. Glaður, eigandi: Benedikt Bjarnason, Tjörn (Holtum). Samhliða héraðssýningunni fór fram kjötsýning, þar sem valdir voru saman skrokkar af mis- jafnri gerð. Jafnframt fór fram keppni milli bænda í héraðinu um val á bezta dilkskrokk. — Henni var þannig háttað að hver bóndi valdi lamb úr slát- urlambahópi sínum áður en þeim var slátrað. Mun þessi til- högun vera alger nýjung hér á landi. Bezt gerðan kjötskrokk átti Benedikt Eiríksson, Miðskeri, annan Þorsteinn Geirsson, Reyð- ará, og þriðja Jörundur Jóns- son, Smyrlabjörgum. Þótti sýn- ingin takast mjög vel og bera þess vott að miklar framfarir hafi orðið í sauðfjárrækt Aust- ur-Skaftfellinga. — Dómnefnd skipuðu Halldór Pálsson, Hjalti Gestsson og Sverrir Hallgríms- son. Framkvæmd sýningarinnar önnuðust Egill Jónsson, Þor- steinn Geirsson, Elías Jónsson og Þorvaldur Þorgeirsson. Sýn- inguna opnaði Steinþór Þórðar- son, formaður búnaðarsambands ins, Halldór Pálsson lýsti dóm- um, Hjalti Gestsson flutti er- indi og formaður búnaðarsam- bandsins sleit sýningunni með ræðu. veðrátta verið mjög erfið, nær látlausar stórrigningar, svo mjög erfiðlega hefur gengið með upptöku á kartöflum vegna bleytu í görðum og sumsstaðar er allmikið óupptekið ennþá, 1. sunnudag í vetri, og ómögulegt að segja hvernig útkoman verð- ur á kartöfluuppskerunni í ár, þar sem svona illa helzt tíð; að vísu mun heildarmagnið verða mikið, en hvernig kart- öflur reynast, er ekki vitað. vitað. Vatnavextir tefja slátrun Þá er slátrun sauðfjár ekki lokið ennþá. Hefur þar gengið líkt og með kartöflurnar, að vatnavextir hafa, hamlað því að hægt hafi verið að smala öll af- réttarlönd ennþá, með öðrum orðum, að nú í dag er ekki alls- staðar búið að smala fyrsta safn. Úr þessum afréttarplássum er að vísu ekki margt fé, svo aðalslátrun er lokið, og mun vænleiki dilka vera allsæmileg- ur. — Lokið er við að brúa Gjádalsá Lóni, og er nú aðeins eftir smáá sem Reyðará heitir a urleiðinni. aust- Helskvið Erfið haustveðrátta Hér í héraði hefur haust- VEÐURSTOFAN greindi Mbl. frá því í gærkvöldi, að geisla- virku skýin frá hinni stóru kjarnorkusprengingu Rússa bær ust nú austur á bóginn, en hefðu tekið norðlægari stefnu. Mætti búast við að þau færu yfir norðurhluta Japans og Kamtsjaka — og síðan í áttina til suðurhluta Alaska og strand- ar Norður-Ameríku, þar fyrir sunnan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.