Morgunblaðið - 28.10.1961, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.10.1961, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. okt. 1961 Kennsla Jón Jónsson frá LÆRIÐ ENSKU I ENGLANDI á hagkvæman og fljótlegan hátt í þægilegu hóteli við sjávar- síðuna 5% st. kennsla daglega. Frá £ 2 á ðag (eða £ 135 á 12 vikuni), allt innifalið. Engin ald- urstakmörk. Alltaf opið. (Dovfci 20 km, London 100). “ Xhe Regency, Ramsgate, England. Enskukennsla á suðausturströnd Englands, fyrir nemendur (karlmenn) á öllum aldri. Enska til undirbún- ings fyrir prói, emibætti, verzl- unarstörf o. fl. £ 12.12.0 á viku, innifalið fæði — húsnæði, kennsla, bækur o. fl. The Richard Hilliar Sehool, Beresford Gardens, Cliftonville, Kent, England. Barnastúkan Jólagjöf nr. 107 Fundur á morgun kl. 14 að Frí kirkju.egi 11. Félagar fjölmenn ið. — Gæzlumaður Árni Guðiónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 PÁLL S. PÁLSSON Hæstaréttarlögmaður i^ankastræti 7. — Simi 24-20H 8 samstæður Carda-gluggar, stærð eins og á mynd. Einnig 6 gluggar stærð 120 x 150, með tvöföldu gleri. Upplysingar í síma 34609. bbbbbbbbbbbbbt'obbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb IMÝKOIVIIÐ: Afdráttarbvingur Höggpípur Sirklar ggingavörur h.f. Sfml 35697 Laugoveg 178 b b b b b b b b b b b ,b Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum og vanda- mönnum sem á einn eða annan hátt sýndu mér ógleyman lega vinsemd og vinarhug á 85 ára afmæli mínu 19. okt. sl. bæði með skeytum, heimsóknum og heillaóskum. Guð blessi ykkur öll. Guðm. Kristjánsson, Brunngötu 14, Isafirði Þakka af alhug allt vinarþel okkur hjónum auðsýnt á 75 ára afmæúsdegí mínum. Blessun Drottins sé með yður öllum. Ólafur Þórðarson. Innilega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og öðrum kunningium nær og fjær, sem glöddu mig á 70 ára afmælisdaginn. — Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Michelsen, Hoffelli, Fáskrúðsfirði KRISTJÁN GUÐMUNDSSON frá Merkissteini Eyrarbakka, andaðist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar 26. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúð \ið andlát og jarðarför ÞORVALDAR GUÐMUNDSSONAR kennaia á Sauðárkróki. Aðstandendur. frá Teygingalæk í DAG fer fram að Prestsbakka á Síðu útför Jóns Jónssonar, f. bónda að Teygingalæk. Með hon um er til moldar hniginn merk- ur fulltrúi íslenzkrar bænda- stéttar, dugnaðar og drengskap- armaður, sem Skaftfellingar munu lengi minnast. Jón var fæddur að Teyginga- læk 24. júní 1884, sonur hjón- anna Jóns Jónssonar, bónda Sveinssonar frá Eystri Dalbæ og Ólafar Bergsdóttur, Bergssonar, bónda, Jónssonar frá Hörgslandi. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um að Læk, en foreldrar hans bjuggu þar um 40 ára skeið; ekki var um miklar framfarir að ræða á búskaparárum þeirra, enda var jörðin ekki nein kosta- jörð og samgöngur allar erfiðar um Skaftafellssýslu á þeim ár- um. Bærinn að Teygingalæk stend ur við jaðarinn á hrauni því hinu mikla, er rann úr Lakagígum 1783 og hafði nærri lokað inni Síðuna og brennt upp alla byggð á þessum slóðum. Þar sem eystri álma hraunsins rann heitir nú Brunasandur og var þar um langt árabil ekki fýsilegt til ræktunar, þó að út- engjar væru þar sæmilegar. A yngri árum var Jón önnur hönd foreldra sinna við búskap- inn, er þau tóku að eldast, og oft í ferðalögum til aðdrátta fyrir heimilið. En 1920 tók hann við búi for- eldra sinna og kvæntist nokkru síðar Guðríði Auðunsdóttur frá Eystri-Dalbæ, ágætri konu, sem með dugnaði og myndarskap hefur annazt heimili þeirra hjóna. Þegar Jón hafði tekið við búi á Læk leið ekki á löngu þar til hann réðst í margvíslegar fram- kvæmdir, byggja þurfti íbúðar- hús og útihús. Þá lét hann byggja rafstöð fyrir heimilið, þótt aðstaða væri fremur erfið til raflýsingar. Þá réðist hann í ræktunarframkvæmdir á sand- inum austan við hraunið og kom þar brátt upp fallegu renni- sléttu túni, en mikla fyrirhöfn kostuðu allar þessar fram- kvæmdir. Mörgum fannst að Jón á Læk ætti skilið betra land til rækt- unar en þessa gömlu bruna- sanda, en tryggð hans við æsku- heimilið var svo sterk að hann Samkomur k. f. u. M. Á morgun: Kl. 1030 fh. sunnudagaskólinn. Kl. 1,30 eh. drengjadeildirnar á Amtmannstíg, í Langagerði ag Laugarnesi. Kl. 8,30 e.h. Almenn samkoma. Séra Magnús Guð- mundsson, sóknarprestur að Set bergi talar. Allir Velkomnir. Samkomuhúsið Zíon Óðinsgötu 6A á morgun byrja samkomur, sem haldnar verða næstu 8 daga og hefjast hverju sinni kl. 20,30 Ræðuefni alla dagana ,Faðir vor‘ Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Fíladelfía Kveðjusamkoma kl. 8,30. — Mr. Glenn Hunt, sem fer á morgun til Bandaríkjanna verð- ur kvaddur. Hann og Ingvar Kvarnström tala. Allir velkomnir Kristniboðshúsið Betanía Laufásvegi 13. Á morgun. Sunnudagaskólinn kl. 2 e.h. Öll börn velkomin. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30. Almenn sam- koma Brigade Solvang talar. Kl. 23,00 æskulýðssamkoma. Kristiiegar samkomur á sunnudögum kl. 5 í Betaníu, Laufásvegi 13. — Þriðjudögum kl. 8.30 í V gunum og fimmtudög um kl. 8,15 í Innri Njarðvík. — Allir eru hjartanlega velkomnir. Helmut Leichsenring og Rasmus Biering Prip, kristniboðar tala á íslenzku. gat ekki hugsað sér að flytja þaðan, og nú má Teygingalæk- ur teljast með betri jörðum austur þar. Eftir að vegur var lagður austur hraunið og Þverárvatn brúað, varð Teygingalækur í þjóðbraut. Heimili þeirra hjðna varð orðlagt fyrir gestrisni, og hús- bóndinn taldi ekki eftir sér sporin, ef fylgja þurfti ferða- manni bæjarleið, eða rétta ná- grönnum sínum hjálp'arhönd á einn eða annan hátt. Jón var mikill ferðamaður, gætinn og athugull, góður „vatnamaður", eins og sagt er í Skaftafellssýslu um þá, sem glöggir voru að sjá út vötn og hvernig bezt var að komast yfir þau vetur og sumar, meðan allt var óbrúað. Margar ferðir fór Jón á yngri árum að fjallabaki með fjár- rekstra til Reykjavíkur, og oft var hann leiðsögumaður ferða- manna yfir Núpsvötn og Skeið- ará, og var ekki heiglum hent að svamla í þeim stórvötnum VINNA Til Englands Vinna í boði, við heimilisstörf og til hjálpar mæðrum, hjá góð- um fjölskyldum. Skrifið Anglo European Service 43, Whitcomb Street, London. W. C. 2. England Félagslál Karlar 16 ára og eldri: Iþrótta hús Hákólans mánud. fimmtud. föstud. kl. 9,15 Öldungaflokkur (menn á öllum aldri): Austurbæj arskólanum, mánud. miðvikud. kl. 7,15 Drengjaflokkur 14 ára og eldri: Austurbæjarskólanum, mánud. miðvikud. kl. 8. Frúarflokkur: Miðbæjarskól- anum, mánud., fimmtud. kl. 9.30. Kennarar eru. Benedikt Ja- kobsson, Jónas Jónasson, Björn Þór Ólafsson og Gunnvör Björns dóttir. Velkomin á æfingar. Knattspyrnufélagið Þróttur Æfingar hjá félaginu í öllum flokkum falla niður sunnudaginn 29. okt. vegna aðalfundar félags- ins. — Stjórnin Skíðadeild Víkings farið verður í skálann laugard. kl. 3 frá Víkingsheimilinu. — Stjórnin Víkingar Munið aðalfund knattspyrnu- deildar Víkings í félagsheimilinu við Réttarholtsveg á morgun — (sunnudag) kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjöl- mennið Stjórnin Ármenningar, handknattleiksdeild. Æfingar verða sem hér eegir í vetur: 4. fl. karla miðvikud. kl. 6 3. fl. karla sunnud kl 3 3. fl. karla fimmtud kl. 6 Mfl. 1. og 2. fl. karla mánud kl 10,10 Mfl.l. og 2. fl. karla fimmtud kl. 6,50 — Þjálfari Ragnar Jónsson. Mætum allir vel og stuRdvisl-ega og tak- ið með ykkur nýja félaga. — Stjórnin með óvönu fólki. En hann var jafnan glaður og reifur á hverju sem gekk, öruggur og úrræða- góður. En þetta eru beztu kost- ir góðra ferðamanna. Þótt Jón væri fremur hlé- drægur til opinberra starfa, þá starfaði hann nokkuð í samtök- um bænda í sveit sinni. Um margra ára skeið var hann deildarstjóri Sláturfélags Suður- lands, í stjórn búnaðarfélags hreppsins, og hafði brennandi áhuga fyrir öllu er laut að fram- kvæmdum í búskap. Safnaðarmál studdi hann drengilega og var lengi safnað- arfulltrúi Kálfafellssóknar. Jón og Guðríður bjuggu á Teygingalæk um rúmlega 30 ára skeið, en þá tók Ólafur sonur þeirra við jörðinni, og hefur hin síðari ár haldið áfram verki föður síns, að bæta jörðina og prýða. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, Ólafur sonur þeirra býr á Teygingalæk, eins og áð- ur er getið, kvæntur Svein- björgu Ingimundardóttur. Sigríð ur, húsfreyja, á Prestsbakka, gift Jóni Pálssyni, bónda þar. Ólöf, húsfreyja í Reykjavík, gift Guðmundi Pálmasyni, verkfræð- ingi, Elín, húsfreyja í Kópavogi, gift Ragnari Lárussyni, en þá dóttur eignaðist Jón, áður en hann giftist. Jón á Teygingalæk hefur nú. lokið miklu og góðu dagsverki, hann var einn af hinum traustu máttarstólpum sveitar sinnar, gestrisinn og hjálpsamur. Marg- ir hugsa nú til hans með þakk- læti og virðingu, langt út fyrir takmörk heimasveitar hans og sýslu. Á fyrstu prestsskaparárum mínum á Síðunni, fyrir 30 ár- um kynntist ég fljótt Jóni á Læk og heimili hans, sem alltaf stóð mér opið. Gestrisni þeirra hjóna verður mér ógleymanleg. Ég held að ég hafi aldrei farið svo fram hjá Teygingalæk, þeg- ar eitthvað var að veðri, eða þegar tekið var að skyggja, að Jón fylgdi mér ekki til næsta bæjar eða lengra og voru bæj- arleiðirnar þá ótrúlega fljótar að líða, því að hann kunni frá mörgu að segja. Síðustu árin var Jón oft á ferð hér í Reykjavík, ýmist til þess að reka hér nauðsynleg er- indi, eða leita sér lækninga við sjóndepru, er ágerðist smám saman. Jörð sína hafði hann selt í hendur syni sínum, og gat því verið áhyggjulaus um bú- skapinn á Teygingalæk. Hann var glaður og hress í anda, sem fyrrum, þótt hann byggist við að senn væri komið á leiðar- enda. Hann var þakklátur Guði fyrir handleiðslu hans í störfum og lífi, og sveitungum sínum og samferðamönnum fyrir vináttu og góða samfylgd. Hann unni sveit sinni og sýslu, og hafði óbifanlega trú á framtíð íslenzkra sveita og land búnaðar. Áreiðanlega hefur honum ver- ið það kært, að mega sofna hinn síðasta blund á æskuheimilinu, þar sem vagga hans stóð. Þessi fáu minningarorð eiga að vera sem ofurlítill blómsveig ur lagður á leiði Jóns á Teyg- ingalæk, míns trygga vinar, með kveðju og þakklæti okkar hjón- anna. I dag verður hann kvaddur af ástvinum sínum og sveitung- um, sem blessa minningu góðs drengs og sæmdarmanns. Óskar J. Þorláksson. Miklaholtskirkja endurbætt Stykkishólmi, 26. Okt. 1 SUMAR hefur verið unnið að viðgeiðum og endurbótum á Mikiahoitskirkju á Snæfellsnesi. Byggð hefur verið forkirkja og turn setvur á kirkjuna og einnig ný klukka í turninn. Var þetta gert fyrir tilstilli áhugamanna I Reykjavís og safnaðarins, en tré- smíðameistararnir Kristján Gísla son og Hörður Kristjónsson i Stykkishólmi höfðu allar fram- kvæmdir með höndum og er verk inu nýlokið. I tilefni þessa verður messað 1 kirkjunni n.k. sunnudag og mun m. a. prófasturinn sr. Sigurður Ó. Lárusson, setja hinn nývígða prest Miklaholtsprestakalls inn f prestsembættið. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.