Morgunblaðið - 28.10.1961, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.10.1961, Qupperneq 22
22 MORGVNBL AÐIÐ Laugardagur 28. okt. 1961 Þdrólfur lék í A-liöi Mirren Hefur enn engan samning gert ÞÓRÓLFUR Beck lék sinn fyrsta leik í A-liði St. Mirr- en í Skotlandi sl. laugardag. Lið hans mætti þá Airdrie- onians og tapaði með 2 mörk um gegn 0. Frá þessu segir Þórólfur í bréfi til kunn- ingja síns hér heima, Har- aldar Gíslasonar, en bréfið barst í gær. ir Lélegur leikur „Leikurinn var afar léleg- ur“, segir Þórólfur í bréfi sínu, .....svo lélegur, að ég held hann hafi verið verri en leikur í 1. flokki heima á íslandi. Ég slapp þó sæmilega frá leiknum, að minnsta kosti fæ ég ekki slaka dóma í blöðunum“. Haraldur sagði síðan, að Þór- ólfur segðist hafa það mjög gott, en þó hefur hann ekki fest rætur þarna ytra. Mér finnst einhvem veginn við lest- ur bréfsins, að honum leiðist á stundum, sagði Haraldur. Enginn samningur enn Þórólfur kveðst hafa dvalar- leyfi þarna ytra í 2 mánuði eða fram yfir miðjan nóvember- mánuð. Vilji hann vera lengur verður hann að gera samning við félagið. Allt er óráðið hvort af því verður, en heim mun Þórólfur koma um jólin hvernig sem allt skipast. St. Mirren gekk allvel í skozku keppninni framan af, en féll svo mjög. Airdrieonians, sem voru mótherjar þess sl. laugardag eru neðarlega í keppn inni og áagðir lélegri en um langt árabil. Úrslitin eru því ekkert fagnaðarefni St. Mirren. Til gamans og samanburðar má svo geta þess að forystu í 1. deild skozku keppninnar hef- ur Dundee — hitt skozka liðið er kom hingað á sl. sumri. Þvx hefur vegnað mjög vel og hef- ur nú 3 stiga forskot fram yfir lið nr. tvö, sem er hið heims- þekkta lið Glasgow Rangers. Hér er hið sigursæla Hð netamanna, sem engum leik tapaði í hinni hörðu keppni vinnuflokka, félagssamtaka og stéttarfélaga, enda skipað mörgum og- góðum knattspyrnumömium. Aftari röð frá vinstri: Arnar, Kristleifur, Ingólfur Theódórsson, fyrirliði, Óskar, Marteinn, Finnbogi og Guðjón. Fremri röð: Sigurður (sonur Ingólfs) Grímur. „Afram amma, þú hefur hann“ Vestmannaeyingar skemmta sér í íþróttum. Kvenfólk 34-51 árs keppti Handboltalið Þórs, „Old Girls“, eins og þær sjálfar ösgðu, sú yngsta 34 eða 35 ára og sú elzta 51 (geri aðrir betur). Þetta lið Þórs sigrðai lið týs 38 ára en sú yngsta 30 ára. Þessar hafa án efa einhverntíma verið skæðar, eða það mátti a.m.k. marka af leik, þeirra nú. Að minnsta kosti var baráttuviljinn og hark- an nógu mikil. Lið Þórs, aftari röð frá vinstri: Þuríður, Björg, Jóna og Erla. Fremri röð: Sigríður, Fríða og Sigríður. Bandaríkja- menn blankir FRAMKVÆMDASTJORI banda- ríska skíðasambandsins sagði í dag, að ekki væri víst að Banda- ríkjamenn tækju þátt í heims- meistarakeppninni í skíðaíþrótt- um, sem fram fer í Chamonix í Frakklandi og Zakotane í Pól- landi. Astæðan væri sú að fé væri ekki fyrir hendi til að greiða kostnað af þátttöku í mót- inu. Framlög til þátttöku banda- rískra skiðamanna í þessu móti nemur nú 17.600 dölum, en kostn- aðaráætlun við þátttöku er 55 þús. bandarískir dalir. I Bandaríkjunum gildir sú regla að flokkar íþróttamanna sem fara á slík mót megi ekki taka við opinberum styrkjum. Þátttaka þeirra byggist á gjöfum einstakra aðila. Fyrirhugað hafði verið að bæði keppendur í alpagreinum í kvenna og karlaflokkum, svo og göngu færu til Evrópu hinn 1. des. OKKUR hefur borizt bréf frá Sigurgeir Jónssyni í Vestmanna- eyjum, fréttamanni og ljós- myndara. Segir hann þar m. a. að þar sem nú sé lokið keppnis- tímabili í flestum sumaríþróttum megi ef til vill birta smávegis af íþróttafréttum, sem ekki gnæfa á stjörnuhimni þeirra heimsþekktu en í œínu heimahéraði — og kannski annars staðar — gera eins mikla „lukku“ eins og þó frægir kappar væru á ferðinni. I þessum mánuði og síðari hluta september hefur verið geysimik- il gróska í íþróttalífinu hér. Hafa ýmsir gamlir og áður þekktir látið ljós sitt skína. Einnig hafa Komið fram margir nýir kappar, áður óþekktir. Allt hefur þetta gexzt í leikjum félaga og stétta- samtaka, Og hefur mátt sjá marga mjög skemmtilega leiki, • Mikið gaman Ahorfendur að leikjum þessum hafa ekki verið færri, en þó fræg- ustu utanbæjarlið og „meginlands lið‘ hafi verið á ferðinni. Og menn eru á einu máli um að meiri og betri skemmtun hafi verið að þessum starfshópaleikj- um en hinum sem þrælþjálfaðir íþróttamenn þreyta. Leikirnir hafa verxð teknir alvarlega nokk- Hér er Sigurgeir („Siggi mdó“ eins og hann er kallaður öliu jafna) markvörður skipverja. Hann er léttur á sér þótt vigt- arskömmi sýni eitthvað yfir 100 kg. stigi hann á hana. uð og mikið verið til vandað. Aiitaf er völlurinn rétt krítaður, oftast flaggað og stundum hefur verið skipzt á blómum og oddveif um — eða svo var a. m. k. þegar skipstjórar og netamenn kepptu. LöggÍJtir dónjara hafa ætíð dæmt Og iínuverðir staðið dyggan vörð á línum. Leikirnir sem fram hafa farið eru þcssir- Netamenn — Hafnarstarfsmenn 2:1. Nctamenn — Skipstjórar 1:1 Netamenn — Skipstjórar 2:1 Hafnarstarfsm. — Starfsm. Arsæls Sveinssonar 2:0. Vélsm. Völundur — Vélsm. Magni 4:0. Ahaldahús og lögregla — Bif- reiðastöð Vestmannaeyja 3:0 Og svo einn kvennaleikur í handknattleik „old girls“ milli Týrs og Þórs. Þar vann Þór 2:1. # Gamlir kappar Leikir þessir hafa verið aðal- umræðuefni manna og aðal skemmtan hvað íþróttum viðvík- ur undanfarnar vikur. Gamlar kempur hafa drifið sig í knatt- spyrnubúning, blásið rykið af fótboltaskóm og hlaupið á völl- inn að nýju. 1 fyrstu voru þetta eingöngu karlmenn, en kvenfólk- ið vildi ekki láta sitt eftir liggja og ekki nóg með það. Þær létu aðgangseyri renna í sjúkrahús- byggingarsjóð. Þannig vill bless- að kvenfólkið mikið á sig leggja, ef í tilgangi góðs málefnis er. Og þessi leikur var fyllilega þess virði að horfa á hann. Verst var að hann fór fram svó síðla dags að útilokað var að ná góðum slagsmálamynd- um — en slagsmál áttu sér stað. Það mátti sjá 4 eða 5 koniur, hverja ofan á annarri og boltaræksnið var undir allri hrúgunni'. Dæmt var eftir gömlum og úreltum reglum og gerði það kappleikina # Hrópin skemmtilegri. I þessari íþróttahrotu hér hefur komið fyrir að heilu fjölskyld- urnar hafa verið í keppni, ýmist saman 1 iiði eða skiptar í liðin tvö. Þarna hafa mæðgur keppt hvor gegn annarri (æfingaleik- ur) og þá heyrðist kallað, „Mamma, þú ert ólögleg" eða annað því líkt. I aðalleiknum hjá kvenfólkinu mátti og heyra kallað, þessa sjald gæfu setningu á íþróttavelli, „Afram amma, þú hefur hann“. Já, það er fjör í fleiru en fiski í Vestmannaeyjum. Hér er hið vinsæla og harðsnúna lið skipstjóra, sem veitti hinum vönu og reyndu knattspyrnumönnum netamanna hina mestu keppni, enda góðir kappar í þessu liði svo sem hinn síungi og Iétti markmaður Sigurgeir Ólafsson og fyrirliðirm, hinn kunni aflamaður Helgi Bergvinsson. Aftari röð frá vinstri: Magnús, Páll, Gunnar, Guðmundur J., Haukur, Ríkharð, Sig- urður og Gísli. Fremri röð: Iirgvar, Sigurgeir og Helgi (þeir eru allir í þungavigtarflokki).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.