Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNVL4ÐIÐ Laugardagur 28. okt. 1961 Gðngum að verkefnunum, sem fram- undan eru, með bjartsýni og dugnaði — Ræða Ingólfs Jónssonar Iandbúna5arráðherra við uivarps- umræðurnar sL fimmtudagskvóld HERRA forseti! Góðir hlustend- ur! Háttvirtur 4. þingmaður sunn lendinga minntist á framsóknar- skattana hér áðan. Það er rétt að ég gerði þá að umtalsefni við síð ustu kosningar. Bjargráðin 1958 voru sérstaklega þung fyrir bændur, þar sem landbúnaðurinn var látinn taka á sig skattana án þess að fá fulla tryggingu fyrir sölu afurðana eins og aðrir framl., heldur voru bændur látnir bera hallann af því sem flutt var út. Það er rangt að ég hafi lofað bændum ívilnun á verði véla, en ég benti á másréttið, sem bænd- ur bjuggu við í sambandi við sölu afurðana úr landi, það mis- rétti er ekki lengur fyrir hendi, heldur hafa bændur nú fengið tryggingu sem aðrir hafa ekiki. XJmræður þser, sem nú fara fram um vantrauststillögu Fram- sóknarmanna, eru að ýmsu leyti gagnlegar. Greinilega' kemiur fram, hversu stjórnarandstaðan er laus við að hafa nokkra raun- hæfa stefnu. Greinilegt er, að framsóknarmenn og kommúnist- ar hafa ekki öðlast víðsýni, skiln- ing eða úrræði í samtoandi við þau vandamál, sem að þjóðinni steðja fram yfir það, sem þeir höfðu til að bera í árslok 1958, þegar þessir flokkar gáfust upp við að stjórna þjóðarfleyinu. Van- trausttillagan er dæmi um það hversu einstakir menn og flokk ar geta orðið blindir í eigin sök. Fyrri flutningsmaður van- trauststillögunnar, talaði hér í gærkvöldi. Eins og vænta matti var allt, sem hann sagði um þjóðmálin, neikvætt og einkennd ist af sama 'stefnuleysinu sem ráðið hefur gerðum Framsóknar flokksins í seinni tíð. Ræðumaður ræddi nokkuð um verkföllin s.l. sumar og þakkaði samvinnufélög unum að hafa haft forgöngu um samninga við launþega. Eftir að framsókn hafði á þennan hátt veitt kommúnistum nægilega að stoð við skemmdarverkin, talar háttvirtur 2. þingmaður Vest- firðinga af mesta sakleysi um hina slæmu dýrtíðarskriðu, sem komizt hafi af stað. Háttvirtur þingmaður var svo óheppinn að tala um vísitöluhækkun og dýr- tíðardraug frá 1942. Framsókn hélt bændum í spennitreyju. Fróðlegt er að gera sér grein fyrir því, hvers vegna vísitalan og dýrtíðin hækkaði þá. Það var vegna þess að framsóknarmenn höfðu lengi haldið bændum lands ins í spennitreyju, haldið afurða- verðinu niðri, svo að við borð lá, að heilar sveitir tæmdust eft- ir að atvinna fór vaxandi við sjávarsíðuna og varnarliðið borg- aði hátt kaup fyrir litla vinnu. Það var þetta haust, sem sjálf- stæðismenn fengu aðstöðu til að bjarga bændastéttinni með því að hækka kjötverðið um 100% frá því, sem það var verðlagt af hendi framsóknar. í kjölfar þess hækkaði mjólkurverðið. Eftir þessa leiðréttingu varð mörgum sveitahreppnum forðað frá auðn. Bændur hættu við að fara í varnarliðsvinnu. Landbúnaður var áfram rekinn á íslandi. Þessi leiðrétting á afurðaverði land- búnaðarins var ekki aðeins gerð vegna bændanna. Þessi leiðrétt- ing var þjóðfélagsleg nauðsyn til þess að einn aðalatvinnuvegur og sá elzti, færi- ekki í rúst. Margra ára stjórnartímabil Framsóknar- flokksins var vel á veg komið að lama framleiðslu landbúnað- arins, með því að halda afurða- verðinu óhæfilega lágu. Framsókn utan stjórnar og innan. Framsóknarmenn gera kröfur fyrir hönd landbúnaðarins, þegar þeir eru ekki í stjórn. Þegar þeir eru í stjórn og geta haft áhrif á gang málanna, gleyma þeir hagsmunum þess atvinnuvegar, sem þeir telja sig helzt vera málsvara fyrir. 1 gærkvöldi talaði hér fram- sóknarþingmaður og taldi, að nú væri þrengt að bændum. Þessi sami maður hafði lágt Og sagði lítið meðan hann var stuðnings- maður vinstri stjórnarinnar og hugsmunir bænda voru fyrir borð bornir. Þessi háttvirti þingmað- ur talaði um hátt verð á vélum, sementi og timbri, og öðrum nauð synjum. Slíkar raddir heyrðust einnig um þetta sama, fyrstu ár- in eftir gengislækkunina 1950. Það var ekki fyrr en á árinu 1952 sem jafnvægi komst á eftir þá gengislækkun. Þannig mun það einnig verða nú, ef frekari skemmdarverk verða hindruð, að jafnvægi kemst á og sú verðhækkun, sem leiddi af gengisbreytingunni mun ekki verða tilfinnanleg bændum né öðrum landsmönnum eftir hæfilegan tíma. Háttvirtur þingmaður talaði um, að ræktun og skurðgröftur færi minnkandi. Það er ofur eðli legt að skurðgröftur fari minnk- andi um sinn, þar sem þannig er komið í mörgum hreppum, að grafið hefur verið allt það land, sem þörf er á að þurrka. Rækt- unarframkvæmdir eru miklar og framleiðsluaukning landbúnaðar- vara meiri á s.l. ári og yfirstand- andi ári en verið hefur um langt árabil. Það er þó nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að rækt- unar- og framleiðsluaukning get ur ekki orðið eins mikill eftir leiðis, nema að fólkinu fjölgi, sem við landbúnað vinnur. Það er nauðsynlegt að vinna að því, að það megi verða Framsóknar- menn halda því fram að lög um lausaskuldir bænda séu ekki sam bærileg þeim lögum, sem út voru gefin vegna skuldskila sjávar- útvergsins. Þannig er því þó var ið að því leyti, sem um sambæri lega úrlausn er að ræða. Ekki munu bændur sjálfir greiða þá vexti, sem’af lánunum eru neima þá að litlu leyti. En sjávarútvegur inn greiðir alla vextina af lánun- um og býr því við óhagstæðari vaxtakjör. Vonandi er sú skoðun röng, sem fram kom hjá J. Pálmasyni að kaupfélögin séu treg eða ófáanleg til þess að greiða fyrir skuldaskilum., nema þau verði skylduð til þess með lögum. Samgöngur um byggðir lands ins fara ört batnandi, enda er það höfuðskilyrði til þess að byggð haldist og til þess að byggð in þéttist. Rafvæðingunni mið- ar vel áfram og mun 96% þjóðar- innar hafa rafmagn, eftir að 10 ára áætluninni er lokið. Eftir þann tíma ber að stuðla að því, að þeir, sem eru án rafmagns geti fengið það á einn eða annan hátt. Þegar framsóknarmenn tala með yfirlæti eins og þeir hugsi sérstaklega um málefni landbún aðarins og hinna dreifðu héraða, er fróðlegt að rifja nokkur atriði upp, sem sýna hversu yfirlæti þeirra stangast á við allar stað- reyndir. Það er staðreynd, að þann tíma, sem framsókn hefur verið utan stjórnar, hafa hin þýðingarmestu lög verið afgreidd fyrir landbún- aðinn. 1946 eru raforkulögin sam- þykkt á Alþingi. Þá var framsókn utan stjórnar. Eftir þessum lög- um er rafvæðingin um landið allt framkvæmd. 1946 eru lög um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum samþykkt, en þá var framsókn eins og áður er sagt, utan stjórnar. Eftir þess um lögum hefur ræktun og bygg ingar í sveitum landsins verið framkvæmd. 1946 eru lög um ræktun og húsagerðasamþykktir Ingólfur Jónsson einnig samþykkt S Alþingi, en eftir þeim lögum hefur verið unnið að skurðgreftri, þurrkun landsins óg margháttuðum fram- kvæmdum í sveitunum. Gert án atbeina framsóknar. Framsóknarmenn gætu sagt: „Þetta hefði allt getað gerzt, þótt við hefðum verið með í ríkis- stjórn“. Astæðulaust er að neita því, en á hitt ber að benda, að sá flokkur, sem er utan stjórnar, hefur ekki forgöngu um mikil- væga lagasetningu á Alþingi og verður það því hlátursefni margra, þegar Framsóknarmenn þakka sér sérstaklega þá laga- setningu, sem hér hefur verið lýst. Lög um Framleiðsluráð landtoúnaðarins, þ.e. afurðasölu- lögin eru frá 1947. Þá voru Fram sóknarmenn komnir í ríkisstjórn, enda hafa þeir hrósað sér mikið af þeirri löggjöf. Ekki skal úr því dregið að þessi lögu voru um margt góð, en þau voru mein- gölluð að því leyti, að þau tryggðu á engan hátt að bændur fengju það verð fyrir afurðirnar, sem þeim var reiknað í verð- grundvellinum og sex manna nefnd var sammála um að þeim bæri að fá. Lagfæringar gerðar eftir að framsókn fór úr stjórn. Þessari löggjöf hefur oft verið lýst og skal því ekki, tímans vegna, farið nánar út í það hér, en bændum er kunnugt að lög- in voru fyrst lagfærð eftir að Framsóknarflokkurinn var farin úr ríkisstjórninni 1959 og lag- færingin gerir það nú mögulegt að greiða bændum það verð, sem talið er að þeim beri, samkvæmt verðgrundvellinum. Þetta var gert með því að ríkissjóður greið ir þann halla, sem verður á út- fluttum vörum, en áður urðu bændur að bera hallann. Þetta varð mjög tilfinnanlegt á verð bólguárunum 1957 og ’58, en fram sóknarbóndinn, sem talaði hér í gærkvöldi, og aðrir framsókn- armienn gerðu ekki tilraun til þess að rétta hlut bændastéttar- innar þá. Að þessu sinni varð ekki samkomulag í 6 manna nefnd um verðlagningu. Fulltrúar bænda töldu nú eins og áður að verðgrundvöllurinn væri ekki réttur. í 18 ár hefir svo verið talið. 1 3 skipti áður hefir yfir- nefnd úrskurðað verðið. Þá skekkju sem er í grundvellinum þarf að lagfæra. Þegar talað er um, að við- reisnarlöggjöfin þrengi hagsmuni bænda og annarra stétta -þjóðfé- lagsins, ber að hafa það í huga, hvernig kjör almennings væru í dag, ef vinstri stefnan hefði ráð ið lengur. Háttvirtur 2. þingmaður Vest- firðinga talaðl um það í gær- kvöldi, að þingmenn hefðu ekki verið kosnir 1959 til þess að koma á óðaverðbólgu, heldur til þess að kveða verðbólguna niður. Það var óheppilegt fyrir þennan þingmann að minnast á óðaverð- bólgu, því það hefur hann gert áður við eftirminnilegt .tækifæri. En það var, þegar hann, fyrrv. hæstvirtur forsætisráðherra, lýsti uppgjöf og úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar. Það var þá, sem hann sagði að óðaverðbólga væri skollin yfir. Það er þessi óða- verðbólga, sem núverandi ríkis- stjórn hefur verið að glíma við og gert ráðstafanir til að verði kveðin niður með viðreisnarlög- gjöfinni. Það eru verðbólguhöf- undarnir úr vinstri stjórninni, sem hafa tafið fyrir því, að áhrif verðbólgunnar fjari út. Koma verður í veg fyrir skemnidarverk. Stjórnarandstöðunni heppnað- ist að vinna skemmdarverk á efnahagiskerfinu s.l. sumar. Verði það reyrit öðru sinni verður að hindra það og koma í veg fyrir að það verði .eyðilagt, .sem eitt getur bjargað efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar, en það er sú við£eisnarlöggjöf, sem sett var í ársbyrjun 1960. Öskammfeilnar blekkingar- tilraunir. Stjórnarandstaðan gerir ítrek aðar tilraunir til þess að blekkja almenning í landinu. Sagt er, að framsóknarmenn hafi góða að- stöðu til þess, þar sem Tíminn sé eina blaðið, sem kemiur á mörg heimili, sérstaklega á Norðaust- ur- Og Austurlandi. Vonandi er, að fólk í þessum landshlutum sem öðrum, láti sér ekki nægja að lesa málgagn Framsóknar- flokksins, sérstaklega eftir að það er sannað, að blaðið fer með blekkingar. Iðulega hefur Tím- inn og reyndar Þjóðviljinn líka, talið að gjaldeyrismál þjóðar- innar hafi ekki batnað síðan við reisnin hófst. Því hefur einnig verið haldið fram, að sparifjáraukning hafi ekki verið meiri en áður og jafn- vel minni. Einnig hefur það verið fullyrt að fjárhagur ríkisins væri í kaldakoli og greiðsluhalli stór kostlegur. Ætlazt verður til, að þeir, sem lesa Tímann og Þjóð- viljann og þær fullyrðingar, sem þar eru við hafðar, vilji sann- prófa hvort rétt er með farið. Leiðin til þess að sannprófa, hvort þessi blöð segja satt eða eru að blekkja, er sú, að fletta upp í Hagtíðindunum, sem til eru hjá hreppstjórum, oddivitum, kaupfélögum og víðar. Enginn efast um að Hagtíðindin birta réttar tölur. Þeir, sem hingað til hafa látið sér nægja Tímann einan en sannfærast um að hann blekkir Og skrökvar að lesendun- um, ættu ekki að láta sér lengur nægja lestur þess eina blaðs og er þá mikið fengið, ef almenn- ingur í landinu leitar eftir rétt- um heimildum og myndar sér svo skoðun á grundvelli þess, sem sannast er. Æskilegar kjarabætur hafa ekki fengizt vegna óæskilegra vinnu- bragða. Undanfarna áratugi hafa sam- tök launþega haft forystu um kauphækkanir. A fyrstu árum launþegasamtakanna mun oft hafa verið eðlileg ástæða fyrir þeim kröfum, sem gerðar voru. A seinni árum hafa kröfurnar oftast verið óraunhæfar og ekki miðaðar við það, sem atvipnu- vegirnir geta greitt. Af þessum ástæðum hefur fólkið ekki feng ið þær kjarabætur, sem æskileg ar eru og hefði verið unnt að ná, ef rétt hefði verið á málum, haldið. Það er staðreynd, að þjóðartekjurnar vaxa á ári að meðaltali um nálægt 4—5%. Af því leiðir að kjarabætur almenn ingi til handa eru mögulegar ár lega sem nemur allt að 3%. Ef unnið hefði verið eftir þessu lög máli, eins og nágrannáþjóðirnar hafa gert, væru kjör almennings mun betri nú heldur en var í stríðslok eða allt að 40% betri. Eb verkfallsforingjarnir telja að lífskjörin séu lítið eða ekkert betri nú en var fyrir 15—16 ár» um. Stór verkefni framundan. Framundan eru mörg verkefni í íslenzku þjóðlífi. Mörg fram- faramál þarf að leysa og tryggja með því afkomu þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Þetta mun ekki takast fljótt og vel, nema al- menningur í landinu stuðli að bættum og betri vinnutorögðum i kjaramálum og taki völdin af verkf allsbröskurunum. N áuðsyn ber til að halda þannig á málum, að verðlagið geti verið stöðugt, að gjaldmiðillinn njóti trausta og gengi íslenzku krónunnar verði tryggt. Ríkisstjórnin hefur fengið fær ustu menn til þess að vinna að 5 ára áætlun fyrir allsherjar framkvæmdum í landinu. Gerð verður áætlun um uppbyggingu í landbúnaði, samgöngum, hvers konar iðnaði, sjávarútvegi, vatns virkjunum og öðrum atvinnu- greinum þjóðarinnar. Með því að framkvæma áætlunina verður lagður traustur grundvöllur að atvinnulífi landsmanna. Fram- leiðslan verður aukin, útflutning ur fer vaxandi, gj aldeyrisöflun þjóðarinnar eykst og sá skortur, sem þjóðin hefur áður búið við í gjaldeyrismálum, hverfur. At- vinna verður nóg fyrir alla, sem geta unnið. Tekjur þjóðarbúsins munu vaxa fram yfir það, sera áður hefur verið, og grundvöll- ur vera lagður að auknum kjara bótum fyrir allan almenning. Hagsmunum þjóðarinnar ógnað. Með skemmdarverkura þeim, sem stjórnarándstæðan hefir unn ið og hótað er enn að halda áfram, er hagsmunum þjóðarinn ar ógnað. Takist skepimdarverkið öðru sinni verður öll uppbygg- ing og viðreisn tafin og e.t.v, gerð óframkvæmanleg. Það er á valdi almennings, á valdi þínu áheyrandi góður, hvort þjóðholl stefna verður hér ráðandi eða upplausn og niðurrifsstefna. Það er skylda hvers íslendings að kynna sér á hlutlausan hátt stefn ur og störf stjórnmálaflokkana og mynda sér hlutlausa skoðun um það, sem deilt er um. Framtíð og velferð þjóðarinnar byggist á því, að dómgreind alimenninga verði öfgum og áróðri yfirsterk- ari. Því skal treysta að það megl verða, þess vegna ber að halda áfram af dugnaði og bjartsýni að vinna að lausn hinna mörgiu verkefna, sem enn bíða. Einar Sveinn Hjortur FJÓRIR varamenn eiga sæti á Al- þingi um þessair mundir, þjew SjálffistæSismennimir Einar Sig- urðsson (fyrir Jónas Pétursson), Jón Kjartansson (fyrir Sigurð Ó, Ólafsson) og Sveinn S. Einarsson (fyrir Ólaf Thors); og af hálfu Alþýðuflokksins Hjörtur Hjálmara son (fyrir Birgi Finnsson). —■ Birtast hér myndir af þeiim t símu röð og þeir eru upp taldir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.