Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. okt. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 7 Almenninsur hefur metið einurð ríkis- stjórnarinnar Herra forseti. . Háttvirtu hlustendur. Enn flytja þeir vantrausts-til- lögu á ríkisstjórnina. Framsóknarmönnum virðist það álíka sjálfsagt og að rjúfa stjórnarsamstarf, sem þeir hafa Stofnað til við aðra flokka. Formaður Framsóknarflokks- reið á vaðið í þessum umræðum. Þessum þingmanni finnst, að lýðræðið í landinu sé nú að verða markleysa, vegna þess að hjá nú- verandi stjórnarflokkum hafi „öll loí'orð og áform, — sem gefin voru fyrir kosningar — farið í sömu gröfina“, eins Og hann ikomst svO smekklega að orði. Að minna á sig með þessum hætti er furðudjarft hjá fyrrver- andi forsætisráðherra vinstri Stjórnarinnar. Hefir og verið að því vikið í þessum umræðum. í málefnasamningi vinstri Stjórnarinnar var m. a. lýst yfir: Aff varnarliðið yrði tafar laust látið hverfa úr landi. Allir þekkja efndir þess. Að lokið verði á starfstíma etjórnarinnar endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins og kosningalaga. Allir þekkja efndir þess. Að leitað skyldi eftir er- lendum lánum í landbúnaði, iðnaði og hafnargerðum. Al- kunn er hin niðurlægjandi betliganga vinstri stjórnar- innar til NATO-ríkjanna. Að smíðaðir skyldu 15 stórir togarar og aflað lánsfjár til þess. Efndirnar urðu hin 12 misheppnuðu smáskip — svo- nefndir „tappa“-togarar. Að stjórnin mundi láta gera heildaráætlun um framkvæmd ir á næstu árum og nýmæli í því sambandi og birta hana þjóðinni. Aldrei sá hún dags- ins ljós. Nú talar Hermann Jónasson um framkvæmda- áætlun núverandi ríkisstjórn- ar, sem langt er komið og verð ur senn lögð fram, sem aug- iýsingaskrá eða loforðaskrá í blekkingaskyni. Og loks: Að ríkisstjórnin mundi þeg- ar í samráði við stéttasamtök- in skipa nefnd sérfróðra manna til þess að rannsaka ástand efnahagsmála þjóðar- innar, með það fyrir augum að sem traustastur grundvöllur fáist undir ákvarðanir hennar í þeim m álum. Hversu traustur reyndist sá grundvöllur? "■ Formaður Framsóknarflokks- Ins sagði í umræðunum í gær- kvöldi, að það sé „beint öfug- mæii“, sem búið sé að margend- urtaka, að Framsóknarflokkur- jnn hafi gefizt upp í ríkisstjórn ymstri manna 1958. En sjálfur lýsti hann yfir hér I sölum Aiþingis 5. des. 1958, að hann hefði þá samdægurs beðizt lausnar fyrir sig oð ráðuneyti sitt — — þar sem „ný verðbólgualda værl skoll- in yfir“ — — og við þetta hafði hann því einu að bæta — — „að í rikisstjóminni Væri ekki samstaða um nein úrræði“. eins og hann komst að orði! S>að er þó mála sannast á hinn hóginn, að núverandi ríkisstjórn hefir fengið á sig almannaorð fyrir að vera mjög framtakssöm og einörð og hafa fylgt fast eftir si) ni upphaflegu stefnu, enda þótt þurft hafi að grípa til ráða, sem vita mátti að í upphafi gátu cætt verulegri gagnrýni og valdið jjafnvei almennri óánægju fyrst í stað. Þegar á allt er litið er Ijóst, að almenningur hefir látið cér skiljast hið erfiða hlutverk, eem ríkisstjórnin hafði að gegna og hefir metið einarða afstöðu hennar til þess að snúast á hverj- um tíma gegn vandanum. Enda þarf engum að blandast hugur um það að ríkisstjórnin og stuðn- jngsflokkur hennar óska að sjálf- sögðu eftir sem beztu, friðsæl- ustu Og farsælustu samstarfi við »llar stéttir og starfsgreinar þjóð- félagsins. Staðið við gefin fyrirheit Eg skai í mínum stutta ræðu- staðið hefir verið að málum. Þegar vinstri stjórnin gafst upp í desember 1958, samþykkti flokksráð Sjálfstæðisflokksins yfirlýsingu um efnahagsmál o. fl., sem mynda skyldi meginstoðir tíma minna nokkuð-- á hvernig undir hugsanlegt stjórnarsam- starf Sjálfstæðismanna við aðra flokka. Þetta var áréttað á Lands- fundi og fyrir alþingiskosningarn ar 1959. Hér verður að fara stutt yfir sögu: 1. Tafarlaust yrðu gerðar ráðstafanir til að stöðva verð- bólguna. Var gert með lögum um niðurfærslu verðlags og launa í janúar 1959. 2. Að lögfest yrði breyting á kjördæmaskipuninni. Var gert á miðju ári 1959. 3. Að nýta þyrfti betur auð lindir landsins og byggja upp stóriðju, til þess að tryggja þjóðmni góð og örugg lífskjör með fjölþættara atvinnulífi. Víðtækar athuganir óg undir- búningur þessa máls er í fram- kvæmd. 4. Stefnt að því að afnema uppbótakerfið og skráð eitt gengi á erlend. jn gjaldeyri. Framkvæmt með efnahagslög- gjöíinni 1960. 5. Lagður grundvöllur að freisi i atvinnurekstri og við- skiptum, svo að hægt sé að afnema þau höft, sem nú eru á viðskiptum og framkvæmd- um. — Gert með nýrri skipan innflutnings- gjaldeyris- og fjaríestingarmála fyrri árs- hebning 1960. 6. Fjölskyldubætur auknar og bemir skattar lækkaðir. Hefir verið framkvæmt. V. Vísitölukerfið endurskoð- að. Einnig framkvæmt. 8. Fjármál ríkisins tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Þeirri framkvæmd var ræki- lega lýst af fjármálaráðherra nýlega. 9. Framkvæmd heildarend- urskoðun á tolla- og skatta- keiíinu. Verður lokið á þessu þingi. 10. Sett ný og heilsteypt löggjöf um Seðlabanka Is- lands. Bankalöggjöfin að öðru leyti endurskoðuð. Allt komið til framkvæmda. 11. Sett lög um atvinnuaukn ingarsjóð og jafnvægi í byggð landsins. Frumvarp liggur fyrir þessu þingi. 12. Að vaxandi framkvæmd ir byggist á eðlilegri spari- fjármyndun, án þess að þjóð- inni sé reistur hurðarás um öxl með óhóflegum eiýendum lánum. — Ráðstafanir í pen- ingamáium hafa miðast við þetta. Þá er ótalið, að stefna bæri að því, að kjarasamningar séu gerðir til lengri tíma en nú tíðk- ast og koma þurfi upp samvinnu stofnun launþega, vinnuveitenda og ríkisvaldsins, er fylgist með afkomu atvinnuveganna og afli sem gleggstra upplýsinga um alla þætti efnahagslifsins, til af- nota við samninga um kaup og kjör. Hér er enn miklu verki ólokið. En ég get ekki varizt því, herra forseti, að láta í ljósi, að lýð- ræðinu í landinu er ekki hætta búin af slíkri framkvæmd þjóð- máia — en vissulega fremur hinu, þegar forvztumenn stjórnarand- stöðunnar tala jafn utangátta á A.þingi og raun hefir borið vitni að þessu sinm. „Lykilaðstaða S.iálfstæðismanna“ Mig undrar margt, sem fram hefir komið í þessum umræðum, af röngum staðhæiingum og óljós um upplýsingum. Björn Fr. Björnsson: 4. þm. Sunnl. talaði með tilfinningahita um framfarirnar hér sem Fram- sóknarfl. hefir haft foryztu um. Þingmaðurinn mun ekki eiga við kreppuárin 1934. Hann mun senni lega eiga við tímabilið, sem Tím- inn lýsti svo fyrir kosningarnar 1956; „Ovíða í heiminum hafa ver ið meiri framfarir en hér á landi síðustu áratugina. Lífs- Jóhann Hafstein segja þessir spekingar og bera fyrir sig aðra spekinga. A yfirstandandi ári hafa út- gerðinni verið veittar um 40 miilj. kr. í stofnlán til greiðslu á gjaldföllnum og óumsömdum skuldum, sem orsökuðust öðru fremur af fjárfestingarlánaskorti þessarar atvinnugreinar á liðnum árum. Fiskveiðasjóður hefir til septemberloka á þessu ári veitt 105 millj. kr. í lánum til smíða fiskiskipa innanlands og til kaupa erlendis frá. 1 fyrra veitti sjóðurinn lán til fiskiskipa aðeins nýsmíði fyrir 137 millj. kr., en alls, með við- gerðum og vélakaupum það ár kr. 183 millj. Bændur fá hliðstæða aðstoð með br. víxillána í löng lán. En áður hafði ríkisstjórnin bjargað stofnsjóðum þeirra í Búnaðar- bankanum frá gjaldþroti. Iðn- lánasjóður hefir verið stórefldur með auknum ríkisframlögum og útvegun erlendis hagstæðs láns, um 21 millj. kr. Háttv. 3. þm. Rvík. sagði eitt- hvað á þess leið: „Kardinálar heimsauðvaldsins“ eins og bann nefir okkur stjórn- — Ræða Jóhanns Hafsleiii, déms máiaráðlierra í lok vantrausts- umræónanna kjörin hafa breytzt og batnað svo undrun sætir“. En það var einmitt um þetta leyti, fyrir kosningarnar 1956, sem form. Framsóknarflokksins sagði að „Sjálfstæðismenn hefðu haft lykilaðstöðu í stjórnmálum landsins síðastliðin 17 ár“. For- ystan var m. ö. o. ekki meira en svo í höndum Framsóknarmanna á þessu framfaratímabili þjóðar- innar, þvert á móti----Og þetta passar heldur ekki við það sem E. J. sagði áðan, að Framsóknar- menn hefði rifið fólkið upp úr fátæktinni. Þarf að deila un g jaldey risstöð una ? Lúðvík Jósefsson sagði, að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar í heild hafi versnað um 500 millj. kr. á árinu 1960. Minnkandi birgð ir útflutningsvöru taldi hann rúmar 200 millj. kr. á árinu. Þessa upplýsingu má lækka um ca. 80 millj. kr., miðað við það verð, sem vörurnar seldust á, eftir verðfall á lýsi, mjöli o. fl. Er þá hallinn í dæmi Lúðvíks rúmar 400 millj. kr. En verðmæti innfluttra skipa eingöngu nam á sjötta hundrað millj. króna. Það gerir líka meira en skýra það, sem honum fannst óverjandi, að umsamdar skuldir við útlönd hefðu hækkað á árinu 1960 um 350 millj. kr. Til þessa mikla skipainnflutnings var áður stofn að, en hve afdrifaríkur hann er, sézt á þessum samburði á verð- mæti innfluttra skipa undanfarin ar: Ar 1960 518 millj. kr. — 1959 256 — — — 1958 201 — — — 1957 100 — — Formaður Framsóknarflokks- ins var enn stórtækari. Sagði, að skuldasöfnunin erlendis væri 800 millj. kr., „sem notað hefði verið til eyðslu Auðvitað á ekki að þurfa að deila hér á Alþingi um slíkar töl- ur. Það sem máli skiptir — og sker úr er þetta: Gjaldeyrisstaða bankanna fer stórum batnandi. Og í henni eru talin yfirdráttarlánin eða yfir- dráttarheimildir hjá Alþjóðagjald eyrissjóðnum og Evrópusjóðnum, sem Hermann Jónasson er líklega með i huga — að hámarki 800 millj. kr., en aðeins notaðar að nokkru, og um leið auknar inni- stæður bankanna hjá öðrum pen- ingastofnunum, eða minnkandi skuldir þeirra hjá þeim. Frá ágústlokum 19^0 ög til ágústloka 1961 batnaði gjalueyris staða bankanna um 3., millj. kr. og birgðaaukning útfiutningsverð mæta nam á sama, tíma nærri 70 milij. kr. Hvers vegna þarf að segja fólk inu ósatt eða aðeins hálfan sann- ’eikann eða bara brot úr sann- leiJra? Atvinnuvegirnir verið studdir Það er exxert sKordyraextur, sem drepur kvikindi eins snögg- lega og „viðreisnin útgerðina", arsinna, „hafa nú ákveðið að stela sjálfstæðinu af þjóðinni eftir að vera búnir að stela laun- um af fólkinu“. Þetta er sagt í sambandi við hugsanlega aðild að Evrópubanda laginu. „Maðurinn, manngildið Og lífs- haminja fjöldans er þessum mönn um einskis virði“, sagði þessi þm. Eg vil aðeins að þessu sinni segja vegna þessara óstjórn- legu stóryrða og margra fleiri sem ég hirði ekki að hafa eftir: Ríkisstjórnin og stuðningsfl. hennar vilja einmitt vegna trúar á manngildi — mannr helgi og einstaklingsfrelsi freista þess að slitna ekki úr tengslum við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir Og þar á meðal Norðurlöndin í efnahagsupp- byggingu þeirra til bættra lífs kjara fyrir alþýðu manna. Þjóðinni verður gerð full grein fyrir því, sem um er að ræða, en það verður aldrei af núverandi ríkisstjórn gengist undir nein þau samnings- ákvæði, sem her eig_, ekki við og samrýmast ekki ísl. þjóðar- hagsmunum. Helryk kommúnismans Ríkisstjórn Islands og stuðn- ingsflokkar hennar hafa ekki eitrað fyrir íslenzka atvinnuvegi og alþýðu manna, eins og stjóm- arandstaðan vill vera láta. Það heíir verið barizt harðri baráttu til þess að rétta við eftir öng- þveiti vinstn stjórnarinnar. En. háttv. þm., andrúmsloftið er hins vegar eitrað þessa dag- ana, mánuðum og e. t. v. árum saman verður það eitrað um gjör valla heimsbyggðina. Kommún- istar og handbendi þeirra virð- ast ekki vilja vita um hið eitraða helryk, sem nú breiðist út frá Sovétríkjunum. En ótti og skelf- ing-býr um sig. Það væri sannarlega ekki til Of mikils mælst þótt talsmenn kommúnista hér í þessum umræð um gerðu grein fyrir afstöðu sinni til þessarar ögrunar við lífsham- ingju fólksins um heim allan. Og enn eiga þeir þess kost í kvöld — þó allir hafa þagað fram að þessu — og eftir því verður tekið. Ef til vill eru þau frú Furtseva og Krúsjeff saklausar friðardúf- ur. En ef til vill eru þau og þeirra lið ekki meira mannkostafólk en þau sjálf lýsa fyrri samherjum og áður íremstu mönnum hins kommúnistiska ríkis í austri. Og þegar slíkt fólk leikur sér að 50 milljón tonn vetnissprengjum er gjörvóllu lífi ögrað. Við slik tímamót þykir ekki öliu máli skipta, hvort kommún- istum megi takast að komast á nýjan leik í vinstri stjórn á Is- land.i Ríkisstjórn Islands mun beita sér fyrir þeirri.aðgát og varúð, sem við verður komið. Hún víll stuðla að vörnum borg aranna í öruggri trú á framtíð þjóðarimiar. Við Isiendingar missum ekki trúna á landið og lífið sjálft. Við tökum undir með þjöð- skáldinu, Davíð Stefánssyni, þegar hann kveður á þúsund ára hátíð Alþingis: „Við biðjum þess, að byggðir vorar allar blómgist og vaxi — næstu þúsund ár“. Ræða Gunnars Thoroddsen Framhald af bls. 5. um löndum, breytt þvf í ísl. krón ur, og ef það hefur í sumum lönd um reynzt hærra í krónutölu, þannig umreiknað, en á íslandi, þá þurfi ekki frekar vitnanna við um launaþrælkun og bágbor in lífskjör á íslandi. En launin eru ekki nema einn þáttur lífskjaranna. Verð á nauð synjavörum, húsnæði,' ljósi og hita, tryggingar, fjölskyldubæt- ur, ellilífeyrir, skattar, vinnutími, ákvæðisvinna, atvinnuöryggi, að búnaður á vinnustöðvum, aðgang ur að barnaheimilum og skólum og ótal mörg atriði önnur hafa áhrif á lífskjörin. Og það er ekki minna im vert, kannske meira, að bætt sé aðstaðan í sum um þessara mála, heldur en hækkun kaupsins. Afkoman í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Og þótt kaup sums staðar er- lendis sé hærra í sumum greinum en hér, umreiknað í ísl. krónur með núverandi gengi, er ekki þar með sagt, að lífskjörin séu betri þar. Dálítill samanburður á Kaup- mannahöfn og Reykjavík er næsta fróðlegur. Að sjálfsögðu eru sumar vörur í Khöfn með svipuðu verði og hér, eða lægri. En lítum á nokkr ar helztu nauðsynjar: 1 lítri af nýmjólk kostar 1 kíló af kjöti kostar 1 kíló af þorskj kostar 1 kíló af kaffi kostar Rafmagn til heimilisnotkunar kostar hver kílówattstund Ef við athugum loks beinu skattana til ríkis og bæjar, þá borgar kvæntur maður með 2 börn, sem hefur 75 þús. kr. í tekj ur í Reykjavík kr. 6,265 í Kaupmannahöfn kr. 8,324 eða nærri 33% hærra en hér. Til skýringar vil ég taka fram, að þótt smásöluskattur sé hér, en ekkj í Danmörku, þá er hann kominn hér inn í vöruverðið, og haggar því ekki samanburðinum. Markmið viðreisnarinnar. Það er rétt að þessi dæmi koml fram, enda er ekki æskilegt að vinna að kjarabótum með vill- andi samanburði við önnur lönd. Það er alkunnugt, að lífskjör al- mennings á íslandi eru betri en í mörgum löndum öðrum. En þótt svo sé eru launamenn vissulega ekki ofhaldnir af kaupi sínu, þver,t á móti er æskilegt að bæta kjör þeirra undireins og hagur þjóðfélagsins leyfir. Og há skólagengnir menn og tækni- menntaðir hafa lakari kjör hér en standa til boða í sumum öðr- um löndum, enda er launamis- munur minni hér en annars stað ar. Þessvegna ber hikl. að stefna því að lífskjör þjóðarinnar fari batnandi. en það er meginmark mið viðreisnarstefnu s,tjórnar- Rvík 4,15 í Khöfn 5,19 - — 27,50 - — 34,89 - — 3,50 - — 13,69 - — 51,60 - — 101,11 - — 0,87 - — 1,29 Húsahitun er auðvitað miklu dýrari þar en á hitaveitusvæðinu í Reykjavík. flokkanna áð skapa grundvöll fyrir varanlegum og raunhæfum kjarabótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.