Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 31. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 ☆ SAMKVÆMT upplýsingum frá Veðurstofu Bandaríkjanna má gera ráð fyrir að hið geisla virka ský frá sprengingunni miklu við Novaja Semlja 33. þ.m. hafi borizt yfir ísland, norðurhluta Skotlands og haf ið þar á milli í gærkvöldi, og var búist við skýinu yfir Skandinavíu í morgun. — Ský ið frá 50—75 megatonnabákn inu, sem Bússar sprengdu á sama stað í gærmorgun, er nú á hraðri leið austur Síberíu og má búast við því hérlendis innan skamms. -K Morgunblaðið átti tal við prófessor Þorbjörn Sigurgeirs- son í gærkvöldi og sagðist hann búast við að meginhluti geislaskýsins frá sprenging- unni við Novaja Semlja 23. þ.m. hefði farið fyrir sunnan landið. Erfitt væri að segja til um hversu mikil aukning yrði á geislavirkni hérlendis er á- hrifin frá sprengjunni í gær bærust hingað, en hægara væri um það að segja ef niður „Sá, sem hljóta að hefur að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn, tekur á sig hræðilega ábyrgð, og mun launum fordæmingu alls mannkyns.“ — Nikita Krúséff í ræðu 14, janúar 1960 HELSKY RUSSA VAR YFIR ÍSLANDI í GÆR hitt sé rétt, að um allmikla hækkun hafi verið að ræða. — STAKSTEINAR Urðu fyrir vonb^igðum I einu af komniúnistamál- gögnunum sagði nýlega: „Nú hefur verið flutt tillaga á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um að skora á Rússa að hætta við fyrirhugaða sprengingu og er Island eitt þeirra landa, sem að tillögunni standa. Talið er þó, að flest hlutlausu ríkin, einkum í Asiu, muni sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar og færa þau fram þá ástæðu að tillagan sé hlut- dræg, þar sem f jögur af tillögu- ríkjunum séu í NATO, sem er hernaðarbandalag gegn Sovét- ríkjunum og af mörgum talið miðlungi friðelskandi . . . Hlut- lausu Asíuríkin töldu mótmæli okkar markleysu, af því að við erum í hernaðarbandalagi gcgn því ríki, sem við stefnum mót- mælunum gegn. Óháð hlutlaust tsland gæti látið til sín heyra og ef til vill yrði hlýtt á það“. Eins og kunnugt er varð reyndin öli önnur en kommún- istar spáðu um afstöðu hlut- lausu þjóðanna og sýnilega hef- ur hún víða valdið kommúnist- um vonbrigðum. Húsbyggingarmál Framsóknarmönnum er um þessar mundir tíðrætt um það að illa sé búið að húsbyggjend- um. Tíminn segir byggingar- kostnað hafa hækkað um þriðj- ung. Er þar verulega ýkt, þó að Geislaskýið ftá nýju risasprengjunni í gær á hraðri leið austur Síberíu stöður lægju fyrir um aukn- inguna af fyrri sprengjunni. Prófessor Þorbjörn sagði að ef sprengjan hafi verið sprengd í 12 milna hæð, mundi geisla virkni hækka um helming eða svo. Þorbjörn sagði að verið gæti að geislavirkni hér mundi auk ast verulaga vegna sprengj- unnar í gær, en allt færi það þó eftir því hversu áhrifin bær ust hingað fljótt. Veðurstofa Bandaríkjanna sagði í gær að skýið væri nú orðið svo umfangsmikið, að það mundi taka nokkra daga að fara yfir Bandaríkin og Kanada. Vísindamiaður við háskólann í Tókíó í Japan segir að búist sé við að geislavirkni muni aukast um 20—30% vegna sprengingar Rússa 23. þ.m., en áhrifanna mundi ekki gæta þegar í stað. Sagfði vísinda- maðurinn að geislavirknin mundi ná hámarki sín/u snemma á næsta ári. Á kortimi sézt hvernig geislavirka skýið frá sprengjunni, sem sprengd var 23. þ.m. ísland og nágrenni í gærkvöldi og nótt. Kortið sýnir hvernig geislaskýinu frá risa sprengjuirni í gær miðaði á miðnætti í nótt. Stolið úr togara AÐFARANÓTT sunnudags var brotizt inn í herbergi í togaran- um Ingólfi Arnarsyni. Þar var stolið 20 lengjum af vindlingum, Camel og Chesterfield. Einnig var stolið sængurveri og grárri peysu, sem trúlega hefur hvort tveggja verið notað fyrir umbúð ir. Þeir. sem einhverjar upplýs- ingar gætu veitt imi málið, eru beðnir að láta lögregluna vita. Tillaga Rússa: Rauia-Kma skal í SÞ NEW YOBK, 30. okt. — Sovétríkin lögðu í dag tillögu fyrir Allsherjarþingið, þar senn mælt er fyrir bví, að full trúar kínversku þjóðernis- stjómarinnar á Formósu verði ekki lengur taldir rétt- mætir fulltrúar Kína hjá Sameinuðu þjóðunum Verði þeir látnir víkja úr öllum deildum og stofnunum sam- takanna, en fulltrúar ,Kín- verska alþýðulýðveldisins" taki sæti þeirra. Vegna þessa tilefnis frá hendl Framsóknarmanna er rétt að rifja upp þróunina í húsbygg- ingarmálum á tímum vinstri stjórnarinnar. Þá hækkaði verð venjulegrar 100 fermetra íbúðar úr 280 þúsund krónum í 375 þús und eða um fullan þriðjung, samkvæmt hagskýrslum. Var þó eitt af meginstefnumálum vinstri stjórnarinnar að „fundin yrði varanleg lausn húsnæðis- vandamálsins“. Þá ræða stjórnarandstæðingar einnig um erfiðleika á útvegun lánsfjár til húsbygginga og skal sízt úr þeim dregið. En í þvi efni verður líka að rifja upp sögu siðustu ára. Hið almenna veðlánakerfi, sem svo er nefnt, hafði starfað í átta mánuði, þeg ar vinstri stjórnin kom til valda. Á þeim tíma höfðu verið lánaðar tæpar 70 milljónir króna eða 8,7 millj. á mánuði til jafnaðar. Með þessu kerfi var lagður grundvöllur að vaxandi lánveitingum ár frá ári og hyllti loks undir að lánamálum hús- byggjenda væri komið í viðun- andi horf. í höndum vinstri stjórnarinn- ar hrundi hið almenna veðlána- kerfi hinsvegar niður. Á ZVt árs valdatíma vinstri stjórnar- innar voru veitt lán að upphæð aðeins 116 millj. samtals eða 3,9 millj. á mánuði. Var algjör- Iega vanrækt að útvega það fjármagn, sem ráð hafði verið fyrir gert og því fór sem fór. Síðan Viðreisnarstjórnin tók við völdum hefur á ný verið unnið að því að styrkja hið almenna veðlánakerfi og með aukinni sparifjármyndun má gera ráð fyrir því, að innan tiltölulega skamms tíma verði þessi mál aftur komin í sæmilegt horf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.