Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNLLAÐIÐ Þriðjudagur 31. okt. 1961 Svikarar með sorgarsvip (frá vinstri): Krúsjeff, Beria, (drepinn 1953), Malenkov, Bulganin, Vorosjilov og Kaganowich. I miðið: Lík liarðstjórans á við- hafnarbörum. Á 18. þingi konimúnistaflok ksins hrópaði Krúsjeff í lok ræðu sinnar þar: „Lengi lifi hið stórfengilega „geni“ mankynsins, Júdasarkossinn. Stalín kyssir Iík Kirovs. NÆRRI 27 ár eru liðin frá því S. M. Kirov, þáver- andi yfirmaður Fram- kvæmdanefndarinnar (Pol itburo) í Leningrad, var myrtur. Morð þetta kom af stað ógnarlegum hreinsun- um í Sovétríkjunum, þar sem þúsundir andstæðinga Stalínstjórnarinnar voru ýmist drepnir, sendir í út- legð til Síberíu eða reknir úr flokknum. Ofsóknir þessar náðu hámarki árin 1937—’38. Nú hefur Krúsjeff for- sætisráðherra loks tilkynnt þjóð sinni að þúsundir hinna ofsóttu hafi verið saklausir en hinn seki hafi verið Stalín sjálfur og stjórn hans. Lík Stalíns hefur frá því hann lézt í marz 1953 ver- ið til húsa í grafhýsi við Kreml og legið við hlið Lenins. Nú verður það flutt þaðan, og fyrrver- andi fylgismenn Stalíns, eins og Molotov, Malen- kov, Kaganovitsj og Voro- shilov eru fallnir í ónáð. Morðið á Kirov virðist enn eiga eftir að valda hreins- unum, í þetta sinn verða þeir fyrir hreinsuninni, sem að henni stóðu á ár- unum 1934—’38. FYRSTIJ FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGINN 4. des. 1934 birtist í Mbl. svohljóðandi frétt frá Leningrad: „Sergai Maronovich Kirov, kunnur og áhrifamikill verkalýðsleiðtogi var myrtur laugardag s.l. Morðinginn skaut á Kirov af skammbyssu einu skoti og hæfði hann nálægt hjartastað. Beið KirOv bana samstundis. — Morðinginn; Leonid Niko- lajev, er um þrátíu ára gamall. Hann var handtekinn. (United Press)“. 1 áframhaldi af þess- ari frétt birtist önnur frá Lon- don svohljóðandi: „Leynilögreglan heldur enn áfram yfirheyrslum yfir Leonid Nikolajev, morðingja Kirovs. Lík Kirovs liggur nú á börum í Leningrad, þar sem ■ mönnum gefst kostur á að sjá í það. Staiín kom frá Moskvu J í dag til þess að votta hinum I látna félaga síðasta virðingar- vott. Sagt er að morð Kirovs hafi vakið ákaflega miklar æs- ingar í Rússlandi. Stjórnin hefur mælt svo fyrir að dóm- stólarnir skuli hraða öllum málum, sem fjalla um morð og glæpi af pólitískum orsökum og' ekki skuli hika við að kveða upp dauðadóma, þar sem að um engar málsbætur eða náð- anir verði að ræða“. Þetta voru fyrstu fréttir af morði Kirovs, sem nú er aftur á dagskrá. Kirov var talinn einkavinur og einn nánasti samstarfsmaður Stalíns, og eftir morðið hófust víðtækar hreinsanir.. Stalín bar það á andstæðinga sína að þeir hafi skipulagt morðið á Kirov og ætlað að taka fleiri af leið- togum kommúnista, þar á meðal hann sjálfan af lífi. FYRST „HVITLIÐAR" SVO BOLSJEVIKKAR Eftir mOrðið fóru fram leynileg réttarhöld, þar sem Nikolajev og þrettán menn aðr ir voru dæmdir til dauða og Jjflátmr þegar í stað. Nokkrum dögum seinna var tilkynnt að lögreglan hefði handtekið og líflátið 104 ofbeldismenn, sem væru viðriðnir morðið. Attu þetta að vera rússneskir „hvít liðar“, sem komið höfðu huldu höfði frá Eystrasaltslöndunum, Finnlandi og Póllandi. En sextán dögum eftir morðið kom ný tilkynning. Nú voru það ekki lengur „hvítliðar", sem áttu sökina, heldur aðal- lega tveir háttsettir bolsjevikk ar, ZinOviev og Kamenev, sem voru í andstöðu við stjórn Stalíns. Þetta varð upphaf að ógur- legum hreinsunum, sem náðu hámarki á árunum 1937—38. Voru þúsundir manna teknir af lííi, senair í útlegð til Sí- beríu eða reknir úr flokknum. A tuttugasta þingi kommún istaflokks Sovétríkjanna árið 1956 héit Krúsjeff ræðu, þar sem hann réðist harðlega á Stalín heitinn. Ræða þessi, sem nefnd hefur verið: Leyniræðan um Stalín", vakti að sjálfsögðu mikla eftirtekt um allan heim. En hún var ekki birt í Sovét- ríkjunum og ekki efni hennar. A 22. þingi rússneska komm- únistaflokksins, sem nú stend- ur yfir í Moskvu, endurtók Krúsjcff fyrri árásir sínar á Stalin og fyrri fylgismenn hans. Að þessu sinni birtust árásirnar í rússneskum blöð- um og á sunnudag s.l. birtist ræðan í heild í Pravda. í báð- um þessum árásqrræðum vitn ar Krúsjeff í morðið á Kirov og gefur í skyn að Stalín hafi staðið á bak við það. Hafi Staiín síðan notað morðið til að afsaka nýjar blóðugar hreinsanir. Sagði Krúsjeff að í ráði væri að reisa í Moskvu veglegt minnismerki um hin mörgu og saklausu fórnarlömb Stalíns. „LEYNIRÆÐAN STALIN“ „Leyniræðan um Stalín“ var gefin úr í þýðingu Stefáns Péturssonar þjóðskjalavarðar árið 1957. (Ingólfsútgáfan). 1 formála segir Aki Jakobsson lögfræðingur m. a.: Morðið á Kirov reyndist Stalín til margra hluta nytsamlegt. Það gaf honum tilefni til að ljúka aftökunum á gömlu byltinga- mönnunum Og það skaut þjón- um hans, Krúsjeff og félögum hans, alvarlega skelk í bringu og svipti þá öllum tilhneig- ingum til skoðanalegs sjálf- stæðis og gaf Stalín fullkomið einræðisvald, þar sem enginn maður í stjórnarkerfi eða flokknum þorði að veita nokkra mótspyrnu gegn duttl- ungum hans. Um ofsóknirnar eftir morð Kirovs segir Krúsjeff í „leyni- ræðunni" frá 1956: „Það er nú verið að endur- skoða mikinn hluta þessara mála og mörg þeirra hafa ver- ið dæmd ógild af því einu að þau voru tilefnislaus og föls- uð. Það nægir að geta þess, að herdómur hæstaréttar hefur frá 1954 til þessa dags (febrú- ar 1956) veitt 7679 mönnum uppreisn æru, að vísu mörgum þeirra dauðum!! A öðrum stað segir Krú- sjeff: „Margar þúsundir ærlegra Og saklausra kommúnista létu lífið vegna þessara ferlegu fals ana slíkra mála, vegna þess að hverskonar falsaðar „játn- ingar“ voru teknar gildar og mönnum þröngvað til að ákæra bæði sjálfa sig og aðra“. ENGIN NAÐUN Um morðið sjálft segir Krú- sjefi: okkar elskaði félagi Stalín“. Eftir hið glæpsamlega morð á S. M. Kirov byrjaði fjölda- kúgunin og hin freklegu brot gegn réttarfari sósíalismans. Að kvöldi 1. desembers 1934 setti ritari forsætis allsherjar- framkvæmdaráðsins, Jenu- kidse, nafn sitt undir eftir- farandi fyrirskipun, að frum- kvæði Stalíns (en án sam- þykkis pólitíska ráðsins, —- þótt svo vildi til, að það væri veitt t veimur dögum síðar) „1. Rannsóknaryfirvöldun- um er fyrirskipað að flýta mál um gegn þeim mönnum, sem sakaðir eru um að hafa undir- búið eða framið hermdarverk. 2. Dómstólunum er fyrirskip að að fresta ekki framkvæmd dauðadóma fyrir glæpi þessar- ar tegundar vegna hugsanlegr ar náðunar, því að forsæti aiis herjarframkvæmdaráðs Ráð- stjórnarríkjanna telur ekki unnt að taka við slíkum um- sóknum. 3. Embættismönnum þjóð- fulltrúaráðs innanríkismáia (NKVD) er fyrirskipað að framkvæma dauðadóma yfir glæpamönnum framangreindr ar tegundar tafarlaust, er dóm ur hefur verið kveðinn upp“. Þessi fyrirskipun varð grund völlur fjöldabrota gegn réttar- fari sósíalismans. I mörgum hinna fölsuðu mála voru þeir ákærðu sakaðir um „undir- búning" hermdarverka; það svifti þá öllum möguleikum á því, að fá mál sín endurskoð- uð, jafnvel þótt þeir lýstu yfir því fyrir réttinum, að „játn- ingar“ þeirra hefðu verið fengnar með ofbeldi, og af- sönnuðu augljóslega þær sak- ir, sem á þá voru bornar. Það verður að taka það fram, að atvikin í sambandi við morðið á Kirov dylja enn í dag margt, sem er óskýran- legt og dularfullt og þarfnast rækilegrar rannsóknar. Sá grunur er ekki ástæðulaus, að morðingi Kirovs, Nikolajev, hafi haft aðstoð einhvers þeirra manna, sem áttu að vernda persónu Kirovs. Hálf- um öðrum mánuði fyrir morð ið var Nikolajev tekinn fastur vegna grunsamlegrar fram. komu sinnar, en hann var lát- inn laus Og það var ekki einu sinni leitað á honum. Það er og sérlega grunsamlegt, að þegar leynilögreglumaðurinn, sem atti að vernda Kirov, var flutt- ur til yfirheyrslu 2. desember, beið hann bana í „bílslysi", sem ekki varð neinum öðrum i þeim bíl að meini. Eftir morð ið á Kiróv fengu háttsettir starfsmenn NKVD í Lenin. grad mjög væga dóma, en 1937

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.