Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORCUNBL4ÐIÐ Þriðjudagur 31. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þögl aey 28 Skáldsaga una sína. Hún hafði hingað til haft Helenu grunaða um að hafa komizt upp á milli þeirra Andrés með einhverskonar göldrum og talið hann á að skrifa ekki leik- systur sinni. En nú vissi hún, að það var hennar eigin móðir, sem var höfuðóvinurinn. Helena hafði ekki sagt nema satt. þegar hún hélt því fram, að Louise hefði alltaf hatað eyna af öllu hjarta. En hvernig hafði hún getað lát ið sér detta það sama í hug um Frankie, sem var þarna fædd og uppalin? Enginn nema góður guð vissi, hvaða uppskeru væri hægt að bú- azt við, hafði stóri Bensi sagt. Louise hafði tekizt á hendur hlut verk hins góða guðs hvað líf dótt ur hennar snerti. Frankie krosslagði handleggina á stýrinu og hallaði höfðinu fram á þá. Aldrei hafði hún verið svona eiAmana og yfirgefin í heiminum. Hún hafði engan að tala við. sízt af öllu André; þau mundu aðeins lenda í nýju til- finningastríði, ef hann fengi nú að vita allan sannleikann. Claud etti gæti auðvitað grátið með henni, en hinsvegar gæti hún ekki ráðið henni heilt. Sol mundi skilja hana, en líklega myndi hann verða sammála henni um það að segja André alls ekki sannleikann úr því sem komið væri. Sol mundi líklega ráða henni til að snúa aftur til Ame- ríku og byrja nýtt líf við starfið- sem hún hafði kosið sé-\ Nei, það var enginn í heimin- um, sem gæti veitt henni minnstu huggun í vandræðum hennar. Enginn. .. .? Mjúka klukknahljóðið frá Heil agshjartakirkjunni hljómaði nú í eyrum hennar. Klukkan var að slá fjögur, og í eyrum Frankie var þetta eins og vinarrödd. Hún setti bilinn í gang og ók hægt upp eftir bröttu brekkunni og staðnæmdist fyrir utan kirkjuna. í klausturgarðinum, sem þar var áfastur flýttu sér 2 nunnur und- ir heljarstórum regnhlífum. án þess að taka eftír bílnum. Fran- kie hikaði við og fór að hugsa um nunnurnar. Hún hafði auðvit að heimsótt þær, skömmu eftir heimkomuna, og þá hitt ýmsar gamlar vinkonur, en systir Angel ica var farin til Frakklands. Nei. þessar nunnur með alla sína sál arrósemi, mundu alls ekki kilja það stórviðri tilfiriningana, sem var í hjarta hennar vegna elsk- hugamissisins. Þær höfðu löngu gefið frá sér alla mannlega ást sjálfviljugar, en hún hafði orðið fyrir missinum gegn vilja sínum. Hún gekk hægt inn í kirkjuna, án þess að skeyta um regnið. sem dundi á henni, og féll á kné fyrir framan altarið til að biðjast fyrir. Hún vissi varla hvers hún var að biðja, nema þá helzt um mátt til að fyrirgefa móður sinni mótgerðirnar við sig Þetta var lítil og friðsæl kirkja og rauði loginn á lampanum fyr ir augum hennar hlýjaði henni og daufi liljuilmurinn frá altar- inu friðaði hana. Séra Filippus, sem kom í kirkj una til að bæta vigðu vatni í ker ið, kom þannig að henni. Hún var eins og barn. sem hafði villzt og gamli presturinn fór að eins og hann hefði gert við barn, sem átti í erfiðleikum. Hann lagði höndina á öxl hennar, og beygði sig fram með miklum erfiðis- munum, því að gigtin var alltaf slæm honum í rigningu, og hvísl aði hásum rómi; Komdu. Fran- coise, ég skal gefa þér kaffi og svo getum við talað um það, sem þér liggur á hjarta. Komdu nú! Hún leit á hann stóru bláu aug unum, sem voru þokukerind af sorg og sakleysisleg, fannst gamla prestinum. eins og daginn, sem hann hafði skírt hana. Það var einhver einlægni í tilliti henn ar, sem stakk í stúf við nýtízku legan ytra mann hennar, og hann fann til feginleika yfir því að þessi unga stúlka, skyldi ekki hafa orðið ríkidæminu og óhófinu í Ameriku að bráð, eins og börn- um hætti við. sem allt var látið eftir. Ég held ekki, að þú getir neitt hjálpað mér, faðir, sagði Fran- kie í légum, fjarrænum rómi. sem kom eins og úr fjarska. Maður hefur alltaf gott af kaffi sopa og stundum líka af að tala, svaraði gamli maðurinn með rán fuglsandlitið og brosti ofurlítið. Komdu, barn, þú getur þurrkað á þér hárið á handklæðinu í skrúðhúsinu. Þetta hversdagslega ráð hressti hana einhvernveginn miklu bet ur en öll viðkvæmni hefði getað gert. og hún elti hann fram í skrúðhúsið, notaði handklæðið, sem þar var haft handa kór- drengjunum, og brosti með sjélfri sér við tilhugsunina um, að líklega hefði það aldrei fyrr verið notað til að þurrka konu höfuð. Jæja. þetta var betra — nú skulum við snúa okkur að kaff inu. Hann gekk síðan á undan í slitnu svörtu hempunni sinni inn í skrifstofuna hans, þar sem kaffi suðuvél mallaði jafnan á litlum lampa. Heitt og svart kaffi í vönduðum glösum með silfur- handföngum var eini munaður- inn, sem klerkur leyfði sér. Að öðru leyti var skrifstofan hans fátnklega búin og lítið þar af húsgögnum. Hann var mjög lítið heima við — eins og André átti hann að þjóna um tuttugu þús- und eybúum, átti því litlar tóm- stundir milli þess að hann kenndi í skólanum. vitjaði sjúkra, söng tvær messur á dag, auk hjónavígsluna og barna- skírna og starfa í safnaðarnefnd- inni. Ráðskonan hans var löngu hætt öllum tilraunum tii að gera herbergin hans vistleg. Hann tekur ekki eftir neinu, hann veit ekkert hvað hann borðar, han.i lifir í öðrum heimi. kvartaði gamla, franska konan við vinkonur sínar, en henni þótti eins og öllum öðrum, vænt um gamla prestinn sinn. Þegar hún hafði drukkið kaff- ið. til þess að gera honum til geðs og fundið sig hressast ein- kennilega mikið af því, leit Frankie á séra Filuppus yfir boðið, sem var allt á kafi í blöð- um. Hann beið með þolinmæði, með spenntar greipar eins og hann væri alttaf að biðjast fyrir, og horfði með góðlegu. gráu aug- unum á sorgmætt andlit stúlk- unnar. Ég er svo vonlaust ástfangin af André.... sagði hún allt í einu og ósköp blátt áfram, og honum varð hverft við, hvað þetta lét eitthvað barnalega í eyrum í þöglu stofunni, með regn ið byljandi á glugganum. Þú hefur víst verið það síðan þið voruð svona lítil... .sagði gamli presturinn brosandi, og mundi. hversu þessi börn höfðu verið samrýmd. En brosið hvarf um leið og það kom. Nú voru þau ekki börn lengur. Hann sagði alvarlega. Árum saman beið André eftir, að þú yxir upp og kæmir heim. Hann talaði aldrei um fyrirætlanir sínar við neinn, en við vissum öll ósköp vel, að.... í hvert sinn sem hann kom heim úr læknaskólanum, þaut hann yfir til Laurier. til að hitta frænda þinn. Gamli presturinn hamraði með fingrum á borðið. Orð hans höfðu orkað á Frankie, rétt eins og hníf hefði verið snúið í sári. Auðvitað, þegar þú skrifaðir engu okkar neitt, og komst ekki einu sinni heim í sumarleyfun- um, og þegar hr. Laurier sagði okkur að þú kynnir svo vel við þetta nýja líf> þá gátum við ekki annað haldið en að þú hefðir al- veg gleymt okkur. Séra Filippus sagði þetta blátt áfram og í eng- um ávítunartón. Og þetta var ekki nema skiljanlegt af stúlku, sem kom í annan og skemmti- legri heim og umhverfi. Hitt skil ég síður, hversvegna þú kemur >f * >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f' •— Maddi og Ardala eru að kom- ast undan, Geisli! , — Þau komast ekki langt á þessu eyðilega tungli, doktor! Látum þau flýja! En á meðan skulum við fara niður og leysa stúlkurnar! — Þú ert dásamlegur, höfuðsmað- ur!! — — Hvernig getum við launað þér! — Ha! Ég spái því að þú skiptir næsta leyfi þínu milli Venusar og Mars, Geisli! — Og gleymdu ekki Júpiter, dúkk- an min; heim nú og segir mér nú, að þú sért ástfangin af André. Loðnu augnabrúnimar á klerki voru eins og á rannsóknardóm- ara og augun horfðu fast á óró- lega andlitið. Svo sagði hann, næstum blíðlega: Ertu nú viss um. að þér hafi ekki bara snúizt hugur út úr afbrýðisemi gegn ungfrú Fauvaux? Ég hef aldrei eitt andartak hætt að elska André, æpti hún i æsingi, og rótaði í handtöskunni sinni eftir skeytinu frá móður inni. Og svo kom öll sagan í einni bunu, öll þessj sorgarsagá um vonlausa ást. Presturinn hlustaði þegjandi á og brá ekki svip heldur en mynd höggvin í stein. Það sem ég get ekki skilið, sagði hún loks. eins og hann væri orðinn uppgefinn, er þessi þögn Edwards frænda. Við, sem tilbáðum hvort annað! Jú, það er verið að segja mér, að hann hafi verið sjúkur maður og meira að segja dálítið utan við heiminn... ,en hann hætti að skrifa mér. bara skömmu eftir að ég fór og nefndi aldrei André á nafn. Á því get ég gefið þér skýr- ingu, svaraði gamli presturinn og snerti símskeytið með fyrir- litningarsvip. Mamma þín skrif- aði honum þegar þú varst veik í heimavistarskólanum. Hann sýndi mér bréfið sjálfur. Hún sagði, að þú hefðir einhverjar sálarlegar þjáningar, vegna þessa breytta umhverfis, sem þú ættir erfitt með að laga þig að —< og yrðir að losna við þetta .,krakkaskot“ í André, ef þú ætt- ir nokkurntíma að kunna við þig í skóla í Ameríku. Hún bað frænda þinn að skrifa ekki oft og sízt að tala mikið um eyna eða nefna André á nafn. Einmitt: Röddin í Frankie var full fyrirlitningar og gremju. Skyldi André hafa fengið að sjá þetfa bréf? Ég býst alveg við því. Frænda þínum þótti mjö ; vænt um hann. Og hann — og þeir — og þið allir trúðu þessari vitleysu? Hún var svo reið, að hún gat varla talað í samhengi. Þið trúðuð, að ég hefði breytzt svona mikið — og svona fljótt? Þau þótti vænt um þig, sagði klerkur og hendurnar á honum sögðu meira en varirnar. Og ef út í það er farið, þá varst þú bara krakki. Auðvitað vildum við þér öll allt það bezta. Það er ekki gott fyrir barn að halda tryggð við tvo stríðandi aðila. Hún svaraði. Ég get ekki að því gert. að ég hata mömmu. Hún hefur spillt öllu lífi mínu. Gamli presturinn hristi höfuð- ið alvörugefinn. Hatrið er ekki lækning við neinu, barnið gott, og það er ekki okkar að d™ma einn eða neinn. En það er hins SHÍItvarpiö Þriðjudagur 31. október N &A0 Morgunútvarp (Bæn: Séra ÓsTr« ar J. Þorláksson. — 8:05 Morgua leikfimi: Valdimar Örnólfsson stjórnar og Magnús Pétursson leikur undir. — 8:15 Tónleika<r, — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik* ar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar), 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —i 12:25 Fréttir og tilkynningair), 13:00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar — 16:00 Veðurfr, — Tónleikar — V7:00 Fréttir). 18:00 Tónlistartími barnanna: Jórunn Viðar kynnir víanalög með aðstoö Þuríðar Pálsdóttir. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Þjóðlög frá Júgóslavíu (Þarlendir listamenn syngja og leika). 20:15 Framhaldsleikrlt: „Hulin augu,# eftir Philip Levene, í þýðingu Þórðar Harðarsonar; II. þátturt Gryfjan — Leikstjóri Flosi Ól* afsson. Leikendur: Róbert Arn« finnsson, Haraldur Björnsson, Helga Valtýsdóttir, Nína Svein* dóttir, Gísli Halldórsson, Ævar R. Kvaran o.fl. 20:55 Einsöngur: Aase Nordmo Löv- berg syngur lög úr óperum eftir Wagner. 21:15 Erindi: Á meðan líkaminn seim ur (Grétar Fells rithöfundur). 21:40 Tónleikar: ,,Le Cid“, ballettmús* ík eftir Massenet (Sinfóníuhljóm sveit Lundúna; Robert Irving stjórnar). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob P« Möller). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.