Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 31. okt. 1961 I Þorsfeinn Löve dæmdur 11 mánaða keppnisbann EINS og getið var í sunnudags- blaðinu hefur íþróttadómstóll ÍBR kveðið upp dóm í kringlu- málinu svokallaða og er dómur- inn á þá leið að óhlutgengisúr- skurður sá er FRÍ kvað yfir Þorsteini Löve og meinar hon- um þátttöku í öllum opinberum mótum, skuli gilda til 15. júlí 1962. Fær Þorsteinn þannig 11 mánaða keppnisbannsdóm. Dómurinn er mjög langur, en þar sem niðurstöðurnar af yfir- heyrslum eru dregnar saman, segir svo varðandi sakir Þor- steins. „.... að hafa aðsetur langt frá öðrum keppendum með íþróttadót sitt meðan á kast- keppni stóð, að hlaupa strax að afloknum köstum sínum eftir kringlunni og sækja hana sjálfur, að stinga keppniskringlu sinni ofan í íþróttatösku sína að loknu kasti, en slíkt er brot á leikreglum FRÍ, s að mála ólöglegu kringluna kvöldið fyrir keppnina á sama hátt og hina löglegu kringlu, að gera tilraun til þess að fá löggildingu vegna kastkringlu sinnar áritaða á heftiplástur, — bendir mjög til þess, að Þorsteinn Löve hafi af ásettu ráði komið með hina ólöglegu Stórbrotinn skáldskapur um konu og mann, sem reyna að sigrast á skuggum forlíðarinnar. Dagur úr dökkva er hetjusaga, byggð á raun- sönnum atburðum í síðustu sty jöld. Andrés Kristiánsson hefur þýtt bókina. — Dagur úr dökkva er 237 blaðsíður í góðu bandi. Verð kr. 170,— (+ söluskattur) BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI Komin í bóhaverzlanir • •/ kastkringlu í keppnina og það, að hann reynir að koma ólög- legu kastkringlunni á laun úr keppninni bendir einnig til hins sama. Gegn eindregnum mótmælum Þorsteins Löve um, að hann hafi vísvitandi komið með ólög- legu kastkringluna í lands- keppnina þrátt fyrir þær líkur, sem til þess benda, þá telur dómurinn ekki liggja fyrir næga sönnun fyrir því, að hér hafi verið um vísvitandi verknað að ræða, og bendir dómurinn í því sambandi á 14. gr. í dóms- og refsiákvæðum ÍSI. Með vísan til alls þess, sem hér að framan er rakið, telur dómurinn, að óhlutgengisúr- skurður FRÍ frá 17. ágúst sl. hafi verið reistur á nægilega gildum rökum.“ Dómurinn vítir síða.i þá hátt- semi umboðsmanns Þorsteins að koma á framfæri í opinberu blaði vamarskjali áður en það hafði verið lagt fram í dómi. Dómurinn vakti athygli á því, að starfsmenn landsmótsins hafa i Rósmundur skorar fyrir Vík- 1 ing, en Þórður og Axel horfa á. Rósmundur er einn af hin- um ungu og efnilegu Ieik- mönnum Víkings sem sýnt hafa mikla framför undan- farið. (Ljósm. Sv. Þormóðss.) i ekki gætt þess nægilega, að leikreglum væri fylgt í kringlu- kastskeppni mótsins. Dómendur taka fram, að dóms störf þeirra eru frístundastörf og hefur einvörðungu verið hægt að vinna að máli þessu utan venjulegs vinnutíma, en dómendur störfum hlaðnir auk hinna daglegu starfa. Svíar töpuðu Akrunes vnnn „litlu biknr- keppninn" AKURNESINGAR og Hafnfirð- ingar léku knattspyrnu á Akra- nesi á sunnudaginn. Vár þetta liður í „litlu bikarkeppninni" svonefndu milli Akranes, Hafnar fjarðar og Keflavíkur. Akurnes- ingar unnu leikinn með 1 marki gegn engu. Hafa Skagamenn þáj unnið alla sína leiki í keppninnij Og vinna til eignar bikar þann er j Albert Guðmundsson og Axel Kristjánsson gáfu til þessarar keppni. Akurnesingar hafa unnið Hafn firðinga með 4—3 í Hafnarfirði og nú 1—0 á Akranesi. Akranes vann Keflavík með 6—0 og síðar 2—1. Víkingur með | beztu órungur EFTIR þessar tvær helgar, sem liðnar eru á Reykja- víkurmótið í handknattleik, er gaman að líta á heildar- árangur félaganna. Þó er ekki hægt að fá út raun- hæfan mælikvarða, vegna þess hve misjafnlega mörg lið félögin senda til keppni. Hvað um það, staðan lítur svona út: 1. Víkingur ............. 11 stig í 6 leikjum, eða 91.7% 2. K.R................... 8 stig í 6 leikjum, eða 66.7 % 3. Fram ................. 6 stig í 5 lekijum, eða 60.0% 4. I. R.................. 3 stig í 3 leikjum, eða 50.0% 5. Armann, .............. 7 stig í 8 leikjum, eða 43.7% 6. Þróttur .............. 4 stig í 5 leikjum, eða 40.0% 7. Valur ................ 3 stig i 6 leikjum, eða 25.0% SVÍAR léku landsleik við Sviss á sunnudaginn. Var þetta liður í undanrásum heimsmeistara- keppninnar. Sviss vann með 3 mörkum gegn 2. Úrslitin urðu Svíum mikil von brigði því þeim nægði jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úr- slitum keppninnar í Chile næsta sumar. Nú verður fram að fara aukaleikur milli landanna- og verður hann í „hlutlausu" landi. það er hvorki í Sviss né Svíþjóð. Eins og kunnugt er höfnuðu Svíar í 2. sæti í síðustu heims- meistarakeppni. Meira um íbróttir Sjá bls. 17 Danskt handknatt leikslið keppir hér A ÞRIÐJUDAGSKVÖLD kemur hingað danska handknattleikslið- ið Efterslægten frá Kaupmanna- höfn. Kemur liðið á vegum KR. Liðið leikur hér 4 leiki: 1. nóv. í Hálögalandi gegn KR. 3. nóv. í Hálogalandi gegn úr- valsliði Reykjavíkur. 5. nóv. á Keflavíkurflugvelli gegn FH. 7. nóv. í Hálogalandi gegn úr- vali úr Reykjavík og Hafnar- firði. Efterslægten leikur í 2. deild- inni dönsku og er nú í 3. sæti með 5 st. eftir 3 leiki. Liðið kem- ur hingað styrkt 2 lánsmönnum frá Schneekloth, og eru þeir báðir landsliðwienn, markvörðurinn Bent Mortensen, sem talinn er bezti markvörður sem D«u*ir hafa átt í handknattleik, John Bernth, framherji.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.