Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 24
Morðið á Kirov Sjá bls. 10. 246. tbl. — Þriðjudagur 31. október 1961 ÍÞRÓTTIK Sjá bls. 22 initlandi? Helsingfors, Stokkhólmi og París, 30. okt. — (NTB-AP) —- GROMYKO, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, afhenti í dag sendiherra Finnlands í Moskvu, Eero Wuori, orðsendingu sovétstjórnarinnar til Finnlandsstjórnar, þar sem farið er fram á viðræður í samræmi við finnsk-sovézka varnar- og vináttusáttmálann, vegna hættunnar, sem friðinum í Ev- rópu stafi af „vestur-þýzku hernaðarsinnunum“ — og í ljósi þess samstarfs, sem sum Norðurlandanna hafi við þá. Er í orðsendingunni beint hvössum skeytum að ríkisstjórn* um Noregs og Danmerkur fyrir samstarfið við V.-Þýzka- land innan NATO — og Svíar fara ekki heldur varhluta af umvöndunum sovétstjórnarinnar. AP-fréttastofan telur ekki ólíklegt, að Rússar muni í viðræðum þeim, sem farið er fram á í orðsendingunni, krefjast herstöðva í Finnlandi. Engin bein staðfesting er þó á því í þeirri óopinberu þýðingu orðsendingarinnar, sem birt var í Helsingfors í kvöld. Smyrðlingar Stalíns osr Leníns hliff viff hliff í grafhýsinu viff Rauffa torgiff. Framhald á bls. 23. Lík Stalíns flutt ur grafhýsi Lenins 0 ÞAÐ bar við á 22. flokksþingi kommúnista í Moskvu í gær, að samþykkt var tillaga þess efnis, að flytja skyldi hið smurða lík Jósefs Stalíns burt úr Stalín-Lenín graf- hýsinu við Rauða torgið í Moskvu. Á laugardag höfðu stúdentar við Moskvuháskóla krafizt þess, að svo yrði gert. 0 Á sunnudag var grafhýsinu lokað, og lögreglumenn, er þar stóðu vörð, tjáðu þeim, sem vildu skoða grafhýsið og það væri lokað vegna viðgerða. 0 Ræða Krúsjeffs, sem hann hélt á flokksþinginu á föstudag, hefur verið birt í dagblöðunum Pravda og Izvestía. Eru þar birtar afhjúpanir hans á glæpum Stalíns, sem fyrst komu fram í „Ieyniræðunni“ um Stalín, er Krúsjeff flutti á 20. flokksþinginu árið 1956 — en það mun vera fyrst nú, sem almenningi í Sovétríkjunum er skýrt frá þeim. 0 I ræðu sinni boðar Krúsjeff rannsókn á morði Sergei Kirovs árið 1934, sem varð upphaf „hreinsananna“ miklu og ennfremur boðaði forsætisráðherrann, að reistur skyldi í Moskvu minnisvarði fórnarlamba Stalíns. 0 Ekki er enn vitað, hvort smurðlingurinn hefur verið fluttur eða hvert farið verður með hann. Mikill mann- fjöldi safnaðist saman á Rauða torginu í dag og ríkti þar forvitni og eftirvænting. • Ræða Krúsjeffs birt Upphaf þessara atburða er, að á laugardag var birt í dag- blöðunum Pravda og Izvestía ræða sú, sem Krúsjeff flutti á flokksþinginu á föstudaginn. — Fréttamenn segja, að blöðin hafi verið rifin út hjá blaðsöl- um og fólk lesið með ákafa það, sem þar gat að líta. Haft er eftir fréttamanni norska út- varpsins, að nú hafi í fyrsta sinn verið skýrt opinberlega frá ferli Stalíns og ekkert undan dregið. Þess er skemmzt að minnast, er Krúsjeff afhjúpaði glæpi Stalíns á 20. flokksþing- inu árið 1956. Sú ræða mun aldrei hafa verið birt opinber- lega í Sovétríkjunum. Frétta- maðurinn segir, að í ræðunni á föstudag hafi Krúsjeff gert upp sakirnar við Stalín, persónu dýrkunina og ógnarvaldið. Hann hafi jafnframt boðað í ræðunni, að reistur verði minnisvarði um fórnarlömb Stalíns. Þá skýrði Krúsjeff frá því að nú færi fram rannsókn á morðinu á Sergei Kirov árið 1934, en hann var sem kunn- ugt er, aðalleiðtogi kommúnista- flokksins í Leningrad. Segir ÍSAFIRÐI, 30. okt. — Sviplegt slys varff hér afffaranótt sunnu- dags er Jón Gestsson- rafveitu- stjóri, fékk í sig sterkan raf- straum og beiff bana samstundis. Nánari tildrög voru sem hér segir. Um miðnætti aðfaranótt sunnudags kom upp eldur á bænum Hafrafelli í Skutulsfirði. Reyndist þar hafa kviknað í út fréttamaðurinn norski, að nú hafi í fyrsta sinn heyrzt af op- inberri hálfu, að Stalín hafi sjálfur staðið að morði Kirovs, til þess að fá með því átyllu til að ryðja úr vegi ýmsum leið- togum ílokksins — en upp úr þessu morði hófust hinar stór- felldu ,,hreinsanir“ sem svo voru nefndar. Voru þá tugir framámanna flokksins sakfelldir og teknir af lífi. Krúsjeff sagði, að á þessu flokksþingi — hinu 22. — sætu margir mætir menn, sem hefðu setið árum saman í fangelsi í stjórnartíð Stalíns — og margir orðið að þola pyndingar fyrir tilbúnar sakir, svo sem að hafa stundað njósnir fyrir erlend ríki. Fréttamaður norska útvarps- ins segir, að nú vilji Krúsjeff bersýnilega leggja áherzlu á að tími hins blóðuga veldis sé lið- inn og komi ekki aftur. Hann segir og, að almenningur í Sov- étríkjunum hafi ekki fengið vitneskju um þessa atburði fyrr en nú og hafi fregnirnar vakið feikilega athygli. • „Grafhýsiff lokaff vegna viðgerffar“ Er stúdentar við Moskvu- háskóla höfðu lesið ræðu Krús- jeffs á laugardag, kröfðust þeir þegar að lík Stalíns yrði flutt gafli hússins. Eldurinn var fljót- lega slökk.ur með slökkvitæki. Reistur var stigi upp með hús- gaflinum, og fór Jón Gestsson upp stigann til að aðgæta orsakir eldsupptakanna. Þegar hann kom upp á móts við heimtaug- ina, fékk hann í sig háspennu- straum og féll úr stiganum. Var hann þegar örendur. Þannig hagar til við Hafrafell, á brott úr grafhýsi Lenins við Rauða torgið. Stúdentarnir telja óviðunandi, að bölvaldurinn Stalín fái að hvíla við hlið Len- ins — því beri að fjarlægja hið smurða lík hans. Á sunnudag var grafhýsinu á Rauða torgi lokað. Algengt er að mikill mannfjöldi safnist þar saman og skoði grafhýsið að innan, en það hefur verið helgur reitur kommúnista. En aðkomugestum á sunnudag var sagt, að grafhýsið væri lokað vegna viðgerðjy'. Loks var á flokksþinginu í gær, mánudag, samþykkt að flytja lík Stalíns úr grafhýs- inu og tilkynnti Moskvu-útvarp- ið þá ákvörðun. Verður graf- hýsið héðan í frá aðeins nefnt Lenin-grafhýsið. Það var flokksdeildin í Len- ingrad, sem bar fram tillöguna um brottflutning líks Stalíns. Formælandi hennar var Ivan Spiridanoff, formaður kommún- istaflokksins í Leningrad, sem sagði, að óhæft væri að hafa lík Stalíns við hlið Lenins, eftir að upp hefði komizt um glæpi hans. Hann sagði í ræðu sinni, að samþykkt hefði verið á fund- um verkamanna heima í Lenin- grad, að fara þessa á leit við flokksþingið. Tillagan hlaut stuðning margra ræðumanna og var síðan sam- 220 volta lína í húsið. Hvasst var af norðri, og er álitið, að teng- ing hafi losnað milli háspennu- línunnar og spennibreytisins, og taugin slegizt í lágspennu- vírinn í þann mund. er Jón var í stiganum. Jón Gestsson var 37 ára gam- all og lætur eftir sig. eiginkonu, Margréti Pétursdóttur, Jónsson- ar óperusön.gvara, og tvö ung börn. Hann var sonur hjónanna Hólmfríðar Jónsdóittur (frá Múla) og Gests Jóhannssonar á Seyðisfirði. — A, K. S. frá rafmagni. Er slökkvilið ísaj a fjarðar kom á vettvang ásarnA , . + , Jóni Gestssyni, rafveitustjóran%ra husinu. I honum er spennu- var farið að loga við inntak i' breytir og frá honum liggur að háspennustaur er skammt Beið bana af rafstraumi þykkt við mikið lófatak og mikla hrifningu, að því er Moskvu-útvarpið segir. Fregnin í Moskvu-útvarpinu var stutt og laggóð og hljóðaði þannig, að sögn fréttaritara NTB: „22. flokksþing sovézka komm únistaflokksins ákveður: 1. Grafhýsið á Rauða torgi við Kreml-múrinn, sem reist var fyrir jarðneskar smurðar leifar Vladimirs Iljitsj Lenins, I því skyni að halda í heiðri um alla framtíð minningu hans sem stofnanda kommúnistaflokksins og Sovétríkjanna og leiðtoga og kennara gervalls heims —■ skal héðan í frá heita „Grafhýsi Vladimir Iljitsj Lenins“. 2. Það viðurkennist óhæfa, a5 smurðar jarðneskar leifar Jósefs Vissarionovitsj Stalins, verði á- fram geymdar í grafhýsinu, sak- ir brota hdns gegn fyrirmælum Lenins, misnotkun valds, fjölda- Framhald á bls. 23. Stríð i Kaianga? LEOPOLDVILLE. 30. okt. (AP) — Cyrille Adoula. for- sætisráffherra Leopoldville- stjórnarinnar, tilkynnti í kvöld, aff hafnar hefffu veriff „lögregluaffgerffir“ í því skym að binda endi á affskilnað Kat anga viff aðra hluta Kongó. ,Her vor hefir ákveffiff aff berj ast nú til þrautar,“ sagffi Adoula osr skírskotaffi til borg aranna aff sýna nú einhug og einbeitni „á þessum erfiffu stundum". Adoula, sem með þessu er raunverulega talinn hafa lýst stríði á hendur Katangastjórn. sagði aff þrautreyndar hefffu veriff allar leiffir til þetss aff koma á einingu meff friffsam- legum hætti. — Tsjombe, for- stætisráffherra Katanga. er nú staddur í Genf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.