Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. nóv. 1961 MORGVTSBL AÐIÐ 3 eftir Preston Grover MOSKVU 1. nóvember CAP) Lenin liggur nú einn í graf- hýsi því, sem hann hefur deilt með Stalin sl. átta ár. en Stal in hefur verið grafinn utan- garðs, skammt frá Kremlmúr unum. Ég tók mér stöðu í hinni mílulöngu biðröð fólks. sem vildi forvitnast um hvað gerst hefði í grafhýsinu, og gekk í gegn um það með mannfjöld- anum. Allir höfðu lesið, að kommúnistaþingið hefði skip- að svo fyrir, að lík Stalíns ökyldi flutt á brott, og nú hafði rússneska þjóðin í fyrsta sinn fengið að heyra um þús- undirnar. sem teknar voru af lífi að fyrirskipan Stalíns. Tjargað yfir nafnið. Úr fjarlaegð gat ég séð að nafn Stalíns hafði verið fjar lægt af hinum langa, svarta steini yfir inngangi grafhýsis- ins við Rauða torgið. Þegar ég kom nær, sá ég hinsvegar að um bráðabirgðavinnu var Moskvubúar standa fyrir framan grafhýsi Lenins og Stalins á mánudaginn, eftir að flokksþing kommúnista hafði þá um morguninn ákveðið að smurlingur Stalins skyldi fluttur úr grafhýs- inu, þar sem hann vegna fjöldamorða sinna væri ekki þess verður að liggja við hlið Lenins. Nöfn þessara tveggja kommúnistaforsprakka sjást ietruð yfir innganginum. — Nú er nafn Lenins eitt eftir, en tjargað hefur verið yfir nafn Stalins. — (AP). Tjargað yfir nafn Stalins Lenin nu einn með Stalin að ræða, þar sem tjöru eða plasti hafði verið klínt á stein inn, sem áður bar áletrunina .,Lenin“, og fyrir neðan „Stal in“. Nú er nafn Lenins eitt eftir, málað með rauðu á svartan steingrunninn Dúfuflokkur. Fólkið þokaðist hægt áfram í tvöfaldri röð. Ungur maður, greinilega sveitamaður, keypti poka af korni af konu, sem var að selja það til þess að fólk gæfi það dúfunum á torg inu. Hann reyndi að teyma flokk af dúfum með sér áleið is að grafhýsinu. og tókst að koma þeim 50 metra áleiðis með því að gefa þeim korn smátt og smátt, en þá stöðv- aði lögreglumaður leikinn, lét unga mar.-únn setja kornið í vasann, og dúfurnar fóru. Biðröðin þokaðist áfram um í grafhýsinu sei í átta ár tíu metra á mínútu, og sam- svarar það því að 40 manns hafi farið inn í grafhýsið á mínútu hverri. Þegar fólkið nálgaðist innganginn hljóðn- aði skraf þess. Við gengum inn um dyrnar. á milli t.-eggja varðmanna með gljáfægða riffla og gráa byssustingi. Þegar inn er kom ið beygir maður til vinstri, gengur sex eða sjö skref, og síðan niður breiðar tröppur. Þá birtist andspænis veggur, sem á er hamar og sigð, gert úr bronsi. Síðan er aftur beygt . til hægri og enn til hægri og loks gengið 15 fet niður breiðar. svartar tröpp- ur. Þá heldur maður til vinstri og þar liggur líkami Lenins. fc Bauðskeg'gjaður Lenin. Lenin lá í dag þar, sem hann hefur legið síðan honum var ýtt til hliðar til að rýma i hann deildi fyrir Stalín, er var settur í grafhýsið 9. marz 195.3, fjór- um dögum eftir andlát hans.. Á gólfinu sjást ennþá merki þess, að smurður líkami Stal íns hafi legið þar. Ef til vill verður hin mikla brons- og glerumgerð, sem Lenin liggur í, brátt verða færð á mitt gólf. Lenin liggur undir rauð- bleiku ljósi. Hann er lítill að sjá, og aðeins andlit hans og hendur sjást, vinstri höndin opin með lófann niður. en hægri hnefi krépptur. Allar litmyndir af Lenin sýna hann svarthærðan með svart skegg. Þarna í grafhýs- inu hefur hann hið venjulega geitarskegg, lítið yfirvara- skegg og eilítið hár, en það er rauðleitt að sjá. Biðröðin þokaðist aftur út í rigninguna. Hinn nýi verustaður Stalíns. Síðan var gengið drjúgan spöl meðfram Kremlmúimum, og þar er hin nýja gröf Stal- íns. Fyrsta fréttatilkynningin frá Tass-fréttastofunni sagði að Stalín væri í Kremlmúrn- um. og varð það til þess að flestir héldu að smurlingi hans hefði verið brennt, askan síðan sett í krukku, sem múr- uð hefði verið í múrinn við hlið ýmissa annarra rúss- neskra og erlendra byltingar- forsprakka. En þetta er ekki svo. Sex grafir eru i röð að baki graf- hýsisins rauða, og er Stalín í fjærstu gröfinni. Á öllum hin um gröfunum eru líkneski — Andrei Zhdanov. sem Stalín einu sinni útnefndi eftirmann sinn; Mikhail Frunze, varnar- málaráðherra Stalíns 1925; Jakob Sverdlov, einn nánasti samstarfsmaður Lenins; Felix Dzerzhinsky, stofnandi rúss- nesku leyniþjónustunnar, og Mikhail Kalinin. fyrsti forseti Sovétríkjanna. Einföld grafskrift. Á gröf Stalins, sem þegar hefur verið hulin torfi, eru tveir svartir marmarasteinar, líkt og hinum gröfunum, og staður. til að setja líkneski á síðar meir. Grafskriftin er einföld: „J. V. Stalín“. „1819 — 1953“. Undarieg rökíræði hjá Krúsjeff Tirana, A Ibaníu, 1. nðv. (NTB) DAGBLAÐ albanska komm- únistaflokksins, Zeri í Popu- Albert Guðmunds- son form. Alliance Francaise AÐALFUNDUR var haldinn í Alliance Francaise sl. þriðjudag. Fyrir lágu venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin gaf skýrslu um störfin á sl. ári og gjaldkeri las upp reikninga félagsins, sem voru samþykktir og er fjárhagur fé- lagsins sæmilegur. Þá fór fram stjórnartoosning. Forseti félagsins, Magnús Joch- umsson, baðst eindregið undan endurkosningu, og var kjörinn í hans stað Albert Guðmundsson, stórkaupmaður. Meðstjórnendur eru: Magnús J. Jónsson, mennta- skólakennari, Björn L. Jónsson, læknir, Jóhann Ágústsson, banka- fulltrúi, og Magnús Jochumsson, fyrrv. póstmeistari. segfa Albanír litt, segir í dag að það sé undarleg rökfræði hjá Nikita Krúsjeff þegar hann segir að enginn geti verið kommún- isti, sem ekki viðurkennir endurskoðunarstefnu hans. Segir blaðið að Krúsjeff grafi undan grundvallarreglum Marxisma-Leninisma. f grein, sem helguð er 44 ára afmæli rússnesku byltingarinnar, segir blaðið að á leiðtogafundi kommúnista í Moskvu í fyrra hafi Krúsjeff ráðizt harðlega á Albani. Þar hafi hann sagt að Albanir væru á undanhaldi frá Marxisma-Leninisma. þeir hefðu helgað sig þröngsýnni þjóðernis- stefnu og fleygt sér í fang heims valdasinna. „En Krúsjeff tékst ekki fylli- lega að sverta okkur. vegna þess að margir fulltrúanna neituðu að taka undir árásir hans og vegna þess að Chou Bn-lai forsætisráð- herra Kína helt uppi vörnum fyr ir Albaníu," segir blaðið. í lok greinarinnar segir Zeri í samvinnu bræðraflokkanna og Populitt að Krúsjeff grafi undan efni til samsæra til að eyðileggja hana. Þegar Krúsjeff ræðst á al- banska kommúnista. er hann í rauninni að ráðast á alþjóða kommúnismann. Hámeraveiðar PATREKSFIRÐI, 1. nóv. — Há- meraveiði hefur verið sæmileg sl. viku. Veiddust þá m.a. 45 há- merar í einum róðri af tveimur bátum. Annars hafa veiðarnar verið mjög tregar í sumar. Drag nótabátar eru hættir veiðum. Veiði var ekki jafngóð og í fyrra, en sæmileg þó. Héðan róa 3 línu bátar. og hefur afli hjá þeim ver ið síðustu daga frá 6 til 10 tonn. Þingmannaheiði er nú orðin ó- fær, og vafasamt hvort hún verð ur opnuð aftur til umferðar, en reynt verður að halda opnu héð an til ísafjarðar. — Trausti. Þetta er í fyrsta sinn, sem opin ber staðfesting hefur fengizt á því að til átaka hafi komið milli Krúsjeffs og albönsku fulltrú- anna á leiðtogafundinum í fyrra, þar sem mættir voru fulltrúar frá 81 landi. „Stúdentsárin og eilífðin66 N.K. föstudagskvöld, talar séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup á fundi hjá Kristilegu stúdentafé- lagi um efnið: „Stúdentsárin og eilífðin”. Þetta ætti að vera stúdentum kærkomið tæki- færi til að hlusta á fyrsta og eina heiðursborgara Reykjavíkur og heiðursdoktor við Háskóla Is- lands. Séra Bjarni er alkunnur fyrir ræðumennsku sína og snilld í að rifja upp minn- ingar frá stúdentsárunum og flétta inn í þær alvöru eilífðar- innar. Fundurinn verður haldinn í húsi K.F.U.M. og hefst kl. 8,30 e.h. ölluro stúdentum heimill aðgang- ur. Sr. Bjarni SUKSTEINAR Hver var afsta^a fulltrúanna héðan? A flokksþinginu í Moskvu voru þeir Guðmundur Vigfússon og Eggert Þorbjarnarson sem kunn- ugt er fulltrúar kommúnista- deildarinnar á Islandi. Morgun- blaðið hefur margspurt að því, hver verið hafi afstaða þeirra, en ekkeft svar hefur fengizt. Málsvarar kommúnista hafa aldrei þessu vant þagað og þagað. En spurningarnar verða samt bornar fram áfram. Fögnuðu Guðmundur Vigfússon og Eggert Þorbjarnarson þeirri ákvörðun að sprengja helsprengjurnar? Tóku þeir undir gleðiópin, þegar upplýst var, að allt hið kommún- istíska kerfi hefði frá upphafl byggzt á glæpum, svikum, morð- um og kúgun? Lýstu menn þessir yfir áframhaldandi stuðningi kommúnistadeildarinnar á Is- landi við húsbændur sína í Moskvu, hvað sem þeir kynnu að aðhafast? Sumum finnst e. t. v. óþarfi að spyrja, svo rækilega hafi kommúnistar hér á landi fyrr og síðar sannað þjónkun sína við hið erlenda vald. Um það sé engum blöðum að fletta að þeir muni hér eftir sem hingað til styðja Kreml. En hér á landi eru tU menn, sem fram að þessu hafa stutt heimskommúnismann beint og óbeint án þess að gera sér grein fyrir eðli hans. Svörin kynnu að opna þeim nýja sýn. Voru jieir leikbrúður? Moskvumálgagnið hefur ekkert orð sagt um frammistöðu þessara senidimanna sinna austur í Kreml. Ekki finnst Morgunblaðinu ólík- legt, að tilraun verði gerð til að halda því fram að þeir hafi látið framvindu mála algerlega af- skiptalausa og forðast að láta álit sitt í ljósi. Slík ákvörðun mundi byggjast á því að Moskvumenn á Islandi munu héðan í frá eins og hingað til hlýðnast austrænum boðum í einu og öllu og mundu raunar ekki þora að láta í ljós nokkrar efasemdir um vizku yf- irboðara sinna. A hinn bóginn gera þeir sér þess ljósa grein, að skilyrðislaus og áberandi fögnuð- ur yfir ákvörðunum ógnarvald- anna mundi ríða flokki þeirra að fullu. Þess vegna reyna þeir að gripa tU þagnarinnar. En þögnin er hrópandi En þögn kommúnista er þegar orðinn hrópanidi. Þeir hafa í þaula verið spurðir um afstöðu sína en hvorki heyrist frá þeim hósti né istuna. Að vísu hefur Lúðvík Jósefsson, sá sami sem hótaði rússneskri valdbeitingu á Islands- miðum, ef islendingum tækist að tryggja sér 12 mílna fiskveiðilög- sögu, sagt: „Við viljum mótmæla öllum kjarnorkusprengingum, hvort sem þær gerast í austri eða vestri.“ En þegar þessi maður átti kost á því að mótmæla mestu ógnar- sprengingum veraldarsögunnar, þá þagði hann og sat sem fast- ast, vegna þess að uhi var að ræða „góðar kjarnorkuspreng- ingar.“ Eins og Morgunblaðið hefur því miður meyðzt til að skýra frá, er þetta þó í fyrsta skipti, sem al- varlegar hættur geta stafað af kjarnorkusprengingum fyrir okk- ur Islendinga, bæði neðansjávar- sprcngingunni, sem áhrif getur haft á íslenzka fiskistofna og ógn- arsprenginigunum, sem skilja eft- ir sig mikið magn af strontium 90, sem nú svifur i háloftunum og mun byrja að falla til jarðar með vorinu, en vísindamenn telja að Island sé einmitt staðsett á mesta hættusvæðinu, svæði, þar sem úrfallið frá sprengingum mun« verða einna mest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.