Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 2. nóv. 1961 „Saga bóndans i Hrauni“ Ný bók eftir Guðmund L. Friðfinnsson KOMIN er út ný bók eftir Guð- iBiund L. Friðfinnsson, skáldið og bóndann að Egilsá í Skagafirði. Er það ævisaga Jónasar Jóns- sonar í Hrauni í öxnadal o.g nefn ist „Saga bóndans í Hrauni“. ' Guðmundur L. Friðfinnsson fer sínar eigin götur við skrásetn- ingu ævisögunnar. Hann segir söguna eins og hún opnast hon- um smátt og smátt í samtölum við Jónas og konu hans. Jónas hefir lifað margt um dagana, þekkt örbirgð eins og hún hefir gerzt þungbærust hér á landi, en einnig allsnægtir hins dugmikla og forsjála bónda. 1 formála að bókinni segir Guð mundur L. Friðfinnsson m.a.: „Einhverjir kunna að segja sem svo, að saga þessi sé heldur við- burðasnauð og við eina þúfuna bundin. Þeim góðu mönnum vil ég í allri hógværð benda á það, að frá mínu sjónarmiði er þetta sagan, sem gerzt hefur í hverri einustu sveit á íslandi, aðeins með einstaklings- og staðhátta- bundnum tilbrigðum. Þetta er lífs- og baráttusaga nokkurs hluta þeirra manna og kvenna, sem landið hafa byggt Og oft- ast hafa verið köllun sinni barns- lega trú, en jafnan horfið hljóð- Guðmundur L. Friðfinnsson laust í grafhvelfingar gleymsk- unnar. Þó er þetta það fólk, sem vökvað hefur og plægt þann jarð veg, sem nú stöndum vér á, og unnið hefur í samræmi við tíð- aranda eins og þekking og vit hrökk til. Og þótt sitthvað megi að verkum þess finna, mun það þó mála sannast, að vizka hjart- ans stendur ein eftir, þegar allar kennisetningar og tækniskrið- drekar er molnað í duft“. Bókin er 185 blaðsíður að stærð. Útgefandi er ísafoldar- prentsmiðja h.f. Reyndum allt til þess að koma boðum frá okkur ANNAR þeirra manna sem lenti í hrakningum á Hellisheiði á rjúpnaveiðum um helgina og sagt var frá í blaðinu, kom að máli við Mbl. í gær og kvað það misskilning að þeim hefði láðst að láta til sín heyra strax og þeim var mögulegt. Sagðist honum svo frá. Við lögðum upp frá ÍR-skál- anum, þar s*m við geymdum bílinn okkar. kl. 1 á laugafdag. Vorum við síðan á fjallinu til klukkan 5 um daginn, er við áttuðum okkur á því að við vorum villtir. Héldum við þá nið ur af því, en fórum í þveröfuga átt. Fundum við þá af hreinni til viljun skíðaskálann Hreysi, sem nokkrir kunningar okkar eiga. Þaðan rötuðum við þó ekki til byggða. Frá skálanum gerðum við tvær tilraunir til þess að átta okkur á staðháttum, en tókst ekki. Klukkan hálf tvö um um nóttina komum við aftur í skálann og ákváðum að láta þar fyrirberast um nóttina enda var þá farið að snjóa. Klukkan 6 á sunnudagsmorg- un héldum við svo enn af stað. Veður var þá ágætt. en því mið ur fórum við í öfuga átt. Tókum við það ráð að ganga með ánni, sem rennur út úr Innstadal og ætluðum okkur að fylgja-t með henni til byggða, en þegar við komum út í hraunið misstum við af henni. Veðrið háfði breytzt og var nú komin blind- hríð. Við vorum matarlausir og slæptir og gerðum okkur ljóst að í óefni var komið. Samt héld- um við áfram og um klukkan 12 fundum við háspennulínuna af tilviljun. Fundum við síðan þjóðveginn og hittum þar fólk í biiuðum bíl. Fljótlega tókst þó að koma honum af stað og fengum við far með honum á leið í bæinn. En svo illa tókst til að bíllinn lenti útaf veginum nokkru síðar og sat þar fastur. Enn bar að bíla, jeppa á aust- urleið og læknisbíl á leið í bæ- inn. Fólkið, sem var í bilaða bílnum. komst í læknisbílinn, og báðum við það fyrir skilaboð frá okkur, en þau munu hafa komið of seint til þess að stanza leið- angur Flugbjörgunarsveitarinn- ar. Sjálfir fengum við far með jeppanum til Hveragerðis og sannast sagna vorum við illa á okkur komnir. Til Hveragerðia komum við klukkan rúmlega 2. Fyrsta verk okkar var að fara á símstöðina til þess að láta vita um okkur, en þá var hún lok- uð og okkur sagt að hún opnaði ekki fyrr en kl. 4. Fyrr reynd- ist okkur ekki kleift að ná sam- bandi þaðan. Þeir félagar láta í ljósi hryggð sína yfir því, hvernig til tókst, sem okkur finnst kannski sár- grætilegast. sagði sá þeirra, sem við Mbl. talaði, vegna þess að alltaf var fyrsta hugsun okkar að koma frá okkur boðum. Þeir vilja svo færa Flugbjörgunar- sveitinni og öðrum, sem að leit- inni stóðu, alúðarfyllstu þakkir, svo og Eiríki gestgjafa í Hvera- gerði. sem tók þeim af hinni mestu rausn. AKRANESI, 31. okt. — Hring. nótabáturinn Höfrungur II fór einn héðan út á veiðar um hádegi 1 dag. Nú í kvöld er að detta nið ur norðanveðrið. Þilfarsbáturinn Ingvi réri kl. 6 í morgun með línu og fór til Reykjavíkur með aflann. Ingvi er smíðaður upp úr nótabát, 11 lestir að stærð og sagður góður í sjó að leggja. Hann er með 80 hestafla Bolindervél IMý Ijóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson Bréf frá togarasjómanni FIMMTUDAGINN 26. okt. las ég grein Sig. Magnússonar í Morgun blaðinu. Hef ég sjaldan lesið slíka firru sem þessa. Mun ég nú leitast við að svara grein Sig. í nokkrum atriðum, þar sem mér finnst nokkuð hallað á okkur togaramenn. Eg hef nú síðastlið- ið haust og seinnipart vetrar ver- ið nokkuð mikið á miðum sunn- an- og suð-vestanlands. Þar af leiðandi hef ég verið mikið með í því að fá netatrossur upp með vörpunni. Venjulega hanga þessi drauganet á hlerum eða fótreip- \im vörpunnar, en aldrei man ég eftir því, að netin væru tóm. Frekar mætti segja að það væri togararnir trossurnar á eftir sér fleiri sjómílur. Eg get upplýst Sig. M. um það að meðaltoghraði togara eru 4—5 sjóm. á klst. og yfirleitt ekki togað lengur en 1 klst. Auk þess hefur umræddur togari („Víkingur") vörpumæli Og er þá hægt að fylgjast með öllu, sem skeður fyrir framan vörpuna, þannig að ekki mundi vera togað með drauganet á vörpunni, því slíkur ófögnuður mundi strax koma fram á mælin- um. Auk þess stórskemma drauga netin vörpurnar og mikill og dýr- mætur tími fer i það að greiða þessar druslur úr vörpunni, svo hægt sé að hefja veiðar á ný. Eg hefi heyrt bátasjómenn taia um það, að þessir og þessir bátaformenn hirði ekkert um að slæða upp net, sem þeir hafa misst. Slíkt kæruleysi er með öllu óþolandi. Sig. M. segist aldrei hafa tapað trossu. Þó hann hafi aldrei misst trOssu, þá hafa margir aðrir gert það, því miður. Og bera drauganetin þess vitni Sig. M., segir að drauganetin hætti að veiða eftir mánuð eða þar um bil. En hvað eru þau þá búin að veiða. Treystir Sig. M. sér til að svara því, hann hefur reynsluna, eða svo segir hann sjálfur. Eg vissi um bát, sem kom til lands- ins í hitteðfyrra á miðri neta- vertíð. Eftir 8 róðra hafði þessi bátur fengið rétt rúmlega 200 tonn af fiski. Hann var með 5—6 trossur. Jæja þá skýrir það sig sjálft hvað ein draugatrossa veið- ir á einum mánuði í sæmilegum reiting. Einar Asgeirsson. Jóhann Hjálmarsson reitingsafli í þeim af öllum gæða- flokkum ferskfiskeftirlitsins þ. e. a. s. hálfmorknuðum, nokkra daga gömlum, en þó mest að nýjum fiski. Þess vegna er ég viss um að Sig. M. fer ekki með rétt mál, þegar hann heldur því fram að togararnir fái þennan fisk í net- in, þegar þeir eru á togi með þau flækt í vörpunni. Nú langar mig að spyrja Sig. M. hvort hann hafi fiskað bezt á þvi, að henda út nógu miklu af netum og toga svo með þau. Það er fyrir ofan skilning okkar togaramanna hvernig mögulegt sé að fá fisk í trossur, sem séu annað hvort hangandi á hlerum eða fótreip- um vörpunnar, samansnúnar utan um allan hinn mikla víraút- búnað er fylgir einni vörpu. Það veit Sig. M. hvemig hægt er, svo lætur hann í veðri vaka. En hvernig? Gæti hann skýrt það fyrir okkur togaramönnum í smáatriðum. Eins og Sig. M. segir, þá dragi • Hvað huffsa þeir? Síðan Rússar fóru að sprengja sínar óhugnanlegu stóru Kjarnorkusprengjur, hef- ur fólk varla getað um annað talað, og bergmál af því sem fólk segir hefur borizt til þessara dálka í bréfum. Bréf- ritari einn, móðir skrifar: „Eg hefi ver+ð- að velta því fyrir mér hvaða tilfinningar kommúnistar hafa gagnvart börnum sínum? Hvernig geta menn setið hjá þegar allir með heilbrigða skynsemi mótmæla atomsprengingum Rússa. Nú á geislavirkt ryk eftir að rigna yfir okkur. Ætla Rússar að senda kommúnistum víðsvegar um heim eitthvað til að verjast þeim hroðalegu afleiðingum sem slíkt ryk getur haft í för með sér? Eða eiga saklaus börn þessara hugsunarsljóu manna eftir að fá ægilega sjúk dóma, eins og kannski okkar eigin“. • Ekki of hátt verð? Því miður er víst ekkert sem getur tryggt neinum, að af- komendur hans verði ekki ein mitt meðal þeirra sem verða fyrir erfðagöllum af völdum geislunar eða einhver honum nákominn hljóti illkynjaðan sjúkdóm af sömu sökum. Tal- ið er að ákveðinn fjöldi þeirra sem vanskapaðir fæðast, verði það fyrir áhrif náttúrugeislun- ar, sem ekki er hægt að koma 1 veg fyrir, en aukið magn geislunar fjölgi slíkum ein- staklingum. Það getur ekki farið fram hjá neinum að hætt er við að svo fari. Það er skrýt ið að hugsa til þess að til séu einstaklingar, sem finnst það ekki of hátt verð að greiða fyrir —- ja, fyrir hvað? • Hér liðist það ekki Slíkir eru vafalaust ekki margir í heiminum. En í því stjórnarfyrirkomulagi, sem kommúnismi heitir, gefst þeim fáu svigrúm til að taka ákvarð NÝLEGA er út komin Ijóðabólfe eftir Jóhann Hjálmarsson. Bókin ber nafnið „Fljúgandi næturlest“, Og birtast þar eingöngu áður ó- birt ljóð. Öll eru þau nýort. Mörg þeirra eru ferðaminningar í ljóð- um, t.d. frá Snæfellsnesi o.g Barcelona. Bókin er smekklega gefin út, myndskreytt af höfundi, og í sérkennilegu broti. Fyrri ljóðabækur höfundar eru „Aungull í tímann“, „Undarlegir fiskar“ og „Malbikuð hjörtu“. Þá hefur hann gefið út safn ljóða- þýðinga „Af greinum trjánna“. Sem dæmi ljóðanna í „Fljúg- andi næturlest“ má nefna „ Reyk j avíkurlíf Yfir Landakötstúnið gengur þú lítil telpa' stjörnur fylgja þér heim Þær voru fulltrúar mínir uns ég kom sjálfur og sprengdi himin þinn. anir fyrir alla, án þess að spyrja um álit nokkurs manns og geta jafnvel falið slíkt ó- dæði fyrir heilli þjóð, og látið menn klappa fyrir sér í fá- visku sinni. 1 okkar þjóðfélagi er sem betur fer óhugsandi að nokkr- um manni líðist að fremja slíkt illvirki. í löndum þar sem málfrelsi er og prentfrelsi og stjórnendur verða að styðj- ast við fjöldann, er útilokað að einn maður eða fáeinir fengju að gera slíkt. Þeir kæmust aldrei upp með það. Fyrir skömmu var mótmæla nefnd gegn kjarnorkuvopnum í Moskvu og gekk þá 4 fund Ninu Krúsjeff, þessarar ömmu legu og elskulegu konu, sem eítir útlitinu virðist bezt eiga heiina með stóran barnabarna- hóp í kringum sig. Er talað var um atómsprengingar við hana, sagðist hún ekki vita um neinar. Getur það verði að hún sé samþykk því að ívllt það geislavirka ryk, sem nú að undanförnu hefur verið sent af sprengistöðunum inn yfir land hennar, (vindáttin hefur borið rykið NA yfir Síberíu) dreifist yfir barna- börn hennar? Veit hún ekk- ert um það, eða finnst henni það þess virði, ef Krús- jeif karlinn getur hrætt eitt-- hvern landskika út úr Finn- um eða einhverjum öðrum? Þessháttar spurningar vakna nú á dögum, svo maður taki nú ekki dæmin nær sér, og reyni að rekja hugsanagang landa sinna, sem? sitja og klappa í Moskvu eða þeirra sem senda klapparana til að íeggja blessun sína yfir þessa þokkalegu sendingu til okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.